Alþýðublaðið - 29.07.1986, Side 4

Alþýðublaðið - 29.07.1986, Side 4
alþýðu* ■n mzm Þriöjudagur 29. júlí 1986 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 81976 Útgefandi: Blað hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Jón Daníelsson, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Margrct Haraldsdóttir. Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Aiprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 Bolli Þór Bollason Heppilegast að verðmyndun sé frjáls — Greinargerð oddamanns í yfirnefnd Verð- lagsráðs um ákvörðun loðnu verðs. Svo sem kunnugt er kom ákvörðun loðnuverðsins í síðustu viku mörgum í opna skjöidu og varð mun hærra en almennt hafði verið búist við. Verðið var ákveðið með atkvæðum oddamanns og selj- enda, 1900 krónur fyrir tonnið, en gegn atkvæðum kaupenda sem létu bóka mótmæli og þess eru dæmi að vissir kaupendur hafi haft í hótunum um að opna ekki bræðsiur sínar til að vinna þar loðnu á því verði sem ákveðið hefur verið. Alþýðublaðinu hefur borist greinargerð frá Bolla Þór Bollasyni, sem var oddamaður yfirnefndarinnar að þessu sinni og var þar af leiðandi sá maður sem í raun tók þessa ákvörðun. Greinargerð Bolla, sem hann segir sjálfur að sé til komin að gefnu tilefni, fer hér á eftir: Á fyrsta fundi bræðsludeildar Verðlagsráðs sjávarútvegsins, sem haldinn var 14. júlí síðastliðinn, lögðu' fulltrúar seljenda fram til- lögu um, að verðmyndun á loðnu til bræðslu á haustvertíð yrði gefin frjáls. Fulltrúar kaupenda tóku sér nokkra daga frest til að kanna hug framléiðenda til þessarar tillögu, en á fundi ráðsins 17. júlí höfnuðu þeir henni og var verðákvörðun þá um- svifalaust vísað til yfirnefndar. Fyrsti fundur yfirnefndar var haldinn mánudaginn 21. júlí. Þar kom fram, að mikil óvissa ríkir um verð á lýsi um þessar mundir. Um þetta leyti í fyrra var það um 300 dollarar hvert tonn, en er nú komið niður undir 150 dollara. Raunar töldu fulltrúar kaupenda, að verðið kynni að vera enn lægra. Á hinn bóginn er mjölverð talið vera heldur hærra en í fyrra, eða á bilinu 5—5,20 dollarar hver eggjahvítu- eining, samanborið við 4,80 í fyrra. í krónum talið felur þetta í sér ná- lægt 20% lækkun afurðatekna frá vertíðinni í fyrra. Á móti þessu veg- ur hins vegar stórfelld lækkun á olíukostnaði, 35—40%. Þá hefur afnám launaskatts og lækkun raf- magnsverðs í kjölfar kjarasamning- anna í vetur og lækkun flutnings- kostnaðar að hluta vegið upp aðrar kostnaðarhækkanir. Reikningar ársins 1985 liggja enn ekki fyrir, en lauslegar áætlanir byggðar á reikn- ingum ársins 1984 benda til þess, að við þessar markaðsaðstæður gæti loðnuvinnslan að meðaltali greitt um 1.600 krónur fyrir hvert tonn af loðnu miðað við að tekjur af af- urðasölu hrykkju fyrir öðrurn breytinlegum kostnaði. Á hinn bóg- inn væri þá lítið eftir upp í fjár- magnskostnað. í þessu felst vita- skuld, að betri verksmiðjur, sem tekist hefur að draga úr olíunotkun og auka hagræði í vinnslu, gætu greitt hærra verð, en tekjur þeirra lakar settu dygðu væntanlega ekki einu sinni fyrir breytilegum kostn- aði. Á fyrsta fundi yfirnefndar töldu fulltrúar kaupenda óhjákvæmilegt að lækka loðnuverð mjög mikið frá því í fyrra — og raunar mun meira en nam beinni lækkun afurða- tekna, enda hafði verðið í fyrra ver- ið of hátt i upphafi vertíðar, að þeirra mati. Nefndu þeir sem fyrstu hugmynd 1.100 króna heildarverð, eða 770 króna skiptaverð, fyrir hvert tonn, sem er rúmlega 40% lægra verð en í fyrra. Fyrstu hug- myndir seljenda voru í þá veru, að óhjákvæmilegt væri að lækka verð- ið eitthvað frá því i fyrra og nefndu þeir tölur á bilinu 1.800—1.900 krónur. Á þessum fundi kom fram, að ein loðnuverksmiðja á Norðurlandi hefði þegar boðið ákveðið verð fyr- ir nokkra farma og kom síðar í Ijós, að Krossanesverksmiðjan hafði boðið 1.900 krónur í 1—2 farma. Þetta