Alþýðublaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 13. janúar 1987 'RITSTJÓRNA.RGREIN' Árásir Morgunblaðsins á Jón Sigurðsson Morgunblaðið hefurað undanförnu gert ítrek aðar tilraunir til að koma höggi á Jón Sigurðs- son, fyrrum forstjóra Þjóðhagsstofnunar, sem nú skipar efsta sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavfk vegna væntanlegra Alþingiskosn- inga. í tvígang hefur Morgunblaðið fullyrt, að Jón væri höfundur nafnlausra greina, sem birst hafa í Alþýðublaðinu, og lagt út af þeim á óvenjulega rætinn hátt. Þarna hefur Morgun- blaðið farið með staðlausa stafi. Hvoruga greinina skrifaði Jón Sigurðsson, og hefur höf- undur annarrar gefið yfirlýsingu þar um. Þessi vinnubrögð Morgunblaðsins eru fyrir neðan allar hellur og ekki sæmandi blaði, sem vill láta taka sig alvarlega. En tilgangurinn er augljós. Sjálfstæðismenn og Morgunblaðið telja Jón Sigurðsson hættulegan andstæðing og hafa ákveðið, að beita öllum tiltækum brögðum til að koma höggi á hann og skaða hann sem einstakling og stjórnmálamann. Þetta eru einhver lúalegustu vinnubrögð, sem lengi hafa sést í íslenskri stjórnmálabaráttu. Til að segjaþettaámæltu máli, þásegir Morg- unblaðið ósatt, þegar það fullyrðir, að Jón Sig- urðsson hafi skrifað tilteknar greinar í Alþýöu- blaðið, sem birst hafa undir dulnefni. Síðan er lagt útaf þessum greinum, Jóni Sigurðssyni gerðar upp skoðanir og fullyrt, að hann hafi ekki kjark til að koma fram á ritvöllinn ( eigin nafni. í fyrra skiptið, er Morgunblaðið bar það upp á Jón, að hann ritaði undir dulnefni, sendi hann blaðinu leiðréttingu. Engu að síður held- urblaðiðáfram aðfullyrða, að hann hafi skrifað tvær greinar undirdulnefni. Tilgangurinn helg- ar meðalið, sannleikurinn skal lönd og leið af því að það þjónar pólitískum tilgangi. En Morgunblaðið lætur sér ekki nægja að gera Jóni Sigurðssyni upp skoðanir með þvl að vitna I greinar, sem hann hefur ekki skrifað. Blaðið fer út fyrir efni þessara greina til að bæta um betur og blandar Gylfa Þ. Gíslasyni, fyrrum formanni og ráðherra Alþýðuflokksins inn í málið. Þá birtir það mynd af fyrirsögn síð- ari greinarinnar í Alþýðublaðinu og setur mynd af Jóni Sigurðssyni fyrir ofan fyrirsögnina. Morgunblaðið vænir Jón Sigurðsson um kjarkleysi, að hann fikri sig áfram á hinum póli- tíska ritvelli ( skjóli ritstjóra Alþýðublaðsins. Hér hefur Morgunblaðið farið út fyrir öll vel- sæmismörk í stjórnmálaskrifum, og ætti blað- ið að biðja Jón Sigurðsson afsökunaráþessari framkomu. Staksteinar er dulnefni á ýmsum, sem skrifa þann pistil. Hann ermikið lesinn og ereinskon- ar viðbótarleiðari blaðsins, þar sem höfundar sletta meira úr klaufunum en gert er I leiðara. Morgunbiaðið myndi vafalaust rjúka uþp til handa og fóta ef einhver leyfði sér að fullyrða, að höfundar Staksteina væru hinir ýmsu fram- bjóðendur eða þingmenn flokksins, og þeim eignaðar þær skoðanir, sem fram koma í dálkn- um. En þótt Staksteinar séu notaðirtil nafnlausra árása á frambjóðendur Alþýðuflokksins, verð- ur þar eins og annars staðar að halda ( heiðri siðareglur íslenskra blaðamanna. Alþýðublað- ið skorar á Morgunblaðið að hefja nú þegar málefnalegri skoðanaskipti um þá þætti ís- lenskrastjórnmála, sem máli skipta. Vandamál Sjálfstæðisflokksins verða ekki leyst með röngum og ósönnum skrifum um frambjóð- endur Alþýðuflokksins. Jóhanna Sigurðardóttir: Fólkinu blöskrar duglaus ríkisstjórn — „brjótum múrinn(< „Þetta voru mjög góöir fundir allir. Viöa var fjölmennt t.d. á Húsavík mættu um 80 manns. Við fundum það greinilega í þessari ferð að straumurinn liggur til Alþvðu- flokksins. Þau mál sem Alþýðu- flokkurinn hefur sett á oddinn til þess að jafna tekju- og eignaskipt- inguna i þjóðfélaginu hafa mjög mikinn hljómgrunn. Greinilegt er að margir finna fyrir því að góðær- inu er misskipt, en það hefur langt því frá skilað sér til allra“, sagði Jó- / Norðurlandi-eystra hanna Sigurðardóttir alþingismað- ur, en hún og Kjartan Jóhannsson eru nýkomin til Reykjavíkur eftír að hafa skoðað hug kjósenda í Norð- urlandi-eystra. „Á fundunum var mikið rætt um misræmið í tekjuskiptingunni, og