Alþýðublaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.02.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19. febrúar 1987 3 Jón Sigurðsson, efsti maöur á lista Alþýöuflokksins í Reykjavík: LÍNURNAR SKÝRAST Við höfum nú séð og heyrt A-list- ann í Reykjavík kynntan. Það er engum blöðum um það að fletta, að hann er vel skipaður. Þar fylkir sér saman fólk af mörgum sviðum þjóðlífsins til þess að vinna að framgangi jafnaðarstefnunnar. Ég er stoltur af því að vera í þessum hópi. Á listanum eru öflugir baráttu- menn fyrir velferð og jafnrétti. Hlutur kvenna er þar góður. Þar eru einnig frumkvöðlar nýjunga og nýsköpunar i islensku atvinnulífi og talsmenn nýrrar efnahags- og at- vinnustefnu. Verkalýðshreyfingin á sterka málsvara á listanum, bæði úr röðum forystumanna og almennra félaga; það eiga líka þeir, sem starfa að mennta- og heilbrigðismálum. Æskufólk og íþróttahreyfing á framúrskarandi fulltrúa á þessum lista og það sama gildir um menn- ingu og listir. Loks er það einkenni þessa fjölbreytta og öfluga fram- boðslista, að þar eru saman komnir reyndir baráttumenn flokksins og nýir liðsmenn. Þetta er til marks um einingu í röðum jafnaðarmanna og aðdráttarafl Alþýðuflokksins. Síð- ast en ekki síst er það listanum mik- ill styrkur — og um leið sérstakt ánægjuefni — að Gylfi Þ. Gíslason fyrrverandi formaður flokksins, Imyndunarafl og framtak manna, vekja þeim drauma og framtíðar- sýn. En auðvitað verður viljinn að hafa stefnu og breytingarnar mark- mið. Markmið Alþýðuflokksins er að auka áhrif jafnaðarstefnunnar í stjórn landsins meðal annars til þess að gera nauðsynlegar breyting- ar í efnahags- og atvinnumálum til þess að hér á landi eflist þróttmikið atvinnulíf. Því öflugir atvinnuvegir eru undirstaða velferðarríkisins og þar með réttláts þjóðfélags. Hér ber nú hæst kröfuna um nýtt, sann- gjarnt og skynsamlegt skattakerfi; að dregið verði úr miðstýringu, rík- isafskiptum af atvinnuvegunum og meira verði treyst á frjálsan mark- aðsbúskap með aðhaldi frá opin- beru eftiríiti gegn hringamyndun og samkeppnistálmum. Jafnmikilvægt er að treysta und- irstöður og innviði velferðarkerfis- ins. Á því sviði hafa mörg mikilvæg verkefni verið vanrækt á undan- förnum árum. Ég nefni lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn, endurskoðun almannatrygginga og aukið val- frelsi í húsnæðismálum. Skipulag heilbrigðisþjónustu þarf einnig að bæta. Eg nefni líka þörfina á því að móta skólastefnu fyrir framtíðina Ræða flutt á kynningarfundi A-listans í Reykjavík á Hótel Sögu 8. febrúar s.l. igiir.1 0:|M IL.. j J ' í^i » J}. J\ |J . Kynning framboðslista Alþýðuflokksins íReykjavík á HótelSögu. Jón Sigurðsson, efstimaður listans, við hljóð- nemann. tekur nú á ný sæti á framboðslistan- um í Reykjavík og skipar þar heið- urssætið. * * * Meðal margra góðra verka Gylfa er fallegt sönglag við kvæði Tómas- ar Guðmundssonar: Ég leitaði blárra blóma. Við höfum öll notið þessa lags og leitað blárra blóma með þeim Tómasi og Gylfa. Nú er ég mjög vongóður um að það, að fram að kosningum í vor finnum við mikið af blómum af ýmsum lit- brigðum til að bæta í okkar rauða rósavönd. Því maður getur alltaf á sig blómum bætt eins og segir í öðru kvæði. * * * Að vilja breytingar Það sem safneinar okkur til at- hafna í stjórnmálum er sameigin- legt lífsviðhorf. Pólitík. Það er að vilja eitthvað, 'sagði Olof Palme í frægri ræðu, og hann hélt áfram: Pólitík jafnaðarmanna er að vilja breytingar, því breytingar gefa fyr- irheit um framfarir, þœr örva og efla íslenska menningu. ísland á fyrst og síðast að vera samfélag um mannúð og menningu. Til þess að treysta undirstöður þessa samfélags er nauðsynlegt að líta lengra fram við stefnumótun í stjórnmálum en tíðkast hefur hér á landi. Við verð- um að búa betur í haginn fyrir framtíðina. Skammgóður vermir Á liðnu ári hafa hagstæð ytri skilyrði fært þjóðarbúskapinn nær jafnvægi en verið hefur um langt árabil, þetta er auðvitað ánægju- efni. En