Alþýðublaðið - 21.03.1986, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.03.1986, Blaðsíða 3
Föstudagur 21. mars 1986 3 ÞJOÐARATAK TIJ. VERNQAR ÞER OG ÞINUM Krabbameins- lækningar I þessum dálki birtum við á nœstunni margvíslegar upplýs- ingar um krabbamein. A næst- unni verður fjallað um krabba- meinslœkningar upphaf þeirra og þróun: Um síðustu aldamót var mann- kynið að stíga fyrstu sporin í nú- tíma krabbameinslækningum. Skurðlækningar voru þá byrjaðar að nema burtu æxli í maga og brjóstum kvenna, svo að dæmi séu nefnd, en að öðru leyti stóðu menn nánast ráðþrota andspænis illkynja sjúkdómum. Þegar fyrsti þriðjungur aldarinnar var liðinn höfðu skurðlækningar eflst að mun og auk þess voru röntgen- geislar þá almennt komnir í notk- un, ekki aðeins sem hjálp við sjúkdómsgreiningar, heldur einn- ig við krabbameinslækningar. Töldu fróðir menn þá, að takast mætti að lækna tuttugu af hundr- aði allra krabbameinssjúklinga. Árin liðu og upp úr 1950 höfðu bæði skurð- og geislalækningar þróast hröðum skrefum og um það bil þriðji hver sjúklingur fékk fullan bata, þar sem aðstaða til meðferðar var best. Nú má telja fullvíst að víða um lönd læknist fjörutíu af hundraði krabba- meinssjúklinga. Krabbamein er í rauninni marg- ir sjúkdómar, sem haga sér mis- jafnlega eftir tegund meinsins og heimkynnum þess í hinum ýmsu líffærum mannslíkamans. Sé miðað við þess háttar skiptingu illkynja sjúkdóma telst mönnum svo til, að þeir séu hálft þriðja hundrað. í stuttu máli er engin leið að gera grein fyrir meðferð svo margra sjúkdóma og verður því aðeins stiklað á stóru um helstu atriði krabbameinslækninga og þær framfarir, sem hafa orðið á síðari árum, en fyrst nokkur orð um eðlilegan frumuvöxt til sam- anburðar við óeðlilegan vöxt ill- kynja frumuhópa. Frumuvöxtur Frumur manna og dýra fjölga sér með skiptingu. Á fyrsta stigi skiptingarinnar tvöfaldar fruman erfðaefni sitt, sem er kjarnasýran DNA. Siðan skiptist erfðaefnið í tvennt og flyst sinn helmingurinn í hvorn enda frumunnar og lokast þar af, og þannig verður ein fruma að tveim. Ekki alls fyrir löngu gerðu vís- indamenn samanburð á krabba- meinsfrumum og eðlilegum frumum til þess að fá vitneskju um muninn á skiptingu þessara tveggja frumuflokka. Niðurstað- an varð, að skiptingin í illkynja frumu sé ekki hraðari en í heil- brigðri frumu, heldur miklum mun tíðari þar sem heilbrigðar frumur hvíla sig eftir skiptingu, en 10 eða 20 af hverjum 100 krabbameinsfrumum unna sér aldrei hvíldar, heldur skipta sér án afláts og hlaða þannig upp frumudyngjum, sem við nefnum æxli. Eðlilegur frumuvöxtur er stundum mjög ör, til dæmis í fóstrinu, þegar líffærin eru að myndast og stækka, en sá vöxtur fer fram eftir ákveðnum reglum og samkvæmt áætlun sköpunar- verksins. Á hinn bóginn vaxa krabbameinsfrumur stjórnlaust og takmarkalaust. Þær ráðast eins og óvígur her inn í vefina um- hverfis, inn í blóðæðar og sogæð- ar og berast með straumnum út um líkamann. Þannig ná þær að festa rætur í fjarlægum líffærum og setja á stofn nýlendur, mynda ný æxli eða meinvörp. Fyrir um það bil þremur áratug- um tóku menn að gera sér grein fyrir því að krabbameinsfrumur fara mjög snemma að dreifa sér um líkamann, eftir að æxlisvöxt- urinn hefst, að vísu í smáum