Alþýðublaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 30.08.1986, Blaðsíða 9
Laugardagur 30. ágúst 1986 9 þjóðin tapi sjálfstæði sínu ef erlent fjármagn streymir hér inn? „Erlent fjármagn getur aldrei orðið tii þess að þjóðin tapi sjálf- stæði sínu, nema að þjóðin í heild sé ábyrg fyrir því. Með þessum rík- isábyrgðum sem við erum alltaf að veita fyrir öllum erlendum lánum er þjóðféiagið ábyrgt ”, Raforkuverð — Þarf raforkuverð til iðnaðarins að vera 60—100% dýrara hérlendis en í nágrannalöndum okkar? „Það er dýrt að vera íslendingur. Við höfum orðið að byggja upp flest okkar raforkuver eftir að við urðum sjálfstæð. Við áttum ekki peninga til þess og urðum að notast við erlent fjármagn. Þetta eru allt nýjar framkvæmdir og þær bera kostnað og vexti, vegna þess þarf raforkan að vera dýrari hér en ann- ars staðar“. — Er þetta ekki erfiður baggi á iðnaðinum? „Jú, það er nefnd í gangi á mín- um vegum, sem er að vinna að því að finna leið til þess að lækka raf- orkuverð til iðnaðar. Ég vona að eitthvað komi út úr því. — Þegarhafteríhugaaðviðhöf- um umframorku sem jafnvel er tal- in nema því að það sé einni virkjun of mikið hér á landi er þá nokkuð vit í þvi að halda áfram að virkja Blöndu? „Það þarf alltaf að vera einhver umframorka, en það má segja að það sé meiri umframorka núna heldur en eðlilegt er til vara. Við eigum í samningaviðræðum við Rio Tinto Zink Metals, sem ég bind vonir við að verði viðskiptavinur Landsvirkjunar. Ef samningar nást við R.T.Z.M. fyrirtækið og Kísil- verksmiðjan á Reyðarfirði fer í gang þá er ég ekki viss um að það verði svo mikil umframorka. Hins vegar er ekkert vit í að fara út í frekari virkjanir fyrr en séð er hvort mark- aður er fyrir þá orku sem þá fæst. Ég tel ekki að rétt sé að halda áfram að virkja Blöndu fyrr en það iiggur Ijóst fyrir hvað við ætlum að gera við rafmagnið. Það eru alveg hrein- ar línur“. — Þú áttir í viðræðum við franska aðila um sölu á raforku. Kom eitthvað út úr þeim? „Það að við höfum ekki það orkuverð sem þeir gætu sætt sig við. Þeir eru með gamlar orkuvinnslu- stöðvar sem búið er að afskrifa fyrir löngu. Það þarf að vera það mikiil skortur á raforku að þeir sjái sér hag í þvi að kaupa af okkur orku þó hún sé' þetta mikið dýrí‘ Vaxtarbroddur í iðnaði — Iðnaður er sá atvinnuvegur sem mestar vonir eru bundnar við til að skapa ný atvinnutækifæri. Hvar telur þú að vaxtarbroddurinn sé í iðnaði? „Ég sé vaxtarbrodd í tölvuiðnaði, öllu sem er tæknilegt, eins gefur bjartar vonir árangurinn af rann- sóknastofnununr sem við höfum, útflutning á þekkingu t.d. á jarð- hitasviðum. Við erum með háskóla Sameinuðu þjóðanna sem hefur vakið athygli á okkar verkfræðing- um og vísindamönnum. Fyrir utan allt það sem við getum gert hér inn- anlands og þá í smærri stíl. Ég tel að það sé heillanvænlegra fyrir okkur að byggja upp fjölda mörg smáiðn- aðarfyrirtæki, heldur en fá stór fyr- irtæki. Það er viss sannleikur í því sem andstæðingar stóriðju hafa haldið á lofti, að það gæti farið svo að við settum sjálfstæði okkar í hættu ef við erum of háð fáum stór- um aðilum. — Finnst þér ekki skjóta svolítið skökku við að fiskeldi skuli vera málaflokkur sem tilheyrir landbún- aðarráðuneytinu? „Þetta er nú bara spursmál um uppstokkun á ráðuneytum þegar ríkisstjórnir eru myndaðar. í þessu tilfelli hefur fiskeldi sem er ný at- vinnugrein og var á algjöru frum- stigi i upphafi þessarar ríkisstjórnar bara lent í Landbúnaðarráðuneyt- inu. Yfirleitt þar sem ég þekki til eru landbúnaðar og sjávarútvegur í sama ráðuneytinu" Iðnaður og viðskipti — Hvernigmátengjabetursam- an íslenskan iðnað og viðskipti? „Það er ekki hægt að aðskilja iðnað og viðskipti, því að viðskipti og iðnaður er eitt og hið sama. Hitt er svo annað mál að þessi mikilvægi þáttur í íslenskum iðnaði hefur ekki verið ræktur nógu vel. Við þurfum að beina athygli okkar meira inn á þann þátt þessara viðskipta það er að markaðssetja vöruna eftir þörf- um markaðarins. Við höfum fengið smjörþef af því núna í ullariðnaðin- um. Við höfum verið að framleiða mjög góðar vörur sem seldust mjög vel. Af því að þær seldust svona vel héldum við áfrarn að framleiða það sama upp aftur og aftur. En ég var nýlega á afmælishátíð hjá Álafossi og sá þar nýjar framleiðsluvörur sem benda til þess að þeir skilji þetta. 3 og 5 dyra Hatchback, 4 dyra Sedan og 5 dyra Station í LX, GLX og GTX útgáfum. 2 dyra Coupé, 5 dyra Hatchback og 4 dyra Sedan í LX, GLX og GTi útgáfum. SENDIBÍLAR E2000 og E2200pickup og Glassvan benzín- og diesel og T3500 vörubíll! MAZDA 323 GTXi 4WD með 1600 cc vél með beinni innspýtingu, tveim yfirliggjandi knastás- um, 16 ventlum, forþjöppu og millikæli, 150 hö DIN og drifi á öllum hjólum! MAZDA RX 7sportbíll með 150 ha Wankel vél, sem kjörinn var bíll ársins í Bandaríkjunum! Gerið ykkur dagamun um helgina, komið og skoðið það nýjasta í japanskri bifreiða- hönnun og tækni. Off A 0/^0/^ UC SMIÐSHÖFÐA 23, DILMDKJrÍKJ nn reykjavík Laugardag og sunnudag frá kl. 1 1987 árgerðirnar af MAZDA eru nú komnar til landsins og af því tilefni höldum við sýningu á þeim um helgina. Við sýnum um 20 mismunandi MAZDA bíla: Luxusbíla, fjölskyldubíla, sendi- bíla, sportbíla og 4x4 bíla þar á meðal ýmsar gerðir, sem ekki hafa sést fyrr hér á landi! SPORTBILAR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.