Alþýðublaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 1
alþýóu i n RT' Lífeyrissjóðirnir: Viðbót við 55% ^ugardaguM9júlM986 136 tbl. 67. árg. Margir lausir endar virðast enn vera í úrvinnslu nýju hús- næðislaganna. Ennþá hefur ekki verið samið við lífeyrissjóð- ina um greiðslur nú fyrir 1. september, en þá eiga lögin að taka gildi. En fyrstu 6 mánuði ársins hafa sjóðimir þegar varið Heilsugœsla á Seyðisfirði: Tilraun í forvarnarstarfi , ,Við erum nú ekki búnir að fá lokaniðurstöður úr þessu, en það verður í haust. En það sem er ef til vill merkilegast við slíkar rannsóknir er að við getum náð miklu betur til fólksins. Við fengum t. d. 90% svörun í þess- ari rannsókn. Á heilsugæslu- stöðvunum er hægt að vinna ýmislegt að gagni í þessum efn- um sem annars væri ómögulegt í fjarstýrðum rannsóknum," sagði Guðmundur Sverrisson læknir á Seyðisfirði i samtali við Alþýðublaðið í gær, en hann ásamt Atla Ámasyni lækni hefur Frítekju- hámark hækkað Hinn 1. júlí sl. var frítekjuhá- mark elli- og örorkulífeyrisþega hækkað um 40% fyrir atbeina heil- brigðis- og trygginamálaráðherra Ragnhildar Helgadóttur. Þannig geta nú einstaklingar haft kr. 6.320,- á mánuði eða 75.840,- á ári án þess að bætur þeirra séu skertar. Kópavogur: Hunda- hald Bæjarstjóm Kópavogs hefur samþykkt, að tillögu Guð- mundar Oddssonar bæjar- fulltrúa Alþýðuflokksins að fela bæjarráði að endurskoða reglugerð um hundahald í Kópavogi. í greinagerð með tillögunni segir að núgildandi reglur þjóni engan veginn þeim til- gangi að takmarka hunda- hald í bænum samanber síð- ustu samþykktir um þau mál í bæjarráði og bæjarstjórn. unnið að merkilegri tilraun í for- vamarstarfi, en á Seyðisfirði fór fyrr á árinu fram rannsókn á öll- um Seyðfirðingum á aldrinum 41—70 ára, eða alls 230 manns. Guðmundur sagðist efins um að þessi aðferð yrði mikið tekinn upp, því nú með tilkomu tölvuskráning- ar væri mun auðveldara að skrá niður tilfelli við daglegar rann- sóknir. Þannig mætti t. d. auðveld- lega fylgjast með háþrýstingi þeirra sem á heilsugæslustöðvarn- ar kæmu, og kalla síðan hina inn sem ekki hefðu átt erindi til læknis. Með þessari rannsókn sem fram fór á Seyðisfirði var ætlunin að rannsaka fólk sérstaklega m. t. t. blóðs í hægðum og þá í samvinnu við Krabbameinsfélagið út af hóp- leit að æxlisvexti í ristli. Jafnframt því var ákveðið í samvinnu við Hjartavernd að gera könnun á nokkrum áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma þ. e. a. s. háþrýst- ingi, fitumælingum í blóði og reyk- ingum, auk holdafarsmælinga, allt í samræmi við áætlanir Hjarta- verndar. Jafnframt því var ákveðið að kanna sykursýki með því að mæla fastandi blóðsykur, auk syk- urleitar í þvagi eftir máltíðir, á Seyðfirðingum á aldrinum 41 til 70 ára. ,,Okkur þótti einnig áhugavert að kanna útbreiðslu tveggja svefn- vandamála hér á staðnum, svefn- leysis og svokallaðs kæfisvefns hjá öllum Seyðfirðingum á aldrinum 41 til 70 ára. Rannsóknin fór fram hér á heilsugæslustöðinni og var fólk sérstaldega boðað hingað með boðsbréfi og með stuðningi Lions- hreyfingarinnar hér á staðnum, tókst að fá mjög góða mætingu, eða rétt u. þ. þ. b. 90% íbúa á aldr- inum 41—70 ára mættu í rannsókn- ina og skiluðu af sér rannsóknar- niðurstöðum. Rannsóknin sjálf tók alls hálfan mánuð og fór fram milli kl. 8—10 á morgnana án þess að önnur starf- semi heilsugæslustöðvarinnar raskaðist. Það skal tekið fram að mjög góð samvinna var við Hjarta- vernd um þessa rannsókn og veittu þeir þar okkur rausnarlegan stuðn- ing með því að mæla endurgjalds- laust allar blóðfitumælingar. Helstu niðurstöður rannsóknar- innar eru enn í úrvinnslu en þegar Seyðisfjörður er ljóst að 10 manneskjur reyndust vera með blóð í hægðum. Við fundum aðeins einn aðila sem við settum á háþrýstingsmeðferð, en hann hafði verið grunaður um há- þrýsting áður. Þeir sem voru á há- þrýstingsmeðferð reyndust vera á fullnægjandi meðferð, þannig að áróðurinn og vinnan gegn háþrýst- ingi virðist hafa skilað sér vel hér alla vega. Reykingarvenjur Seyð- firðinga hafa nú verið skráðar m. t. t. væntanlegs áróðurs og nám- skeiða gegn reykingum og hægt svo að bera það saman síðar." 