Alþýðublaðið - 08.01.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 8. janúar 1987
3
RITDÖMAR
Á misjöfnu þrífast börnin best
Upphafið lofar góðu
— en framhaldiö skiptir öllu máli
Séra Emil Björnsson hefur skrif-
að fyrsta hluta sjálfsævisögu sem
nú er komin út hjá Bókaútgáfunni
Örn og Örlygur. Slikar sjálfsævi-
sögur eru nú fastur liður i jólahaldi
íslendinga og vafamál hvort jól
verða lengur haldin án þeirra. Er
sennilegt að eldri kynslóðin fái
þannig bækur í jólagjöf og virkar
þetta stundum á mann þannig að
hér sé á ferðinni sendibréf í bókar-
formi frá einum vísum öldungi til
annars. Er það svo sem ósköp vina-
legt og margt má af þessum bókum
læra. Fólkið sem fæddist sitt hvoru
megin við 1920 (!) getur kennt okk-
ur hinum býsna margt, en spurning-
in er þá hvort nokkur vilji taka lær-
dóminn gildan? Allavega verður
maður lítið var við skjót viðbrögð í
þeim efnum.
Á misjöfnu þrífast börnin best,
bók séra Emils er mjög einkennandi
\
Ferðu stundum
á hausinn?
Hundruð gangandi manna slasast
árlega í hálkuslysum.
Á mannbroddum, ísklóm
eða negldum skóhlífum
ertu „svellkaldur/köld“.
Heímsæktu skósmíðinn!
|| UMFERÐAR
fyrir þennan flokk bóka eða eins og
stendur í upphafi formálsorða:
„Fyrri hluti þessarar bókar fjallar
um mikið sólskin á morgni lífsins
og umskiptin, sem verða, þegar
dökkan flóka dregur upp“. Fyrri
hluta bókarinnar kallar höfundur
þeim dulráðu orðum: „Morgunroði
lífsins er hverfull". Fyrsti kafli bók-
arinnar heitir: Staðfærsla og ætt-
færsla og fyrsta setningin í bókinni
er svona: „Þú ert fæddur í frum-
skógi málsins", sagði Sigurður
Guðmundsson, skólameistari, eitt
sinn við mig í íslenskutíma“. Þannig
er eins og minningarnar verði allar
með ævintýrablæ þegar mikið ligg-
ur við og er ekki nema gott um það
að segja, — svona orðfæri þótti
gáfumerki hér áður og tengdist
skáldskap og merkilegum hlutum
öðrum. Svona nokkuð fellur eldra
fólki örugglega vel í geð, en ég veit
ekki hvort ungt fólk skilur orðin
lengur, hvað þá þegar þau koma
mörg saman. Því miður. Unga fólk-
ið er ekki líklegt til að njóta slíkra
bóka.
Öðru máli gegnir hins vegar um
það fólk sem komið er á miðjan
aldur og þar yfir. Reynslan sýnir að
hjá þeim hópi njóta ævisögur geysi-
mikilla vinsælda, — sem fara síst
dvínandi. Þannig séð er bók séra
Emils Björnssonar mikill happa-
gripur og fengsæll afli ævisögu-
grúskara. Og það er hafið yfir allan
vafa, að maður á borð við séra Emil
hefur frá fjölmörgu að segja, sem
við hinir ættum og ef til vill verðum
að læra af. (Reyndar kemur þá aft-
ur upp spurningin um hvort mögu-
legt sé að læra af reynslu annarra,
en það má þó að minnsta kosti
reyna.) Menn eins og Emil lifðu
„tímana tvenna“ í þess orðs fyllstu
merkingu, — þessir menn hafa lifað
tvo heima í einu og sama jarðlífinu.
Kannski fleiri? Er nema von að þeir
setjist niður og skrifi bók?
Eins og áður er getið er hér á
ferðinni fyrsta bindið á bók í ævi og
starfi séra Emils Björnssonar. Ekki
veit ég hvað þau verða mörg á end-
anum, en hitt veit ég að ef vandað
verður til verksins í framhaldinu
þurfum við engu að kvíða. Þá verð-
ur smám saman til ævisaga sem
skiptir okkur öll máli, og gæti út-
skýrt vendilega breytinguna ís-
lensku, frá bændasamfélagi yfir í
borgarasamfélag, þannig að við
skiljum að við höfum ekki í marga
mannsaldra haft allt til alls og ein-
hvern tímann voru engin diskótek
til!
