Alþýðublaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 13. janúar 1987 7. tbl. 68. árg. Sjómannadeilan í hnút Alþingi kallað saman í dag „erum á góðri leið með að missa markaði erlendis,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Mogginn fer með ósannindi Al- Áskriftarsíminn er681866 aieiniaK. Misskilningur Staksteins eða goggurínn og bassinn Nýr kraftakarl í Alþýðublaðinu í gær birtist baksíðugrein, sem ber fyrirsögn- ina: Misskiiningur Staksteins eða goggurinn og bassinn. Höfundur þessarar ritsmíðar kýs að nota dulnefni og kallar sig því frumlega heiti Steintak. [ orðabókum er það skýrt á þennan veg: það að lyfta þungum steini; steinn til að reyna krafta sína á. Af greininni má ráða, að höfundur hennar leggur síðari merk- inguna í orðið steintak. Hann notar Staksteina til að reyna krafta sína i rökræðum um stjórnmál. Á Alþyðublaðsareininni er nokkur viðvaninQsbraqur. en höfundareinkenni levna sér ekki: barna~festir Jon Sigurðsson, efsti maður á lista Alþýðuflokksins i Keyk]avik, hugsanir sínar á blað. ánfðslu" gagnvart þeim, sem minna mega sin. bankann, sagt, að sé „orðinn ! Skilj anleg 99 íí ákvörðun — segir Kristján Ragnarsson, formaður Land- sambands íslenskra útvegsmanna Á ríkisstjórnarfundi í gærmorg- un var ákveðiö að kalla Alþingi saman i dag, þriðjudaginn 13. janú- ar. Jólaleyfi þingmanna skerðist því um eina viku. Var þetta talið nauðsynlegt vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í deilu sjómanna og útvegsmanna, en þar hefur nú allt siglt í strand og er lítið sáttahljóð í mönnum að mati Guðlaugs Þorvaldssonar sáttasemjara. Má því búast við að deilan verði leyst með lögum frá Al- þingi í bili. Að sögn forsætisráðherra, Stein- gríms Hermannsonar, gerði Guð- Iaugur úrslitatilraun í fyrrakvöld til þess að ná samkomulagi um frjáls- an gerðardóm, en slíkt bar ekki ár- angur. Steingrímur sagði það einnig mat samningsaðila allra, að verkfall yrði bæði langt og erfitt ef leysa ætti þau mál sem eftir standa, sem eru fyrst og fremst hlutaskiptin. Fiskbirgðir eru ekki miklar i landinu og hafa sölufyrirtækin í Bandaríkjunum tekið upp skömmt- un á fiski til sinna föstu viðskipta- fyrirtækja. Að mati þeirra aðila sem gerst þekkja til erum við komn- ir þar á ystu nöf verði ekki gripið í taumana strax. Eru jafnvel taldar líkur á að við munum missa eitt- hvað af okkar föstu mörkuðum ef ástandið versnar meira en orðið er. Því er nú brugðið á það ráð að kalla Alþingi saman svo setja megi lög sem heggur á sjómannadeiluna í bili. Það hefur nú gerst í tvígang, með skömmu millibili, að Morgunblað- ið hefur ráðist með offorsi á Jón Sigurðsson, fyrrum forstjóra Þjóð- hagsstofnunar, og sagt hann höf- und greina í Alþýðublaðinu, sem birtar hafa verið undir dulnefni. Hvoruga greinina hefur Jón skrif- að, og hefur Morgunblaðinu verið send yfirlýsing frá höfundi annarr- ar greinarinnar, en hinn hefur ósk- að eftir nafnleynd áfram. Þótt Jón Sigurðsson hafi skrifað Morgunblaðinu og neitað því alfar- ið að vera höfundur fyrri greinar- innar, hefur Morgunblaðið látið þá yfirlýsingu sem vind um eyru þjóta og fullyrðir áfram að Jón sé höf- undur hennar. Á grundvelli þessara greina, sem Jón Sigurðsson hefur ekki skrifað, eru svo gerðar rætnar árásir á hann, Gylfa Þ. Gíslasyni, fyrrum for- manni og ráðherra Alþýðuflokks- ins blandað inn í málið, og birt mynd af Jóni fyrir ofan fyrirsögn Alþýðublaðsins, rétt eins og hún hafi fylgt grein blaðsins, sem hún gerði ekki. Alþýðublaðið hefur sent Morg- unblaðinu leiðréttingu vegna þessa máls og óskað eftir því, að Jón Sig- urðsson verði beðinn afsökunar. Blaðið telur þessa framkomu Morgunblaðsins brjóta í bága við siðareglur blaðamanna, enda farið með staðlausa