Alþýðublaðið - 16.07.1986, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 16.07.1986, Qupperneq 4
 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavik alþýðu' Sími: (91) 681866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson og Ása Björnsdóttir Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Armúla 38 Áskriftarsíminn 1 n FT' ]T» u er 681866 Miðvikudagur 16. júlí 1986 Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúia 12 Amnesty: Fangar mánaðarins Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli al- mennings á máii eftirfarandi sam- vizkufaaga í júní. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föng- um og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mannréttindabrot eru framin. íslandsdeild Amnesty hefur nú einnig hafið útgáfu póst- korta til stuðnings föngum mánað- arins, og fást áskriftir á skrifstofu samtakanna. Tékkóslóvakía: Pavel Krivka og Pavel Skoda eru menntamenn á þrítugsaldri, sem eru í fangelsi vegna friðsamlegrar gagnrýni á stjórnvöld. Pavel Krivka er náttúru- fræðingur, og var dæmdur í 3 ára fangelsi21. 11. 1985 vegna bréfs sem hann skrifaði vini sínum í V—Þýzkalandi, þar sem hann gagnrýndi tékknesku stjórnina vegna vanrækslu í umhverfisvernd- armálum. Hann reyndi að senda bréfið með vini sínum sem var á leið til Júgóslavíu, en öryggislögreglan fann það.Hann var einnig ákærður fyrir að festa upp landakort þar sem bent var á vanrækslu umhverf- isverndarmála, og fyrir að búa til krossgátur sem „rægðu“ stjórnvöld og fulltrúa þeirra; ennfremur fyrir að skrifa grínstælingu á tékkneskri jólamessu þar sem hann ku hafa nítt niður forsetann og sett fram óvæga gagnrýni á stjórnarstefnuna. Vinur hans, Pavel Skoda, aðstoðar- maður við vísindarannsóknir, var dæmdur í 20 mánaða fangelsi fyrir að vera meðhöfundur að hinu síð- astnefnda. Taiwan: Yang Chin-hai er 54 ára gamall fyrrum forseti Verzlunar- ráðs Kaohsiung héraðs, sem hlaut lífstíðardóm í júlí 1976 ásamt 6 öðr- um fyrir ráðagerð til að „kollvarpa ríkisstjórninni, ógna öryggi al- mennings með ofbeldi, og valda glundroða með því að skemma orkuveitur“. Rétta ástæðan fyrir handtöku hans er talin vera beiðni sem hann og aðrir stjórnmálamenn í stjórnarandstöðu settu fram í maí 1976, um að fá að stofna stjórnar- andstöðuflokk, en samkvæmt her- lögum eru slíkir flokkar bannaðir. Allt frá 1972 hefur Yang Chin-hai stutt marga frambjóðendur í stjórnarandstöðu, og tekið þátt í gagnrýni á meint kosningasvindl. Hann var í einangrun í 2 mánuði eftir handtökuna, og bar við réttar- höldin að hann hefði verjð pyntað- ur á 19 vegu til að neyða fram játn- ingu um skipulagningu hryðju- verka. Hann þjáist af blæðandi magasári og lungnasýkingu, og er talin hætta á að hann fái ekki nægi- lega aðhlynningu. Comoro-eyjar: Moustoifa Said Cheikh er rúmlega fertugur stjórn- málaleiðtogi, sem var dæmdur i lífstiðarfangelsi árið 1985 vegna friðsamlegra afskipta af stjórnmál- um. Hann er aðalritari Lýðræðis- hreyfingar Comoro-eyja (Front democratique des Comores), sem hefur fengið að þrífast án teljandi hindrana frá stofnun samtakanna 1982, þrátt fyrir að alræði ríki á eyjunum, og m. a. boðið fram í kosningum. Þann 8.3 1985 voru 30 hermenn úr lífverði forsetans hand- teknir, grunaðir um uppreisnará- form, en seinna í mánuðinum gáfu stjórnvöld þá skýringu að um hafi verið að ræða tilraun stjórnarand- stöðu til valdaráns og handtöku fjolda manns þ.á.m.Cheikh. Hann var sakaðurum.að.hafa skipulagt valdaránið, en hann sagði að hópur uppreisnarmanna hefði komið til máls við sig en hann hefði neitað að eiga nokkurn þátt i ráðagerð þeirra og ráðið þeim frá ofbeldisaðgerð- um. Engar sannanir komu fram um sekt hans. Einn þeirra sem handtek- inn var um leið og Cheikh er talinn hafa verið barinn til dauða fyrir réttarhöldin, og margir, þ. á m. Cheikh voru pyntaðir með raflosti. í janúar og maí 1986 voru allir látn- ir lausir nema Cheikh og þrír aðrir framámenn í FDC. Þeir sem vilja leggja málum þess- ara fanga lið, og þá um leið mann- réttindabaráttu almennt, eru vin- samlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu íslandsdeildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykja- vík, sími 16940. Upplýsingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef