Alþýðublaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 8
alþydu* blaóió Þriðjudagur 6. janúar 1987 Alþýðublaöið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blaö hf. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor- valdsson og Jón Daníelsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsdóttir Setning og umbrot Alprent hf., Armúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Nú eru vetrarsólhvörf að baki. Framundan er nýtt ár með hækk- andi sól. Frá fornu fari hafa menn gert sér dagamun um þetta leyti til að fagna hækkandi sól og til að semja við guðina um frjósemi og farsæld á nýju ári. Á norðurhveli jarðar er sérstök ástæða til fagnað- ar um þetta leyti árs, því skamm- degismyrkrið reynist mörgum erf- itt, enda mun fæðingarhátíð Frels- arans vera haldin um þetta leyti árs til að leysa af hólmi forna átveislu, heiðna, sem haldin var í tilefni af vetrarsól h vörf u m. Við getum ekki lifað án ljóss. Allt sem lifir er háð geislum sólar — og án þeirra sæi enginn handa sinna skil, þótt nútíma tækni hafi að vísu bætt úr því að nokkru með því að breyta rafmagni í sýnilega birtu. Dagsljósið er eitt af þeim fáu bylgjuhreyfingum sem menn geta séð með berum augum. Augað get- ur einnig greint últrafjólubláa og infrarauða ljósgeisla en þá eru líka upp taldar þær rafsegulbylgjur sem eru sýnilegar, þótt þær séu á kreiki alls staðar umhverfis, s.s. röntgen- geislar og radíóbylgjur. Ljósgeislar sólar á heiðríkum sumardegi hafa mælst allt upp í 50.000 lux. Á gráum vetrardegi fer ljósstyrkurinn allt niður í 3000 lux. En mælingar á þessu eru ekki ná- kvæmar, því ljósmagnið er síbreyti- legt frá sekúndu til sekúndu. í skýjuðu veðri eða þoku er það endurgeislun úr himingeimnum sem gerir okkur kleift að nema dagsbirtuna. Hún kemur ekki úr einni átt, eins og þegar sólar nýtur, heldur nokkurn veginn jafnt úr öll- um áttum. Dagsbirtan er að mestu háð veðrinu og eins og áður segir erfitt að mæla styrk hennar ná- kvæmlega. Samt er hún höfð til viðmiðunar þegar það er metið hve mikla birtu þarf innandyra og ákveðinn staðall er til um það hve mikil birtan þarf að vera á vinnu- stöðum. Birtan stjórnar hormónastarfseminni Allar þær mörgu milljónir bæj- arbúa sem eyða ævinni að mestu innandyra eiga það á hættu að hormónastarfsemi þeirra raskist. Það er vegna þess að þeir eru sjald- an úti við og njóta ekki dagsbirt- unnar nema að litlu leyti. Það er sem sé birtumagnið sem stjórnar framleiðslu vöku- og svefnhormón- anna. Á nóttunni og í myrkri fram- leiðir líkaminn svefnhormón og sofa menn þá vært. Þegar birtir stöðvast framleiðsla þess, en líkam- inn framleiðir þess í stað hormón sem heldur mönnum vakandi og hvetur til starfa. Það er því mikið undir því komið að menn fái dags- birtu og myrkur í réttum hlutföllum og að líkaminn fái ekki ,,röng“ skilaboö at annars konar birtu en þeirri sem náttúran lætur í té. Þessar upplýsingar eru frá sænskum sálfræðingi og vísinda- manni, Richard Kulner, sem starfar við tækniháskólann í Lundi í Sví- þjóð. Árstíðaskipti Hormónaframleiðslan er þannig- árstíðabundin. Að vetrarlagi fram- leiðir líkaminn tiltölulega mikið af svefnhormónum. Á þeim árstíma eru menn líka að jafnaði þreyttari en annars og eru í meiri þörf fyrir hvíld. Birtan nægir ekki til að hormónastarfsemin sé í jafnvægi. Það leiðir svo gjarnan til þunglynd- is eins og sannast á aukinni tíðni 'sjálfsmorða. Þetta orsakast að verulegu leyti af því að menn eru mest innandyra og koma ekki út undir bert loft nema á leiðinni til og frá vinnu og þá í myrkri, segir Richard Kulner, sem hefur rann- sakað áhrif birtunnar á fólk í 15— 20 ár. En í vor og haust eru einnig við- kvæmar árstíðir hvað þetta varðar. Þá þarf líkaminn að aðlagast breyttu Ijósmagni og hormóna- starfsemin breytist. Svefn- og vöku- hormón hafa einnig áhrif á aðra hormónastarfsemi líkamans, sem er geysiflókin, og það hefur m.a. áhrif á tilfinningalíf fólks, t.d. hef- ur það áhrif á framleiðslu kyn- hormóns kvenna. Dagsbirtan stjórnar ótrúlega mörgu í lífi manna, svefni, skapbrigðum og e.t.v. Fæðingar í apríl Ef konur fá ekki nægilegt ljós- magn koma fram vandamál eins og óreglulegt egglos, en í mikilli birtu verður egglos tíðara. Það kann að vera skýringin á því að i apríl fæðast jafnan mörg börn og raunar