Alþýðublaðið - 21.03.1986, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 21.03.1986, Blaðsíða 4
alþýðu- ■ HhT'Tf'M Föstudagur 21. mars 1986 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 81866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Björnsdóltir Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Árraúla 38 ^Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúia 12 Áskriftarsíminn er 681866 Það þyrfti að lækka eftirlaunaaldurinn — Rætt við Kristínu Karlsdóttur verkakonu í húsinu nr. 28 við Melgeröi býr Kristín Karlsdóttir ásamt dóttur sinni og fjölskyldu hennar. Kristín varð fyrir því óhappi að detta, eða réttara sagt fjúka um koll í hvassviörinu mikla í nóvember. Við það hlaut hún slæmt olnboga- brot og brákaðist á mjöðm. Síöan hefur hún verið í sjúkraleyfi. Ekki vill hún gera mikið úr þessum meiðslum; segist áður hafa bein- brotnað og náð sér vel á strik eftir það. Kristín er fædd og uppalin á ísa- firði, en fluttist til Reykjavíkur vor- ið 1939. Þá var hún 19 ára. Hún hef- ur unnið úti allt frá því börnin kom- ust á legg; nú síðustu 14 árin hjá Af- urðadeild Sambandsins, en þar áð- ur vann hún í mörg ár við að bera út póst. Hún er trúnaðarmaður’starfs- Bónusvinnan er al- verst. Konur sem vinna bónusvinnu eru búnar að vera á miðjum aldri. manna á sínum vinnustað og er því vel kunnug öllum þáttum starfsins, bæði hvað snertir kjörin og vinnu- aðstöðuna og einnig koma til henn- ar kasta málefni vinnustaðarins af samstarfs- eða félagslegum toga. —Hvernig er að vinna í kjötiðn- aðarstöð? Er það ekki erfitt og slít- andi starf? Mér hefur aldrei þótt þetta leið- inleg vinna og ekki óþrifaleg held- ur. Börnunum mínum þótti reyndar stundum nóg um þegar þau sáu sundurhlutaða kjötskrokka á vinnsluborðinu, en þeir sem vinna við matvælaiðnað vita að það er mikilvægt starf og mikið veltur á því að það sé vel af hendi leyst. En starfinu fylgir talsvert líkamlegt erfiði. Það þarf að rogast með þunga hluti fram og aftur, því að sjálfvirkni er lítil sem engin. Áhöld og ilát eru úr þungum málmi og það reynir mikið á handleggina og bak- ið að lyfta þeim og færa til. Þetta .er eiginlega hálfgerð fornaldaraðstaða. Til dæmis þarf að skrúfa niður hangikjötspressurnar með handafli og það er mjög erfitt. Það þyrfti að auka sjálfvirkni til að létta fólkinu erfiðustu störfin. Það mætti víða koma því við, t.d. með færiböndum og eins mætti vinna mörg störf sitj- andi. Það er líka erfiðara en nokk- uð annað að standa í sömu sporum við vinnu sína allan daginn. Það er mikið um bólgna fætur og æða- hnúta hjá konunum sem hafa unnið lengi og eru farnar að eldast. Vöðvabólga er líka talsvert algeng- ur atvinnusjúkdómur. Ég hugsa að einhæf störf séu verri að þessu leyti heldur en þau sem reyna á kraftana. Samt er bónusvinnan alverst. Það er hreinn þrældómur, sem eng- inn ætti að leggja á sig þó það hækki kaupið. Konur sem vinna bónusvinnu eru búnar að vera á miðjum aldri. Það kemur illa út fyrir alla. Verkin verða ekki nógu vel unnin og varan stenst þá ekki gæðakröfur, slysahætta er meiri og svo heldur bónusvinnan kaupinu niðri fyrir öðrum. Ég hef alltaf ver- ið á móti bónusvinnu. Sums staðar í húsinu er ansi mik- iil hávaði, sérstaklega í pökkunar- salnum, því vélasalurinn er þar inn af og opið á milli. Þegar vélarnar eru í gangi heyrist ekki mannsins mál, en það er ekki allan daginn. Það eru til eyrnahlífar, en fólkið vill ekki nota þær og það er ekkert kvartað undan hávaða. —-Yfir hverju er helst kvartað? Hvaða mál eru þaö sem koma til kasta trúnaðarmanns. Á mínum vinnustað eru hátt á annað hundrað manns í vinnu, svo það er eðlilegt að upp komi ágrein- ingsmál annað slagið. Oftast er það á misskilningi byggt; eitthvað í sam- bandi við launin og þá nægir að ræða málið og greiða úr misskiln- ingnum. Einnig geta komið upp ýmsir samskiptaörðugleikar og þá hefur mér reynst best að ræða málin í bróðerni. Það vinnst ekkert með æsingi. Það gerir bara illt verra. Núna setur fólkið allt sitt traust á fyrir- hugaðar verðlags- lœkkanir. Allt veltur á því að staðið verði við gefin fyrirheit. Stundum getur það komið fyrir að einhver telji sig órétti beittan, t.d. gagnvart uppsögnum. Það eru allt- af viðkvæm mál, en mér hefur fundist að fyllstu sanngirni hafi verið gætt á mínum vinnustað og það er gert vel við gott starfsfólk. Verkstjórarnir hafa kvartað yfir að fólkið mætti of seint í vinnuna. Þá var gripið til þess ráðs að greiða aukaþóknun til þeirra sem mættu á réttum