það verður skammgóður vermir, ef menn taka ekki til hönd- um við þær umbætur á grundvelli efnahagslífsins sem ég vék að áðan. Það er einmitt á þessu sviði, sem Al- þýðuflokkurinn hefur mest til mála að leggja. Um leið er málefnastaðá núverandi ríkisstjórnar lökust, þeg- ar litið er á þessi langtímahags- munamál þjóðarinnar. Hér nægir að nefna skattamálin, sem ráðherr- arnir lýsa nú sjálfir, eftir fjögurra ára stjórnarsetu, þannig, að skatta- kerfið sé í molum. Nú á sínum síð- ustu dögum stefnir stjórnin að því að keyra afdrifaríkar breytingar á skattalögum í gegnum þingið í tímaþröng. Alþýðuflokkurinn hef- ur lengi barist fyrir staðgreiðslu skatta. Það má ekki spilla svo góðu máli með fljótfærnislegum vinnu- brögðum. Sama máli gegnir í reynd um bankamálin. Ríkisstjórnin gafst upp við að leysa þann skipulags- og stjórnkerfisvanda, sem birtist í Út- vegsbankamálinu. Vandi Útvegs- bankans er ekki aðeins vandi hans sjálfs heldur teygjastrætur vandans djúpt og víða í úreltu skipulagi bankanna. í þessu mikilvæga máli hefur ríkisstjórnin í besta falli skil- að auðu, ef hún hefur ekki beinlínis gert illt verra með því að láta kjörið tækifæri til að endurskipuleggja bankana ganga sér úr greipum. Líf- eyrissjóðsmálið hefur verið að velkjast í nefndum árum saman og engin lausn í augsýn af hálfu þess- arar stjórnar. Þetta eru nokkur þeirra mála, sem jafnaðarmenn vilja — og ætla — að fá tækifæri til að takast á við af meiri myndarskap en núverandi stjórn hefur haft þor og þrek til. * * * Nýtt landstjórnarafl Þetta er það, sem komandi kosn- ingar snúast um. Vilji menn breyt- ingar sem horfa til varanlegra fram- fara, er leiðin að kjósa Alþýðu- flokkinn. Nú þegar flestir fram- boðslistar eru komnir fram og kosningabaráttan að hefjast fyrir alvöru, eru línurnar farnar að skýr- ast. Bæði Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðubandalag líta greinilega á Al- þýðuflokkinn, sem skæðasta keppi- naut sinn um fylgi kjósenda. Það virðist líka ljóst af ýmsum yfirlýs- ingum forystumanna núverandi stjórnarflokka, að haldi þeir nokk- urn veginn sínu fylgi, muni þeir stefna að áframhaldandi samstarfi. Ef svo fer, þýðir það, að ísland verður áfram i viðjum úreltrar at- vinnustefnu, og úrtölumenn í vel- ferðarmálum almennings halda áhrifum sínum í landsstjórninni. Eina leiðin til þess að breyta þessu er að kjósa Alþýðuflokkinn og efla hann til að vera nýtt landsstjórnar- afl. Gengi flokksins í Reykjavík mun ráða hér úrslitum. Við höfum nú kynnt framboðs- lista okkar, sem er mikilvægasta> vopnið í kosningabaráttunni. Okk- ur er því ekkert að vanbúnaði, að hefja baráttuna. Ég vitnaði áðan til hinna fleygu orða að pólitík væri að vilja. En pólitík er líka að velja: Velja leiðir að því marki, sem menn vilja ná og velja menn til að berjast fyrir mál- staðnum. Ég er viss um, að við höf- um valið vel og okkur muni nýtast sá meðbyr, sem flokkurinn hefur nú meðal almennings. Þótt fylgið hafi sveiflast í skoðanakönnunum á síðustu mánuðum milli 20 og 30 af hundraði, er meginlínan alveg skýr: Alþýöuflokkurinn er í mikilli sókn. * * * Það er gömul þjóðtrú, að viku- dagarnir séu misjafnlega heilla- vænlegir. Allir þekkja orðin laugar- dagur til lukku, mánudagur til mæðu o.s.frv. Þetta á sérstaklega við um það, hvenær ráðlegt sé að hefja verk, sem nokkuð er undir komið. Ekki veit ég, hvort það er til á bókum eða geymt i munnmælum, en ég er viss um, að í þeirri kosn- ingabaráttu, sem við jafnaðarmenn erum nú að byrja, verður sunnu- dagur til sigurs. * AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu, miðvikudaginn 25. mars 1987, og hefst kl. 14:00. -----------DAGSKRÁ--------------- 1. Aðalfundarstörf samkvœmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins. 3. Önnur mál, löglega upp borin. TiUögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 17. mars n.k. Reykjavík, 14. febrúar 1987. STJÓRNIN EIMSKIP *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.