Alþýðublaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 14
14 L.augardagur 30. ágúst 1986 Arnlaugur Guðmundsson tæknifræðingur: Samtenging síma, sjón- varps og tölvu Örtölvutœkni var stofnað árið 1978. Stofnendur voru þeir Arnlaugur Guðmundsson, Heimir Sigurðsson (tœknifrœðingar) og Björgvin Guð- mundsson (verkfrœðingur). Félagið var stofnað til þess að fara út í fram- leiðslu á rafeindatœkjum fyrir ýmsar greinar atvinnulífsins. íupphafi var reksturinn þríþœttur. í fyrsta lagi var það framleiðsla á hitamœlum og olíueyðslumœlum fyrirskip, í öðru lagi sérverkefnifyrir stofnanir s. s. tœki fyrir Orkustofnun vegna jarðhitarannsókna, tœkifyrir vegagerð ríkisins til að rnœla yfirborðsástand vega og tœki fyrir flugmálastjórn til að stýra að- flugsljósunum á Akureyrarflugvelli. íþriðja lagi innflutningur á tölvujað- artœkjum, skjáum, prenturum o. fl. sem þeir breyttu yfir ínotkun hér með því að setja inn íslenska lykla og stafi. I dag er innflutningurinn orðinn stœrsti hluti starfseminnar. Þessir menn hafafylgst með og nýtt þau tœkifœri sem gáfust. Framfar- irnar eru örar og allt er breytingum háð. Alþýðublaðið tók einn eiganda Ör- tölvutœkni hf. Arnlaug Guðmundsson tali og innti hann hann eftir því hvað vœri að gerast og hvaða breytinga vaeri að vœnta í tölvutœkni. í LANDSBANKANUM FÆRÐU DOLLARA, PUND, MÖRK, FRANKA, PESETA, FLÓRÍNUR, ESCUDOS OG LÍRUR HVORT SEM ÞÚ VILT í SEÐLUM EÐA FERÐATEKKUM g þá er ekki allt upp talið. í öllum afgreiðslum Landsbankans geta ferðalangar nánast fyrirvaralaust gengið að gjaldmiðlum allra helstu viðskiptalanda okkar vísum. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna Góða ferð. Ferðatékkar, bankaávísanir og seðlar eru ávallt fyrirliggjandi, í öllum helstu gjaldmiðlum. Við minnum líka á Visakortið, - athugaðu gildistímann áður en þú leggur af stað. Örtölvubylting á sér stað upp úr 1970. Fljótlega eftir jjað fór hennar að gæta hér á Islandi. Hefur menntakerfið aðlagað sig að breytt- um aðstæðum? — Fyrst varð að fara utan til að mennta sig á þessu sviði, en mennt- unin hefur færst hingað heim. Nú útskrifar Háskólinn tölvunarfræð- inga. Reynslan af því fólki sem það- an kemur hefur sýnt það að menn fylgjast ágætlega með og menntun þeirra er fullnægjandi. Á hvaða sviðum eru tölvur helst notaðar hér á landi. — Tölvur eru notaðar á mörgum sviðum. í stórum dráttum má skipta notkuninni í fjögur svið. í fyrsta lagi eru það fyrirtækin með bókhaldsvélar, lagerkerfi, prenta út reikninga o. s. frv. Þetta er mjög stór hópur notenda. í öðru lagi er tölvan mikið notuð í ritvinnslu. Að- allega vegna þess að leiðréttingar eru mjög einfaldar, auðvelt er að geyma bréf eða bréfhluta og sækja ef menn hafa þörf fyrir. í þriðja lagi er það áætlunargerð ýmiss konar t. d. með tölvureiknun. í fjórða lagi er það gagnagrunnskerfi. Það er hugbúnaður sem heldur utan um einhverjar upplýsingar, eins og til dæmis viðskiptamenn. Bílasölur nota þetta til að halda utan um alla bíla sem eru á skrá. Samtenging síma, sjónvarps og tölvu er bylting sem er að koma. Sjónvarpið er þá notað sem skjár, síminn sem gagnaboðleið og tölvan til að draga þær upplýsingar eftir símalínunni út úr þeim banka sem þú hefur áhuga á og láta þær birtast á sjónvarpsskjánum. Er þetta framtíðarsýn? — Þetta er dagurinn í gær, hann er bara ekki kominn hingað. Er grundvöllur fyrir því að ís- lendingar geti flutt út ráðgjöf og kerfishönnun á sviði tölvutækni og hugbúnaðar? — Það er grundvöllur fyrir því, en ekki á öllum sviðum. Hvaða svið koma til greina? Til dæmis í fiskiðnaði er þetta gert nú þegar. Önnur svið koma til greina, en eru óreynd. Hér þrífast örverur við háan hita sem er óþekkt annars staðar. Það er möguleiki á því að okkar vísindamenn geti sam- einað þessar hátæknigreinar, tölv- una og lífeðlisfræðina. Getur þú nefnt dæmi um hug- búnað í fiskiðnaði sem fluttur er út? — Hjá Marel eru flutt út kerfi í heil frystihús. Það er vigtað inn og síðan er vigtað á ýmsum stöðum. Með þessu móti er hægt að sjá ef flökunarvélar vanstillast, þá dettur nýtni niður á því þrepi. Þetta er ekki bara spurning um vigtun, heldur allt sem þarf í eitt frystihús. Ef þú skaffar veggina þá koma þeir hjá Marel með frystihúsið. Hvað eru iðntölvur og til hvers eru þær notaðar? — Iðntölvur eru framhald af stýribúnaði, sem byggist upp á því að þegar einhverjum skilyrðum er fullnægt fer einhver röð af stjórn- unaraðgerðum af stað eins og að kveikja á rofa bíða í tíu mínútur kveikja á næsta rofa o. s. frv., þetta

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.