tilboð setti óhjákvæmilega nokkurn svip á viðræður í yfir- nefndinni. Hins vegar lýsti odda- maður því yfir, að þetta einstaka dæmi gæti ekki ráðið verðákvörð- un í nefndinni, þótt ekki færi hjá því, að það markaði henni þrengri farveg en ella. í Ijósi þessara fyrstu þreifinga virtist stefna í samning við annan hvorn aðilann um lágmarksverð einhvers staðar á bilinu 1.500—1.600 krónur. Þó var jafn- ljóst, að þetta kynni að taka nokkr- un tíma, þar sem mikið bar á milli. Ekki gekk saman með aðilum á fyrsta fundi yfirnefndar og var því ákveðinn annar fundur daginn eft- ir. Þegar næsti fundur yfirnefndar hófst, höfðu veður hins vegar skip- ast í lofti, þar sem fregnir höfðu borist af því að Síldarverksmiðjur ríkisins á Raufarhöfn myndu greiða loðnuskipinu Gísla Árna RE 375 sama verð og aðrar verksmiðjur (þ. e. Krossanesverksmiðjan). Þessar upplýsingar gjörbreyttu stöðu mála í yfirnefndinni. Fulltrúar seljenda lýstu því þegar yfir, að úr því sem komið væri sæju þeir sér ekki fært að ganga að lægra lágmarksverði en 1.900 krónum á hvert tonn, sem þá var í raun orðið opinbert verð hjá tveimur af stærstu verksmiðjum landsins. í þessari stöðu skipti raunar engu máli, hvort verð þetta gilti einungis um einn farm eða fleiri. Höfuðatriðið var, að með þessu var fulltrúum seljenda í yfir- nefndinni — og raunar öllum nefndarmönnum — hreinlega stillt upp við vegg. Oddamaður lýsti þeirri skoðun sinni, að hann teldi 1.900 króna lág- marksverð of hátt við ríkjandi markaðsaðstæður, þótt einstaka verksmiðjur gætu hugsanlega stað- ið undir því. Hins vegar væri sú staða, sem upp væri komin, þess eðlis, að annað hvort væri að stað- festa það verð, sem þessar tvær verksmiðjur hefðu boðið, eða fresta ákvörðun um óákveðinn tíma og sjá hvernig mál þróuðust. Fulltrúar seljenda töldu óráðlegt að fresta ákvörðun og engum tilgangi þjóna, enda lægi það fyrir, að kaupendur hefðu þegar hafnað frjálsu verði. í yfirnefnd væri ekki heimilt að semja um frjálst verð og henni því skylt að ákveða verð í upphafi ver- tíðar. Fulltrúar kaupenda lýstu þeirri skoðun sinni, að 1.900 króna verð væri alltof hátt. Á hinn bóginn voru þeir sammála oddamanni um, að málið væri komið í sjálfheldu. Þeir kváðust að sjálfsögðu greiða atkvæði gegn 1.900 króna- verði, en gerðu að öðru leyti ekki athuga- semd við að gengið yrði strax frá verðinu. Niðurstaðan varð því sú, að yfir- nefndin ákvað 1.900 króna lág- marksverð fyrir hvert tonn af loðnu til bræðslu miðað við 15% þurrefni og 16% fitu. Verðið var ákveðið af fulltrúum seljenda og oddamanni gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda, sem jafnframt bókuðu mótmæli (sjá fskj.). Þessi verðákvörðun felur í reynd í sér nálægt 20% verðlækkun frá síðustu vertíð miðað við ástand loðnunnar á þessum árstíma, þ. e. um og yfir 20% fituinnihald og 13—14% þurrefni, þar sem viðbót- argreiðsla fyrir hvert fituprósentu- stig lækkar úr 120 krónum í fyrra í 50 krónur nú. Hins vegar er ljóst, að þetta verð er 200—300 krónum hærra en „eðlilegir" samningar í yfirnefnd hefðu að öllum líkinum leitt til. Með þessu er ýmsum smærri (og ef til vill óhagkvæmari) loðnubræðslum nánast gert ókleift að taka á móti loðnu á þessari ver- tíð, nema markaðsverð loðnuaf- urða hækki verulega erlendis. Við þessu væri ekkert að segja, ef verð- myndun á loðnu væri frjáls. Því er þó ekki að heilsa, þar sem fulltrúar meirihluta verksmiðjanna höfðu t áður hafnað þeirri leið og vildu frekar vísa verðákvörðun til yfir- nefndar og þar með til úrskurðar oddamanns. Það er skoðun oddamanns, að eins og loðnuveiðum og vinnslu er nú háttað hér á landi sé heppilegast að verðmyndun á loðnu sé frjáls. Þar kemur bæði til, að verksmiðj- urnar eru misvel í stakk búnar til að vinna loðnu og greiðslugeta þeirra þar af leiðandi mismikil, og eins er á það að líta, að við núverandi