Alþýðublaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. janúar 1987 3 Námskeið fyrir foreldra: Gegn valdbeit- ingu við börn „Þjóð Bjarnarins mikla“ Tveir sálfræðingar, þeir Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð, hafa stofnað fyrirtæki, sem nefnist: Samskipti: Fræðsla og ráðgjöf s.f.. Markmið þess er m.a. að halda námskeið fyrir foreldra um sam- skipti foreldra og barna. Þegar hafa verið haldin tvö námskeið við góðar undirtektir þátttakenda. Á þessum námskeiðum er fjallað Flugleiðir: Ferðatilboð í janúar Innanlandsflug Flugleiða fagnar nýju ári með sérlega hagstæðu Helgarferðatilboði til landsmanna. Tilboðið gildir frá 7. janúar til 10. febrúar. Hér er um að ræða helgarferðir til Reykjavíkur frá 21 áfangastað Flugleiða, Flugfélags Norðurlands og Flugfélags Austurlands hf., víðs- vegar á landinu. Einnig eru boðnar helgarferðir frá Reykjavík til sex áfangastaða. Sem dæmi um verð á helgarferð til Reykjavíkur má nefna að frá Ak- ureyri kostar slík ferð kr. 5.033.-, frá ísafirði kr. 4.819.-, frá Egils- stöðum kr. 6.117.-, _frá Vestmanna- eyjum kr. 3.900.-, frá Þórshöfn kr. 6.676,- og frá Grímsey kr. 6.085.-. Þessi verð eru pr. mann og miðað við að gist sé í tveggja manna her- bergjum. Innifalið í verðinu er fTug báðar leiðir, gisting í 2 nætur og morgunverður. Aukanótt kostar kr. 900.-. Þau hótel sem boðið er uppá í Reykjavík eru Hótel Esja, Hótel Loftleiðir, Hótel Borg, Hótel Óð- insvé og Hótel Saga. Sem dæmi um verð á helgarferð- um frá Reykjavík má nefna að til Akureyrar kostar ferðin kr. 5.133.- sé gist á Hótel K.E.A. Til Egilsstaða kr. 5.367.-. Til Hornafjarðar kostar ferðin kr. 4.856.-, til Húsavíkur kr. 4.663.-, ísafjarðar kr. 4819.- og til Vestmannaeyja kr. 3.900.-. Börn innan 12 ára aldurs, fá ókeypis gist- ingu (aukarúm) með fullorðnum, en greiða sitt venjulega flugfar- gjald. Við ofangreind verð bætist flugvallargjald sem er 36 krónur. Það nýtur síaukinna vinsælda hjá landsbyggðarfólki að bregða sér til höfuðborgarinr.ar og njóta þess sem þar er boðið uppá í verslunar og skemmtanalífinu. Sama má segja um borgarbúa, þeir fara nú í síauknum mæli út á land, burt frá ys og þys til að njóta hvíldar og skemmtunar og á góðum hótelum víðsvegar á landsbyggðinni, og hitta ættingja og vini. um á hvern hátt foreldrar geta kom- ist hjá valdbeitingu í samskiptum sínum við börn sín og hvernig unnt er að ala þau upp og þroska til að takast á við vandamál daglegs lífs. Þessi námskeið byggjast á hug- myndum dr. Thomas Gordons, sál- fræðings, og hafa þau verið haldin I Bandaríkjunum fyrir mörg hundruð þúsund foreldra. Þau hafa einnig verið haldin í 20 öðrum lönd- um, þar á meðal í öllum hinum nor- rænu löndunum. — Á þessum námskeiðum er lítið um beina fyrir- lestra, en þeim mun meira af verk- efnum, sem þátttakendur vinna sjálfir. Þeir Hugo og Wilhelm hafa feng- ið þjálfun og leyfi til að halda þessi námskeið á Islandi og hafa auk þess mikla reynslu af starfi með for- eldrum og börnum og hafa haldið fjölda námskeiða um samskipti fullorðinna og barna. Næstu nám- skeið þeirra félaga byrja 19. og 22. janúar. Skráning og upplýsingar eru í síma 621132 og 82804. Málefni fanga 4 hatri og reiði út í samfélagið sem hann býr' í. Slíku verður að breyta og fangi verður að fá að sjá ástvini sína oftar, — eigi hann á annað borð að vera betri maður þegar hann kemur út. Allt viðhorf til fangans og vandamála hans þarf að gjörbreytast. Það er undirstaða þess að hegningin nái tilgangi sín- um. Hina andlegu