Alþýðublaðið - 19.02.1987, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 19.02.1987, Qupperneq 4
4 Fimmtudagur 19. febrúar 1987 ^l^^óhanna^gm^ um vanda nýja húsnæðiskerfisins: Lífeyrissjóðirnir tæmdir en fólkið fær ekki lán Jóhanna Sigurðardóttir hefur að undanförnu bent rækilega á þær hættur, sem nú steðja áð nýja hús- næðislánakerfinu, og sagt það ber- um orðum, að ef stjórnvöld grípi ekki þegar í taumana, verði kerfið komið í rúst innan skamms tíma. Meginástæðan er sú, að fjármagn skortir, og allar líkur eru á því, að umsækjendur um húsnæðislán þurfi að bíða mun lengur eftir lán- um en ráð var fyrir gert, þótt um- sóknir þeirra séu í alla staði gildar og réttar. 1700 milljónir á þessu ári í viðtali við Alþýðublaðið sagði Jóhanna m.a. um þetta mál: „Ég tel það einsýnt, að þær fjárhagslegu forsendur, sem nýju húsnæðislögin byggja á, svo og útlánaáætlunin, sé brostin og hafi verið stórlega van- áætluð. Það liggur fyrir, að á fyrstu mánuðunum eftir að nýja kerfið tók gildi, bárust 4000 umsóknir um lán, en það er svipaður fjöldi og gert var ráð fyrir á einu ári. í janú- armánuði einum bárust nær 600 umsóknir, og meðalbiðtími eftir lánum var orðinn 15 mánuðir í desember. Það er því Ijóst, að ef biðtíminn á ekki að lengjast frá því sem hann þegar var orðinn í desember, þarf að setja inn í húsnæðislánakerfið allt að 1700 milljónum króna á þessu ári, en það ræðst af því hve margar umsóknir eru ekki lánshæf- ar“ Félagslega kerfið Mikill vandi steðjar nú að félags- lega húsnæðiskerfinu, og um þann þátt sagði Jóhanna: „Það, sem kannski er alvarlegast í þessu öllu, og hefur m.a. komið fram í áliti milliþinganefndar, er, að menn vilja bíða og sjá hvernig þetta kerfi reynist. Þar með vilja þeir einnig bíða með að taka á félagslega kerf- inu. Það er hins vegar ljóst, að fé- lagslega kerfið er að verulegu leyti skilið eftir í nýju húsnæðislögun- um. — Menn töldu, að þessi nýja húsnæðislöggjöf myndi létta mjög á félagslega kerfinu. Ég tel hins veg- ar, að það sé ábyrgðarhluti af verkalýðshreyfingunni, að taka ekki á þessu máli og ætla að sam- þykkja núverandi ástand með þögninni, þegar fyrir liggja sterkar vísbendingar um, að allt stefni í öngþveiti. Það er hættuspil að bíða Iengur með að fá reynslu af þessu kerfi. Ef það liggur fyrir, sem það raun- ar gerir, að ákveðinn hópur manna fær ekki fyrirgreiðslu vegna þess, að umsóknir eru ekki lánshæfar af því viðkomandi stendur ekki undir væntanlegum kaupum fjárhags- lega, þá er mjög alvarlegt mál á ferðinni. Þá hefur félagslega kerfið verið svelt, og getur ekki tekið við þessum umsóknum. Þannig kann að fara, að stórum hópum fólks verði úthýst, en með nýju lögunum fékk annar hópur lánsrétt, sem ekki hafði hann áður. Þar er um að ræða fólk með stórar skuldlausar eignir, sem minnkar við sig. Dæmið getur litið þannig út, að það fái 2—3 milljónir króna í milli í íbúðaskiptum, og hafi engu að síð- ur rétt á láni að fjárhæð 1,2 milljón- ir króna með niðurgreiddum vöxt- um, sem það getur síðar ávaxtað með kaupum á „góðum“ skulda- bréfum. Það er áætlað, að þessi hópur sé um 15% af heildinni, og gæti tekið til sín um 550 milljónir króna af fjármagni húsnæðiskerf- isins“ Úr sjóðum fólksins Jóhann leggur mikla áherslu á það, að félagslegi hluti húsnæðis- Iánakerfisins, verði tekinn til ræki- legrar endurskoðunar. Um þennan þátt málsins segir hún ennfremur: „Við skulum átta okkur á því, að húsnæðiskerfið í heild er að veru- legu leyti fjármagnað með lánsfé úr Iífeyrissjóðunum, eða að 75 hundr- aðshlutum. Það kemur beint úr sjóðum fólksins. Og mestur hluti þessa fjármagns fer inn í almenna húsnæðiskerfið, eða um 3,3 mill- jarðar króna. Það eru ekki nema 4—500 milljónir króna, sem fara inn í félagslega kerfið af lánsfé Iíf- eyrissjóðanna. Ef við síðan úthýsum einhverjum tilteknum hópi fólks af því að það er réttlaust í almenna kerfinu, og fær heldur engan rétt í