að- stæður býðst loðnuskipum sá kost- ur að selja afla sinn loðnuverk- smiðjum í Færeyjum, Danmörku og víðar. Þetta síðarnefnda á sér- staklega við um veiðar á Jan Mayen svæðinu sumar og haust. Þegar við þessi tvö almennu atriði bætast afar erfiðar markaðsaðstæður í grein- inni nú, sem beinlínis kalla á lækk- un hráefnisverðs, er erfitt að koma auga á haldbær rök fyrir því að ákveða eitt verð á loðnu, sem gildi fyrir allt landið. Gildir einu þótt þetta verð sé, lágmarksverð. Frá því lögum um Verðlagsráð var breytt í fyrra í þá veru, að heimilt væri að leyfa frjálsa verð- myndun, hafa fulltrúar loðnusjó- manna og -útgerðar að minnsta kosti í tvígang lagt fram tillögur um frjálst verð. Þessu hafa fulltrúar verksmiðjanna hafnað. Afstaða verksmiðjueigenda kann að vera umdeilanleg, en hana ber engu að síður að virða. Það er því bæði afar óheppilegt og illskiljanlegt, að frá aðilum tengdum verðákvörðuninni skuli — á sama tíma og umræður fara fram í yfirnefnd um loðnuverð að þeirra eigin ósk — berast upplýs- ingar af því tagi, sem óhjákvæmi- lega hljóta að hafa mikið og jafnvel afgerandi áhrif á sjálfa verðákvörð- unina. Með þessu má í raun segja, að verðákvörðunin hafi beinlínis verið tekin úr höndum yfirnefndar. Það kunna að vera skiptar skoð- anir um það fyrirkomulag, sem nú ríkir í verðákvarðanatöku innan sjávarútvegsins. Hitt er jafnljóst, að meðan aðilar kjósa sjálfir þessa verðákvörðunarleið, verður að ætl- ast til þess, að þeir virði þær leik- reglur, sem þeir hafa átt þátt í að skapa á þessum vettvangi. Molar Siðferði í kvöld kl. 18:00, gengst Félag áhugamanna um íslenskt stjórn- kerfi fyrir ráðstefnu á Hótel Borg undir yfirskriftinni: „Siðferði í íslensku stjórnkerfi" Frummælendur verða Páll Skúla- son prófessor í heimspeki, Ólafur Oddur Jónsson sóknarprestur í Keflavík og fulltrúar stjórnmála- flokkanna. Eftir framsögu verða fyrirspurnir og síðan mun starfshópar ræða einstök mál s. s. íslenska stjórnar- skráin, valdsvið þingmanna o. fl. og semja um þau ályktanir. Öllum heimil þátttaka, einstakl- ingum jafnt sem félagasamtök- um. Rokk Afmælisnefnd Reykjavíkur hefur falið íþrótta- og tómstundaráði að hafa umsjón með rokktónleik- um á Arnarhóli þriðjudaginn 19. ágúst n. k., í tengslum við 200 ára afmæli borgarinnar. Þær hljóm- sveitir sem áhuga hafa á að spila á Afmælisrokki þurfa að skrá sig í síma: 35935 Ólafur Jónsson, eða 622120 Jóhannes Hauksson. Skráningarfrestur er til 6. ágúst. Sérstök nefnd mun síðar velja hljómsveitir úr hópi umsækj- enda. Á tónleikunum verður nýtt- ur allur sá búnaður Ijósa og hljómtækja sem settur verður upp í tengslum við afmælishátíð- ina og er það von afmælisnefndar að tónleikar sem þessir verði rokktónlistinni í landinu lyfti- stöng og að þeir setji skemmtileg- an blæ á afmælishátíðina. • Börn í beltum Fyrir og um verslunarmannahelgi mun Umferðarráð og lögreglan um allt land veita þeim börnum er sitja í bílbeltum eða barnabílstól viðurkenningu. Um er að ræða lítinn glaðning, kort með ferðaleikjum og hollráð- um, rissblokk og síðast er ekki síst Tópaspakka frá Nóa hf. Fyrir- tækið gaf þrjú þúsund Tópas- pakka í þessu skyni, en á loki þeirra er einmitt ábending til fólks í bílum: „Spennum beltin — sjálfra okkar vegna“. Nói hf. er einn þeirra aðila er Ijáð hefur um- ferðarmálum lið með því að hafa þessi hvatningarorð á töflupökk- um sínum endurgjaldslaust árum saman. Umferðarráð væntir þess að sem flestir foreldrar setji öryggisbún- að fyrir börn í bíla sína, og sjái til þess að þau noti hann. Ekki að- eins til þess að þau fái viðurkenn- ingu, heldur miklu heldur til að auka öryggi þeirra í bílnum. „Börn í bílum þurfa vörn“ Og vert er að minna á að þörf fyrir notkun öryggisbúnaðar, fyrir börn og fullorðna í bílum, er ætíð fyrir hendi — óháð árstímum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.