Alþýðublaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 4
4
Þriðjudagur 6. janúar 1987
Sykurskertur —
Sykursnauður —
Sykurminna?
— Erfitt að átta sig á merkingum um sykurinni-
hald matvœla.
Á síðustu misserum hefur fram-
boð á sykurlausum matvörum auk-
ist mjög mikið. Margir hafa kvart-
að undan ónógum merkingum á
þessum vörum. Fólk hefur rugiað
saman ólíkum vörum og grunur
hefur vaknað um meira sykurinni-
hald en merkt er. Þetta er sérstak-
lega bagalegt fyrir fólk með sykur-
sýki, en það þarf að vita kolvetna-
innihald þeirrar fæðu, sem það
neytir. Fjöldi sykursjúkra á landinu
skiptir hundruðum. Fólk sem er i
megrun vill einnig vita um raun-
verulegt koivetnainnihald fæðu.
Neytendasamtökin og Samtök
sykursjúkra í Reykjavík létu því
kanna kolvetnainnihald nokkurra
matvæla. Könnunin var unnin hjá
fæðudeild Rannsóknarstofnunar
landbúnaðarins. Athuguð voru
nokkur sýni af ávaxtadrykkjum,
djúsum, gosdrykkjum og grautum.
Gera verður greinarmun á ávaxta-
drykkjum og ávaxtasöfum. Ávaxta-
safi er hreinn safi úr ávöxtum, og er
hvorki bætt í hann sykri né auka-
efnum. I ávaxtadrykki er hins vegar
aðeins notað 10—15% af hreinum
ávaxtasafa. Afgangurinn er vatn
ásamt litarefnum, bragðefnum og
sykri eða gervisætuefnum.
Kolvetni eru margs konar; sykur
(m.a. strásykur, ávaxtasykur og
þrúgusykur), sterkja og trefjaefni.
Allir ávaxtasafar innihalda sykur,
yfirleitt er magnið um 10%.
Ávaxtadrykkir innihalda alltaf eitt-
hvað af sykri úr ávaxtasafanum,
þótt nokkuð séu gervisætuefni i
stað strásykurs.
Helstu niðurstöður könn-
unarinnar eru þessar:
1) Vörumerkingar á sykurlausum
50 milljónir
í loft upp!
Mikil litadýrð var í Iofti um ára-
mót. Giska menn á að kviknað hafi
í um það bil 50 milljón krónum þeg-
ar hæst stóð í stönginni og lands-
menn glöddust yfir því að það þjak-
aða ár 1986 var loksins að velli lagt.
Hitt er svo annað mál að sumum
mun hafa þótt kveðjugamanið í
dýrara lagi.
gosdrykkjum eru réttar. Auk þess
er sódavatn algjörlega sykurlaust
þótt það sé ekki auglýst sérstaklega.
2) í sykurskertum ávaxtadrykkj-
um er 1—5% sykur, minnst í Hi-C
en mest i Gosa.
3) Djúsar, tilbúnir til drykkjar,
innihalda frá 0—3% sykur.
4) Kolvetnainnihald i tveimur
grautum mældist 8—18%. Sam-
kvæmt næringarefnatöflum er um
þriðjungur trefjaefni. Sykurinni-
haldið verður þá aðeins 6—12%.
5) Eiginn safi niðursoðinna
ávaxta getur innihaldið umtalsvert
magn af sykri.
Niðurstöðurnar gefa
tilefni til eftirfarandi
athugasemda:
1) Útilokað er fyrir neytendur að
átta sig á merkingum, eins og syk-
urskertur, sykursnauður og sykur-
minna, þegar ekkert annað er til-
greint. Sami grauturinn frá Sól h.f.
er merktur bæði sykurskertur og
sykursnauður. Merkingin sykur-
minna á maltöli frá Sanitas h.f. er
Iítils virði, þar sem ekki er merkt
innihald. Það er því ljóst, að sam-
ræmdar vörumerkingar vantar. Svo
virðist sem opinbert eftirlit sé
óvirkt á þessu sviði, en fyrirtækin
fari sínar leiðir í vörumerkingum.