félagslega kerfinu, þá eru auðvitað mjög ál - varleg mál á ferðinni, sem verkalýðs- hreyfingunni ber skylda til þess að taka á. Mér sýnist ennfremur, að þessar umsóknir, sem liggja fyrir, séu hinn eini rétti mælikvarði á raunverulega þörf. Og þegar því er haldið fram, að svo og svo margar umsóknir falli út af því að þær séu ekki lánshæfar, eykur það bara þrýstinginn á félags- lega kerfið . . . Þess vegna held ég, að ástandið, eins og það blasir við núna og hefur verið að koma í Ijós, sé réttur mælikvarði á fjármagns- þörf húsnæðiskerfisins. Fjár- magnsþörfin er, eins og áður sagði, 1700 milljónir á þessu ári. Síðan þarf að útvega 8 milljarða á næsta árií‘ Verðbólga á fast- eignamarkaði „Jóhanna Sigurðardóttir hefur einnig verulegar áhyggjur af þeirri þróun, sem orðið hefur á fasteigna- markaði í Reykjavík að undan- förnu. Um það segir hún: „Það er einnig mjög alvarleg þró- un, að verðhækkanir á húsnæðis- markaði hafa verið gífurlegar frá því húsnæðislögin tóku gildi í september. Á síðustu 5—6 mánuð- um hafa þær verið um 30%, sem jafngildir 60% verðbólgu á fast- eignamarkaðnum á einu ári. Út- borgun hefur einnig hækkað úr 71% í 75%, en það jafngildir, að íbúð, sem kostaði 2,2 milljónir króna í ágúst sl., kostar 2,8 til 2,9 milljónir króna í dag. Útborgun í þessari íbúð hefur hækkað um ca. 500 þúsund krónur. Þetta eru því al- mennar verðhækkanir og hækkun á útborgun. Þar með er horfinn þriðjungurinn af því láni, sem for- gangshóparnir fá, — í beinar verð- hækkanir. 3 ára biðtími Að lokum segir Jóhanna þetta um ástandið: „Verði ekkert að gert stefnir hiklaust í það, að biðtími eftir lánum frá Húsnæðisstjórn verði orðinn hátt á þriðja ár um næstu áramót. Ég tel, að bæði stjórnvöldum og verkalýðshreyf- ingu beri skylda til að taka á þessu máli m.a. vegna þess, að fjöldi hús- byggjenda og íbúðakaupenda hefúr treyst mjög á þetta nýja lánakerfi. Það blasir nú við, að ekki verður hægt að standa við gefin fyrirheit, nema því aðeins að menn setjist niður og endurmeti alla þörfina, bæði fjárhagslega þörf og útlána- áætlun. Það þarf ekkert síður að taka á hluta félagslega kerfisins, þar sem það fær mjög lítinn hluta af heildarfjármagninu, eða 15 til 17%. Fólk verður að fá aðgang að fé- lagslega kerfinu, ef það hefur ekki aðgang að almenna húsnæðiskerf- inu. Lífeyrissjóðir láglaunafólks hafa verið settir meira eða minna i hið nýja húsnæðiskerfi, og það kerfi má því ekki bregðast þessu fólki. Það getur ekki lengur leitað til lífeyrissjóðanna um lán, þar sem þeir eru nánast tæmdir. Lagfæring þessara mála þolir enga bið.“ Atta milljarða vantar á næsta ári og biðtíminn getur orðið á þriðja ár Alexander staðfesti tölurnar frá Jóhönnu Alexander Stefánsson, félags- málaráðherra, staðfesti við umræð- ur um húsnæðismál á Alþingi í fyrradag, flestar þær tölur, sem Jó- hanna Sigurðardóttir hefur komið fram með um ástandið í húsnæðis- lánakerfið. Alexander sagði m.a., að um- sóknir, sem Húsnæðisstofnun hefðu borist fjóra síðustu mánuð- ina fyrir áramót, væru 4260. Áætl- un, sem nýja húsnæðislöggjöfin byggði á, gerði ráð fyrir 3800 um- sóknum á heilu ári. Alexander upplýsti jafnframt, að gert væri ráð fyrir 15% afföllum umsókna, sem ekki væru lánshæf- 1,4 milljaröa skortir vegna umsókna, sem bárust fyrir áramót ar. (Þetta eru líklega í flestum til- vikum umsóknir fólks, sem ekki er talið hafa greiðslugetu til að standa undir lánunum.) Ef gert er ráð fyrir þe’ssum 15% afföllum, þá eru það 3620 umsóknir, sem eiga lánsrétt. Alexander Stefánsson sagði, að meðallán væri 1,6 milljónir króna. Þetta jafngildir því, að fjárþörf til að mæta umsóknum, sem bárust fyrir áramót, er 5,8 milljarðar króna. Til ráðstöfunar eru 4,3 millj- arðar króna. Þegar skortir því 1,4 milljarð vegna umsókna, sem komu á síðasta ári. ■ Alexander leiddi hjá sér að gera grein fyrir biðtíma lána.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.