stafi, beinlínis sagt ósatt. (sjá leiðara) „Viðræðurnar höfðu ekki skilað neinum árangri, það er Ijóst, þannig að við slituin fundinum í nótt vegna þess að við sáum ekki frant á að við gætum haldiö þessu áfram á næst- unni,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landsambands íslenskra útvegsmanna í gær. „Því hefur ríkisstjórnin nú gripið til þessara ráða. Ég skil út af fyrir sig ástæður ríkisstjórnarinnar fyrir þessum ákvörðununt vegna þess hve alvarlegt málið er og áhrifin sem það hefur á þjóðlífið allt. Hitt finnst mér miður að það þurfi að grípa inn í deilu eins og þessa vegna þess að við eigum að hafa öll efnis- atriði til þess að leysa þessa deilu og mér finnst einnig að þeir sem stofna til þessara verkfalla eigi ekki að komast frá henni með þeim hætti að aðrir bjargi þeim út úr henni“ Flokksstjórnarfundur laugardaginn 24. jan. Flokksstjórnarfundur Alþýöuflokksins veröur haldinn aö Hótel Esju 2. hæð, laugardaginn 24. janúar n.k. klukkan 11:00. Dagskrá: 1. Skattamál — tillögur Alþýöuflokksins. 2. Undirbúningur kosningabaráttunnar. 3. Önnur mál. Eiður Guönason, formaöur þingflokksins, Kjartan Jóhanns- son, efsti maöur á lista I Reykjanesi, Jón Sigurðsson, efsti maóur á lista í Reykjavík og Sjöf n Sigurbjörnsdóttir, formaöur Framkvæmdastjórnar munu sitja fyrir svörum. Hægt verður aö fá heita máltíð á staönum, þ.e. súpu og fiskrétt og kaffi á eftir fyrir 550 krónur. Með nýárskveðju. Skrifstofa Alþýöuflokksins. Blönduvirkjun: 63 millj. yegna landgræðslu — bent hefur verið á,að miðað viðframleiðsluskerð- ingu sem stefnt er að í landbúnaði komi ekki til með að nýtast nema óverulegur hluti þess lands sem ráð- gert er að rækta upp á Auðkúluheiöi og Eyvindar- staðaheiði. Samkvæml uppiýsingum frá Landsvirkjun er búið að rækta upp um 1250 hektara af þeim 3000 sem áætlaö er að rækta upp á Blöndusvæöinu samkvæmt samningum vegna virkjunarinn- ar. Um 5600 hektarar fara undir vatn vegna lóns Blönduvirkjunar og skuldbatt Landsvirkjun sig til að græða upp land í hlutfalli við það gróðurland sem færi undir vatn, eða um 3000 hektara. Miðaö við tölur um áramót er heildar- kostnaður vegna uppgræðslunnar orðinn um 62,6 milljónir króna. Bent hefur verið á að miðað við þá framleiðsluskerðingu sem stefnt er að í landbúnaði, komi bændum ekki til með að nýtast nema að óverulegu leyti það land sem ráðgert er að rækta upp á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun hefur í öllu verið unnið samkvæmt samningum síð- ustu ár. Á síðasta ári var þó engin landgræðsla vegna ákvörðunar um að fresta gangsetningu virkj- unarinnar til ársins 1991. Áburði var hins vegar dreift og er áætlað að um 18 milljónir króna þurfi á ári til viðhalds á svæðinu öllu. Hver hektari til ræktunar kostar um 1000 krónur án viðhalds. Þannig að miðað við þá 1750 hektara sem eftir eru verður kostnaður um 20 milljónir króna auk 18 milljóna króna á ári til við- halds. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins hefur samstarfs- nefnd Blönduvirkjunar m.a. rætt að ástæða sé til að endurskoða áætlunina þó ekki með tilliti til að draga verulega úr kostnaði. Þær hugmyndir hafá verið ræddar að lækka ræktunarmörkin. Þannig hafa áætlanir miðast við að rækt- að verði upp land í allt að 550 A sama tíma og dregið er saman í framleiðslu íhefðbundnum landbún- aði, er Landsvirkjun gert að rækta upp land fyrir tugi milljónir króna árlega. metra hæð yfir sjávarmáli, en ástæða sé til að lækka þau rnörk niður í 450 metra. Þessi sjónarmið eru ekki rædd eingöngu vegna framleiðsluskerðingarinnar, held- ur og vegna þess að dregið er í efa að mikill árangur skili sér við upp- græðsluna í 550 metra hæð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.