Alþýðublaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.01.1987, Blaðsíða 4
 Alþýöublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Úlgefandi: Blaö hf. Ritsljóri: Árni Gunnarsson (ábm.) 1 alþýðu- Áskriftarsíminn M n FT'IT'M Þriðjudagur 13. janúar 1987 Blaöamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor- valdsson og Jón Daníelsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guömundsdóttir Setning og umbrot Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaöaprent hf., Síðumúla 12 er 681866 Málefni fanga á Islandi: „Deildarskiptingu verði komið á í fangelsunum“ „Fangar fái oftar leyfi til að sinna sínum málumí4 Hann er tengiliður milli fanganna og umheimsins. Hann er lágvaxinn, s;!aðlynd r og geislar af lífskrafti. p - eina von fi margra . tnga í íslenskum fang- eL^/n. Hann er fuiitnu njt5 félagasamtökunum Vernd. liann heitir lijórn Líuarsson. „Frá inínum sjónarhóli cr ástandið á Litla-Hrauni ekki það í dag sem ég vildi að það væri. Mín ósk er sú að þarna fari fram upp- byggileg starfsemi. Einnig að á Litla-Hrauni verði komið á deildar- skiptingu, sem t.d. þjónaði þeim til- gangi að þeir fangar geti verið sér, sem ekki vilja vera í lyfjum. Mjög skipuleg áfengisfræðsla þarf einnig að vera til staðar. Og svo vildi ég gjarna mega sjá fanga losaða úr fangelsinu i takt við þá breytingu sem sannanlega hefur orðið á þeim sjálfum í fangelsi sem á og verður að vera betrunarhús en ekki tukt- hús.“ Það er Björn Einarsson, fulltrúi fangahjálparinnar Verndar sem hefur orðið. Hann er maður gagn- kunnugur fangelsismálum á Islandi í dag, og tvann segist eiga mjög góð samskipti við alla aðila málsins: Dómsmálaráðuneytið, fangaverði og síðast en ekki síst fangana sjálfa. Hann segir þó að allt sem til framfara horfi í aðbún- aði fanga gangi grátlega hægt, svo sem aðbúnaður, fræðsla og endur- hæfing. Og Björn heldur áfram: „Þú spyrð um hvort mikið sé um lyfjanotkun í fangelsum og hvort auðvelt sé að útvega lyf. Um það er að segja að það er sennilega minna en margir halda, en vissuiega berast alltaf öðru hvoru lyf inn í fangelsið, því fangelsi stendur nokkuð óvarið hvað þetta varðar. Til dæmis er erf- itt að eiga við slíkt í tengslum við heimsóknir tii fanganna. Svo eru vissulega til fangar sem þurfa á iyfj- um að halda, rétt eins og aðrir menn. En margir eru aikohóiistar. Alkóhólismi algengur Hitt er verra að þessir menn sem eru á Litla-Hrauni t.d., eru þar flestir vegna afbrota sem þeir frömdu undir áhrifum áfengis eða annarra vímugjafa,- og það er mis- skilningur, bæði yfirvalda og ann- arra, að halda að menn hætti að nota og misnota áfengi og aðra vímugjafa, þótt þeir verði vistaðir á Litla-Hrauni. Ef menn eru háðir vímugjöfum, þá útvega menn sér þá með einhverjum hætti, vegna þess að þar er það hin iíkamlega fíkn sem ræður ríkjum. Alkohólismi aftur Það er alveg augljóst mál, og kominn tími til að allir aðilar máls- ins átti sig á því, að langflestir þeirra sem eru vistaðir í íslenskum fangelsum eru þar vegna afbrota sem þeir hafa framið í ölæði eða vegna neyslu annarra vímugjafa, — eða jafnvel hvort tveggja. Þeir verða síðan háðir þessum vímu- gjöfum sem þeir svo aftur verða að fjármagna með afbrotum til að komast yfir og geta keypt meiri vímugjafa. Þetta eru hins vegar ekki at- vinnuafbrotamenn sem eiga inni- stæður í Sviss. Þetta eru fyrst og fremst fangar sjúkdóms sem heitir einu nafni alkohólismi, hvað svo sem vímuefnið heitir sem viðkom- andi er háður. Þetta eru sjúkir menn sem eru rótlausir og fastir í hring sem þeir komast ekki út úr, nema með því að komast á sjúkra- hús eins og t.d. Vog og Sogn og það- an til A.A. samtakanna, eða á ein- hverja aðra meðferðarstaði sem eru jafngóðir. Að öðrum kosti verðup vítahringurinn: Líkamleg fíkn í vímuefnið, afbrot til að fjármagna vímuefnakaupin, afplánun vegna afbrotanna og þaðan út á götuna aftur þar sem þeir hljóta að halda