Alþýðublaðið - 19.02.1987, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 19.02.1987, Qupperneq 15
Fimmtudagur 19. febrúar 1987 15 Haugar eða höll, skiptir engu Þjóðleikhúsið frumsýnir nýtt barnaleikrit: Rympa á ruslahaugnum Höfundur: Herdís Egilsdóttir Útsetning tónlistar og hljómsveitarstjórn: Jóhann G. Jóhannsson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir Dansahöfundur: Lára Stefánsdóttir Leikstjóri: Kristbjörg Kjeld Það er kannski svolítið skondið að byrja leikdóm á því að ættfæra menn, en ég get ekki stillt mig um að láta þess getið, að höfundur Rympu, Herdís er dóttir hins landsfræga skálds á Húsavík, Eg- ils Jónassonar. Þar er kannski komin skýringin á hinni miklu listhneigð Herdísar, sem kemur fram í hverju því, sem hún leggur hönd á. Mér er Herdís minnisstæð frá þeim tíma, er ég annaðist Stund- ina okkar við sjónvarpið. Hún var óþrjótandi hugmyndabrunnur. Á svipstundu var hugmyndin búin að fá líf í sögu eða bundnu máli. En hún lét ekki þar við sitja. Teikningar fylgdu með, jafnvel fullskapaðar brúður í fínum heimasaumuðum fötum, og svo lyfti hún öllu í æðra veldi með hugljúfri tónlist. Hún gerði mig oft orðlausa, því að allt gerðist svo hratt, og allt var unnið af svo mik- illi aðlúð og væntumþykju. Ég öf- unda svo sannarlega þau börn, sem notið hafa handleiðslu Her- dísar á sínum skólaferli. Herdísi þykir afskaplega vænt um börn. Það skín í gegnum öll þau verk, sem hún hefur látið frá sér fara, og ekki sízt í því verki, sem Þjóðleikhúsið hefur tekið til sýningar, Rympu á ruslahaugn- um. Hún er ekki bara að skemmta krökkunum, heldur læðir inn smáprédikun í leiðinni. Og hver er þá mórallinn í Rympu? Jú, það er ekki hin ytri umgerð, sem skiptir máli. Það breytir engu, hvort þú býrð á ruslahaug eða í risastórri höll, ef engum þykir vænt um þig. Rympa er einstæðingur, sem lætur fyrirberast á ruslahaug. Hún hefur engan til að tala við, engan til að hjúfra sig upp að nema stóra tuskubrúðu, sem hún hefur saumað sér úr afgangsbút- um. Hún á enga peninga, en á kvöldin, þegar verzlanir eru lok- aðar, laumast hún inn fyrir og _sækir það, sem hún ekki finnur á haugunum. Hennar æðsta ósk er að eignast börn. Einn góðan veðurdag verður henni að ósk sinni. Tveir krakkar á skólaaldri, þau Bogga og Skúli, hlaupast að heiman og setjast að á haugunum hjá Rympu. Svo bætist í hópinn amma gamla, sem er orðin leið á því að vera lokuð inni á elliheimili. Hvað er það, sem rekur þetta fólk á haugana? Einmanaleiki, leitin að mannlegri hlýju og vináttu. Foreldrar Boggu og Skúla eru dæmigert nútíma- fólk, sem streðar myrkranna á milli til þess að eiga fyrir nýju sófasetti eða stærri bíl. Vísitölu- Bryndís skrifar um w "W:.. •■•í leiklist börnin eru bara stöðutákn, sem enginn gefur sér tíma til að tala við. Sama er að segja um ömmu. Hún hefur verið lögð til hliðar eins og hver önnur óþörf mubla. Enginn hefur lengur tíma né áhuga á að sinna henni. Er þetta ekki bara raunsönn mynd af því sambýlisformi, sem við höfum leiðzt út í? Rympa er svipmikil persóna, sem nær samúð áhorfenda um leið og hún birtist. Rympa er ekki alfullkomin. Hún hefur sína galla. Hún er frek og ófyrirleitin, stekkur upp á nef sér af minnsta tilefni. En einmitt þess vegna er hún forvitnileg, fær hold og blóð. Sigríður Þorvaldsdóttir er þarna á réttum stað. Fislétt sveiflast hún um sviðið, skrítin og kenjótt, auk þess sem söng- og danshæfileikar Diddu fá að njóta sín í þessu skemmtilega hlutverki. Krakkarnir, Bogga og Skúli, vekja líka áhuga og skemmtan. Sérstaklega fannst mér Sigrún Edda Björnsdóttir ná hinum rétta tóni. Það var eins og Gunnar