þjáningu fang- ans verður að lina með öllum ráð- um, það er ég löngu búinn að sjá“, sagði Björn Einarsson hjá félaga- samtökunum Vernd að lokum. Svo var hann rokinn af stað til þess að hjálpa vinum sinum, föngunum. Blaðamaður sat hins vegar eftir dálítið hissa og velti því fyrir sér hvernig þessi lágvaxni, glaðlyndi maður sem geislaði af lífsfjöri færi að því að vera svona hamingjusam- ur í þessu erfiða starfi sínu, — að vera á sífelldum þeytingi fyrir þjáða meðbræður. Blaðamaður er enn að reyna að hugsa . . . Stórbókin „Þjóð bjarnarins mikla“ á íslensku: „LESANDINN SKYNJAR REYKJARILMINN FRÁ BÁLINU í HELLINUM" — sagði einn gagnrýnandinn um þessa mögnuðu skáldsögu sem ger- ist fyrir 35.000 árum Rithöfundurinn, Jean M. Auel, bandarísk skáldkona frá borginni Portland í Dregonríki í Bandaríkj- unum, hefur sannarlega vakið heimsathygli fyrir hina óvenjulegu skáldsögu sína Clan of the Cave Bear eða Þjóð bjarnarins mikla eins og hún heitir í íslenskri útgáfu Vöku-Helgafells sem kom út nú fyrir jólin. Ekki er það síst fyrir hin vönduðu vinnubrögð sem höfund- urinn viðhafði við samningu verks- ins sem fjallar um forfeður nútíma- mannsins fyrir 35.000 árum. Skáldkonan lagði á sig ómælda undirbúnings- og rannsóknarvinnu áður en að endanlegri ritun skáld- sögunnar kom. Meðal annars lærði hún að smíða vopn og áhöld úr steini, bjó í íshelli um tíma og sótti háskólafyrirlestra sem fjölluðu um lif steinaldarmanna. Þá varði hún þúsundum vinnustunda við heim- ildarýni á bókasöfnum og ræddi við vísindamenn á þessu sviði. Vinnudagur henna var langur, 14—16 tímar á dag, sjö daga vik- unnar, í þrjú ár samfleytt. Hug- myndina að verkinu fékk Jean M. Auel þegar hún var nýlega fertug, en þá hafði hún rétt lokið við að semja fyrstu skáldsögu sina, Dal hestanna. Auel hefur fengist við ýmis störf og hún lauk B.A. háskólaprófi um þrítugt, en hún var orðin fimm barna móðir áður en hún náði 25 ára aldri. Viðtökur bókarinnar voru með fádæmum þegar hún kom út og náði margfaldri metsölu á mjög skömmum tíma. Lof gagnrýnenda hefur verið einróma og sérstaklega vekja hin vönduðu vinnubrögð höf- undarins athygli. Þykir hin mikla vinna og virðing skáldkonunnar fyrir verkinu skila sér við lesturinn og hið óvenjulega sjónarhorn sem hún velur sér hefur hrifið milljónir lesenda um víða veröld. Þjóð bjarnarins mikla fjallar um Aylu, sem er stúlka af kynstofni nútímamannsins, sem verður við- skila við fólk sitt og elst upp í helli hjá fornri kynkvísl Neanderdals- manna sem ekki getur náð lengra á þróunarbrautinni. Ayla er þarna eins konar full- trúi nútímamannsins. Hún er gædd gáfum og eiginleikum sem gera hana frábrugðna fólkinu af Þjóð bjarnarins mikla. Þetta veld- ur spennu og togstreitu sem þykja endurspegla á raunsannan hátt átök mannsandans við umhverfi sitt; hvernig þróun og erfðir hafa áhrif á afdrif mannsins í óblíðri náttúru og vísa til uppruna hans í tilverunni. Fátt gefur betri mynd af eðli og gerð bókarinnar Þjóð bjarnarins mikla en umsagnir blaða austan hafs og vestan um þessa miklu skáldsögu, sem er að efni til gjör- ólik öllum öðrum skáldsögum sem þjóðinni bjóðast í jólabóka- flóðinu í ár. Stórblaðið New York Times segir í gagnrýni um bókina: „Spennandi, feikna vel gerð saga, gædd ríkuiegu innsæi. Bilið milli Neanderdalsmanna og arftaka þeirra var mikið og Jean M. Auel tekst stórkostlega að ná fram þeim þáttum sem skiptu sköp- um“. Danska blaðið Börsen segir i umsögn um bókina þegar hún kom út á dönsku: „Atakamikil frásögn um fyrstu