Alþýðublaðið - 19.07.1986, Side 2

Alþýðublaðið - 19.07.1986, Side 2
2 Laugardagur 19. júlí 1986 'RITSTJORNARGREIN' 96 smákóngar Þaö er í raun grátbroslegt að þjóðarkríli það sem þetta land byggir skuli hafa komið sér upp 96 lífeyr- issjóðum meé mismundandi réttindum og Irfeyris- greiðslum ásamt jafnmörgum smákóngum sem yfir tróna. Jóhanna Siguröardóttir alþm. ritar í fyrradag grein í DV þar sem hún ræðir nauðsyn á róttækri uppstokkun í lífeyrismálum til þess að unnt verði að byggja upp fjárhagslega sterkt lífeyriskerfi, jafna líf- eyrisréttindi og tryggja viðunandi lífeyri í framtíðinni, sem nái til allra landsmanna. * I grein sinni segir Jóhanna m. a.: „í einn áratug hefur verið starfandi nefnd um lífeyrismál, sem hef- ur haft það verkefni að semja tillögur um nýskipan lífeyriskerfisins. Þó ýmsar endurbætur hafi verið gerðar á iífeyrisréttindakerfinu á undanförnum árum þá liggur ekki enn fyrir nein niðurstaða um framtíð- arskipan lífeyrismála. Ekki er að efa, að ein megin- ástæða þess er, að erfitt hefur reynst að stugga við smákóngaveldinu í lífeyriskerfinu. í árslok 1980 voru starfandi 96 lífeyrissjóðir, hver með sinn smá- kóng. Það sem smákóngarnir eiga sameiginlegt er að sitja sem fastast á gullkistunum, að koma í veg fyrir allar tilraunir til að sameina ríkin og gullkisturn- ar til hagsbóta fyrir fólkið í landinu, ef það kostar þá kórónuna. Ekki er að efa að þau sjónarmið eiga mikið fylgi hér á landi að sameina lífeyrissjóðina og koma á einum sjóði, sem nái til allra landsimanna og sem byggi á því að lífeyrisréttindi verði jöfnuð og samræmd. Nokkrum sinnum hefur verið hreyft við því máli á Al- þingi. Niðurstaðan er ávallt sú sama. Vísað er til þess að starfandi er nefnd til þess að endurskoða lífeyrisréttindakerfið og því séu ekki tímabærar breytingar. Alþingi á ekki að láta bjóða sér þessi vinnubrögð af hálfu framkvæmdavaldsins og smá- kónganna. Þó að tveir tugir manna hafi setið á rök- stólum um framtíðarskipan lífeyrismála í einn áratug bólar ekki á þeirri róttæku uppstokkun, sem nauð- synleg er á lífreyrisréttindakerfinu. Af því sem fyrir liggur í skýrslu lífeyrisnefndarinnar er Ijóst að horfið hefur verið frá þeim markmiðum að koma á einum líf- eyrissjóði fyrir alla landsmenn. jÞess í stað er sú hugmynd uppi að leggja fram frumvarp sem kveður á um lágmarksskyldu, sem líf- eyrissjóðirnir þurfi að uppfylla varðandi lífeyrisrétt- indi, iðngjöld o. fl. í þeim frumvarpsdrögum, sem fyr- ir liggja um þetta efni, er Ijóst að þau ákvæði munu engan veginn stuðla að þeim jöfnuði í lífeyrisgreiðsl- um sem að hefur verið stefnt. Vilji smákónganna á áfram að ráða ferðinni þó að telja megi víst að vilji fólksins, sem á sjóðina, standi til þess að komið verði á einum sameiginlegum sjóði fyrir alla lands- menn.“ * I lok greinar sinnar þendir Jóhanna Sigurðardóttir á það, að Alþýðuflokkurinn hafi sett fram tillögur á Alþingi um einn lífeyrissjóð allra landsmanna. Sá sjóður muni bæði tryggja traustan fjárhagsgrundvöll lifeyrisréttindakerfisins sem og jöfnuð í réttindum og viðunandi lífeyri til framfærslu. Alþýðuflokkurinn mun fylgja því fast eftir að tekið verði á þessu mikla hagsmunamáli fólksins í landinu og að hagsmunir smákónganna víki fyrir heill fjöldans. B. P. Vinstrimenn í Háskólanum: Harma úrskurð Kjaradóms Þ) óðveldisbær- inn öllum opinn Félaga vinstrimanna við Háskóla íslands hefur ályktað um niður- Sumar- hátíð að Sogni Hin árlega sumarhátíð Styrktarfélags Sogns verður haldin að Sogni í Ölfusi dag- ana 25. — 27. júlí n. k. Að venju verður um að raeða hátíð fjölskyldunnar og munu margir góðir skemmti- kraftar koma. Dansað verður bæðí á föstudags- og laugar- dagskvöld. Sú nýbreytni verður upp tekin, að dans og dagskrá mun fara fram inni í 400 m2 skemmu þannig að rok og regn mun því ekki hafa trufl- andi áhrif á samkomuna. stöður kjaradóms varðandi launa- mál BHMR. ,, Stúdentaráðsliðar Félags vinstrimanna (FVM) í Háskóla Is- lands harma niðurstöðu kjara- dóms í máli BHMR og lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu