Alþýðublaðið - 19.02.1987, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 19.02.1987, Qupperneq 5
Fimmtudagur 19. febrúar 1987 5 HVERSVEGNA styðja þau Alþýðuflokkinn? Skúli Johnsen, borgarlæknir: „Fyrst og fremst finnst mér mál- efnaleg staða Alþýðuflokksins mjög góð. Flokkurinn hefur komið fram með mikið af góðum þingmál- um á undanförnum árum, sem sýn- ir að það er verulegur vaxtarbrodd- ur og góð endurnýjun í flokknum. Ég held einnig að það hafi komið fram, að þeir örðugleikar sem fyrir voru innan flokksins um skeið, hafi hert flokkinn og þjappað honum saman til góðra verka. Enda er flokkurinn í öflugri sókn í dag. Ef ég ætti að nefna einstök mál, þá dettur mér t.d. í hug eignarhald á landi allri þjóðinni til heilla, — þ.e. almenningseign á gæðum landsins. Það finnst mér vera mikið þjóðþrifamál. Skattamálin og vaxtapólitíkin, sem Alþýðuflokkurinn heldur fram eru mál sem mjög nauðsynlegt er að nái fram að ganga. Eins má segja, að hugmyndir Alþýðuflokksins um kaupieiguíbúðir sé sjálfsagt mál, sem ætti að vera komið í gagnið fyr- ir lögnu. Eins er mjög margt í vinnubrögð- um flokksins, sem mér fellur vel. Hann var opnaður mjög mikið, og það fannst mér hafa mjög jákvæð áhrif á ýmsa starfshætti innan flokksins. Ég held að í raun og veru hafi átt sér stað endurnýjun á al- gildum hugmyndum, sem áttu þátt í því að gera jafnaðarmannaflokka að stærstu flokkum á Norðurlönd- unum. Einnig hefur ákveðin endurnýj- un átt sér stað innan flokksins, sem mér finnst að hafi hleypt nýju blóði í flokkinn og alla starfshætti hans. Ég held að hún sé grundvöllur til þess að koma fram með hugsjónir jafnaðarmanna. Þess vegna styð ég Alþýðuflokkinn. Hann er flokkur mannúðarstefnu og því að mínu skapi. Gunnar Dal, rithöfundur: „Ég styð Alþýðuflokkinn vegna þess að ég hef alltaf stutt mannúð- arstefnu og jafnaðarmannaflokkar hafa verið bestu talsmenn mannúð- arstefnu í heiminum. Það er fylli- lega tími til kominn að sama sagan gerist á íslandi og á öðrum Norður- löndum, að jafnaðarmenn fái sterkan flokk, og ég held að íslend- ingar yrðu farsælastir einmitt ef sterkur húmanískur flokkur jafn- aðarmanna réði ferðinni í framtíð- inni. Þetta er mín lifsskoðun og hefur alltaf verið. Þess vegna styð ég Al- þýðuflokkinn, — hann setur mann- úðarmál á oddinn og þau ber ég fyr- ir brjósti" Rögnvaldur Sigurjónsson, píanóleikari: Ég hef alltaf stutt Alþýðuflokk- inn. Kannski er það fyrst og fremst vegna þess að éj> er hlynntur blönd- uðu hagkerfi. Eg lít þannig á málin að það sé alger nauðsyn að við höldum jafnvægi í okkar þjóðfélagi og um þá hugsjón finnst mér Al- þýðuflokkurinn alltaf hafa staðið vörð. Auðvitað eiga menn að vera frjálsir að því að gera hvað sem þeir vilja, en allir eiga að hafa janfnan rétt, — bæði til almannatrygginga og annars. Ég hélt lengi vel að allir menn hugsuðu svona, en það virðist samt ekki vera, hvernig sem á því stendur. En Alþýðuflokknum hef ég fylgt að málum alveg frá því ég var ungur maður. Sem sagt, — Krati fram í fingurgóma! Alþýðuflokkurinn kom á skikk- anlegum almannatryggingum á sín- um tíma. Það var geysilegt átak þá og vera má að menn séu búnir að gleyma því og haldi að það sé sjálf- sagður hlutur, en það þurfti