Alþýðublaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.01.1987, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 6. janúar 1987 RITSTJ6RNABGREIN ' . ........... Embættismenn segja nú stjórninni fyrir verkum Margvíslegar hættur steðja nú að þeim áformum stjórnvalda og verkalýðshreyfingar að halda verðbólgunni i skefjum. Eitt megin- markmið siðustu kjarasamningavarað tryggja jafnvægi í efnahagsmálum, koma i veg fyrir verðlagshækkanir og halda gengi krónunnar stöðugu. Einlægurvilji fulltrúaverkalýðshreyf- ingar, vinnuveitenda og ríkisstjórnar verður ekki dreginn í efa, þótt afgreiðsla fjárlaga með gifurlegum halla hafi brotið i bága við þau markmið, sem menn höfðu sett sér. Nú, nokkrum vikum eftir kjarasamningana, dynja hverskonar opinberar hækkanir á þjóð- inni. Þessar hækkanir eru þegar svo miklar, að þær brjóta í bága við markmið kjarasamning- anna og geta sett allt úr skorðum. Það er þó öllu lakara, að þærmunu verðaöðrum fordæmi um verðhækkanir, og er ekki að efa að á næst- unni munu hverskonar verðhækkanir fylgja í kjölfariðog þær réttlættar með auknum rekstr- arkostnaði fyrirtækja af öllu tagi. Það hlýturað vekjaverulegaathygli hversu lít- ið vald .ríkisstjórnin virðist hafa til að koma í veg fyrir hækkanir hjá opinberum fyrirtækjum. Gleggst kemur þetta í Ijós, þegar ríkisstjórnin fer fram á það við Landsvirkjun að hún fresti verðhækkunum á rafmagni. Stjórn Landsvirkj- unar hafði þessar óskir að engu og tilkynnti hækkun. Þá hafa borgaryfirvöld í Reykjavík lít- ið gert með óskir ríkisstjórnarinnar og farið sínu fram; hafa í raun forgöngu um hverskonar verðhækkanir. Og fleiri ríkisstofnanir hafa fylgt í kjölfar Landsvirkjunar. Það er skaplítil ríkisstjórn, sem lætur slíkt viðgangast. Það er auðvitað óþolandi að ríkis- stofnanirskuli ekki faraeftiróskum ríkisstjórn- arinnaráhverjum tíma. í þessum tilvikum hefði rikisstjórnin átt að krefjast þess, að viðkom- andi ríkisstofnanir gerðu ráðstafanir til sþarn- aðar í rekstri, sem gæti vegið upp á móti þörf- inni fyrir verðhækkanir. Hefði t.d. verið fráleitt að krefjast þess, að Landsvirkjun skæri risnukostnað niður við trog, dragi úr bílakostnaði, frestaði einhverjum framkvæmdum og kannaði hvort ekki mætti spara launakostnað, a.m.k. meðal æðstu yfir- manna?— Pósturog sími hyggst leggjaí marg- víslegar kostnaðarsamar framkvæmdir til að þjóna hinni svokölluðu fjölmiðlabyltingu, sem að skaðlausu mætti bíða í tvö til þrjú ár. — Hitaveita Reykjavikur, sem nú fær umtalsverða hækkun, er eitt stöndugasta fyrirtæki á land- inu, og hafa ekki verið færð gild rök fyrir verð- hækkunarþörfinni. Og svo mætti lengi telja. En ríkisstjórnin lætur þessar verðhækkanir yfirsig ganga. Embættismannavaldið segir, að svonaskuli þettaveraog ráðherrarnir láta und- an. Þetta eru ekki vinnubrögð, sem lýsa kjarki eða skilningi á hlutverki ríkisstjórnar. — For- sætisráðherra má eiga það, að hann stendur uppi í hárinu áSeðlabankanum ívaxtadeilunni. Það var eftirtektarvert að sjá þá hneykslun, sem lýsti sér í viðbrögðum yfirmannabankans, þegar ráðherrann leyfði sér að gagnrýna störf hans. En menn skyldu hafa hugfast að Seðla- bankinn er ekki ríki í ríkinu og hann er ekki haf- inn yfir gagnrýni. Það virðist hins vegar svo, að bæði Alþingi og ríkisstjórn hafi misst