Alþýðublaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 30. ágúst 1986 Námskeið Stj órnunarfélags íslands Fyrir alla þá sem hafa áhuga á endurmenntun m&í . , ; ■ m y y [JBwW jg|||||F0 »?;i«1® y. ^SÍi m /4w'ó 7885 wru samþykkt á Alþingi lög umstofnun Landsbanka Islands. Parsegir m.a. aó tilgangurinn meö starfrækslu bankans sé: „aó gre/óa fyrir peningaviöskiptum i landinu og stydja aó framförum atvinnuveganna “. Á síðast liðnu ári var hlutur Landsbankans um 50% af öllum lánum banka og sparisjóða til atvinnulífsins. Landsbanki Islands er banki allra atvinnugreiría. SiMMSáa Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Á síðastliðnu starfsári Stjórnun- arfélags íslands var sú nýbreytni tekin upp i starfseminni að standa fyrir endurmenntunarnámskeiði og koma þannig til móts við óskir þeirra er hafa hug á að breyta til og leita fyrir sér á nýjum starfsvett- vangi. Námskeið þetta stóð í sjö vikur og var haldið í náinni sam- vinnu við farmanna- og fiski- mannasambandið. Megináhersla var lögð á að undirbúa þátttakend- ur undir viðskipta- og verslunar- störf i landi. Námskeiðið tókst mjög vel og nú á að halda annað námskeið fyrir alla þá sem áhuga hafa á endurmenntun. Námskeiðið hefst 8. september og stendur í 7 vikur. Kennslunni verður skipt upp í 4 meginsvið þ.e.a.s. stjórnunar- svið, sölu og markaðssvið, tölvu- svið og almenn samskipti. Kennsl- an fer fram alla virka daga i húsa- kynnum S.F.Í að Ánanaustum 15, frá kl. 8 til 15. Æskilegt er að þátt- takendur hafi lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun og eða starfsmenntun. Stjórnunarfélagið mun veita þeim viðurkenningu sem sótt hafa alla tímana og staðist þau próf er lögð verða fyrir í einstökum greinum. Fyrirlesarar og leiðbeinendur eru allir virkir þátttakendur í atvinnu- og viðskiptalífinu. Reynt er að tryggja gæði kennslunnar með vönduðum kennslugögnum, tækja- búnaði og aðstöðu. Auk innlendra námskeiða hefur Stjórnunarfélag íslands skipulagt fjölda námskeiða með erlendum fyrirlesurum. Hafa þessi námskeið komið víða að og nýtur Stjórnunar- félagið í því sambandi góðs af þeim erlendu viðskiptasamböndum sem byggð hafa verið upp á undanförn- um árum. Stjórnunarfélag íslands er tæki félagsmanna til þess að takast á við og eignast hlutdeild í þeim breyting- um sem nú eiga sér stað. Tölvubyltingin hefur haft í för með sér gífurlegar breytingar í öll- um rekstri. Nú dreifast tölvur inn á alla vinnustaði og er tölvuskermur- inn að verða jafn.algengur á skrif- borðum og reiknivélin og síminn. Þessi mikla útbreiðsla tölvutækn- innar hefur ekki gengið stórslysa- laust fyrir sig og hafa mörg fyrir- tæki rekið sig illa á við fyrstu kynni af töivunni. Þetta stafar að hluta til af því að þróun hugbúnaðarins hef- ur ekki náð að fylgja hinni hröðu þróun í vélbúnaði og einnig vegna þess að ef vel á til að takast krefst tölvuvæðingin skipulagsbreytinga innan fyrirtækjanna. Séu þessar skipulagsbreytingar ekki undirbún- ar fyrirfram leiðir það til þess í fyrsta lagi að búnaðurinn nýtist ekki til fulls og einnig þróast ósjálfrátt nýtt skipulag umhverfis tölvurnar. Tölvufræðsla SFÍ hefur verið stóraukin á undanförnum árum og hefur verið fjárfest í fullkomnum og fjölbreyttum vélbúnaði auk þess að nú á tölvudeild SFÍ gott úrval af þeim hugbúnaði sem best nýtist á vinnumarkaðinum. Markmiðið með tölvufræðslu Stjórnunarfélagsins er að gefa stjórnendum sem besta innsýn í þá þróun sem nú á sér stað og gera þá sem best í stakk búna til að meta og vega þá valkosti sem á markaði bjóðast auk þess að þjálfa starfs- Framh. á bls. 23

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.