svo sannarlega að berjast fyrir því. Og t.d. það eigum við Alþýðuflokkn- um að þakka. En það sem ég vil sérstaklega undirstrika er að ég styð Alþýðu- flokkinn í dag fyrst og fremst vegna þess að hann vill afnema það okur sem viðgengst í samfélaginu með ríkið sjálft í fararbroddi. Að ríkis- valdið skuli leyfa sér að koma fram við þegna landsins, eins og það hef- ur gert er algert hneyksli, — t.d. í húsnæðismálum. Reyndar í lána- málum almennt. Sjálfur tók ég lán upp á 110 þús- und krónur, af því að ég þurfti nauðsynlega að skipta um hljóð- færi, — og hvað gerist? Lánið er komið upp í 500 þúsund krónur á fáum árum. Ég er sannfærður um að Alþýðuflokkurinn breytir þess- um málum komist hann til áhrifa; ekki mín vegna, heldur vegna allra landsins þegna. Til þessara hluta treysti ég Alþýðuflokknum best. Óttar Guðmundsson, læknir Ég er mjög hrifinn af þeim fersk- leika sem mér finnst vera yfir Al- þýðuflokknum í dag. Og ég sé Al- þýðuflokkinn sem eina raunhæfa valkostinn sem sterkt afl gegn Sjálf- stæðisflokki og Framsóknarflokki. Þess vegna er ég mjög ánægður með flokkinn og treysti honum bet- ur en öðrum til að vinna að mínum helstu áhugamálum, sem eru á sviði heilsugæslu og félagsmála. Þess vegna styð ég Alþýðuflokkinn óhik- að. Atli Heimir Sveinsson, tónskáld Ég er fylgjandi mannúðlegri um- bótastefnu. Þess vegna styð ég Al- þýðuflokkinn. Þetta er nú ekki flóknara en það! Skúli Steinsson, varðstjóri Ég styð Alþýðuflokkinn vegna þess að ég trúi því að jafnaðarstefn- an stuðli að réttlæti manna í mill- um. Sem betur fer er Alþýðuflokk- urinn í sókn og því raunhæft að gera sér vonir um réttlátara og betra þjóðfélag í framhaldi af því. Svona einfalt er þetta. Þess vegna styð ég Alþýðuflokkinn. Stefán Ingólfsson, verkfræöingur: Húsnæðislánakerfið sprungið Menn gátu séö þetta fyrir. Ráöuneytið leyndi upplýsingum. Áhrif hávaxtastefnunnar eru nú að koma í Ijós með minnkandi kaupgetu Stefán Ingólfsson, verkfræðing- ur, og fyrrum deildarverkfræðing- ur hjá Fasteignamati ríkisins, þekk- ir fasteignamarkað á íslandi og nýja húsnæðislánakerfið betur en flestir aðrir. Hann hefur ekki notið hylli félagsmálaráðherra fyrir að segja álit sitt á þessu nýja kerfi, og að vara við þeirri þróun, sem nú er veruleiki. Alþýðublaðið innti hann álits á ummælum Jóhönnu Sigurð- ardóttur, sem fram koma í viðtali við hana hér í blaðinu. Ekki á óvart Stefán Ingólfsson sagði, að þær tölur, sem Jóhanna hefði greint frá og þær tölur, sem fram hefðu kom- ið í Helgarpóstinum í síðustu viku, mynduðu ramma um raunverulega stöðu þessara mála. Það væri sama hvort notaðar væru tölur Jóhönnu, sem hún hefði sett fram af mikilli varfærni, eða tölur Helga Más Arthúrssonar i Helgarpóstinum, sem færu sennilega nær raunveru- legu ástandi. Samkvæmt þeim væri kerfið augljóslega sprungið. Stefán Ingólfsson kvaðst vilja nefna fjögur atriði, sem skiptu verulegu máli í allri umræðunni um húsnæðislánakerfið. Fyrsta: „Hingað til hefur nánast ekkert komið fram, sem hefur komið mér á óvart“, sagði Stefán. „Það hefur verið mín atvinna í gegnum árin að afla upplýsinga og fylgjast með þróun fasteignamarkaðar hér á landi. Upplýsingar mínar stóðu öll- um til boða. Allt það, sem nú hefur gerst, var fyrirsjáanlegt, samkvæmt þeim upplýsingum, sem fyrir lágu. Það er þó lakast að það eru ekki öll kurl komin til grafar ennþá.