afbrotum áfram vegna líkamlegrar fíknar sem fangelsið hefur að sjálf- sögðu ekki lagað, vegna þess að fangelsi er ekki sjúkrahús. Þetta er saga langflcstra síbrotamanna, — góðir drengir en haldnir líkamlegri fíkn í efni sem þeir ráða ekkert við og vita margir hverjir ekkert af. Meðalaldur fanga færist niður Eg get ekki betur séð en að með- alaldur fanganna verði sífellt lægri. Strákarnir sem lenda i þessum víta- hring verða sífellt yngri, meðalald- urinn færist neðar og neðar ár frá ári. Það er líka alveg greinilegt að eftir að þessi sterku efni fóru að berast á markaðinn, heróín, amfetamín og kókaín, þá virðist allt of margt ungt fólk á aldrinum í kring um 25 ára vera mjög illa kom- ið. Jafnvel nokkuð yngra fólk virð- ist mjög illa farið af neyslu þessarra hroðalegu efna. Gleðileg jól í fangelsi Ég fór austur að Litla-Hrauni núna um jóiin og áramótin og ástandið í fangelsinu var þá tiltölu- lega gott, strákarnir voru rólegir að mér fannst og lítið um vímugjafa, en það er eins með fanga og annað fólk að þeir verða meyrir og við- kvæmir um jólin. Taugarnar verða viðkvæmari. Andlegt ástand fanganna er ef til vill eins misjafnt og þeir eru margir, en það er vissuiega slæmt á köflum og þeir finna fyrir smæð sinni undir niðri og eru algerlega varnarlausir að þeim finnst. Um skipulega dag- skrá ásamt fræðslu er því miður ekki að ræða. í sambandi við tengsl þeirra við dómsmálaráðuneytið, þá er ég að reyna að skýra út fyrir föngunum allt sem þeir geta átt von á í fram- haldinu. Þeir hafa líka rétt til að skrifa Iögfræðingum og dómsmála- ráðuneytinu, það held ég að sé ekki vandamálið. Sambandið er nokkuð gott. Björn Einarsson. Staðnað og gamaldags Vissulega er fangelsiskerfið okk- ar, eins og það er í dag, staðnað og gamaldags, en þó hefur margt þok- ast áleiðis sem er til bóta og af hinu góða. Ég hef einhvern veginn á til- finningunni að „kerfið“ sé að mild- ast ef svo má segja og að það sé að renna upp fyrir mönnum að fangar eru líka manneskjur. Sú afstaða verður einnig að vera ráðandi að fangelsi verður að vera betrúnarhús en ekki tugthús,- og það þarf að byrja innan frá i fangelsinu sjálfu, Molar . . . herra dómsmála- ráðherra vor . . . Talandi um málefni fanga hér í blaðinu fór ekki hjá því að Jón Helgason bærist í tal, æðsti yfir- maður í málefnum fanga á ís- landi. Urðu menn nokkuð djúpt hugsi yfir afskiptaleysi Jóns þessa á málaflokknum og hrutu nokkur gullkorn af vörum manna, þótt það hafi verið „óvart“: „ . . . Jón er vafalaust ágætis- maður, en langvarandi blóðskort- ur gerir menn náttúrlega ekki duglega til vinnu . . .!“ „ . . . Jón á bara að vera heima á Seglbúðum og strjúka sérstak- lega gæfum kindum . . . !“ „ . . . Til allrar hamingju þá hefur Jón ekki gert neitt í fangels- ismálunum, því ég get sagt þér það að föngunum líður nógu djöfull illa . . .!“ • . . gríðar ljótur maður . . Skemmtilegur náungi, búsettur á Akureyri er nefndur til sögunn- ar, Gunnar Haraldsson að nafni, en var lengi kallaður Gunni Sót þar sem hann starfaði við þetta á sínum yngri árum og festist nafn- ið einhvern veginn við hann. Gunni kom einhverju sinni keyrandi á Skódabifreið sinni of- an í bæjarhluta sem kallaður er „bót“ eða „bótin“ á Akureyri. Hafði hann komist yfir kút af brennivíni kvöldið áður og var af þeim sökum dálítið sveittur og úf- sem þá gæti skilað föngunum út í samfélagið aftur sem nýtum og heilbrigðum þjóðfélagsþegnum. Fangavarðaskóli Nú er kominn vísir að fanga- varðaskóla og það er örugglega af hinu góða og mér sýnist nýir fanga- verðir vera skilningsríkir og ágætir flestir. Ég á mjög góð samskipti við alla fangaverði. 100 þúsund kall á mánuði Allt tal um það hins vegar að pen- ingaleysi komi í veg fyrir úrbætur fyrir geðsjúka fanga er bara mis- skilningur og vitleysa, einfaldlega vegna þess að það kostar eitt hundrað þúsund krónur fyrir sam- félagið að halda fanga inni á Litla- Hrauni á mánuði. Ef við skoðum hins vegar hvaða leið menn hafa farið sem hafa á annað borð náð sér út úr víta- hringnum í samfélaginu og athug- um t.d. tíu ár aftur í tímann, þá er ljóst að langflestir hafa farið í alkohólíska meðferð, — í gegnum S.