Ég óska þess okkur öllum til
handa, að hér sé á ferðinni byrjun á
verðmætu verki. Svo getur vissu-
lega orðið ef vel er á haldið.
Örn Bjarnason.
Fósturheimili
Fósturheimili óskast í Reykjavíkeðanágrenni fyr-
ir tvo 13 ára drengi.
Upplýsingar veitir Áslaug Ólafsdóttir félagsráð-
gjafi í síma 685911 milli kl. 9.00—16.00 alla virka
daga.
FÉLAGSSTARF
Frá Alþýðuflokksfélögunum
í Hafnarfirði
Árshátíðin verður 17. janúar.
Nánar auglýst sí.ðar.
Skemmtinefndin
Stofnfundur
Alþýðuflokksfélags
Kjalarness
verður haldinn í Félagsheimilinu Fólkvangi mánudag-
inn 12. janúar klukkan 20:30.
Dagskrá:
1. Fundarsetning.
2. Ályktun um félagsstofnun.
3. Samþykktir fyrir félagið.
4. Stjórnarkjör.
5. Önnur mál.
Fimm efstu menn á lista Alþýðuflokksins i Reykjanes-
kjördæmi við komandi Alþingiskosningar, þau Kjartan
Jóhannsson, Karl Steinar Guðnason, Rannveig Guð-
mundsdóttir, GuömundurOddsson og Elin Harðardótt-
ir mæta á fundinum.
Allt áhugafólk velkomið.
Undirbúningsnefnd.
ARGUS/SlA
IÐNLÁNASJÓÐUR
IÐNAÐARBANKINN
Lækjargötu 12, 5. hæð Reykjavík, sími 20580.
Útflutningsábyrgð IÐNLÁNASJÓÐS er
framseljanleg til banka eða annarra lána-
stofnana. Með þeim hætti getur útflytj-
andi aukið lánstraust sitt í viðskiptabanka
sínum.
Fyrir útflutningsábyrgð er greidd þóknun,
mismunandi eftir aðstæðum, frá 0,4% —
1,5% af heildarfjárhæð hverrar vörusend-
ingar eða andvirði þjónustugreiðslu.
Með þessari nýju þjónustu, sem eykur
öryggi í útflutningsviðskiptum, vill Iðn-
lánasjóður leggja sitt af mörkum til að
örva og efla íslenskan útflutning.
Skrifið eða hringið eftir upplýsinga-
bæklingi og umsóknareyðublöðum.
Útflutningsábyrgð IÐNLÁNASJÓÐS tek-
ur til viðskiptaáhættu og stjórnmála-
áhættu og tryggir útflytjandann að 80%
ef greiðslufall verður á kröfu hans af þess-
um ástæðum.
IÐNLÁNASJÓÐUR veitir útflutnings-
ábyrgð en í henni felst:
• Að taka að sér að tryggja lán sem
bankar eða aðrar lánastofnanir veita
innlendum framleiðendum vöru eða
þjónustu til fjármögnunar á útflutn-
ingslánum sem veitt eru eða útveguð
erlendum kaupendum.
• Að tryggja kröfur íslenskra útflytjenda
á hendur erlendum kaupendum enda
hafi þær orðið til vegna útflutnings á
íslenskum vörum eða þjónustu.
LITrLYTJANPI ?
ER TRYGGT AÐ
ERLENDI KAUPANDINN
STANDI SKIL
Á GREIÐSLUM?
MV ÞJÓNUSTA
VIÐ ÍSLENSKA LITFLVTJENDUR
Iðnlánasjóður hefur opnað TRYGGINGADEILD
ÚTFLUTNINGSLÁNA. Nýja deild sem býður
íslenskum útflytjendum áður óþekkta þjónustu —
ÚTFLUTNINGSABYRGÐ. Þeir sem flytja út vörur
eða þjónustu geta keypt ábyrgð á kröfu sem þeir
eiga á erlenda viðskiptamenn.
Með útflutningsábyrgðinni dregur þú úr eigin
áhættu og tryggir þig fyrir skakkaföllum í
rekstrinum vegna vanskila.