óskað er. Bandalag jafnaðarmanna: For- dæmir Þingflokkur Bandalags jafnað- armanna sendi í gær frá sér ályktun þar sem fordæmd er setning bráða- birgðalaga til að stöðva verkfall flugvirkja og flugvélstjóra hjá Arnarflugi hf. í ályktuninni segir: „Þingflokkur Bandalags jafnað- armanna fordæmir vinnubrögð samgönguráðherra í vinnudeilu flugvirkja hjá Arnarflugi. Síendur- teknar lagasetningar undir for- göngu Sjálfstæðisflokksins hafa í reynd afnumið frjálsan samnings- rétt fólks sem starfar að samgöngu- málum. Lagagleði samgönguráðherrans hefur losað forystu eigenda og starfsfólks hjá samgöngufyrirtækj- um undan því að standa á ábyrgan hátt að kröfugerð og kjarasamning- um. Enn þá einu sinni hefur Sjálf- stæðisflokkurinn vanhelgað samn- inga- og athafnafrelsi einstaklings- ins.“ Molar Kredit sigraði Debit Sumarráðstefna Félags löggiltra endurskoðenda var nýlega haldin, hefur skapast sú hefð að skipta í lið, Debit og Kredit, og keppa í fótbolta, meðan á ráðstefnunni stendur. Það var Debit sem sigraði að þessu sinni eftir æsispennandi leik. Birtum við mynd af þessu sigursæla liði, sigurgleðin leynir sér ekki á svip kappanna. Ferðaparadís í Reykjahverfi „Við lítum alls ekki á þetta sem aukabúgrein," sagði Steinunn Bragadóttir húsfrú að Bláhvammi i Reykjahverfi í Suður- Þingeyjar- sýslu í samtali við blaðamann. Hún ásamt manni sínum Jóni Fri- mann rekur nú rómaða ferða- þjónustu þar á staðnum. „Okkur finnst þetta mjög gefandi starf og viljum reka þetta á persónulegum grunni, og þannig reyna að kapp- kosta að veita sem bestu þjón- ustu“ Bláhvammur er miðja vegu milli Húsavíkur og Mývatns. A staðn- um er sérhús fyrir 12 manns. í hlaðinu er hver, sem gefur staðn- um mikið gildi því úr honum rennur vatn í sundlaug sem ætluð er þeim sem þarna gista. Inn í hús- ið er síðan leidd leiðsla í sérstaka gufuvél sem hægt er að elda mat í. Það er aðeins andartak verið að hella upp á kaffi og kakó, eins geta menn t. d. soðið sér mjólkur- graut og skroppið á sama tíma til Húsvíkur, því engin hætta er á að sjóði upp úr né brenni við. Vekur þetta mikla undrun ferðamanna. Meirihluti þeirra sem þarna gista eru íslendingar. Virðast menn helst vilja dvelja á staðnum og njóta þess er þar býðst. En stutt er bæði til Húsavíkur og Mývatns. Byggðasafn er að Grenjaðarstað í 11 km fjarlægð og verslun við Laxárvirkjun í 9 km fjarlægð. Um 200 metra frá Bláhvammi er gróð- urhús þar er hægt að fá keypta ávexti og grænmeti. Þarna er ekki bara hugsað um fullorðna fólkið, börnin fá líka sinn skammt, því sérstakt barna- leikhorn er í húsinu, og síðast en ekki síst eru á búinu lifandi dýr, grísir, hestar, hundurinn Bási, lömb, hænur, sá frægi hani Ólaf- ur Pá og Bréfdúfan Alfreð sem hefur nú fast aðsetur í Blá- hvammi. Þeir sem vilja notfæra sér þessa nýju þjónustu er bent á að hringja í hjónin sjálf í Bláhvammi. Sím- inn er: 96—43901. Ólafur eða Þorsteinn? Menn reyna stundum að setja sig í spor annarra. Getur reynst hæp- ið að gera það, því fullkomleiki manna er ekki ennþá kominn á það stig að menn viti hvað hver annar hugsar. — En engu að síður reyna menn þetta samt. Sagan segir af félögum tveim sem ræddu saman um daginn og veg- inn. Talið berst, að sjálfsögðu fljótlega að stjórnmálunum, og þeim hræringum sem þar eru að gerast þessa dagana. Veltu þeir ekki síst fyrir sér tveim forystu- mönnum á andstæðum pólum stjórnmálanna, þeim Ólafi Ragn- ari Grímssyni og Þorsteini Páls- syni. Spurði nú annar hinn hvort hann mundi frekar vilja vera Þor- steinn eða Ólafur, hvort hann teldi viskulegri kost, ef velja þyrfti á milli: „Af tvennu illu, mundi ég frekar vilja vera Þorsteinn, allavega með tilliti til jólagjafa" Hvers eiga grísir að gjalda?.. Kók í kaupbæti Videosjúklingar og kókistar geta nú gert sér glaðan dag og brugðið sér til Keflavíkur, því þar er reynt að höfða til þessara neytenda á' Hvað eiga Coca-Cola og góð video-mynd sameiginlegt? ansi nýstárlegan hátt. Videoleiga ein á staðnum býður „ókeypis“ kók fyrir hverjar tvær spólur sem leigðar eru út, og svo kók fyrir hverja spólu umfram tvær. Er nú bara vonandi að ekki verði um- ferðaröngþveiti í Keflavík út af þessu, þannig að flestir eigi greið- an aðgang að sælunni. . .

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.