Alþýðublaðið - 25.10.1986, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 25.10.1986, Qupperneq 2
2 Laugardagur 25. október 1986 RITSTJQRNARGREIN Heimilishjálp handa öldruðum forsmáð Málefni aldraðra í Reykjavík hafa verið til um- fjöllunar á slðum Alþýðublaðsins að undan- förnu, þó einkum aðbúnaður þess fólks sem nýtur heimahjúkrunar og kjör þeirra sem við heimahjúkrun starfa, en þareru I miklum meiri- hluta Sóknarkonur. Við athugdn kemur I Ijós að laun þessara kvennaeru „Alþingi og þjóðinni til skammar" eins og JóhannaSigurðardóttir, þingmaður Al- þýðuflokksins orðaði það I samtali við blaðið. Sóknarkonum eru boðin laun kr. 143,00 á klukkustund fyrir erfiða og vandasama vinnu. Og samkvæmt heimildum, þora borgaryfirvöld ekki að hækka launin við þennan arm Sóknar- kvenna, af ótta við að aðrar Sóknarkonur komi á eftir! Rökfærslan í slíkum málflutningi sann- ar sig sjálf. Hvað ætli Davlð Oddsson, borgarstjóri sé að hugsa, á meðan hann leggur blessun sína yfir þessa píningu? Heimilishjálp aldraðra er rekin gegnum Félagsmálastofnun Reykjavlkurborg- ar. Deildarstjóri hjá þeirri stofnun hefur sagt I samtali við blaðið, að það sé mjög erfitt að fá fólk til starfa við Heimilishjálpina og ástæðan sé meðal annars alltof lág laun. Er nokkur hissa? Allavegaekki borgarfulltrúarSjálfstæð- isflokksins sem eru vanari nær hundrað þús- und krónum I launaumslagi sínu fyrir hvern mánuð en 143 krónum á tfmann. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaðurStarfs- mannafélagsins Sóknar, sagði I samtali við Al- þýðublaðið að hún væri búin að margþrasa I þessu, en það væri eins og að tala við grágrýt- ishnullunga frekar en fólk, þegar launalagfær- ingu bæri á góma. Sá vitnisburður segir slna sögu um viðbrögð borgarinnar þegar réttlætis- mál eru áferðinni. En sé þessi launaplning yfir- lýst stefna sjálfstæðismeirihlutans I Reykja- vlk, þávaraðminnstakosti þagað vandlegayfir henni I kosningabaráttunni fyrir borgarstjórn- arkosningarnar slðustu. Það er kominn tlmi til að stefna Sjálfstæðisflokksins I þessum mál- um afhjúpist, — þótt seint sé. En þótt borgaryfirvöld beri hér mikla sök, þá má ekki gleyma þvl að stefna núverandi ríkis- stjórnarhefurverið þessu fólki, — sem og öðr- um láglaunamönnum, sérstaklega fjandsam- leg. í þeim efnum er nærtækast að vitna til orða Jóhönnu Sigurðardóttur, alþingismanns, sem hún lét falla á Alþingi I umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra: ,,r" jármálaráðherra framkvæmir loforð íhaldsins um afnám tekjuskattsins með því að hækkatekjuskattinn milli áraum 66%, ásama tíma og launin hækkuðu um 32%. Fjármála- ráðherra leikur síðan þær reikningskúnstir sem allir launþegar sjá I gegnum. Hann hækk- ar tekjuskattinn um 650 milljónir á þessu ári umfram það sem áætlað var, — skilarsvo laun- þegum til bakaá næsta ári 300 milljónum af of- teknum sköttum þessa árs.“ Þarfuku fyrirheitin til launafólks. Og Jóhanna segir einnig: ,, Það er smánarblettur á þessu þjóðfélagi að láglaunafólk þurfi að gefa atvinnurekendum alla sína krafta og orku á kostnað barna og fjöl- skyldu og þiggja fyrir það — molana af borðum atvinnurekenda. Það hefur of lengi — alltof lengi verið troðið á sjálfsvirðingu þessa fólks. Það er skylda okkar stjórnmálamanna og aðila vinnumarkaðarins að leggjast nú á eitt og bæta kjör þessa fólks. Það er ábyrgðarhluti að láta þetta fólk lifa á þessum sultarkjörum". Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður lýkur máli sínu með þessum orðum: ,,Alþýðuflokkurinn hefur úrræðin til að breyta þessu þjóðfélagi. Bæta kjör fólksins og jafna eigna- og tekjuskiptinguna í landinu. Við biðjum þig aö vera með og taka þátt í þeirri breytingu.“ ÖB Jóhanna 1 um almannatryggingar og voru helstu nýmæli þeirra hin svo- nefnda tekjutrygging. Tekju- tryggingin leggst við elli- og ör- orkulífeyri ef sjálfsaflatekjur líf- eyrisþegans eru undir ákveðnu marki sem nefnt hefur verið frí- tekjumark. Greiðist hún að fuilu við það mark en skerðist um 55®/o af tekjum umfram frítekjumark- ið. Þó að með þessu ákvæði hafi greiðslur hækkað verulega til elli- og örorkulífeyrisþega, sem ekki höfðu aðrar tekjur en einstakl- ingslífeyri almannatrygginga, þá hafa makabæturnar ekki fylgt þessari breytingu og eru nú mið- aðar við grunnlífeyri elli- og ör- orkulífeyrisþega en ekki hæstu lífeyrisgreiðslur (þ.e. grunnlífeyri og tekjutryggingu án uppbótar) eins og áður var. Sé litið á þessa forsögu málsins verður að telja að það hafi ekki verið vilji löggjafans að breyta viðmiðuninni við hæstu lífeyris- greiðslur, enda ekki um að ræða breyttar aðstæður sem réttlættu það að leggja aðra viðmiðun til grundvallar. Elli- og örorkulifeyrisþegar hafa oft ekki annað sér til fram- færslu en lífeyri almannatrygg- inga. Þegar þar við bætist að maki elli- og örorkulífeyrisþegans getur ekki aflað heimilinu tekna vegna þess að hann er bundinn heima við vegna örorku hans eða langvarandi sjúkdóms, — og hef- ur því einungis makabætur al- mannatrygginga, eða rúmar 3 þús. kr., — þá verður framfærslan slikri fjölskyldu ofviða. Á það ber einnig að líta að þeir, sem bundnir eru heima við vegna umönnunar við maka sinn, spara þjóðfélaginu mikið fé því að gera má ráð fyrir að að öðrum kosti þyrfti öryrki eða ellilífeyrisþegi, sem þarf mikla umönnun, að dveljast á sjúkrastofnun eða vist- heimili þar sem kostnaðurinn á dag getur orðið a.m.k. 25% hærri en heildargreiðslur sem maki ör- yrkja eða ellilífeyrisþega fær nú greiddar mánaðarlega. I desember sl. var fjöldi þeirra, sem nutu makabóta, 82 skv. upp- lýsingum Tryggingastofnunar rík- isins, 78 konur og 4 karlar. Kostn- aður á mánuði, miðaður við nú- gildandi makabætur, er um 280 þús. kr. eða 3,3 millj. kr. á ári. Ef frv. þetta yrði að lögum yrði kostnaðurinn 669 þús. á mánuði eða 8 millj. kr. á ári. Útgjöld, sem frv. þetta hefði því í för með sér, væri á ári um 5 millj. kr. Það segir sig sjálft að sá kostnaður er ekki nema brot af því sem ríkissjóður þyrfti ella að greiða ef umönnunar makanna nyti ekki við því að ekki er önnur leið fær í slíkum tilfellum en vist- un á stofnunum. 13. gr. laganna orðist svo: Greiða má maka elli- og ör- orkulífeyrisþega makabætur allt að 80% af grunnlífeyri og tekju- tryggingu ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Kjartan 1 hafa átt í vaxandi samkeppni við þessi lönd á hinum ýmsu fiskmörk- uðum. „Þar sem fríverslun er í gangi þar fella menn niður tollmúra og eins er litið eftir því að ekki séu ríkisstyrk- ir“, sagði Kjartan. „Fiskiðnaðurinn er jú hliðstæður öðrum iðnaði. Ég hef verið að flytja tillögur um þetta og mæla fyrir þessu bæði hjá EFTA og innan Evrópuráðsins. Með því að taka málin upp á þessum grund- velli fáum við stuðning ýmissa ann- arra þjóða. Ég bind því vonir við það, ef ríkisstjórnin beitti sér á þessum vettvangi með mér og öðr- um þingmönnum sem hafa verið að vinna að þessu, þannig gæti náðst verulegur árangur. Þetta er sem sagt önnur leið til að ná árangri og leið sem skilaði árangri til Iengdar Iitið“. Kjartan sagði að oft áður hafi verið reynt að mótmæla og taka þessi mál