sjónar á þvi eftirlitshlut- verki og því stjórnunarhlutverki, sem þeim er ætlað samkvæmt lögum og stjórnarskrá lýð- veldisins. Það er vissulega kominn tími til þess, að stjórnmálamenn geri sér grein fyrir þvi, að þjóðin hefurfaliðþeimvaldtil aðstjórna og stjórna vel. Það er óþolandi hvernig emb- ættismenn hafa á síðustu árum tekið valdið í sínar hendur vegna linku stjórnmálamanna við að gegna hlutverki sínu. — Og nú er það þróun efnahagsmála, sem er í veði. Ríkisstjórnin á ekki að látaembættismenn ráðaþví hvort tekst að viðhalda nauðsynlegu jafnvægi eða ekki. Menn og málefni Setið fyrir svörum Það var athyglisvert að fylgjast með sjónvarpsþætti Ólafs Sig- urðssonar 16. des. s.l., er hann ræddi við fjármálaráðherra og hafði sér til aðstoðar Þröst Ólafsson, hagfræðing. Umræðuefnið var fjár- lög fyrir árið 1987. Þröstur lagði fyrir ráðherrann nokkrar valdar spurningar, sem honum varð þó ekki skotaskuld úr að svara, enda kann hann vel að koma fyrir sig orði. Ein spurningin varðaði aukningu erlendra skulda. Ráðherrann kvað skuldirnar hafa minnkað, en ekki vaxið, ef tekið er mið af landsframleiðslu. En er hún hin rétta viðmiðun í þessu tilviki? Nei. Landsfram- leiðsla og aðrar þjóðhagsstærðir af svipuðum toga spunnar, eru að- eins til leiðsagnar um það, hvenær komið er yfir hættumörk í skuldasöfnun ríkisins. Það, sem nærtækast er til viðmiðunar, eru ríkisskuldir — og erlendar skuldir sérstaklega — á hvern einstakling, því að skattþegnanna er að greiða þessar skuldir. Langtíma erlend lán hafa aukizt hröðum skrefum að undanförnu og eru fyrir Iöngu komin fram úr því, sem heilbrigt getur talizt, enda í námunda við kr. 300 þús. á hvert mannsbarn í landinu. Aukin landsframleiðsla er síður en svo nein hvöt eða hvatning til að auka erlendar lántökur — eða heldur nein réttlæting á slíkum lántökum. Þvert á móti á að greiða niður ríkisskuldir í góðæri. Ekki verður það gert í hallæri. Árið 1986 var annað mesta aflaár landsins og verðmæti sjávar- fengs meira en nokkru sinni. Á sama tíma eru erlendar skuldir aukn- ar og ríkissjóður rekinn með halla. Það er vissulega léleg fjármála- stjórn, en í því efni eru íslendingar ýmsu vanir. Þessarar ríkisstjórn- ar verður hinsvegar minnzt í sögunni fyrir afnám kaupgjaldsvísitölu — meðan lánskjaravísitala fær að leika lausum hala og ógna fjárhag heimilanna. Auglýsing frá menntamálaráöuneytinu um gildistöku laga Hinn 1. janúar s.l. tóku gildi lög nr. 48/1986 um lög- verndun á starfsheiti og starfsréttindum grunn- skólakennara, framhaldsskólakennara og skóla- stjóra. Jafnframt féllu úr gildi lög nr. 51/1978 um embætt- isgengi kennara og skólastjóra. Hin nýju lög veröa send öllum skólastjórum, skólanefndum, fræðslustjórum og trúnaðar- mönnum kennara. Eyðublöð vegna umsókna kennara um leyfi til að nota starfsheitin grunnskólakennari eða fram- haldsskólakennari er hægt að fá ( skólum, fræðsluskrifstofum, skrifstofum kennarasam- taka og í menntamálaráðuneytinu. Reykjavík, 2. janúar 1987 30.000 vörunúmer á boöstólum Bílanaust í2200 m2 húsnœði; Laugardaginn 3. janúar opnaði Bílanaust hf. nýjan og glæsilegan stórmarkað fyrir bílaeigendur í Borgartúni 26. Þessi nýbreytni markar tímamót í þeirri viðleitni að gera rekstur bifreiða á íslandi ódýr- ari og þægilegri. Bílanaust hf. er