Iifeyrismál og skattamál bar einnig oft á góma. Mönnum blöskrar hvað þessi ríkisstjórn hefur verið dug- laus: Stórfelld skattsvik viðgangast í þjóðfélaginu. Byggðamál voru líka ofarlega á baugi. Það er ljóst að aukið sjálfs- forræði og sjálfsstjórn er eitt höf- yðmál landsbyggðarinnar. Fólk krefst valddreifingar milli ríkis og sveitarfélaga og þess að sveitarfé- lögin fái aukinn ákvörðunarrétt í eigin málum með þvi að flytja stærri verkefni til sveitarfélaganna og þess að þeim verði falið ákvörð- unarvald í eigin málum, allt í takt hvað við annað. Fólki blöskrar líka að í hverju stórmálinu á fætur öðru sem kemui upp, eins og Hafskipsmálinu og Okurmálinu, vísar hver á annan og enginn ber ábyrgð. Okurmálið ei sérstaklega rætt á meðal fólksins, enda ekki mikil von til þess að fólk beri mikla virðingu fyrir því stjórn- kerfi, þar sem okrara ■ sem græti hafa á neyð fólksins í landinu, sé ekki hægt að sækja til ábyrgðai vegna klúðurs í kerfinu. Þeir sem með völdin fara eru einnig orðnir vanir því að sleppa við alla ábyrgð. Það hefur komist vel til skila á þessum fundum hvernig Alþýðu- flokkurinn vill „brjóta múrinn" til þess að jafna eigna- og tekjuskipt- inguna í landinu og búa fólki rétt- Staða fræðslustjóra Staða fræðslustjóra í Hafnarfirði er laus til um- sóknar. Umsóknirergreini menntun og fyrri störf svo og hvenær viðkomandi geti hafiö störf skulu berast bæjarskrifstofunni f Hafnarfirði eigi síóar en 23. janúar n.k. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á þvl að gjald- dagi launaskatts fyrir mánuöina nóvember og desem- ber er 15. janúar n.k. Launaskatt ber launagreiðandaað greiða til innheimtu- manns rikissjóðs, I Reykjavfk tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. látara þjóðfélag", sagði Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður að lokum. Þcss má að lokum geta, að fundir i Norðurlandi-eystra voru haldnir á Akureyri, Húsavík, Ólafsfirði og Dalvik. Þessir fundir voru liður í herferð um landið undir kjörorðinu „Brjótum múrinn“ og lesendur munu kannast við. Fjárm ögn un h úsnœðislánakerfisins: Skuldabréfakaup- um ekki lokið Um helmingur lífeyrissjóðanna hefur enn ekki undir- ritað samninga vegna skuldabréfakaupa 1987 og 1988 „Nei, ég vil alls ekki kalla þetta neina tregöu. — Það á u.þ.b. helm- ingur sjóðanna eftir að undirrita samninga og senda okkur vegna skuldabréfakaupa á árinu ’87 og ár- ið ’88. Þess ber að geta að hér er fyrst og fremst um litlu sjóðina að ræða. Stóru lífeyrissjóðirnir hafa þegar gengið frá samningum þann- ig að það veldur ekki erfiöleikum við afgreiðslu lánsloforða til þeirra félagsmanna," sagði Sigurður E. Guðmundsson framkvæmdastjóri húsnæðisstofnunar ríkisins í sam- tali við Alþýðublaðið í gær. Sigurður sagði að það væru líkast til alls konar „innri erfiðleikar“ hjá sjóðunum sem gerðu að verkum að ekki væri búið að ganga frá samn- ingum. Hann sagði að líklega biðu margir eftir endurskoðuðum reikn- ingum. Stjórnir sjóðanna kæmu ekki oft saman. í þriðja lagi sagði hann að sjóðirnir kynnu að vera óvissir með hve mikið fé þeir hefðu til ráðstöfunar ’87 og ’88, „það er mjög mikilvægt að þeir geti áætlað nokkurn veginn ráðstöfunarfé sitt svo þeir geti gengið forsvaranlega frá samningunum" sagði Sigurður. í nýja húsnæðislánakerfinu get- ur Húsnæðisstofnun ekki afgreitt lánsloforð til félagsmanna þeirra lífeyrissjóða sem ekki hafa gengið frá samningum við stofnunina. Sig- urður sagði að það ætti ekki að hafa nein áhrif á afgreiðslur lána til félagsmanna þeirra sjóða sem hafa þegar gengið frá sínum málum. Happdrætti Alþýðuflokksins Dregið var f Happdrætti Al- þýðuflokksins hjá borgar- fógeta 11. des. 1986. Upp komu eftirtalin númer. 1. 14727 4. 13682 2. 10426 5. 9171 3. 3584 6. 17328 Vinninga skal vitja á Skrif- stofu Alþýðuflokksins Hverf- isgötú 8—10. Sfmi 29244. PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða bréfbera til starfa í Reykjavík. Um er að ræða hálfsdagsstörf frá kl. 8.00 til 12.00. Nánari upplýsingar verða veittar á skrifstofu Póststofunnar Ármúla 25.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.