Alþýðublaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.10.1986, Blaðsíða 1
Framlög til fatlaðra skorin niður: Sj álf sbj argarhú sið í smíðum í 20 ár Þriðjudagur 21. október 1986 202 tbl. 67. árg. Alþýðuflokkurinn á Austurlandi: Guðmundur Einarsson 1. maður á lista „Ákveðið var á kjördæmisþingi Alþýðuflokksins, sem haldið var i Valaskjálf á Egilsstöðum um helg- ina, að Guðmundur Einarsson færi fram sem 1. maður á lista Alþýðu- flokksins í Austurlandskjördæmi. Guðmundur á ættir að rekja til Austurlands og þekkir vel til í kjör- dæminu. Hann segir álit sitt á þess- ari ákvörðun í stuttu spjalli sem hér fer á eftir". „Það leggst mjög vel í mig að fara í slaginn fyrir austan. Aldarfjórð- ungs„múr" hefur staðið í vegi fyrir því að maður frá Alþýðuflokknum kæmist að í Austfjarðakjördæmi, en nú ætlum við að brjóta þennan múr niður, það eru til þess ágætar forsendur. í fyrsta lagi þá er Al- þýðuflokkurinn sem heild í mikilli sókn um allt land. Eins er mikið af ungu fólki sem aðhyllist þá pólitík sem Alþýðuflokkurinn stendur fyr- ir. En það sem mér þykir skipta mestu er þó hin sterka sjálfstjórnar- hefð sem Austfirðingar eru þekktir „Framlög í framkvæmdasjóð eru langt fyrir neðan það, sem ákveðið er í lögum. Sjóðnum eru ætlaðar 100 milljónir á næsta ári, en ef lög- iuiiini hefði verið fylgt frá byrjun væri um að ræða 200 milljónir", sagði Theódór A. Jónsson formað- ur Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, í samtali við Alþýðublaðið igær. „Þetta gerir það að verkum, að aðeins brot af þeim framkvæmdum sem sótt er um til sjóðsins fær af- greiðslu", sagði Theódór. Hann sagði að alla tíð frá því lögin um málefni fatlaðra voru sett, hafi framlög verið verulega skorin nið- ur. Sem dæmi nefndi hann að nú væru 20 ár síðan framkvæmdir hóf- ust við Sjálfsbjargarhúsið og væri því ólokið enn. Af þeim hundrað milljónum sem sjóðnum er ætlað á næsta ári koma 50 milljónir úr erfðafjársjóði. Starfsemi dvalarheimilis og dag- vistunar Sjálfsbjargar er rekin með sama hætti og annarra stofnana heilbrigðiskerfisins. Theódór sagði að reksturinn væri mjög erfiður. „Þetta hefur verið rekið með sama hætti og fyrir sama fjölda síðustu ár. Reksturinn hefur samt engan veginn gengið vel og nú fyrstu 9 mánuði ársins er um 19% halli á rekstrinum". Framh. á bls. 2 19 þúsund króna mánaðarkaup: , ,Verkalýð shrey f- ingin ber ábyrgð fyrir og þessi krafa um að fá að ráða sér sjálfur. Ég hef haft mikinn áhuga á þess háttar pólitík og verið aðili að því að flytja um það þing- mál og hef að auki skrifað talsvert um slíkt, svo sem fylkisstjórnir, þriðja stjórnsýslustigið og fleira í þá átt. Þetta er, ef svo má segja austfirsk hugmynd, og ætti því að falla vel að málflutningi okkar Al- Framh. á bls. 2 „Þann blett verðum við að mundur Stefánsson, forseti Alþýðusambandsins. „Hvernig sem að næstu kjara- samningum verður staðið virðast meginverkefni samninganna ljós, afnám lægstu taxta og uppstokkun taxtakerfisins. Verkalýðshreyfingin ber ábyrgð á 19 þúsund króna mán- aðarkaupi, kaupi sem ekki nægir til mannsæmandi framfærslu. Þann þvo af okkur", segir As- ASÍ í Vinnunni, málgagni blett þurfum við að þvo af okkur", segir Asmundur Stefánsson forseti ASÍ m.a. í leiðara í nýju tölublaði Vinnunnar, tímariti ASÍ. í upphafi leiðara síns ræðir Ásmundur þau viðbrögð sem komu fram við þeirri hugmynd, að leið dreifðra samn- inga yrði farin í næstu kjarasamn- ingum. Asmundur telur að við- brögðin hafi almennt verið nei- kvæðari en hann átti von á, þó segir hann of snemmt að draga af því endanlega ályktun. „Lægsta kaupið verður að hækka og þeir sem náð hafa lengra verða að veita því beinan stuðning að það kaup hækki meira en þeirra eigið. Verkalýðshreyfingin ber ábyrgð á kauptöxtum sem atvinnu- Framh. á bls. 2 Stórpólitísk yfirlýsing forsœtisráðherra: Áfnám vísitöluviðmiðunar fjármagns Eitt atriðið í ræðu Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra, vakti athygli okkar Alþýðublaðs- manna. Hann sagði: „Við það að verðbólga fer vel nið- ur fyrir 10 af hundraði, mun verða unnt að koma heilbrigðari skipan á ýmislegt í peninga- og efnahags- málum þjóðarinnar. M.a. er þá tímabært að athuga hvort ekki er rétt að afnema alla vísitöluviðmið- un fjármagns og annarra skuld- bindinga". Þessi ummæli forsætisráðherra eru stórpólitísk og vonandi ekki kosningabrella. Með þessum