stíl meðan frumæxlið er lítið. Sam- kvæmt því ættu flestir krabba- meinssjúklingar að vera með æxl- isfrumur í blóðinu. Þessi vit- neskja kom á óvart og vakti ýmsar spurningar, svo sem: Af hverju deyja þá ekki allir sem fá krabba- mein? Hvernig má það vera, að suma sjúklingana tekst að lækna með skurðaðgerð? Rannsóknir síðari ára benda til þess að ónæmiskerfi iíkamans geri ekki aðeins út af við sýkla, heldur einnig sumar krabba- meinsfrumur, sem hafa yfirgefið frumæxlið og farið á flakk og komi þannig, þegar vel tekst til, í veg fyrir háskalega útbreiðslu meinsins. Skrifstofustarf Skrifstofustarf VI hjá Rafveitu Hafnarfjarðar er laust til umsóknar, laun eru samkvæmt 57. launa- flokki. Umsóknum skal skila á sérstökum eyðublöðum fyrir 26. mars nk. til rafveitustjóra, sem veitir nán- ari upplýsinar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar Alþýðuflokksfélag Húsavíkur Fundur á Bakkanum mánudaginn 24. mars kl. 20.30. Dagskrá: 1. Tillaga kjörnefndar að framboðslista flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar I vor. 2. Fjárhagsáætlun Húsavlkurkaupstaðar. Allt stuðningsfólk velkomið. Stjórnin. Leiðrétting Það var missagt í frétt Alþýðu- blaðsins i gær um okurvexti í víxla- viðskiptum bankanna, að ábeking- ur þurfi að vera á vixli, til að unnt sé lögum samkvæmt að kaupa hann með afföllum. Bönkum er heimilt að kaupa víxilinn af útgefanda á svokölluðu kaupgengi. Ef víxill er keyptur af samþykkjanda, er hins vegar óheimilt að nota kaupgengi. Skylt er að biðja lesendur afsökun- ar á þessum mistökum. WRÐGÍSA r -V- • • -goo vom gegn verðhækkunum Alþýðusamband íslands beinir þeim tilmælum x~Vtil alls launafólks að það taki virkan þátt í verðlagseftirliti. í meðf. töflu eru upplýsingar ii Verðlagsstofnunar um verð á nokkrum vörurm _ V Þú getur gerst virkur þátttakandi í verðgæslunni með því að skrá niður verðið þar sem þú verslar.Fáir þú ekki ( fullnægjandi skýringu á því verði sem þú þarft að greiða hringdu þá í kvörtun arsíma Verðlagsstofnunar 91-25522, sendu kvörtun til Verðlagsstofnunar / J Borgartúni 7, 105 Reykjavík eða / M hafðu samband við þitt verkalýðs- eða neytendafélag KÖNNUN VERÐLAGSSTOFNUNAR Verðcæsia Vörutegundir Alg. verð í stórmörkuðum á höfuðb.sv. Alg. verð í kjörbúð á höfuðb.sv. Nafn á búð: Nafn á búð: Nafn á búð: Nafn á búð: Kjúklingar 1 kg 210 kr. 230-260 kr. Vínarpylsur 1 kg 240-270 kr. 270 kr. Egg Ikg 98-120 kr. 98-120 kr. Fransman fr. kart. 700 g 95 kr. 105 kr. Þykkvabæjarfr. kart.700g 95 kr. 105 kr. Hvítkállkg 27-30 kr. 30-40 kr. Tómatar 1 kg 170-180 kr. 190-220 kr. Alpasmjörlíki400g 65 kr. 69 kr. Akrablómi smjörlíki 400 g 68 kr. 72 kr. Robin Hood hveiti 5 Ibs. 95 kr. 102 kr. Pillsbury hveiti 5 Ibs. 75 kr. 81 kr. Juvel hveiti2kg 45 kr. 55 kr. Dansukker strásykur 2 kg 40 kr. 43 kr. * Kellogg’s corn flakes 375 g 98 kr. 103 kr. K.Jónsson gr.baunirUdós 29 kr. 30 kr. Ora gr. baunir 'A dós 31 kr. 35 kr. Tab innih.30cl 19 kr. 19 kr. Egils pilsner innih. 33 cl 29 kr. 29 kr. MSísll 107 kr. 107 kr / samstarfi Alþýðusambandsfélaganna og neyt- endafélaga einstakra byggðalaga mun verð á þessum ogfleiri vörum verða kannað víðs vegarum landið nœstu daga. ALÞÝÐUSAM BAN D ÍSLANDS KLIPPIÐ UT

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.