fleiri tvíburar en endranær, en þegar líð- ur á vorið og sumarið fer fæðingum fækkandi. Þessi munur er ekki merkjanlegur í suðlægum löndum, en verður því meira áberandi sem norðar dregur. Kúlner segir að í vissum skilningi megi jafnvel tala um fengitíð hjá fólki og hann telur að hórmónaframleiðsla karlmanna sé árstíðabundin, ekki síður en kvennanna. Kúlner vinnur ásamt nokkrum vísindamönnum á tækniháskólan- um í Lundi, að því að finna upp raf- barnsfœðingum. magnsljós sem hefur sömu áhrif á hormónastarfsemina og dagsbirt- an. Hann segir að skortur á dags- birtu sé mikið böl hjá mörgum bæði til sálar og líkama, sem þeir menn verða áþreifanlega varir við sem vinna árið um kring þar sem dagsbirtunnar gætir ekki, t.d. námuverkamenn og reyndar margir fleiri. Þangað til það tekst verðum við bara að bíða og vona. Ljósið kemur langt og mjótt. . . Trén deyja á tvítugsaldri Harz-skógurinn í Vestur-Þýska- landi er að verða sannkölluð dauð- ans eyðimörk. Trjástofnarnir eru fevsknir. Nálar barrtrjánna ekki grænar ^ og ferskar, j heldur gdl- ar og síorpnar. A stórurh svaíðum eru aðeins fúaspýtur og brak og nýjar plöntur eiga erfitt uppdráttar. Skógur sem plantað hefur verið i eyðurnar, deyr innan tíu ára vegna hins súra regns og eiturefna frá út- blástursrörum bifreiða. Um 54% af skógum Vestur- Þýskalands hafa orðið fyrir alvar- legum skemmdum. Þótt aukningin í skógarskemmdum hafi verið minni en áður síðustu tvö árin, telja yfirvöld í landbúnaðarmálum vafa- samt að taka það sem merki um bata. í því sambandi er bent á að veðurskilyrði hafi verið hagstæð þetta tímabil og eigi það sinn þátt í að aukning skógarskemmdanna er ekki jafn stórstíg og fyrr. Skemmdum svæðum fjölgar Ársskýrsla frá skógræktaryfir- völdum Vestur-Þýskalands sýnir að aukning á skemmdum skógarsvæð- um varð um 2% á milli áranna 1985 og 1986. Á milli áranna 1983 og 1984 jukust skemmdirnar úr 34% í 50% af öllum skógi landsins. Þá er miðað við að einhverjar skemmdir séu sjáanlegar, en á ca 20% af öll- um skógarsvæðum er ástandið orð- ið verulega slæmt eða stefnir í það innan fárra ára. Eftir síðustu rannsóknum að dæma hafa barrtré jafnað sig nokk- uð undanfarið og ástand barrskóg- anna hefur ekki versnað til muna í heildina tekið. Hins vegar hefur skógardauði aukist verulega í lauf- skógunum og eik og beyki t.d. tær- ast upp í auknum mæli. Talið að um 60% trjáa af þessum tegundum séu sýkt. Ný viðvörun Sá sem fyrstur varaði við yfirvof- andi skógardauða var próffessor Ulrich, við háskólann í Göttingen. í 15 ár hefur Ulrich barist við yfir- völd og skógræktarsérfræðinga sem ekki hafa viljað trúa hugmynd- um hans og sönnunargögnum um samhengið milli skógardauða og brennisteins- og köfnunarefnis- mengunar. Nú bendir Ulrich á ný einkenni sem eru ills viti. Það er ekki einungis fullvaxinn og gamall skógur sem skemmist af völdum súra regnsins. Gróðrarstöðvar þar sem skógi er plantað í tilraunaskyni hafa sýnt að trén deyja fljótlega eft- ir að 10 ára aldri er náð. Grenitré í Harz-skóginum fara að sýna greini- leg merki um sýkingu kringum 14 ára aldurinn. Grenitré geta náð allt að 600 ára aldri, en trén sem eru að vaxa upp í Harz-skóginum verða í mesta lagi 40 ára. Það eru eiturefnin í jarðveginum sem valda þessu. Þegar jarðvegur- inn sýrist vegna mengunar missir hann hæfileikann til að taka til sín nægilegt magn af magnesíum. Prófessor Ulrich hefur gert tilraun með kalkgjöf, sem vinnu gegn sýr- ingu jarðvegsins. En við kalkgjöf hverfur annað nauðsynlegt næring- arefni, kalíum. Þetta er eins og að halda jafn- vægi á hnífsegg. Sé jarðvegurinn látinn afskiptalaus þarf ekki að spyrja að leikslokum. Sé hins vegar reynt að bæta ástandið, t.d. með kalkgjöf, skapast hætta á að önnur mikilvæg næringareni eyðist. Eins og er, er jarðvegurinn óhæfur til skógræktar, segir Ulrich. Skógurinn í Harz er í 800 metra hæð yfir sjávarmáli og hefur staðið af sér margvíslegt harðræði í 160 ár. Súra regnið er dropinn sem fyllir mælinn. Skógurinn getur ekki stað- ist eitrið sem stöðugt berst frá verk- smiðjum og frá bílaumferðinni, en verður að láta undan síga fyrir skuggahliðum velmegunarinnar. Þannig er umhorfs á sumum svœðum í Harz-skógunum. Náttúran er á undanhaldi fyrir menningunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.