Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 18.12.1986, Blaðsíða 6
6 Hversu góðar eru skoðanakannanir? Það vekur jafnan gífur- lega athygli þegar niður- stöður úr nýrri skoðana- könnun eru birtar opin- berlega. í blöðum birtast stórar töflur þar sem helstu atriði í niðurstöð- unum eru borin saman við niðurstöður fyrri kannana og úrsiit kosn- inga og flestir fjölmiðlar verja bæði tíma og rúmi til að velta fyrir sér nið- urstöðunum og hugsan- legum orsökum þess að einn eða annar stjórn- málaflokkur hafi að þessu sinni bætt við sig einhverjum prósentum eða tapað lítilsháttar fylgi. Það liefur hins vegar vakið athygli þess er þetta ritar, að einu býsna veigamiklu atriði er yfirleitt sleppt, þegar niðurstöður skoðanakann- ana eru tíundaðar. Þetta atriði eru hin svoköiluðu skekkjumörk, en birting þeirra myndi hjálpa neyt- endum fjölmiðla stórlega til að átta sig á því hversu mikið mark er raun- verulega takandi á niðurstöðunum. Hvað eru skekkjumörk? Til að gefa lesandanum örlitla innsýn í hvað átt er við með skekkjumörkum, er rétt að taka einfalt dæmi. Gefum okkur að til- tekinn stjórnmálaflokkur reynist í skoðanakönnun njóta fylgis 10% þeirra sem spurðir voru í könnun- inni. Og gefum okkur svo til við- bótar að skekkjumörk væru reikn- uð og þau reyndust vera 2%. Þetta þýðir þá að fylgi flokksins gæti ver- ið tveim prósentustigum meira eða minna en niðurstöðurnar sýna, eða á bilinu 8—12%. Hafi nú þessi sami flokkur fengið 8% í síðustu könn- un, er ekki hægt að túlka niðurstöð- urnar þannig að þessi flokkur sé á uppleið hvað fylgi kjósenda varðar. Niðurstöðurnar eru nefnilega inn- an skekkjumarka. Jafnvel þótt þessi tiltekni flokkur okkar hefði aðeins fengið 7% at- kvæða í síðustu könnun (segjum að skekkjumörk fyrir þá tölu hefðu reiknast vera 1,5%), væri ekki unnt að segja með neinni vissu að breyt- ing hefði orðið á fylginu milli kann- ana. Samkvæmt fyrri könnuninni hefði fylgið þá verið á bilinu 5,5— 8,5% en í þeirri seinni á bilinu 8—12%, en það gæti þýtt að fylgi flokksins lægi raunverulega óbreytt á bilinu 8,0—8,5%. Þessu til viðbótar er svo rétt að taka fram, að skekkjumörk eru yf- irleitt reiknuð með 90 eða 95% öryggi, sem svo er kallað, en þá er átt við að með 90 eða 95% öryggi megi fullyrða að fylgi þessa ákveðna flokks sé einhvers staðar á því bili sem skekkjumörkin segja til um, — í okkar dæmi á bilinu 8—12%. Þetta þýðir á mannamáli að það eru 90 eða 95% líkur fyrir því að niðurstöðurnar séu nálægt því að vera réttar, eða með öðrum orðum að það eru 5 eða 10% líkur til þess að niðurstöðurnar séu út í hött. Túlkunin mikilvœg Sá lesandi sem hefur lagt það á sig að lesa þessar línur hér að fram- an af nokkurri gaumgæfni, skilur væntanlega betur en áður, hversu hæpið er að taka niðurstöður skoð- anakannana allt of bókstaflega. Með því sem hér að framan hefur verið sagt, er þó síst af öllu átt við að lítið eða ekkert mark sé takandi á niðurstöðum skoðanakannana. Þvert á móti er í mjög mörgum til- vikum hægt að draga mikilvægar ályktanir af þessum niðurstöðum. Það er á hinn bóginn afar mikil- vægt að þær séu túlkaðar á réttan hátt. í því sambandi virðist einkum of algengt að þeir sem taka að sér að túlka niðurstöðurnar og miðla fréttum af þeim til almennings, skilji niðurstöðurnar of þröngt. Oft virðast menn ímynda sér að fylgi stjornmálaflokkanna í landinu sé því sem næst nákvæmlega eins og niðurstöður síðustu