Alþýðublaðið - 02.08.1986, Síða 2
2
Laugardagur 2. ágúst 1986
■RITSTJQRNARGREIN
Ekki núna, heldur næst
Það var svo sem við var að búast. Sýndarkrafa
Gunnars Schram um endurgreiðslu hinna of-
teknu skatta um kr. 650milljónirhéltekki nema
einn sólarhring. Það var heldur ekki við neinu
öðru að búast. I ÐV áfimmtudaginn, daginn eft-
ir að krafan var birt í sama blaði, er viðtal við
þingmanninn þar sem hann er staddur á þing-
flokksfundl á Sauðárkróki. Og nú er búið að
berjaúrhonum allan vindinn. Fjármálaráðherr-
ann er búinn að eyða aurunum fyrirfram. Þing-
maöurinn viðurkennir það, að óhjákvæmilegt
hafi verið að verjahinum auknu tekjum af skatt-
heimtunni til að halda verðbólgu og verðlagi
niðri svo að ekki væri farið yfir rauðu strikin og
þannig unnt að standa við kjarasamninga sem
væri höfuöatriðið. Ekkert svigrúm gæfist þvl til
leiðréttingar á skattlagningu og væri það al-
menn skoðun fundarmanna á þingflokksfund-
inum.
En rúsínan í pylsuendanum er niðurlagið á
viðtalinu við þingmanninn: „Á hinn bóginn er
fullur vilji fyrirþví hjá ráðherrum og þingmönn-
um flokksins, að mlnu mati, að lækka skatt-
byrði einstaklinga á næsta ári frá þvl sem nú er.
Það hefur komið fram hér á fundinum.
Hafamenn einhvern tímann heyrt þettaáður?
Ekki núna, heldur næst, og áfram heldur fólk
að streða fyrir sköttunum slnum I trausti þess
að væntanleg sé betri tið. Hins vegar er best að
hafa allar dyr opnar. Þingflokkurinn hefurekki
tekið neina ákvörðun sem treysta mætti, held-
ur er aðeins um að ræða „fullan vilja“ og hann
að mati Gunnars Schram. Mat hans á skatta-
málum Sjálfstæðisflokksins hefur þó hingað
til verið heldur ótryggt og komið launamönn-
um I þessu iandi aö litlu haldi.
Umræður um skattamálin að undanförnu
hafa verið allfróðlegar. Aðalmaðurinn f umræð-
unni hefurverið fjármálaráðherrann, sem ávalft
fullyröir að aldrei hafi verið um eins miklar
skattalækkanir að ræða og í t(ð núverandi
rikisstjórnar. Hann er að sjálfsögðu að fram-
fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins og fyrir-
mælum slðasta landsfundar. Landsfundur er
æðsta vald flokksins. Honum ber að hlýða en
siðasti landsfundur samþykkti eftirfarandi:
„Heildarskattbyrði verði lækkuð til þess að
stuðla að auknu framtaki einstaklinga og fyrir-
tækja. Þessari skattalækkun verði mætt með
lækkun rikisútgjalda og sölu rikisfyrirtækja.“
Skattakóngurinn Þorsteinn Pálsson erekkert
á þeim buxunum að viðurkenna að skattbyrði
einstaklinganú hafi vaxið um 20% af hans sök-
um. Það er allt saman þjóðhagsstofnun að
kenna og þó fyrst og fremst fólkinu í landinu.
Það vann fyrir allt of miklu kaupi og ég á að fá
happdrættisvinning. Það er svo sem ekkert
nýtt að stjórnmálamenn segist vera að lækka
skatta með því að hækka þá. Það er hins vegar
algjör nýjung fyrir skattgreiðendur, að álagn-
ing skatta sé einhvers konar happa og glappa-
atriði. Fjármálaráðherrann blði spenntur eftir
væntanlegum vinningi.
Vegna þessara furðulegu skattauppákomu í
ár hefur þingflokkur Alþýðuflokksins vakið at-
hygli á, að með skattastefnu sinni hafi ríkis-
stjórnin brotið gegn sámþykktum Aiþingis og
forsendum kjarasamninga á þennan hátt.
I fyrsta (agi leggur rfkisstjórnin nú á tekju-
skatt, sem er 800 milljónum króna hærri en
ákveðið er í fjárlögum yfirstandandi árs. Þetta
er ekki óvænt uppákoma eins og fjármálaráð-
herra hefur látið liggja að. Rlkisstjórnin vissi
hvert stefndi f april sl. Þá var ráörúm til þess að
leiðrétta skattvfsitölu. Það var hins vegar ekki
gert.
I öðru lagi hefur rfkisstjórnin með þessari
skattlagningu brotið gegn samþykkt Alþingis
frá 22. maf 1984 um afnám tekjuskatts f áföng-
um. Stórhækkun tekjuskattsins nú gengur
þvert á þessa samþykkt svo og margftrekuð lof-
orð og yfirlýsingar um lækkun tekjuskatts.
I þriðja lagi gengur þessi skattahækkun í ber-
högg við samkomulag aðila vinnumarkaðarins
og rikisstjórnarinnar frá 28. febrúar þar sem
samið var um hóflegar launahækkanir gegn
fyrirheitum um skattalækkanir.
B. P.
Við fleytum kertum til
minningar um Hírósíma
— ávarp frá Samstarfsnefnd friðarhreyfinga í
tilefni af því að áþriðjudagskvöldið eru liðin 41
ár frá Hírósíma.
