Alþýðublaðið - 19.02.1987, Page 8
◄ Jón Sigurðsson
1. sætl
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar, einn
helsti sérfræðingur þjóðarinnar í
efnahags- og atvinnumálum um
langt skeið, við góðan orðstír og
mikla reynslu af slíkum störfum á
alþjóðavettvangi. Framboð hans
er andstæðingunum jafn mikið
áhyggjuefni og það er
jafnaðarmönnum fagnaðarefni.
◄ Jóhanna
Sigurðardóttlr
2. sætl J
Alþingismaður. Hefur áunnið sér
virðingu langt út fyrir flokksmörk
sem einn dugmesti þingmaðurinn
og skeleggasti málsvari
velferðarmála og
almannatrygginga á Alþingi. Um
hana hefur formaður flokksins
sagt að hún hafi dugaö málstaö
kvenna betur en samanlagður
Kvennalistinn. Heyrst hefur aö
Tannlæknafélagið sé ekki
jafnhrifið af Jóhönnu!
◄ Jón Baldvirt
Hannibalsson
3. sætl
Formaður Alþýðuflokksins. Hefur
á stuttum formannsferli leitt
Alþýðuflokkinn upp úr
öldudalnum til öndvegis I
íslenskum stjórnmálum, gert
hann að næststærsta flokki
þjóðarinnar. Fáir íslenskir
stjórnmálamenn standa Jóni
Baldvin jafnfætis í sókndirfsku og
málflutningi sem hittir í mark.
Margrét
Heinreksdóttir ►
7. saeti
Fréttamaður og lögfræðingur.
Einn vandvirkasti fjölmiðlamaður
okkar, með langa reynslu af
dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi
og sérþekkingu á alþjóðamálum,
vandamálum þróunarríkja og
mannréttindamálum. Hún er
fyrrverandi formaður Amnesty
International á íslandi.
Hinrik Greipsson ►
8. sæti
Formaður Sambands islenskra
bankamanna og forstöðumaður
hagdeildar Fiskveiðasjóðs. (Ijósi
þeirrar endurskipulagningar, sem
framundan er á bankakerfinu, -
þótt núverandi stjórnarflokkar hafi
veigrað sér við að takast á við
hana, - er sérstakur fengur að
slíkum liðsmanni úr forystu
bankamanna.
Jóna Möller ►
9. sæti
Yfirkennari í Kópavogsskóla og
virk í félagsmálastarfi innan
stéttar sinnar og samtaka
málfreyja.
◄ Sigþór Sigurðsson
13. sæti
Nemandi og yngsti
frambjóðandinn, nítján ára að
aldri. Hann er formaður '
Nemendafélags
Fjölbrautaskólans i Breiðholti,
stærsta framhaldsskóla landsins,
en það félag hefur m.a. vakið
athygli fyrir að ganga fram fyrir
skjöldu í baráttunni gegn alnæmi.
◄Sjöfn Sigurbjörnsdóttir
14. sæti
Kennari og formaður
framkvæmdastjórnar
Alþýðuflokksins, fyrsta konan
sem gegnir því starfi. Sjöfn er
kunn af röggsömu starfi að
borgarmálum fyrir hönd flokksins
og var borgarfulltrúi í Reykjavík I
tíð fyrrverandi meirihluta.
◄ Valgerður
Halldórsdóttir
15. sæti
Nemandi í stjórnmálafræöi við
Háskóla (slands á lokaári og
virkur þátttakandi í starfi
ungliðahreyfingar
Alþýðuflokksins.
Ragna Bergmann ►
19. sæti
Formaður Verkakvennafélagsins
Framsóknar, með langa reynslu
af verkalýðsbaráttu og starfi I
þágu Alþýðuflokksins.
Pálmi Gestsson ►
20. sæti
Leikari. Einn hæfileikamesti og
vinsælasti leikari sinnar
kynslóðar, þjóökunnur af
frammistöðu sinni á leiksviði, í
útvarpi, sjónvarpi og
kvikmyndum.
Sigurlaug
Kristjánsdóttlr ►
21. sæti
Kennari við Tækniskóla (slands.
Enn einn afbragðs liðsmaðurinn
úr röðum kennarastéttarinnar á
framboðslista Alþýðuflokksins,
með drjúga reynslu af
félagsmálastarfi.
◄ Ólafur Ágústsson
26. sæti
Verkamaður við Álverið í
Straumsvík og virkur þátttakandi
í starfi Alþýöuflokksins.
◄ Lýður S. HJálmarsson
25. sætl
Nemandi og einn fulltrúi ungu
kynslóðarinnar á
framboðslistanum. Lýður er
jafnframt stjórnarmaður I
Öryrkjabandalaginu.
◄ Guðrún Hansdóttir
27. sæti
Bankastarfsmaður, fyrrverandi
formaður starfsmannafélags
Landsbankans og hefur beitt sér í
jafnréttisbaráttunni.
Atli Heimir Sveinsson ►
33. sæti
Tónskáld. Eitt snjallasta og
fjölhæfasta tónskáld þjóðarinnar,
jafnvígur á vinsælar dægurvísur
og flóknar óperur, sem borið hafa
hróður hans langt út fyrir
landsteinana. Hefur öðrum
mönnum fremur gert sígilda
tónlist að almenningseign með
landskunnum útvarpsþáttum.
Gunnar Dal ►
32. sæti
Heimspekingur og skáld,
höfundur fjölmargra bóka,
skáldsagna, Ijóðabóka og
heimspekiverka, auk þess sem
hann er virtur og vinsæll kennari.
Emelía Samúelsdóttir ►
31. sæti
Húsmóðir. Kunn af atorkumiklu
starfi í þágu Alþýðuflokksins og
Alþýðublaðsins um langt árabil.
Formaður skemmtinefndar
flokksins í Reykjavik I fjölda ára
og eina konan sem gegnt hefur
formennsku í Alþýðuflokksfélagi
Reykjavíkur.