BHMR fyrir leiðréttingu á launa- kjörum háskólamanna. Það er krafa FVM að kennarar við Háskóla íslands geti sinnt kennslu og rannsóknum heilir og óskiptir og geti haft af því framfæri sitt og fjölskyldu sinnar. FVM bendir á mikilvægi þess að til starfa við háskólann fáist jafnan hæfustu, starfskraftar sem völ er á og þar eigi háskólinn í samkeppni við launakjör á almennum markaði og rannsóknarstofnanir erlendis." Samhljóða ályktun var borin upp í nafni Stúdentaráðs Háskóla Is- lands (SHÍ) á stúdentaráðsfundi 15. júlí af stúdentaráðsliðum FVM. Henni var vísað frá af meiri- hluta Vöku og Stíganda með tilvís- un í samstarfssamning þeirra. Við slík málalok getum við (FVM) ekki unað I sumar verður Þjóðveldisbærinn I Þjórsárdal opinn daglega kl. 13— 17. Á undanförnum árum hefur aðsókn verið góð í bæinn. Eins og mörgum er kunnugt er Þjóðveldisbærinn eftirlíking af bæ frá þjóðveldisöld. Hann er hugar- smíð Harðar Ágústssonar listmál- ara og lagði hann rústirnar á Stöng til grundvallar við hönnun bæjar- ins sem og aðrar heimildir, bæði skriflegar og uppistandandi mann- virki í nágrannalöndum þá aðal- lega Noregi sem eiga sannanlega að rekja rætur aftur til miðalda. Óhætt mun að fullyrða að Þjóð- veldisbærinn hefur vakið verð- skuldaða athygli bæði meðal inn- lendra og útlendra gesta, og að sögn bæjarvarðar sem nú er Ásólf- ur Pálsson á Ásólfsstöðum vakna margar spurningar upp í hugum Þau krefjast réttra viðbragöa ökumanna. Þeir sem aö jafnaöi aka á vegum meö bundnu slit- lagi þurfa tíma til þess aö venjast malarvegum og eiga því að aka á hæfilegum hraða. Skilin þar sem malarvegur tekur við af bundnu slitlagi hafa reynst mörgum hættuleg. yUMFERÐAR RÁÐ gesta þegar gengið er um og kring- um bæinn. Stjóm bæjarins og rekstur er í höndum nefndar sem er skipuð af forsætisráðuneytinum og eiga í henni sæti fulltrúar frá Þjóðminja- safni íslands, Landsvirkjun og Gnúpverjahreppi. Sem fyrr segir verður bærinn op- inn til sýnis frá kl. 13—17 daglega í sumar. fP Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd byggingar- deildar, óskar eftir tilboðum í viðhald og viðgerðir utanhúss, á Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi 3-5. Útboðsgögn em afhent á skrifstofu vorri, Fnkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 6. ágúst n. k. kl. 11. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkju''ugi 3 — Simi 25800 Staða forstöðumanns Staða forstöðumanns Droplaugarstaða, vist- og hjúkrunar- heimilis fyrir aldraða, er laus til umsóknar. Áskilin er menntun hjúkrunarfræðings með reynslu á sviði stjórnunar og hjúkrunar aldraðra. Allar f rekari upplýsingar gefur Guðjón Ó. Sigurbjartsson, yfir- maður fjármála- og rekstrardeildar Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkur- borgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknar- eyöublöðum, sem þar fást, fyrir kl. 16.00, mánudaginn 8. september 1986. Kennarar Gmnnskólann í Grindavík vantar kennara fyrir yngstu nem- enduma næsta vetur. Einnig vantar í 7—9 bekki kennara í eðl- is- og stærðfræði, að lokum vantar svo handmennta og mynd- menntakennara. Áhugasamir fá nánari upplýsingar hjá skóla- stjóra í símum 92—8504 og 92—8555. Skólanefnd Á verkstæði og tækjaþjónustumiðstöð Skipadeildar Sam- bandsins á Holtabakka sem ætlað er að annast allt viðhald og viðgerðir á flutnings- og lyftitækjum útgerðarinnar er leitað eftir eftirfarandi starfsmönnum: Verkstjóra: er hafi stjórn á verkstæðisstarfseminni allri og yfirumsjón með viðhaldi og viðgerðum. Viðgerðarmanni: er vinni við viðgerð og viðhald tækja, fagkunnátta og starfs- reynsla i vélvirkjun/stálviðgerðum æskileg. Aðstoðarmanni: er annist reglubundna þjónustu á tækjum svo sem smurningu tækja og aðstoð á verkstæði. Almenn starfsreynsla á þessu sviði æskileg. Umsóknir sendist starfsmannahaldi. Umsóknarfrestur er til 28. júlí næst komandi. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉIAGA STARFSMANNAHALQ Lindargötu 9A ,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.