orð- um er ráðherrann að gefa skuldug- um húsbyggjendum vonir um að lát verði á þeirri brjálæðislegu eigna- upptöku, sem átt hefur sér stað hér á landi að undanförnu. Ef hins vegar ráðherrann er með þessu að gefa falskar vonir um leið- réttingu á misgengi kaupgjalds og lánskjaravísitölu, þá verður að tryggja að hið sanna komi í ljós þegar í stað. Það verður að ganga eftir því við ráðherrann hvað hann meinar með þessum orðum. Asgeir Hannes Eiríksson: Sjálfstæðisflokkurinn að ganga sér til húðar Flokkseigendafélagið sigraði íprófkjörinu f nýafstöðnu prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fyrir alþingiskosningar 1987, vakti athygli hvað flokkseigendafélagið svonefnda innan Sjálf- stæðisflokksins var fast í sessi, þrátt fyrir allt frjáls- lyndistal. Ásgeir Hannes Eiríksson er einn af þeim ungu mönnum sem varð hart úti í prófkjörinu, þrátt fyrir smekklegar auglýsingar í blöðum, nokkurn vina- fjölda og fjölmargar blaðagreinar í DV um áhugamál sín og baráttusvið. Virðist fullljóst eftir þetta próf- kjör þeirra sjálfstæðismanna, að ungt fólk sem vill láta til sín taka í stjórnmálum hlýtur að snúa sér eitt- hvað annað en til Sjálfstæðisflokksins, því yfir flokkseigendamúrinn er engum fært nema fuglinum fljúgandi. Viðtalið við Ásgeir ilannes Eiríksson fer hér á eftir. „Þú verður að athuga að próf- kjörið var bundið við flokks- menn, og „svarta klíkan" í flokknum er ekkert á því að hleypa neinum að. Þetta er svona vel neglt niður. „Svarta klíkan " skilar sér eins og hún leggur sig, umhverfis Geir Hallgrimsson og félaga. Albert Guðmundsson, Rúnar Guðbjörnsson og ég, við erum þeir einu, sem erum fyrir ut- an þessa klíku. Vegna þess að í prófkjörinu varð að kjósa átta menn og ekki minna, þá varð fólk sem studdi okkur alltaf að kjósa fimm af þeim, aðeins til þess að f á seðilinn gildan, á sama tíma og þeir sem studdu „svörtu klíkuna" gátu kosið átta frambjóðenduraf henni, en sleppt okkur", sagði As- geir Hannes Eiríksson i samtali við blaðið. „Þú sérð til dæmis hvað Albert er með miklu færri atkvæði en þeirra menn. Ef atkvæðamagn hefði raðað niður í sæti, — væri Albert í því níunda. Og allt þetta nýja fólk sem við smöluðum inn í flokkinn, 630 manns, vorum við í rauninni að smala fyrir þá, allan tímann". „Þetta verður síðasta prófkjör- ið innan flokksins, þannig að eftir þetta er útilokað fyrir mann eins og mig að taka þátt í pólitík í gegnum Sjálfstæðisflokkinn. Næst verður stillt upp starfs- mönnum flokksins og starfs- mönnum Morgunblaðsins. Svona er nú þetta". „Ég held að eina leiðin, sem er fær í framtíðinni, sé einhverskon- ar forval innan flokkanna, ef menn vilja binda þetta við flokks- bundna, og síðan raði kjósendur á listana. Sleppa þessum prófkjör- um, — eða að hafa allt galopið. Þá mætti kjósa þannig að allir flokkar hefðu prófkjör í einu. Þá væri engin hræðsla við að yrði smalað úr öðrum flokkum. Ann- ars kemur þetta ekki að sök í Sjálfstæðisflokknum". „Og hvað gerir maður sem smalað er á kjörstað? Hann á ekki annarra kosta völ en að velja á milli 15, 20 eða 30 sjálfstæðis- manna. Varla fer sjálfstæðismað- ur að kjósa kommúnista á listann, þótt honum sé smalað á kjörstað. Hann kýs kannski einn sjálfstæð- ismann öðrum fremur, en það er þá líka allur munurinn". „Ég auglýsti með litlum auglýs- ingum í blöðum fyrir prófkjörið og skrifaði um áhugamál mín í DV, en þrátt fyrir það þá er ég svona neðarlega. Það er eins og ég hafi ekki náð út fyrir þann hóp sem ég þekkti fyrir. „Svarta klík- an" er svona grimmsterk að auki". „Það er ljóst að Albert hefur tapað einhverjum atkvæðum út af málflutningi fjölmiðla á Haf- skips- og Útvegsbankamálinu. Það var unnið mjög „massíft" gegn honum og það meira en nokkru sinni fyrr. Albert vann samt fyrsta sætið með mikilli hörku og dugnaði. Hann sagði sjálfur, að hulduherinn hefði unnið mjög vel og það er rétt að hulduherinn er afl sem menn skyldu ekki vanmeta". „Það verða ekki fleiri prófkjör, en ég er sjálfstæðismaður eftir sem áður. Sjálfstæðisflokkurinn er reyndar að ganga sér til húðar sem flokkur, það er alveg ljóst. Ef einhver maður vill flokknum vel, þá þarf að skipta þarna um for- ystu og starfsmenn. Það er að detta niður allt starf í flokknum. Það er komin mikil þreyta í þetta fólk, sem svona lengi hefur setið, það er greinilegt".

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.