Alþýðublaðið - 19.02.1987, Page 9

Alþýðublaðið - 19.02.1987, Page 9
◄ Lára V. Júlíusdóttlr 4. sætl Lögfræðingur Alþýðusambands íslands og formaður Kvenréttindafélags Islands. Nýr og öflugur baráttumaður fyrir hagsmunum kvenna og jafnrétti, með sterk tengsl við launþegahreyfinguna. 4 Jón Bragl BJarnason 5. sæti Lifefnafræðingur og prófessor við Háskóla Islands. Frumkvöðull nýrrar framtíðargreinar, liftækninnar, og verðugur fulltrúi þeirra ungu vísindamanna, sem móta nú svipmót og atvinnuhætti þjóðfélags okkar, í náinni og fjarlægari framtið. ◄ Björgvin Guömundsson 6. sæti Viðskiptafræðingur. Einn af reyndustu forystumönnum Alþýðuflokksins í Reykjavík og formaður fulltrúaráðsins í borginni. Björgvin var borgarfulltrúi Alþýðuflokksins í 12 ár. Hann gjörþekkir sjávarútveg og fiskútflutning, var forstjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur og rekur nú eigið fyrirtæki á sviði fiskútflutnings. Óttar Guðmundsson ► 10. sæti Yfirlæknir á Vogi, þar sem glímt er við sívaxandi vímuefnanotkun landsmanna, - verkefni sem er jafn aðkallandi og það er vandasamt. Óttar er ötull baráttumaöur fyrir umbótum í heilbrigðismálum og heilsugæslu. Björn Björnsson ► , 11. sæti Hagfræðingur Alþýðusambands Islands. Hefur áunnið sér almennt traust og virðingu, bæði innan verkalýðshreyfingarinnar og utan, fyrir málefnalega framgöngu fyrir hönd samtaka launafólks. Aða/heiður Fransdóttir ► 12. sæti Fiskverkakona og stjórnarmaður í Verkakvennafélaginu Framsókn. Aðalheiöur hefur verið trúnaöarmaður verkafólks í stærsta frystihúsi landsins, Granda hf„ og er atkvæðamikil i hagsmunabaráttu verkakvenna. ◄ Bjarni Sigtryggsson 16. sæti Aðstoðarhótelstjóri á Hótel Sögu og sérmenntaður á sviði ferðaþjónustunnar, sem er framtíðaratvinnugrein á Islandi. Bjarni er jafnframt kunnur frétta- og dagskrárgerðarmaður. ◄ Hildur Kjartansdóttir 17. saéti Varaformaður Iðju, félags iðnverkafólks og talsmaður stéttarinnar innan raða jafnaðarmanna. Einn af niu forystumönnum launþeasamtaka, sem eiga sæti á þessum framboðslista. ◄ Regína Stefnisdóttir 18. sæti Hjúkrunarfræðingur. Verðugur fulltrúi heilbrigðisstéttanna, sem hún tekur nú þátt i að móta og mennta í starfi sínu sem kennari í hjúkrunarfræðum. Alfreð Gíslason ► 22. sæti Handknattleiksmaður og glæsilegur fulltrúi iþróttafólks. Leikur nú með vesturþýska liðinu Essen. Björg Kristjánsdóttir ► 23. sæti Húsmóðir, - ekki „bara húsmóðir", heldur verðugur fulltrúi mikilvægrar starfsstéttar og hefur tekið virkan þátt f starfi Kvenfélags Alþýðuflokksins í Reykjavík. Jóhanna Vilhelmsdóttir ► 24. sæti Skrifstofumaður og einn af forystumönnum verslunarstéttarinnar sem stjórnarmaður í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur. ◄ Þorsteinn Jakobsson 28. sæti Stýrimaður hjá Ríkisskipum um langt skeið, en er nú starfsmaður Reykjavikurhafnar. Einn af ötulustu liðsmönnum í flokksstarfi Alþýðuflokksins. ■4 Hörður Filippusson 29. sæti Dósent i lifefnafræði við Háskóla islands. Vel metinn kennari og vísindamaður í þýðingarmikilli ◄ Eggert Jóhannsson 30. sæti Yfirlæknir við Borgarspítalann, þar sem hann gegnir starfi forstöðumanns rannsóknardoildar. Virtur fulltrui læknastéttarinnar. L : Guðni Guðmundsson ► 34.-sæti Rektor Menntaskólans í Reykjavik, sögufrægasta skólaseturs þjóöarinnar. Gylfi Þ. Gíslason ► 36. sæti Prófessor og fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins. Einn virtasti stjórnmálaleiðtogi íslendinga á þessari öld, þingmaður Reykvíkinga í 32 ár samfellt og menntamálaráðherra í 15 ár. Hefur auðgað íslenskt þjóðlíf og menningu með þekkingu sinni og listfengi umfram flesta aðra stjómmálamenn og skipar nú heiöurssætið á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík. Rögnvaldur Sigurjónsson ► 35. sæti Píanóleikari og einn fremsti og frægasti tónlistarmaður landsins.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.