könnunar gefa til kynna og því myndu niðurstöður kosninga gefa þessum eða hinum flokknum svo og svo mörg þingsæti ef kosið yxði nú. Stjórnmálamenn í klemmu Þessi afstaða er um margt skilj- anleg, þegar tekið er tillit til þess að skekkjumörk eru yfirleitt ekki birt með niðurstöðunum. Blaða- og fréttamenn sem ekki eru sérmennt- aðir í þeim fræðum sem liggja að baki framkvæmd og úrvinnslu skoðanakannana, hafa einfaldlega mjög takmarkaða möguleika til að gera sér grein fyrir því hvernig megi túlka niðurstöðurnar og hvernig megi ekki túlka þær. Sama gildir auðvitað um stórnmálamenn, sém jafnan eru teknir tali af fréttaþyrst- um fjölmiðlamönnum og krafðir álits. Það kemur því býsna oft fyrir að stjórnmálamenn lenda í þeirri vafasömu aðstöðu að þurfa að út- skýra fylgistap, sem hreint ekki er fullvíst að eigi sér nokkra stoð í raunveruleikanum. Það tiltölulega einfalda atriði að birta skekkjumörk með niðurstöð- um myndi auðvelda mjög fyrir fréttamönnum, stjórnmálamönn- um og síðast en ekki sist, öllum almenningi að gera sér grein fyrir því hvað raunverulega er að gerast þegar niðurstöður birtast úr nýrri skoðanakönnun, eða hvort nokkuð hefur gerst yfir höfuð. Það er munur á könnun og kosningum Ekki er unnt að skiljast svo við umfjöllun um skoðanakannanir út frá þessu sjónarmiði, að ekki sé minnst á einhver af þeim fjölmörgu atriðum sem ástæða er til að hugsa út í áður en hlaupið er að því að draga beinharðar ályktanir af nið- urstöðum skoðanakannana. í þessu sambandi má t.d. nefna að fólk sem árum eða áratugum saman hefur kosið sama stjórn- málaflokkinn á erfiðara með að breyta um flokk þegar inn í kjör- klefann er komið, heldur en ef „bara“ er um skoðanakönnun að ræða. Það mun trúlega gilda um flesta kjósendur að þeir séu ekki alltaf og án undantekninga sam- mála þeirri afstöðu sem flokkurinn hefur í hverju máli fyrir sig. Þegar upp kemur mismunur á afstöðu kjósanda og flokks getur kjósand- inn vissulega brugðist við með því að skipta um flokk í næstu kosning- um. Sumir kjósendur gera þetta en aðrir ekki. Löngunin til að bregðast við með þessum hætti kemur upp hjá mörgum kjósendum, en hún þarf að vera mun sterkari til að kjósandinn láti undan henni í kosn- ingum, heldur en í skoðanakönnun. Þetta þýðir í raun og veru að gera verður ráð fyrir því að hreyfingar kjósenda milli flokka verði minni í kosningum en skoðanakannanir gefa til kynna. Ekki sama hver er Annað atriði sem getur skipt tals- verðu máli fyrir niðurstöður kann- ana, er spurningin um það hver framkvæmir könnunina. Stað- reyndin er nefnilega sú að þrátt fyr- ir það að þátttakendur í skoðana- könnun séu alltaf fullvissaðir um það að fullrar nafnleyndar sé gætt í framkvæmd könnunarinnar, gætir vissrar tilhneigingar hjá sumum þátttakendum til að komast hjá að láta afstöðu sína í ljós við þann að- ila sem könnunina gerir. Þessi til- hneiging er missterk eftir þeirri al- mennu tiltrú sem framkvæmdarað- ilinn nýtur. Sé þessi framkvæmdar- aðili t.d. á einhvern hátt tengdur ákveðnum stjórnmálaflokki, eru líkur til að kjósendur annarra flokka séu tregari til að gefa upp raunverulega afstöðu sína. Þetta veldur auðvitað ákveðinni skekkju í niðurstöðunum. Það er á.hinn bóg- inn ómögulegt að fullyrða nokkuð um það hversu mikil þessi skekkja kunni að vera. Á því hafa ekki verið gerðar neinar rannsóknir. í þessu sambandi má benda á að þeir tveir aðilar sem mest hafa gert af skoðanakönnunum