Rafn væri meira hikandi í túlkun sinni, fyndi ekki þetta barnslega, ein- læga, sem engan blekkir. Margrét Guðmundsdóttir lék ömmuna af miklum krafti. Skemmtilegast fannst mér, þegar amma tók til við að steppa, og það með engum viðvaningsbrag. Viðar Eggertsson dró upp sér- kennilega mynd af leitarmanni, eins og honum er lagið. Gervi og látbragð var hnitmiðað og vand- að. Ásgeir Bragason kom fram í litlu hlutverki Volta, tuskubrúðu, þegar hann hafði fengið líf. Það vakti athygli, hversu Asgeir gerði þessu litla þögula hlutverki góð skil. Eins og þaulæfður ballett- dansari. Hjördís Elín Lárusdóttir og Sólveig Arnarsdóttir eiga líka lof skilið fyrir sitt framlag til sýning- arinnar. Eins og lítil álfabörn. Og það voru fleiri krakkar til augnayndis í sýningunni. Og þó. Ruslapokar eru ekki beinlínis fall- egir, en allt, sem í þeim var, ljóm- aði af dans- og leikgleði, fór aldrei úr takti og gerði allt vel og sam- vizkusamlega. Það er erfitt að semja leikrit fyrir börn nú í tímanum. Það kemur þeim fátt á óvart. Sjón- varpið er fyrir löngu búið að leiða þau í allan sannleikann um mann- lega náttúru, og jafnvel hið ómannlega veldur þeim varla hrolli, hvað þá meira. Sagan hennar Rympu er ævintýri með raunverulegu ívafi. Og það náði til barnanna, þ.e.a.s. til ákveðins ald- urshóps barna. Þeirra barna, sem Herdís þekkir bezt úr sínu starfi. Frá fimm, sex ára aldri. Hins veg- ar var mikið af börnum yngri en það í leikhúsinu. Fyrir þau fór efnisþráðurinn fyrir ofan garð og neðan, eðlilega. Það skapaði óró- leik í salnum. Sérstaklega bar á þessu í löngum samtölum, ef ekki var talað beint fram til áhorfenda. Rympa er eiginlega sú eina, sem gerir það mest allan tímann, enda hélt hún athyglinni óskiptri. Henni tókst að gera áhorfendur að þátttakendum. Kristbjörg Kjeld var leikstjóri, og var gaman að heyra loksins frá henni, hún er þá þarna enn. Hefði ekki mátt láta fleiri leikendur beita sama leikmáta og Rympa, virkja áhorfendur, tala til þeirra, ákveðnar, aðgangsharðar? Það hefði slegið á óróleikann í saln- um, sem eyðileggur fyrir þeim, sem lifa sig inn í verkið og vilja ekki missa af orði. Ekki má gleyma að geta tónlist- arinnar hennar Herdísar, sem var yfirmáta sjarmerandi í útsetningu Jóhanns G. Jóhannssonar. Leikmynd og búningar báru vitni um óþrjótandi hugmynda- flug Messíönu Tómasdóttur, áttu drjúgan þátt í að gefa sýningunni viðeigandi ævintýrablæ. Mér finnst þessi sýning skír- skota til barna frá fimm ára aldri og alveg upp úr, líka til stóru barnanna, pabba og mömmu og afa og ömmu. Takið þau með, krakkar. Benidorm sumaráætlunin 1987 er komin. Pantaðu tímanlega því s.l. sumar komust færri með en vildu á Hvítu ströndina á Spáni. Benidorm býður upp á góða gistingu, frábæra matsölu og skemmtistaði. Aðstaða til íþróttaiðkunar er einstök, skemmtigarðar og tívolí af bestu gerð. Auðvitað er líka hægt að njóta lífsins í ró og næði á ströndinni og fara í skoðunarferðir um nágrennið með fararstjórum Ferðamiðstöðvar- innar. Benidorm er einn sólríkasti staðurinn á suðurströnd Spánar, það mælast 306 sólardagar á ári. SUMARAÆTLUN 1987 smm - ■ r*- ’-n-M -'i- r +/■#-. -• .iei-: -• x APRÍL 15 APRÍL 29 MAÍ 26 iCM J 1 ÚNÍ 6 JÚNÍ 23 JÚLÍ 7 í [ÚLÍ 4 JÚLÍ 28 ÁGÚST 4 ÁGÚST 18 ÁGÚST 25 SEPTEMBER 8 i SEPTEMBER 15 SEPTEMBER 29 OKTÓBER 6 OKTÓBER 20 OKTÓBER 27 Pantaðu strax, dagsetningarnar á brottfarardögunum eru hér í auglýs- ingunni. Við lánum þér myndband um Benidorm endurgjaldslaust. FERÐA.. Ce*Uta£ MIÐSTOÐIIM Tcaud AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVlK - S. 2 8 1 3 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.