Alþýðublaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 11
Laugardagur 30. ágúst 1986- 11 höföu ágætar hugmyndir. Þeir kvörtuðu yfir því að þeir fengju ekki fyrirgreiðslu. í nokkrum til- fellum kannaði ég hvort þessir menn vildu, ef hugmyndir þeirra yrðu fjármagnaðar, að sá aðiíi ætti þá meirihluta í fyrirtækinu. í lang- flestum tilfellum kom í ljós að menn höfðu ekki áhuga á þessari leið. Menn geta ekki bæði gleypt og geymt. „Hvað með að stuðningur ríkis- insyrði íformi lengri og hagstœðari lána?“ — Skortur á lausafé er ekki vandamál heldur að útvega veð fyr- ir lánunum. „Ertu fylgjandi einkaframtaki í iðnaði?“ — Ég er fylgjandi því, en hins vegar sé ég ekkert því til fyrirstöðu að reknir séu sjóðir með áhættu- fjármagni. Það er deild í Iðnlána- sjóði sem veitir áhættufjármagn í vöruþróunarverkefni. Ég er einnig mjög hrifinn af hugmyndinni með Þróunarfélag íslands. í því tilfelli myndi Þróunarfélagið leggja fram hlutafé í fyrirtækjum sem eru með álitlegar hugmyndir. Hins vegar finnst mér ekki að ríkið eigi að leggja fram fé án nokkurra trygg- inga um endurgreiðslu ti! þess að einhverjir aðilar úti í bæ geti stofn- að fyrirtæki og orðið fram- kvæmdastjórar. Einkarekstur-ríkiseign „Er þetta ekki eins konar örygg- isventill fyrir að fyrírtœki eins og Álafoss að hafa ríkið sem óbeinan aðila að fyrirtœkinu?“ — Það er kannski óbeinn örygg- isventill. Hins vegar telja þeir sem til þekkja að eignaraðild ríkisins hafi alls ekki auðveldað rekstur Álafoss á undanförnum árum. Eig- in fjárstaða fyrirtækisins hefur ekki verið góð og veltufjárstaðan heldur ekki góð. Eignaraðild hefur þau áhrif að menn gera meiri kröf- ur til Álafoss og gott dæmi um það er þetta kanínumál. „Er það samt ekki ákveðinn hvatiþegar menn eiga hlutina sjálf- ir til að gera enn betur?“ — Þau fyrirtæki sem ganga best í heiminum í dag eru ekki endilega einkafyrirtæki. I iðnaði erlendis eru stjórnendur fyrirtækjanna í fæstum tilfellum jafnframt eigend- ur. Þeir eru ráðnir af stjórn sem eru fulltrúar eigenda, sem gera ákveðn- ar kröfur. Það hefur komið fram hjá Fram- kvæmdarsjóði að þeir gera þá kröfu í framtíðinni að fá 10% ávöxtun á hlutabréfunum. „Ella?“ — Skipta þeir sjálfsagt um for- stjóra. „Hvaðþarf til að reka gott fyrir- tœki?“ — Það þarf að framleiða vöru á lágu verði, markaðurinn á að vera tilbúinn að borga hátt verð fyrir vöruna og varan á helst að vera vanabindandi. Þeim sem tekst þetta gengur vel. IFélagsmálastofnun ______ Hafnarfjarðar Óskar að ráða starfsmenn til eftirfarandi starfa strax. 1. Fóstru eftir hádegi á leikskólann Arnarberg og þroskaþjálfa eða stuðningsfóstru í 3 stundir eftir hádegi. 2. Fóstru eftir hádegi á leikskólann Norðurberg og þroskaþjálfa eða stuðningsfóstru í 2 stundir fyrir hádegi. 3. Fóstrur eftir hádegi á leikskólann Álfaberg. 4. Fóstru í fullt starf í 3 mánuði á skóladagheimil- ið v/Kirkjuveg 7. 5. Dagvistarfulltrúi óskast í hálft starf á Félags- málastofnun Hafnarfjarðar um óákveðinn tíma. Upplýsingar veitir dagvistarfulltrúi. 6. Staða félagsráðgjafa á Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar er laus til umsóknar, helmingur stöðunnar er afleysingarstaða í 8. mánuði. Upp- lýsingar veitir Félagsmálastjóri Hafnarfjarðar. Upplýsingar um menntun og fyrri störf skulu fylgja framangreindum umsóknum. Umsóknareyðublöð liggja frammi á Félagsmála- stofnun Hafnarfjarðar, Strandgötu 4. Umsóknarfrestur er til 9. sept. 1986. Félagsmálastjóri Hafnarfjarðar. FÉLAGSSTARF ALÞÝÐUFLOKKSINS 43. FLOKKSÞING Alþýöuflokksins verður haldið í Hótel Örk í Hveragerði dagana 3. til 5. október næstkomandi. Dagskrá þingsins verður nánar auglýst siðar. Fyrir hönd Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, formaður. Árni gunnarsson, ritari. SAMViNNUBANKi iSLANDS HF. Veistu allt sem þú þarft að vita um bankamál? Þarftu að kynna þér lánamöguleika? Innlánsreikninga? Vaxtakjör? Eða aðra þætti bankaþjónustu? í Spjaldhaga Samvinnubankans finnur þú gagnlegar upplýsingar um þjónustu bankans: H-vaxtareÍkningur Samvinnubankans er óbundinn sparireikningur, verðtryggður með vöxtum. Hann ber í upphafi almenna spari- sjóðsvexti sem stighækka. Kjör H-vaxtareikn- ings eru reglulega borin saman við kjör 3 og 6 mánaða verðtryggðra reikninga bankans. Reynist kjör verðtryggðu reikninganna betri leggst Hávaxtaauki við áunna vexti H-vaxta- reiknings. Verðtryggðir reikningar Samvinnubankans eru bundnir í 3, 6,18 og 24 mánuði. Vextir leggjast við höfuðstól um áramót og eru lausir til útborgunar næstu 12 mánuði þar á eftir. Reikningarnir eru verðtryggðir miðað við láns- kjaravísitölu. Sparivelta, Húsnæðisvelta, Ferðavelta og Launavelta veita allar rétt til láns eftir ákveðnum reglum sem háðar eru tímalengd viðskipta og innlánum reikningseigenda. í Spjaldhaga Samvinnubankans finnur þú nánari upplýsingar um þessa þætti og aðra í þjónustu bankans, t.d. erlendan gjaldeyri, VISA- greiðslukort, vaxtakjör, gengisskráningu og margt fleira. Bankinn gefur út ný spjöld eftir þörfum - þú skiptir um í þínum Spjaldhaga. Þannig hefur þú alltaf við höndina réttar upplýsingar um þjón- ustu Samvinnubankans. Til fróðleiks má geta þess að orðið Spjaldhagi er ekki nýyrði heldur er Spjaldhagi forn þingstaður Eyfirðinga. Árið 1492 var haldið þar þriggja hreppa þing og frá sama ári er til skiptabréf gert í Spjaldhaga. í sóknarlýsingu Grundar- og Möðruvallasóknar frá 1840 nefnir síra Jón Jónsson (1787-1869) Spjaldhagahól „hvar til forna var og enn skal sjást leifar af einum dómhring." Okkur fannst orðið hins vegar vel við hæfi og ákváðum að glæöa það nýrri merkingu. Líttu inn í næsta Samvinnubanka og fáðu Spjaldhaga - eða hringdu og við sendum þér hann. SPJALDHAGI - ALLAR UPPLÝSINGAR Á EINUM STAÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.