1000 milljónum til skuldabréfa- kaupa af íbúðalánasjóðunum. Hafa skuldabréfakaup lífeyris- sjóðanna af Húsnæðisstofnun stóraukist miðað við sama tíma og í fyrra. Samkvæmt heimildum blaðsins stendur hnífurinn ekki síst í kúnni varðandi túlkun á öðrum lögum, eða lánsfjárlögum. En þar er gert ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir kaupi skuldabréf af íbúðalánasjóðunum fyrir alls 1.530 milljónir króna. Til 'viðbótar eigi sjóðirnir að kaupa á árinu 1986 sérstök skuldabréf af ríkissjóði fyrir samtals 925 milljón- ir króna. Af þeirri fjárhæð eiga 300 m. króna að fara til Byggingasjóðs ríkisins í nokkurs konar viðlaga- sjóð húsbyggjenda, en 625 m. króna renna til ríkissjóðs vegna ráðstafana stjórnvalda um niður- færslu verðlags o. fl. Ef Iífeyrissjóðirnir þurfa að taka þátt í þessum sérstöku kaupum á ríkisskuldabréfum, munu heildar- kaup þeirra fara verulega fram úr 55% af ráðstöfunarfé, sem gert er ráð fyrir í húsnæðislögunum. í íréttabréfi frá Sambandi al- mennra lífeyrissjóða segir að Fjár- málaráðuneytið hafi átt í viðræð- um við lífeyrissjóðina um þessar 925 milljónir. Sagt er að því sé ekki að leyna að sjóðirnir muni fyrst um sinn kappkosta að verja 55% af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á skuldabréfum Húsnæðisstofnunar og því liggi ekki fyrir hvort hægt verði að ná fram þeim markmiðum sem stefnt var að við lausn síðustu kjarasamninga um þessi viðbótar- kaup af ríkissjóði. En sambandið hvetur til þess að það sé gert. 23 dauðaslys frá árinu 1970 Frá 1970 hafa samkvæmt upplýs- ingum Vinnueftirlitsins orðið 23 dauðaslys við notkun dráttarvéla og búnaðar tengdum þeim í land- búnaði. 18 slys urðu við dráttarvél- ar 2 í drifsköftum og 3 öðrum bún- aði tengdum dráttarvélum. Flest dráttarvélaslysin urðu með þeim hætti að dráttarvél sem ekki var búin öryggisgrind eða öryggis- húsi valt með þeim afleiðingum að ökumaður varð undir henni. Ekki hafa verið í gildi hér á landi bein fyrírmæli í lögum eða reglum um notkun öryggisgrinda eða ör- yggishúsaádráttarvélum. Frá 1966 hefur þó verið í gildi lagaákvæði um að dráttarvélar skuli afhentar með slíkum búnaði. Hinn 1. janúar n. k. tekur gildi ný reglugerð um dráttarvélar og hlifabúnað við aflflutninga frá þeim. Reglugerð þessi er samin á vegum Vinnueftirlitsins í samráði við Búnaðarfélag íslands og Stétt- arsamband bænda og hlaut hún staðfestingu félagsmálaráðherra 30. marssl. Samkvæmt henni verð- ur frá 1. janúar 1988 skylt að búa allar dráttarvélar öryggishúsi eða öryggisgrind við notkun. I reglugerðinni eru ýmis önnur ákvæði er varða öryggi, þ. á m. skýr ákvæði um að öll drifsköft skuli varin með viðurkenndum hlífum, en á þann hátt má að mestu fyrir- byggja slysahættu við notkun þeirra. Þeim sem þurfa að verða sér úti um öryggisgrindur á dráttarvélar sinar, er bent á að hafa samband við umboðsmenn vélanna eða Búnaðarfélag islands sem veitir að- stoð við útvegun slíkra grinda. Til þess að stuðla að auknu ör- yggi við notkun dráttarvéla hefur Vinnueftirlitið enn fremur gefið út sérstakan leiðbeiningabækling sem sendur verður bændum og öðruni eigendum slíkra véla. Tvíveiði, afleiðing kvótakerfisins? Eigum við að hætta að veiða