spor nútíma- mannsins. læsandinn skynjar raka hellisins og reykjarilminn frá bálinu við lestur bókarinnar Þjóð bjarnarins mikla. Frábært skáld- verk“. Og franska blaðið Le Monde segir í umfjöllun sinni um þetta mikla verk Jean M. Auel: „Stór- verk um mannlíf á ísöld sem er í hæsta máta nútímaleg bók“. í jólabókaflóðinu í ár eru alls kyns samtímabækur mjög áber- andi, endurminningar, skáldsög- ur og heimildarit, — en það er óhætt að fullyrða, að Þjóð bjarn- arins mikla hefur algera sérstöðu. Hún opnar okkur á einkar lifandi hátt „samtíma“ forvera okkar hér á Jörðinni og „verður hverjum lesanda mögnuð upplifun" eins og segir í dómi eins bókmennta- gagnrýnandans. Alþýðuflokkurinn opnar kosningamiðstöð Alþýðuflokkurinn hefur nú opnað kosningamiðstöð vegna væntanlegra Alþingiskosninga. Kosningamiðstöðin er í Síðumúla 12 (Blaðaprentshúsinu) 2. hæð og verður hún op- in alla daga frá klukkan 13:00 til 19:00. Síminn er 689370. Stjórnandi kosningamiðstöðvarinnar verður Ámundi Ámundason. Starfslaun handa listamönnum árið 1987 Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa islenskum listamönnum árið 1987. Umsóknir skulu hafa borist úthlutunarnefnd starfslauna, Menntamála- ráðuneytinu, Hverfisgötu 6, fyrir 20. febrúar n.k. Um- sóknir skulu auðkenndar; Starfslaun listamanna. í umsókn skulu eftirfarandi atriði tilgreind: 1. Nafn, heimilisfang, fæðingardagur og ár, ásamt nafnnúmeri. 2. Upplýsingar um náms- og starfsferil. 3. Greinargerð um verkefni, sem liggur umsókn til grundvallar. 4. Sótt skal um starfslaun til ákveðins tíma. Verða þau veitt til þriggja mánaða hið skemmsta, en eins árs hið lengsta, og nema sem næsta byrjunarlaunum menntaskólakennara. 5. Umsækjandi skal tilgreina tekjur sinar árið 1986. 6. Skilyrði fyrir starfslaunum er að umsækjandi sé ekki i föstu starfi, meðan hann nýtur starfslauna, enda til þess ætlast að hann helgi sig óskiptur verk- efni sinu. 7. Að loknu verkefni skal gerð grein fyrir árangri starfs- launa til úthlutunarnefndar. Tekið skal fram að umsóknir um starfslaun árið 1986 gilda ekki i ár. Menntamálaráðuneytið 8. janúar 1987. FÉLAGSSTARF Stofnfundur Alþýðuflokksfélags í Gerðahreppi verður haldinn n.k. fimmtudag 15. janúar. Fundurinn verður í Samkomuhúsinu og hefst kl. 20.30. Á fundinn mæta alþingismennirnir Jón Baldvin Hannibalsson, Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guðnason. Alþýðuflokkurinn. Fundarboð flokksstjórnar Flokksstjórnarfundur veröur haldinn að Hótel Esju 2. hæð laugardaginn 24. jan. n.k. kl. 11.00. Dagskrá: 1. Skattamál — tillögur Alþýðuflokksins 2. Undirbúningur kosningabaráttunnar 3. Önnur mál. EiðurGuönason form. þingflokksins, Kjartan Jóhanns- son efsti maður á lista á Reykjanesi, Jón Sigurösson efsti maðurálistaí Reykjavlkog Sjöfn Sigurbjörnsdótt- ir form. framkvæmdastjórnar munu sitja fyrir svörum. Hægt verður að fá heita máltið á staðnum, þ.e.a.s. súpu og fiskrétt ásamt kaffi á eftir. Máltfðin kostar kr. 550.- Með nýárskveðju, Skrifstofa Alþýðuflokksins. Seltirningar Almennur opinn fundur um stjórnmálaviðhorfin verður haldinn i samkomusal, Tónlistarskólans við Melabraut miðvikudaginn 14. jan. n.k. kl. 20.30. Jóhanna Sigurðardóttir, alþingismaður hefur fram- sögu. Guðmundur Sigurðsson, læknir og Rannveig Guð- mundsd., bæjarfulltrúi flytja stutt ávörp. Kjartan Jóhannsson, Karl Steinar Guðnason, Guð- mundur Oddsson og Elín Harðardóttir sitja fyrir svör- um. Alþýðuflokksfélag Seltjarnarness

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.