á undan- förnum árum, Dagblaðið—Vísir og Hagvangur, tengjast báðir ákveðn- um stjórnmálaflokki í hugum mjög margra kjósenda, þótt með óbein- um hætti sé. Þótt DV kalli sig gjarna frjálst og óháð blað, mun það álit flestra að ritstjórar þess séu hallari undir Sjálfstæðisflokkinn en aðra flokka, enda ber ritstjórn- arstefna blaðsins þess óneitanlega nokkur merki. Hvað skoðanakannanir Hag- vangs áhrærir, þá hafa þær jafnan verið birtar í Morgunblaðinu með einkarétti og þessi staðreynd leiðir auðvitað til þess að í hugum al- mennings myndast ákveðin tengsl milli Hagvangs og Morgunblaðs- ins. Þessi tengsl kunna að eiga ein- hvern þátt í því að Sjálfstæðis- flokkurinn kemur alla jafna nokkru betur út úr skoðanakönn- unum en kosningum. Reglur vantar Þingmennirnir Halldór Blöndal og Guðmundur H. Garðarsson hafa nýverið lagt fram á Alþingi frumvarp um könnun á fram- kvæmd og úrvinnslu skoðanakann- ana og er kannski ekki vonum seinna að slíkt frumvarp komi fram. Sannleikurinn er auðvitað sá að framkvæmd skoðanakannana hér er nokkuð misjöfn og ef vel ætti að vera þyrfti að setja nákvæmar reglur um framkvæmd og úrvinnslu þessara kannana og síðast en ekki síst, vantar reglur um það hvernig niðurstöðurnar eru settar fram. í slíkri lagasetningu þyrfti m.a. að kveða á um Iágmarksstærð úrtaks og á hvern hátt það skuli valið. Sömuleiðis virðist fullkomin ástæða til að kveða á um að skekkjumörk skuli birt með niður- stöðum kannana. En jafnvel þótt ýmislegt megi finna að skoðanakönnunum eins og þær hafa verið framkvæmdar hérlendis, virðist ótvírætt að niður- stöður þeirra hafi í mörgum, eða jafnvel flestum tilvikum, farið býsna nálægt rétti lagi, a.m.k. ef tekið er tillit til eðlilegra skekkju marka og annarra þátta sem vitað er að geta valdið vissri skekkju í niðurstöðum. Á allra síðustu misserum hefur auk þess nýr aðili bæst í þann hóp sem reglubundið framkvæmir skoðanakannanir, Félagsvísinda- stofnun háskólans, og vekur það vissar vonir um jákvæða þróun í þessum efnum, enda hafa þær kannanir sem gerðar hafa verið á vegum Félagsvísindastofnunar fram að þessu verið til fyrirmyndar um öll vinnubrögð, auk þess sem úrtakið er stærra en við eigum að venjast. Til að öllum sjálfsögðum kröftum sé fullnægt þarf þó einnig að birta skekkjumörk og hjá Fé- lagsvísindastofnun skortir það enn, eins og hjá öðrum sem framkvæmt hafa skoðanakannanir. Sé þessi framkvœmdaraðili t.d. á ein- hvern hátt tengdur ákveðnum stjórn- málaflokki, eru líkur til að kjósendur annarra flokka séu tregari til að gefa upp raunverulega afstöðu sína. Þetta veldur auðvitað ákveðinni skekkju... Þetta súlurit sýnir núverandi fylgi stjómmálaflokkanna, samkvœmt niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar (BJ og Flokkur mannsins eru ekki tekin með). Skekkjumörk þau sem hér hafa verið teiknuð inn, eru miðuð við að með 95 % öryggi megifullyrða að fylgiflokkanna séáþvíbili sem sýnt er á myndinni. Þegar gert hefur verið ráð fyrir skekkjumörkun- um, kemur t.d. í Ijós að ekki er unnt aðfullyrða að Framsóknarflokkurinn njóti meira fylgis en Alþýðubandalagið. Munurinn áfylgi þessara flokka samkvœmt niðurstöðunum er innan skekkjumarka. Þetta þýðir á mannamáli að það eru 90 eða 95% líkur fyrir því að niðurstöð- urnar séu nálœgt því að vera réttar, eða með öðrum orðum að það séu 5 eða 10% líkur fyrir því að þœr séu út í hött.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.