2) í einu sýni af sykurskertum og
sykursnauðum Aldingraut reyndist
vera meiri sykur en gefinn var upp
á umbúðum.
3) Vörumerkingar á sykurskert-
um Gosa standast ekki. Gefið var
upp að hitaeiningar í 100 gr. séu 8 en
þær reyndust vera um 20. Þá er gef-
ið upp að Gosi innihaldi 15% af
hreinum appelsínusafa, en það
myndi ekki gefa meira en 2% sykur.
Hins vegar reyndist sykur vera um
5%. TVær skýringar koma til
greina: Notað er meira en 15% af
hreinum appelsínusafa eða bætt er
í strásykri. Hvort tveggja er í ósam-
ræmi við vörumerkingarnar.
4) Könnunin sýnir að merkingar
á umbúðum fyrir ávaxtadrykki
djúsa og grauta eru ófullnægjandi.
Það er því sjálfsögð krafa að vöru-
merkingar verði tafarlaust endur-
bættar. Eðlilegt er að taka fram
bæði magn kolvetna og fjölda hita-
eininga.
Stjórn Félags forstöðumanna ríkisstofnana. Sitjandi frá vinstri: Elfa Björk Gunnarsdóttir framkv.stj. Ríkisút-
varps/hljóðvarps varaformaður, Óli H. Þórðarson framkv.stj. Umferðarráðs formaður, Ásgeir Jóhannessonfor-
stjóri Innkaupastofnunar ríkisins. Standandi frá vinstri: Asgeir Guðmundsson námsgagnastjóri ritari, Agúst
Guðmundsson forstjóri Landmœlinga íslands og Guðni Karlsson forstöðumaður Bifreiðaeftirlits ríkisins. Ur~
varastjórn vantar á myndina þá Guðlaug Þorvaldsson ríkissáttasemjara og Guðmund Einarsson forstjóra Skipa-
útgerðar ríkisins.
Forstöðumenn ríkis-
stofnana mynda félag
Fyrir skömmu var stofnað í
Reykjavík „Félag forstöðumanna
ríkisstofnana". Liðlega 70 for-
stöðumenn hinna ýmsu stofnana á
vegum ríkisins eru stofnendur hins
nýja félags.
Tilgangur félagsins er m.a. að
efla kynni og stuðla að samstarfi fé-
lagsmanna, að vera tengiliður við
stjórnvöld varðandi gagnkvæm
málefni, og að efla kynningu fé-
lagsmanna á stofnunum hver ann-
ars.
I stjórn félagsins voru kosin: Óli
H. Þórðarson framkv.stj. Umferð-
arráðs formaður, Elfa Björk Gunn-,
arsdóttir framkv.stj. Ríkisútvarps/
hljóðvarps varaformaður, Ásgeir
Guðmundsson námsgagnastjóri
ritari, og meðstjórnendur þeir Ás-
geir Jóhannesson forstjóri Inn-
kaupastofnunar ríkisins og Ágúst
Guðmundsson forstjóri Landmæl-
inga íslands.
í varastjórn voru kosnir: Guð-
laugur Þorvaldsson ríkissáttasemj-
ari, Guðmundur Einarsson for-
stjóri Skipaútgerðar ríkisins og
Guðni Karlsson forstöðumaður
Bifreiðaeftirlits ríkisins.