“ Annað: Annað atriðið, sem Stefán nefndi er þetta: „Það, sem hefur skapað þessi vandræði er hve fasteigna- markaðurinn er gríðarlega fjár- frekur. Til þess að þetta kerfi geti gengið, er nauðsynlegt að minnka þessa fjárþörf. Þar gildir fyrst og fremst lækkun á útborgun. Það verður að stýra þessum markaði með ákveðnum stjórnunaraðgerð- um. Það yrði of langt mál að rekja þær hér. Ég hef sett þær fram i 10 liðum. Útborgunarhlutfallið verður að fara í 65%, sem er hámark. Eftir það getur kerfið gengið reiknings- lega upp... annars ekki. Ein stjórn- unaraðgerðin væri sú, að lána ekki, nema útborgunarhlutfallið sé 65%“ Þriðja: Þriðja atriðið, sem Stefán ræddi, er eftirfarandi: „Þegar frumvarpið að nýju húsnæðisstjórnarlögunum lá fyrir Alþingi, hefði félagsmála- ráðherra, eða ráðuneytinu, borið að leggja fram gögn, sem til voru í ráðuneytinu, og sýndu, að þetta kerfi gengi ekki upp. Þetta eru gögn, sem ég vann fyrir ráðuneytið, en voru, því miður, vandlega geymd þar og komu ekki fyrir sjónir nokk- urs manns. í þessum gögnum kemur m.a. fram hvernig fé frá lífeyrissjóðun- um leitaði inn á fasteignamarkað- inn. Hægt hefði verið að meta hvernig fjármunir lífeyrissjóðanna, sem fóru áður beint inn á fasteigna- markaðinn, myndi nýtast í gegnum nýja húsnæðislánakerfið. Einnig kom fram í þessum gögnum skipt- ing á því hverjir voru að kaupa í fyrsta skipti og hverjir í annað. Þá lágu fyrir hjá ráðherra upplýsingar um fjölda fólks, sem komið var yfir miðjan aldur og þurfti að minnka við sig húsnæði. Allar þessar upp- lýsingar og skýrslur hefðu gert mönnum kleift, að meta eftirspurn- ina þ.e. ásókn i lán og einnig nettó- aukningu fjármagns í húsnæðis- kerfinu, sem skiptir meginmáli. — Þessar upplýsingar komu aldrei fram, og það harma ég mjög“ Fjórða: Fjórða atriðið, sem Stefán gat um, er þetta: „Það, sem nú er raun- verulga að koma fram, er minnk- andi kaupgeta. Nú eru að koma í Ijós áhrif hækkandi raunvaxta, áhrif hávaxtastefnunnar. Mér varð ljóst fyrir tveimur árum, að svona myndi fara. Við gátum dregið ályktanir af reynslu Bandaríkja- manna og Vestur-Evrópu-búa, þar sem kaupgeta minnkaði gífurlega í kjölfar hækkunar á raunvöxtum. Þetta endurspeglast í neitunum um lán af því Húsnæðisstofnun telur umsækjendur ekki geta staðið und- ir greiðslum. Þetta hefur aldrei gerst áður hér á landi í þessu kerfi, og markar tímamót í húsnæðislán- um. í eðli sínu er viðmiðun við laun rétt, þegar afstaða er tekið til láns- umsókna. En vextirnir eru hins veg- ar komnir upp fyrir hættumörk. Þau liggja að mínu mati við 2‘/2%. í þessum efnum er allt farið úr böndunum, og félagslegi hluti kerf- isins hefur snúist upp í andstæðu sína“ Unnt að bjarga Stefán sagði, að ekki blési byr- lega fyrir þessu nýja húsnæðiskerfi. Ranglega hefði verið staðið að mál- inu í byrjun, og menn virtust ekki vilja horfast í augu við staðreyndir. Ef hins vegar verður gripið til nauð- synlegra ráðstafana strax i vor, þá má bjarga þessu kerfi, og það er nauðsynlegt, því meginhugsunin í því er rétt!‘

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.