Klukkan korter yfir átta að
inorgni hins sjötta ágúst fyrir 41 ári
varpaði bandarísk flugvél kjarn-
orkusprengju á Híroshima. Þá var
klukkan á lslandi korter yfir ellefu
að kvöldi fimmta ágúst. Á minnis-
varða í borginni má nú lesa nöfn
liðlega 113 þúsund karla, kvenna og
barna sem fórust þegar tortímingin
æddi með áður óséðum krafti yfir
borgina. Þetta er þögull minnis-
varði um ólýsanlegar hörmungar
fórnarlambanna. Margir köstuðu
sér logandi í ár og vötn í örvænting-
arfullri tilraun til að slökk va eldinn.
Á hverju ári síðan er þess minnst í
Japan og víða um heim með þvi að
kertum er fleytt á vötnum og ám.
Samstarfsnefnd friðarhreyfinga á
íslandi mun gangast fyrir slíkri
minningarathöfn við Tjörnina í
Reykjavík að kvöldi 5. ágúst.
Margt breyttist við fyrstu kjarn-
orkusprenginguna í Híróshíma.
Siðan hefur mannkynið Iifað við
aðrar aðstæður en áður, þær að til
eru vopn sem geta ekki aðeins vald-
ið fjöldamorðum margfalt hrika-
Iegri en áður voru dæmi um, heldur
geta þau útrýmt mannkyninu öllu.
Þess vegna hyggjumst við fjöl-
menna á fund sendiherra kjarn-
orkuveldanna á íslandi áður en við
fleytum kertunum. Þeim verður af-
hent áskorun um að hætta tilraun-
um með kjarnorkuvopn, stöðva
framleiðslu kjarnorkuvopna og
taka þess í stað höndum saman í
sameiningu um alhliða afvopnun.
Allir eru hvattir til að taka þátt í
þessum aðgerðum. Safnast verður
saman við Hagatorg (framan við
Háskólabíó) klukkan 20.30 að
kvöldi 5. ágúst. Þaðan verður geng-
ið fylktu Iiði um Espimel og Víði-
mel og komið við í Kínverska sendi-
ráðinu. Þaðan áfram um Hofs-
vallagötu, Túngötu og Garðastræti
með viðkomu í Franska og Sovéska
sendiráðinu og þaðan um Suður-
götu og Skothúsveg, upp á Laufás-
veg til sendiráða Bandaríkjanna og
Breta. Loks verður gengið niður að
Tjörn þar sem Guðmundur Georgs-
son læknir og séra Míyako Þórðars-
son flytja stutt ávörp áður en kert-
um verður fleytt út á tjörnina
klukkan 23.15.
Friðarhópur fóstra
Friðarhreyfing íslenskra kvenna
Friðarhópur listamanna
Menningar og friðarsamtök ís-
Ienskra kvenna
Samtök íslenskra eðlisfræðinga
gegn kjarnorkuvá
Samtök herstöðvaandstæðinga
Samtök lækna gegn kjarnorkuvá
Samtök um kjarnorkuvopnalaust
ísland
Thailand 4
álit Thailendinga og þeir eru farnir
að þreytast á því að halda uppi að-
stoð, sem ekki sér fyrir endann á.
Samt eru þeir í erfiðri aðstöðu.
Ef þeir vísuðu öllum flóttamönn-
um úr landi eða hættu að taka við
bágstöddu fólki yrði það þeim álits-
hnekkir út á við og einnig hafa
landsmenn sterkar taugar til
frænda sinna og nágranna, sem
leita á þeirra náðir.
Thailendingar hafa nú varpað
boltanum til Vesturlanda, ef svo má
segja og það er fyrirsjáanlegt að án
aðstoðar þaðan neyðast þeir til að
kippa að sér hendinni með aðstoð
til fióttafólks. Jafnvel má búast við
að sumt af því verði sent aftur til
sins heimalands, án tillits til þess
hvað bíður þess þar.
FLUGMÁLASTJÖRN
Verkamenn
Verkamenn með vinnuvélaréttindi óskast til
starfaáReykjavfkurflugvelli. Um framtíðarstöj'f er
að ræða.
Upplýsingar gefur yfirverkstjóri flugvallarins,
sími17430.
Flugmálastjórn.
Starfskraftur
Fjármálaráðuneytið, fjárlaga- og hagsýslustofn-
un, óskar eftir að ráða starfsmann til að sinna
ýmsum hagsýsluverkefnum. Starfsmanninum er
meðal annars ætlað að stjórna slfkum verkefnum
og er menntun eða reynsla i stjórnun þvi æskileg.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf sendist fjárlaga- og hagsýslustofnun,
Arnarhvoli, fyrir 25. september n. k.
Á mölinni mætumst '
með brosávör —
ef bensíngjöfin
er tempruð.
_________________J
Laus staða — fulltrúi
Sjávarútvegsráðuneytið óskar að ráða fulltrúa til
að annast fræðslumál fyrir verkafólk I fiskiðnaði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og
fyrri störf skulu berast Sjávarútvegsráðuneytinu
eigi síðar en 15. ágúst n.k.
Sjávarútvegsráðuneytið,
1. ágúst 1986.
Orðsending til
sauðfjáreigenda
Athygli sauðfjáreigenda er hér með vakin á því að
samkvæmt lögum um sauðfjárbaðanir nr. 22, 10.
maí, 1977 er skylt að baða allt sauðfé og geitfé á
komandi vetri. Skal böðun fara fram á tímabilinu
1. nóvember til 15. mars.
Nota skal Gammatox-baðlyf.
Sauðfjáreigendur skulu hlíta fyrirmælum eftir-
litsmanna og baðstjóra um tilhögun og fram-
kvæmd þessara baðana.
Reykjavlk, ágúst 1986
Landbúnaðarráðuneytið.