tíma. Þetta mæltist misjafn- lega fyrir, en það er þó tekið tillit til þess ef þannig stendur á strætis- vagnaferðum að fólkið kemur fá- einum mínútum of seint. Hins vegar var mikil óánægja meðal starfsfólksins í vetur, þegar teknar voru af því s.k. „pásur“, sem var fimm mínútna hlé tvisvar á dag til að rétta úr sér, tylla sér niður, eða fá sér sígarettu. Það var sagt að „pásurnar“ væru misnotaðar og yrðu miklu lengri en til stóð, en mér fannst nú að verkstjórarnir gætu stjórnað því. Ég reyndi að Iiðka málið til, en fékk engu um þokað og þetta eru heldur ekki samnings- bundnar ,,pásur“. En ég er þeirrar skoðunar að þetta sé rangt að farið, því að vinnuafköstin verða meiri og betri ef fólki er gefinn kostur á að taka sér stutta hvíld, fyrir nú utan það að fólkið verður ánægðara og líður betur. — Hvað með kaup og kjör? Við konurnar fáum greitt sam- kvæmt samningum Verkakvennafé- lagsins Framsóknar, en karlmenn- irnir eru á Dagsbrúnartaxta. Þessir samningar eru alveg sambærilegir. Það eru greidd sömu laun fyrir sömu vinnu. Það er gert vel við okkur í launum. Við fáum t.d. alla yfirvinnu ríflega reiknaða og það er reynt að hífa launin upp eins og hægt er innan þess launafíokks sem við vinnum eftir. En kaupið er óneitanlega mjög lágt. Eftir 7 ára starf er það 19. 472 kr. en hæst er hægt að komast í kr. 20.419 eftir 15 ára starf og þá er miðað við 8 stunda vinnudag. Það hefur verið talsverð yfirvinna allt þetta ár. Án þess væri ekki hægt að láta enda ná saman. Kaupið hefur aldrei enst jafn illa svo lengi sem ég man eftir, eins og síðasta ár. Fólkið var almennt tilbú- ið til að fara í verkfall hefðu samn- ingar dregist á langinn núna. Það hefur enginn efni á því að leggja niður vinnu, en núna var svo komið að það voru engin önnur ráð. Núna setur fólkið allt sitt traust á fyrirhugaðar verðlagslækkanir. Fá- einar krónur í launaumslagið eru lítils virði, ef allt verðlag hækkar í kjölfarið, eins og svo oft hefur sannast. Samningarnir núna eru a.m.k. athyglisverð tilraun og allt veltur á því að staðið verði við gefin fyrirheit. Annars eru öll launamál í mesta ólestri svona yfirleitt. Mér finnst ég verða vör við vaxandi „Amerikani- seringu" í þeim efnum. Þá á ég við að enginn veit hvað aðrir hafa í laun. Yfir því hvílir mikil leynd og það veldur óánægju og tortryggni og rýfur samstöðuna. — Eitthvað sem þú vilt taka fram að lokum? Eins og ég sagði áður þá hefur mér líkað þessi vinna vel. Én þegar fólk er farið að eldast finnur það meira fyrir erfiðinu. Það þyrfti að berjast fyrir lækkuðum eftirlauna- aldri hjá fólki sem vinnur stritvinnu allt sitt líf. 1 i RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Rafeindaverkfræðingur/ — tæknifræðingur Rafmagnsveitur rlkisins óska eftir að ráöa, raf- eindamenntaðan starfsmann til starfa á rafeinda- deild stofnunarinnar. Starfið er aðallega fólgið í áætlanagerð, hönnun og verkumsjón með framkvæmdum og tæknileg- um rekstri áfjargæslu-og fjarskiptakerfum. Starf- ið býðuruppáfjölbreytt og áhugaverð verkefni við rafeindabúnað, tölvur og hugbúnað almennt. Leitað er að manni með próf í rafeindaverkfræöi/ — tæknifræði eða sambærilega menntun. Upplýsingar um starfið veitir deildarverkfræðing- ur rafeindadeildar RARIK I síma 91—17400. Umsóknum er greini menntun og fyrri störf ber að skiia til starfsmannadeildar, Laugavegi 118, Reykjavfk, fyrir 10. aprll 1986. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118, 105 Reykjavlk Auglýsing frá Póst- og símamálastofnuninni Ný götu- og númeraskrá fyrir Reykjavík, Bessa- staðahrepp, Garðabæ, Flafnarfjörð, Kjalarnes- hrepp, Kjósarhrepp, Kópavog, Mosfellshrepp og Seltjamarnes er komin út og ertil sölu I afgreiðsl- um Pósts- og símamálastofnunarinnar í Reykja- vík, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfiröi, Seltjarnar- nesi og Varmá. Verð skráarinnar er kr. 600.00 með söluskatti. Póst- og símamálastofnunin. KNRARIK útbo6 ^ RAFMAGNSVEITUR RÍKISiNS UlOOO J Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfar- andi: RARIK—86003: Háskpennuskápar 12 kV í dreifistöövar. Opnunardagur: Fimmtudagur 17. aprll 1986, kl. 14:00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkis- ins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, fyrir opnunartíma og verða þau opnuð á sama stað að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 20. mars 1986 og kosta kr. 200,- hvert ein- tak. Reykjavlk, 17. mars 1986 Rafmagnsveitur ríkisins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.