Þórir Guðbergsson hjá félagsmálastofnun:
Nokkur hækkun elli-
og örorkulífeyris
„Jú, það er rétt. Nokkur breyting
hefur orðið á styrkjum til ellilífeyr-
isþega. Þannig standa málin núna
að ef fólk á rétt á öllum bótum eins
og þær eru mestar, þá eru það rúm-
ar 23.000 krónur. Það er reyndar
ekki meira en það, — en samt var
þarna 12% hækkun á öllum liðum
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
í 1. FL. B 1985
Hinn 10. janúar 1987 er fjórði fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 1. fl. B 1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 4 verður frá og með 10. janúar n.k. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með
Vaxtamiði með
Vaxtamiði með
5.000
10.000
100.000
kr. skírteini
kr. skírteini
kr. skírteini
kr. 256,70
kr. 513,40
kr. 5.134,00
Ofangreindar fjárhæðir eru vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. júl í 1986 til 10. janúar 1987 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1006 hinn 1. janúar 1985
til 1565 hinn 1. janúar 1987.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr.4 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Hafnarstræti 10, Reykjavík, og hefst hinn 10. janúarr 1987.
Reykjavík, 29. desember 1986
SEÐLABANKIISLANDS
og að auki 50% hækkun á heimilis-
uppbót, þ.e.a.s. þeirra sem búa einir
og sér. Það var sem sagt meiri
hækkun hjá þeim,“ sagði Þórir
Guðbergsson hjá félagsmálastofn-
un Reykjavíkur.
„Þess má þó sérstaklega geta,
sem blöðin gleyma næstum því allt-
af að skýra frá, og það er að minn-
ast á tekjumörkin líka, því að það
eru svo margir ellilífeyrisþegar sem
koma til okkar sem vita ekki að þeir
geta sótt um bætur þó að þeir hafi
einhverjar tekjur. Til dæmis í des-
ember þá mátti einstaklingur hafa á
mánuði um það bil 6.300 krónur og
gat samt sótt um fulla tekjutrygg-
ingu. Þannig að þó að menn séu
með eitthvert smáræði úr lífeyris-
sjóði, eða eru með á sínum snærum
einhverja hlutavinnu, þá geta menn
líka sótt um tekjutryggingu og
heimilisuppbætur.
Þessi 12% . var hækkun á allan
elli- og örorkulífeyri sem kom núna
í janúar. Nema heimilisuppbótin,
hún hækkaði um 50%, — en sem
sagt 12% ia'lar aðrar bæturýsagði
Þórir Guðbergsson hjá félagsmála-
stofnun Reykjavíkurborgar í sam
tali við Alþýðublaðið í gær.
Skáldsaga Thors Vilhjálmsson-
ar: Grámosinn glóir, hlaut fádæma
góðar viðtökur núna fyrir jólin og
er svo sannarlega ástæða til að óska
þeim ágæta rithöfundi Thor Vil-
hjálmssyni til hamingju með svo
ágæta bók. Eins og menn muna
þýddi Thor Nafn rósarinnar eftir
Umberto Eco fyrir jól í fyrra, á
þann veg að varla verður betur gert,
en kvikmyndin sem gerð var eftir
bókinni er nú sýnd í kvikmynda-
húsum borgarinnar.
Vegur Thors Vilhjálmssonar er
því orðinn allnokkur í augum al-
mennings og er það mál vísra
manna að það hefði mátt gerast all-
miklu fyrr. En, — til hamingju
Thor!
Ferðu stundum
á hausínn?
Hundruð gangandi manna slasast
árlega í hálkuslysum.
Á mannbroddum, ísklóm
eða negldum skóhlífum
ertu „svellkaldur/köld“.
Heimsaektu skósmiðinn!
Útboð
Innkaupastofnun Reykfavlkurborgar fyrir hönd Gatna-
málastjórans I Reykjavlk, óskareftirtilboðum Iað selja
tilhöggviðgrjót, granlt, til lagningu (götu alls 146 tonn.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi
3, Reykjavlk.
Tilboðin verðaopnuð á sama stað þriðjudaginn 27. jan.
1987, kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN RFYKJAVIKURBORGAR
Fnkiikjuvegi 3 — Simi 2Þör10
' 1 Reykjavik