upp við einstaka ríkis- stjórn. „Það hefur bara ekki skilað betri niðurstöðu en raun ber vitni. Það er nánast lífsspursmál fyrir okkur að ná árangri í þessum efn- um og það frekar fyrr en síðar“, sagði Kjartan Jóhannsson alþingis- maður og fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra. Rakarar 1 könnuninni i janúar ’85 var munur- inn hins vegar 37,5%. Samhliða verðkönnuninni var at- hugað, hvort stofurnar upplýsi við- skiptavinir sína um verð með áber- andi hætti. Samkvæmt gildandi reglum eru hárgreiðslu- og rakara- stofur skyldar að hafa verðskrár sem sjást utandyra með verði á al- gengustu þjónustu sem seld er. Einnig ber að láta verðlista liggja franyni á áberandi stað inni á stof- unni. í ljós kom að tæplega helm- ingur rakarastofa verðmerkja í samræmi við fyrra atriðið (verð- skrár sem sjást utandyra). Verð- skrár innandyra, lágu frammi á áberandi stað hjá 85% stofanna. Er þetta hlutfall svipað og þegar Verð- lagsstofnun kannaði þetta síðast og því ljóst að enn vantar á að allar rakarastofur upplýsi um verð.í sam- ræmi við gildandi reglur. Evrópuráðið: Ráðherrafundur um íþróttamál Á vegum Evrópuráðsins var efnt til fundar með ráðherrum aðildar- ríkjanna sem fara með íþróttamál 30. sept.—2. okt. í Dublín á Irlandi. Með helstu málefna fundarins voru: íþróttir fyrir fatlaða; íþróttir og fjármál; íþróttir og umhverfis- nefnd; íþróttaslys; baráttan gegn misnotkun Iyfja við íþróttakeppni og aðgerðir gegn kynþáttamisrétti við íþróttasamskipti. Þá var fjallað um réttarstöðu at- vinnumanna í íþróttum; nánara samstarf stærstu íþróttasamtak- anna um niðurröðun „stórvið- burða“ á iþróttasviðinu og að lok- um um ýmis íþróttapólitísk mál. Mesta athygli vöktu ályktanir um að alþjóðlegu íþróttasamtökin ættu að herða viðurlög við misnotkun lyfja og jafnvei dæma brotlega íþróttamenn ævilangt frá keppni. Þá var einnig samþykkt að beita harðari aðgerðum gegn kynþátta- misrétti og styðja íþróttasamtökin í því að meina Suður-Afriku þátt- töku í alþjóðlegri íþróttakeppni. Við lok fundarins urðu umræður um undirbúning að næsta fundi ráðherranna og var samþykkt að ■hann verði haldinn á íslandi haust- ið 1989. Fyrir hönd íslands mættu á fundinn í Dublin Knútur Hallsson ráðuneytisstjóri, Reynir G. Karls- son íþróttafulltrúi og Alfreð Þor- steinsson fulltrúi ÍSÍ. Auglýsing um prófkjör Alþýðuflokksins í Suðurlandskjördæmi Ákveðió hefur verið að hafa prófkjör um skipan fjögra efstu sæta framboðslista Alþýðuflokksins í Suður- landskjördæmi vegna komandi Alþingiskosninga. Framkvæmd prófkjörsins veröursamkvæmt reglum Ai- þýðuflokksins. Framboðum skal skila fyrir 26. október til formanns stjórnar kjördæmisráðs, Ágústs Bergssonar llluga- götu 35, 900 Vestmannaeyjar. Stjórn kjördæmisráðs. Landvernd Aðalfundur Landverndar verður haldinn 22. og 23. nóv. 1986 í Risinu, Hverfisgötu 105, Reykjavík. Dagskráverð- ur send út síðar. Stjórnin. ''//V/M Hálkuvöm _ Utboð vegagerðin Snjómokstur Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboóum f snjómokstur og hálkuvörn á Vesturlandsvegi 1986—1987 og á nokkr- um öðrum vegum I Kjósarsýslu. Útboðsgögn veröa afhent hjá Vegagerð ríkisins, aðal- gjaldkera, Borgartúni 5, Reykjavik frá og með 28. októ- ber 1986. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14:00 þann 10. nóvember 1986. Vegamálastjóri. Landvari Almennur félagsfundur verður haldinn að Hótel Esju Reykjavík fimmtudaginn 30. okt. nk. og hefst kl. 20. Á dagskrá eru almenn félagsmál. Stjórn Landvara.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.