netafisk? Þessari spumingu er velt fram í nýútkomnu frétta- bréfi Ríkismats sjávarafurða. Það er vitnað í ummæli Áma Benediktssonar framkvæmda- stjóra Sambands fiskframleið- enda en hann segir þar, ,,Ég held við eigum fyrst og fremst að breyta þeim veiðiaðferðum sem skila ekki nógu góðum fiski. Það er t. d. spuming hvort við eigum að veiða fisk í net, ef við getum ekki náð betri gæðum en nú er. Það er hægt að ná öllum þeim fiski sem kemur í net með öðmm veiðar- fæmm, þannig að hann fari í fyrsta gæðaflokk." í fréttabréfinu eru sagðar ískyggilegar sögur um að neta- fiski sé í nokkrum mæli hent, tal- að er um tvíveiði. En þar segir: , ,Er líða tók á vertiðina var far- ið að tala um tvíveiði. Þar var um að ræða fisk sem talið var að hefði drepist og morknað í net- um og svo kastað aftur til að rýra ekki kvótann. Fréttir bárust af löngu dauðum netafiski sem veiddist í snurvoð í Faxaflóa og í net I Breiðafirði og fyrir Suður- landi. Erfitt getur verið að meta hversu miklum mæli þetta var gert. Þeir sem lagst hafa gegn kvótakerfinu hafa notað það sem rök að netafiski sé hent í sjóinn í miklum mæli." — Höfundur greinarinnar telur að fiskur drep- ist í netum hvort sem kvótakerfi er eða ekki. í greininni segir: ,,Hagur þjóðfélagsins af því að koma með þennan fisk að landi felst aðallega í því að fá réttar upplýsingar um hvað veitt er, vegna veiðistjórnunarinnar. Auðlindastýring sem miðar að því að fá í bráð og lengd sem mest verðmæti úr hafinu er nauðsyn- leg. Tvíveiðarnar segja því meira um netaveiðarnar en um kvóta kerfið." Halldór Árnason forstöðumað- ur Ríkismats sjávarafurða sagði í samtali við Alþýðublaðið að það mætti á engan hátt taka þessu sem beinum fullyrðingum frá þeim. Erfitt væri að henda reiður á þetta, menn héldu tvíveiðinni fram I tveggja manna tali en vildu síðan ekki leggja nafn sitt við. Halldór sagði að aðalatriði I um- fjöllun stofnunarinnar værí að velta fyrir sér hvort ein veiðiað- ferð gæti verið betri en önnur." Við viljum að menn leggi þetta niður fyrir sér og eins hvort ekki megi beita netum á annan hátt. T. d. hefur ferskfískmatið sýnt okkur að svokallaður mánudags- fiskur fær lakara mat en fiskur sem dreginn er fyrir helgi." — Halldór benti á að sjálfur , ,gæða- kóngurinn", skipstjórinn á Hamri SH hafi sagt það eina af sínum kúnstum, að vera aldrei með tveggja nátta fisk, nema óvænt skelli á bræla og ekki sé hægt að vitja un net I sjó. Halldór sagði að eins og þeir hefðu sagt I fréttabréfinu væri villandi að réttlæta tvíveiðina með því að kalla hana afleiðingu veiðistjómunarinnar, þó eflaust mætti velta því fyrir sér eins og öðru I þessu sambandi. ,,En ef þetta er tilfellið segir þetta okkur meira um netaveiðarnar en um kvótakerfið," sagði Halldór. ,,Ef fiskur liggur lengi I netum verður náttúrlega til lélegur fiskur, hvort sem komið er með hann að landi eða ekki og ekki gefur hann okk- ur arð af auðlindum okkar, en það hljóta allir að sjá hag okkar af því að sem gleggstar upplýsingar liggi fyrir um hvað veitt er." Það hljóta að vera ýmsar spurn- ingar sem koma upp hvað megi gera til að koma I veg fyrir slíkt at- hæfi, og lausnin hlýtur að liggja að einhverju leyti I veiðistjórnun, þótt spurningin sé að einhverju leyti um hugarfar. En það er borðliggjandi að á meðan sjó- mönnum og útgerðarmönnum er óbeint refsað fyrir að koma með fisk að landi sem legið hefur morkinn I sjó, má vart ætla að bragarbót verði gerð á I þessum efnum. En það er tími til kominn að menn hætti að fara I felur og ræði hlutina af skynsemi, því hér er ekki bara verið að tala um hagsmuni sjómanna og útgerða, heldur og þjóðarhagsmuni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.