fjölskyldufyrir- tæki, stofnað 1962 af hjónunum Matthíasi Helgasyni og Elínu Ragnarsdóttur ásamt fleiri aðilum. Matthías hefur verið forstjóri fyrir- tækisins frá upphafi. Nú eru starfsmenn Bílanausts hf. 32 talsins. Umsjón með innkaupum hafa Reynir og Baldvin Matthías- synir. Fyrir heildversluninni er Lúð- vík Matthíasson. Skrifstofustjóri er Lovísa Matthíasdóttir, Jónas R. Sigfússon veitir tölvudeild forstöðu en stjórnarformaður er Reynir Matthíasson. Með tilkomu nýja húsnæðisins verður vöruvalið aukið til muna. Ráðgert er að bæta við allmörgum vöruflokkum, t.d. viðtækjum og hljómflutningstækjum í bíla; vinnufatnaði og hlífðarbúnaði; járnvörum og verkfærum; raf- magnsvörum og rafmagnsverkfær- um; og málningu. Aðaláhersla verður þó sem endranær lögð á varahluti í nær allar gerðir bifreiða. Bílanaust flytur nú inn um 90% þeirrar vöru sem fyrirtækið selur. Með aðstoð háþróaðrar tölvutækni Happdrætti Alþýðuflokksins Dregið var f Happdrætti Al- þýðuflokksins hjá borgar- fógeta 11. des. 1986. Upp komu eftirtalin númer. 1. 14727 4. 13682 2. 10426 5. 9171 3. 3584 6. 17328 Vinninga skal vitja á Skrif- stofu Alþýðuflokksins Hverf- isgötu 8—10. Slmi 29244. við innkaup, birgðastjórn og af- greiðslu hefur fyrirtækinu tekist að halda vöruverði í algjöru lágmarki. 25 ára reynsla segir okkur ótvírætt hvaða þjónustu bíleigendur vilja fá. Nú höfum við 2200 fermetra hús- næði, nægan mannafla og hátt í 30.000 vörunúmer fyrirliggjandi til að mæta óskum þeirra betur en nokkru sinni fyrr. Útboð — Staflanlegir stólar Innkaupastofnun Reykjavfkurborgar fyrirhönd íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavfkur, fyrir Laugardalshöll, félagsmiðstöðvar o.fl. óskar eftir tilboðum í alltað1500 stóla. Stólarnir þurfa að vera með áklæði, staflanlegir og auðveldir i flutningum og æskilegt að þeir séu sam- tengjanlegir. Óskað er eftir tilboðum annars vegar í: a) 1500 stk. stóla og hins vegar b) 1000 stk. stóla. Enn fremur er óskað eftir tilboðum í flutninga vagna fyrir sama magn af stólum. Tilboð merkt „Staflanlegir stólar“ er innifelur einingar- verð, afhendingartfma og nafn bjóðenda sendist skrif- stofu vorri Fríkirkjuvegi 3 fyrir fimmtudaginn 22. jan. 1987, kl. 11 og verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavík Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Dagskóli Stundatöflur nemenda verða afhentar fimmtudaainn 8. jan. kl. 15 gegn greiðslu gjalds í nemenda- og skólasjóð kr. 1.400,-.' Nýnemar á vorönn 1987 fá þó stundatöflu hjá umsókn- arkennara kl. 13 sama dag. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 12. jan. Öldungadeild. Enn er hægt að innritast I öldungadeild. Vakin er athygli á fjölbreyttu framboði námsgreina t.d. er kennsla f dönsku, ensku, þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku. Staðfestingargjald kr. 500,- og skólagjald kr. 3.600,- greiðist við innritun, sem fer fram miðvjkudaginn 7. og fimmtudaginn 8. jan. kl. 16—19. Stundatöflur verða einnig afhentar eldri nemendum á sama tfma gegn greiðslu skólagjalds. Kennsla I öldungadeild hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 12. jan. Deildarstjórafundur verður miðvikudaginn 7. jan. kl. 14 og kennarafundur fimmtudaginn 8. jan. kl. 10. Rektor

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.