Á.Á. kerfið eða hliðstæður þess. Þetta er töluleg staðreynd og gæti orðið ráðamönnum til ábendingar. Það virðist m.ö.o. ekki vera miklar líkur til þess að fyrrverandi refsi- fangi sem kemur úr íslensku fang- elsi hafi fengið nokkuð út úr „fang- elsismeðferðinni“. Það er sem sagt eins og ekkert gerist fyrr en skorið er á þennan „fíkn“ hring brota- mannsins. inn undir stýrinu. Þetta sá Rós- berg G. Snædal heitinn og orti umsvifalaust vísu: Ekur Skóda oní bót alveg grjóttimbraður, gamall þrjótur, Gunni Sót, — grióarljótur maður! • ..þó að framtíð sé falin.. Einhver sperrileggur hefur verið út af Iánasjóðsmálum undanfarið að sögn þeirra sem enn hafa ekki fengið sig fullsadda af fjölmiðl- um. Af þessu tilefni hnoðaði Moli saman vísu: Friðrik bæði og Finnur fengu starf aö gera! En hvor á hverjum vinnur? Hvað er um að vera? Já, vel á minnst. Hver andsk. gengur eiginlega á? „Mölvið helvítis vegginn“ Yfirskrift fundaherferðar Al- þýðuflokksins, Brjótum múrinn, hefur að vonum vakið athygli. Þannig eiga sér stað ýmsir orða- leikir og vísvitandi útúrsnúningar þegar menn velta því fyrir, að brjóta múra. Þegar Jón Baldvin og Guð- mundur Einarsson heimsóttu vinnustaði á Djúpavogi var tekið á móti þeim í frystihúsi staðarins og fljótlega fundið þarft verkefni: 24 tíma á sólarhring Já, ég held ég megi segja að ég hafi gert allt sem í mannlegu valdi stendur til þess að vera tengiliður á milli fanga ogyfirvalda, fangavarða og dómsmálaráðuneytis t.d. og þetta hef ég reynt núna í fimm ár samfleytt. Samskiptin við alla þessa aðila svo og sveitarfélögin, hafa undantekningarlaust verið með miklum ágætum. Saksóknari og dómarar,- allir hafa tekið mér og þessari viðleitni með mikilli velvild. Þetta eru allt ágætir menn að tala við og skilningur er fyrir hendi á því að þetta er vandræðaástand. Hitt er svo annað mál hvað á að gera. Ég hef þó trú á því að margt standi til bóta í fangelsismálum okkar ís- lendinga. Deildaskipting nauðsyn Þessi uppbygging sem ég var að tala um inní fangelsunum er alveg nauðsynleg, aðbúnaður, matur, deildaskipting í fangelsi er mikið nauðsynjamál þar sem „smá- krimminn“ er t.d. aðskilinn frá sjúkum afbrotamanni. Fangar fái fleiri leyfisdaga Heimsóknir til fanga eru líka mikið atriði. Það er nógu erfitt að vera lokaður inni, þótt maður sé ekkiein'nig gersamlega útilokað- ur frá ástvinum sínum. Það gerir manninn síst betri, en fyllir hann Framhald á bls. 3 „Þið mættuð gjarnan mölva hel- vítis vegginn þarna strákar ..." • Brotnir múrar Það var stuð á fundum Alþýðu- flokksins á Austurlandi á dögun- um. Jón Baldvin og Guðmundur Einarsson þeystu um héruð og brutu múra. Fundaherferðinni lauk í Sindrabæ, Höfn í Horna- firði, s.l. miðvikudagskvöld. Var mál manna að þetta hefði verið einn fjörugasti fundur sem haldinn hefur verið á Höfn. Um 60—70 manns voru á fundinum og ætlaði fyrirspurnarflóðinu aldrei að linna. Jón Baldvin og Guðmundur ræddu pólitíkina þvers og kruss og létu ekki stöðva sig þótt rafmagn væri tekið af húsinu, þegar klukkan var orðin hálf eitt. Fyrr um daginn höfðu Rafmagnsveiturnar auglýst að rafmagn yrði tekið af hálfum bænum þá um kvöldið. Hélt fundurinn þó áfram næsta hálf- tímann í skini neyðarljósa í saln- um. Gengu nú úrvinda stjórnmála- menn til náða og hugðust hvíla lú- in bein og kjálkaliði fram eftir morgni. En Hornfirðingar eru jú harðir í horn að taka. Enga mis- kunn takk. Árla morguns hringir síminn. Áhugasamir Hafnarbúar höfðu ekki fengið nægju sína af Jóni Baldvini og Guðmundi um kvöldið. Báðu þeir kappana vin- samlegast drífa sig upp og ræða málin í kaffitímanum . . .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.