Alþýðublaðið - 21.03.1986, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.03.1986, Blaðsíða 2
2 Föstudagur 21. mars 1986 ftlTSTJÓRNARGREIN' Heilbrigt efnahagslíf og heilsufar þegnanna Þaðeru löngu kunn sannindi, aö skynsamleg- asta stefna í heilbrigðismálum er sú, að reyna að koma í veg fyrir sjúkdóma með ýmsum for- vörnum og fræðslu, í stað þess að beina öllu fjármagni og þekkingu í það að lækna þá. Hér á landi hafa það einkum verið félagasamtök, sem hafa beint athygli manna að heilbrigðari lífsháttum og hverskonar forvörnum. * A miðvikudag hófst í Reykjavík fundur Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um nýja áætlun, sem hlotið hefur nafnið „Heiibrigði allraárið2000“. Þettaerforvarnaáætiun, sem á að stuðlaað betraheilsufari heimsbyggðarinn- ar um næstu aldamót. Á fundinum var m.a. rætt um hvernig unnt væri að fá fjölmiðla og al- menning í aöildarríkjum stofnunarinnar til að vinna sameiginlega að bættu heilsufari al- mennings. Það er aimennt talið, að forvarnastarf í heilsu- gæslu geti sparað gífurlegar fjárhæðir í heil- brigðiskerfi þjóða, og að auki bætir það veilíð- an almennings. En það er stórt verkefni, sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin ætlarað tak- ast á hendur. — Ragnhildur Helgadóttir, heil- brigðisráðherra, hefur þegar iýst yfir því, að hér á landi muni stjórnvöld taka til höndum á þessu sviði, og er nauðsynlegt, að sem flestir styðji það átak. Hér á landi hefur mikiö starf verið unnið á sviði slysavarna, sem er veigamikið forvarna- starf. Hjartavernd hefur beint athygli manna að margvíslegum áhættuþáttum vegna hjarta- og æðasjúkdómaog skipuiagt leitarstarf. Krabba- meinsfélag íslands hefur rekið leitarstarf f ára- tugi, einkum vegna legháls- og brjóstakrabba- meins og hefur nú byrjað leit að krabbameini í neðri hluta meltingarvegar. Heilbrigðiseftirlit ríkisins og embætti Land- læknis hafa beint athygli manna að fjölmörg- um áhættuþáttum í umhverfi og á vinnustöð- um. Þá hefur aukist mjög forvarnastarf, sem beinist að reykingum, áfengisneyslu og hvers- konar vímuefnum og svo mætti iengi telja. A undanförnum árum hefur athygli vísinda- manna beinst að mörgum þáttum hins daglega lífs, og þeir hvatt til breyttra lífshátta; meiri úti- veru og hreyfingar, breytinga á mataræði og hverskonar aðgerða til að draga úr streitu. Upp- lýsingar og fræðsla hefur borið sjáanlegan ár- angur, en betur má ef duga skal. w I allri þessari umræðu hefur mikil áhersla ver- ið á það lögð, að aðstaða einstaklinga f iðnað- arrfkjunum sé mjög misjöfn til að stunda og til- einka sér heilbrigða iífshætti. Það er augljós staðreynd, að heilbrigt efnahagslff og stjórnar- far hefur mikil áhrif á bætta lífshætti. Atvinnu- leysi eða vinnuþrælkun er ekki vænlegur grundvöllur til að byggja á heilbrigði allra árið 2000. Það er því erfitt að slíta baráttu fyrir bættri heilsu úr samhengi við pólitískan veruleika. Þetta kemur skýrast fram í möguleikum þróun- arlandatil að bæta heilbrigði þjóðféiagsþegn- anna. — Það er Ijóslega eitt stærsta verkefnið á sviði heilbrigðismála, að útrýma fátækt og misréttí. Það eru forvarnir, sem skipta veruiegu máli. Einn þátturinn í forvarnastarfinu, sem fram fer til næstu aldamóta, er að upplýsa og f ræða almenning um þau þjóðféiagsöfl, sem stofna llkamlegri og andlegri heilsu i hættu, og hvern- ig ber að forðast þau. Hjúkrunarfræðingar — Ijósmæður Eftirtaldar stöður viö heilsugæslustöðvar eru lausar til umsóknar nú þegar: Reykjavfk, Miðbær, staöa hjúkrunarfræðings Keflavlk, staða hjúkrunarfræðings Selfoss, staða hjúkrunarfræðings og staða Ijósmóður Dalvfk, hálf staða hjúkrunarfræðings Ólafsvlk, staða Ijósmóður eða hjúkrunarfræðings. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf við hjúkrun sendist heilbrigöis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 18. mars 1986. I^RARIK útboð Wk ^ RAFMAGNSVEITUR RfKISINS Rafmagnsveitur rlkisins óska eftir tilboðum I eftirfar- andi: RARIK—86004: Götuljósker. Opnunardagur: Þriðjudagur 22. aprfl 1986, kl. 14:00. Tilboðum skal skilað áskrifstofu Rafmagnsveitna rfkis- ins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyriropnunartfmaog verða þau opnuö á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna rfkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavfk, fráog með föstu- degi 21. mars 1986 og kosta kr. 200.- hvert eintak. Reykjavlk, 19. febrúar 1986. Rafmagnsveitur ríkisins. Lögtök Eftir kröfu tollstjórans I Reykjavlk og að undangengn- um úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrir- vara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð rfkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu auglýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti fyrir okt., nóv. og des. 1985, svo og sölu- skattshækkunum, álögðum 27. nóv. 1985 — 14. mars 1986; vörugjaldi af innlendri framleiðslu fyrir okt., nóv. og des. 1985; skipulagsgjaldi af nýbyggingum, gjald- föllnu 1985; þungaskatti af dlsilbifreiðum fyrirárið 1986 ogskoðunargjaldi bifreiðaog vátryggingariðgjaldi öku- manna fyrir árið 1986; mælagjaldi af dfsilbifreiðum, gjaldföllnu 11. febr. 1986, aðflutningsgjöldum 1985, svo og skemmtanaskatti fyrir árið 1985. Borgarfógetaembættið í Reykjavík 14. mars 1986. Veiðibann Sjávarútvegsráðuneytið hefur í dag gefið út reglugerð um eftirfar- andi: 1. Allar fiskveiðar báta minni en 10 brl. eru bannaðar frá kl. 20:00 22. mars til kl. 10:00 árdegis 1. apríl. 2. Þorskanetaveiðar báta 10 brl. og stærri eru bannaðar frá kl. 20:00 25. mars til kl. 10:00 árdegis 1. apríl. 3. Allar togveiðar eru bannaðar á svæði, sem að sunnan markast* af línu, sem dregin er 270° frá Stafnesvita. Að vestan markast Spörum 1 verði og hins vegar hæsta verði. í innkaupakörfunni eru yfir 60 vörutegundir og verð á körfunni er birt fyrir 50 verslanir. Helstu niðurstöður könnunar- • innar eru eftirfarandi: Ódýrasta innkaupakarfan kost- aði 20.800 kr. en sú dýrasta um 26.100 kr. Verðmunur var um 26%. Ef ávallt væri keypt á lægsta verði í ódýrustu versluninni væru ársút- gjöld fjögurra manna fjölskyldu um 70 þús. kr. lægri en ef hún keypti alltaf á hæsta verði þar sem innkaupakarfan var dýrust. Ef miðað er við lægsta og hæsta verð innan sömu verslunar er verð- munur á innkaupakörfunni mestur um 15%. Getur munur á ársút- gjöldum fjögurra manna fjöl- skyldu numið meira en 40.000 kr. eftir því hvort keyptar eru ódýrustu vörutegundir í ákveðinni verslun eða dýrustu vörutegundir í sömu verslun. Verðlag í s.k. stórmörkuðum var skv. könnuninni ekki áberandi lægra en í öðrum verslunum sem könnunin náði til. Okrið 1 laun“ Hermanns Björgvinssonar, numið um þriðjungi af okurhagn- aðinum. Að lokum er kannski rétt að vekja athygli á því að samkvæmt fréttum af rannsókn þessa máls, var ekki ýkja mikill munur á „ávöxtun- arkröfu“ Hermanns Björgvinsson- ar og ýmissa annarra sem nú stunda lánastarfsemi í landinu fyrir opn- um tjöldum og að því er virðist'í fullu samræmi við lög. um páska svæðið af 23° 40‘5 V og að norð- an af 64° 20‘0 N. Bann þetta gildir frá og með 1. apríl til og með 15. maí. 4. Allar togveiðar eru ennfremur bannaðar á svæði, sem markast af línum, sem dregnar eru á milli eftirgreindra punkta: a) 63°10‘0 N, 22°00‘0 V b) 63°25‘3 N, 22°00‘0 V c) 63°33‘7 N, 22°03‘0 V 5. Jafnframt hefur ráðuneytið ákveðið að línusvæði það, sem sett var út frá Sandgerðisvita á s.l. hausti falli úr gildi frá og með 26. mars n.k. Kort af veiðisvœðum þar sem togveiðar eru bannaðar 1/4 — 15/5, enn- fremur að friðuðu hólfunum á Selvogsbanka, þar sem allar veiðar eru bannaðar 20/3 — 15/5 og svæði í norðanverðum Faxaflóa, þar sem netaveiðar eru bannaðar allt árið. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur almennan félagsfund mánudag- inn 24. mars nk. kl. 8.30 í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. Gesturfundarins verður ÉiðurGuðnason form. þingflokks Alþýðuflokksins. Mætið vel og stundvíslega. Stjórnin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.