Alþýðublaðið - 25.02.1987, Page 3
Miðvikudagur 25. febrúar 1987
Silfur hafsins
Ný heimildarkvikmynd um saltsíldariðnað íslendinga
Nú er lokið gerð heimildarkvik-
myndar um saltsíldariðnað íslend-
inga, sem undirbúningur hófst að
haustið 1979. Ráðgert er að frum-
sýna myndina, sem er um klukku-
stundar löng á Höfn í Hornafirði,
sunnudaginn 22. febrúar n.k. Vik-
una þar á eftir verður myndin sýnd
á öllum helstu söltunarstöðunum á
Austfjörðum. Síðan verða sýningar
á Suðurnesjum, Þorlákshöfn, Vest-
mannaeyjum og Akranesi, áður en
myndin verður sýnd í Reykjavík.
Lifandi myndir h/f, sem nú heldur
upp á 10 ára starfsafmæli, fram-
leiddi myndina fyrir félög síldar-
saltenda á Suður- og Vesturlandi og
Norður- og Austurlandi með styrk
frá Síldarútvegsnefnd.
Um gerð myndarinnar
Árið 1979, þegar minnst var ald-
arfjórðungsafmælis Félags síldar-
saltenda á Suður- og Vesturlandi,
kom fram sú hugmynd að láta gera
kvikmynd um saltsíldariðnað ís-
lendinga. Hugmynd þessi fékk góð-
ar undirtektir og varð að samkomu-
lagi við Félag síldarsaltenda á
Norður- og Austurlandi að ráðast í
gerð slíkrar kvikmyndar.
Undirbúningsvinna vegna hand-
ritsgerðar hófst í nóvember árið
1979. Veturinn 1980—81 var lokið
vinnu við fyrstu útgáfu kvikmynda-
handritsins. Handritið tók síðan
talsverðum breytingum á fram-
leiðslutímanum, vegna þess hve
efnið er yfirgripsmikið og vanda-
samt var að koma því fyrir í einni
20 ára Hamra-
hlíðarhátíð
Menntaskólinn við Hamrahlíð
minnist nú 20 ára afmælis síns. Sér-
stök afmælisdagskrá verður í skól-
anum fimmtudaginn 26. þ.m., og
verður þar margt til skemmtunar og
fróðleiks. Dagskráin hefst klukkan
20.30 og verður Þorvarður Helga-
son kynnir.
Dagskráin verður á þessa leið:
1. Hljóðfæraleikur nemenda.
2. Ávarp: Guðmundur Arnlaugs-
son.
3. Söngur: Kristinn Sigmunds-
son.
4. Minningar frá skólaárunum:
Sigurður G. Tómasson.
5. Sögur úr skólalífinu: Örnólfur
Thorlacius.
6. Létt jazzsveifla: Tómas Einars-
son og fl.
7. Sögur úr skólalífinu: Örnólfur
Thorlacius.
8. Söngur: Björk Guðmundsdótt-
ir.
9. Danssýning: Ástrós Gunnars-
dóttir og fl.
10. Lokasenna: íslenskudeild
M.H.
11. Söngur: Valgeir, Egill, Diddú
og e.t.v. fleiri.
12. Fjöldasöngur undir stjórn
kennara.
13. Afmæliskaffi á Miðgarði við
jazzundirleik.
Sjötta íslandsmeistarakeppnin i
freestyle dönsum er á næsta leiti.
Tónabær og íþrótta- og tóm-
stundaráð standa saman að keppn-
inni sjötta árið i röð. Dansráð ís-
lands sér um faglegu hliðina. Is-
landsmeistarakeppnin hefur mæist
.mjög vel fyrir og verður keppt um
titilinn „íslandsmeistari unglinga
1987“ vegleg verðlaun fylgja þeim
titli.
Keppnisflokkar eru tveir: Ein-
staklingsdans. Hópdans (hópur er
minnst 3 einstaklingar).
Fyrirkomulag: Allir íslenskir
ungíingar á aldrinum 13—17 ára
þ.e. fæddir 1970—1973 að báðum
árum meðtöldum hafa rétt til þátt-
töku.
Fyrirkomulag: Dagana 5. 6, og 7.
mars fer forkeppni fram um land
allt. Líklega verður keppt á átta
kvikmynd, sem væri innan við
klukkustundar löng. Af þessum
sökum er t.d. sleppt að geta um per-
sónur, sem koma við sögu bæði í
nútíð og fortíð og engin viðtöl eru í
myndinni.
Mikil vinna fór í að leita að göml-
um kvikmyndum og ljósmyndum,
vegna myndgerðarinnar. Við þessa
leit hafðist upp á mörgum merki-
legum kvikmyndum, sem legið
höfðu í gleymsku bæði hér heima
og erlendis og koma nú sumar
hverjar fyrir sjónir almennings í
fyrsta sinn í Silfri hafsins.
Gerð myndarinnar stóð síðan yf-
ir með hléum fram á haustið 1986.
Kvikmyndataka hófst að marki á
síldarvertíðinni 1981—82 en megin
hluti myndarinnar er tekin á árun-
um 1984—1985. Helstu upptöku-
staðir voru: Vopnafjörður, Seyðis-
fjörður, Eskifjörður, Stöðvarfjörð-
ur, Djúpivogur, Hornafjörður,
Vestmannaeyjar, Þorlákshöfn,
Grindavík, Keflavík og Reykjavík.
í kvikmyndinni er notuð tónlist
úr ýmsum áttum, bæði innlend og
erlend. Þeirri megin stefnu er fylgt,
að tónlistin sé í samræmi við tíðar-
andann á hverjum tíma.
Silfur Hafsins —
efnisyfÍFÍit
Heimildarkvikmyndin Silfur
Hafsins fjallar um saltsíldariðnað
íslendinga, bæði fyrr og nú. í upp-
hafi myndarinnar er gerð örstutt
grein fyrir áhrifum síldarinnar á
sögu Evrópu frá miðöldum til loka
síðustu aldar og gildi síldveiða og
síldarsöltunar fyrir íslendinga, eftir
að byrjað var að salta síld hér á
landi fyrir réttum 100 árum.
Kjölfesta myndarinnar er þó í nú-
tímanum, þar sem lýst er einu
starfsári í þessari atvinnugrein.
Starfsemi Síldarútvegsnefndar og
félaga síldarsaltenda er kynnt,
fylgst er með undirbúningi samn-
inga og gangi samningaviðræðna.
Samvinnubankinn:
Hávaxtabók
Um síðustu áramót var kjörum
Hávaxtareiknings breytt þannig að
hann henti betur sparnaði til lengri
tíma. í kjölfar þess var stofnaður
nýr hávaxtareikningur í bókarformi
undir nafninu Hávaxtabók.
Frá og með 21. febrúar næstkom-
andi munum við bjóða Hávaxta-
kjör á tékkareikninga Iaunafólks.
Þau hávaxtakjör felast í dagvöxt-
um, þ.e. vextir eru reiknaðir daglega
og hækka með hækkandi inn-
stæðu. Jafnframt hefur Launavelta
bankans sem tengist launareikning-
um verið endurskoðuð og við hana
bætt láni til skamms tíma, eftir 3ja
mánaða viðskipti.
Einnig viljum við vekja athygli á
nýjum vöxtum frá 1. febr. s.l. þar
sem m.a. vextir af almennum spari-
sjóðsreikningum voru hækkaðir í
10%.
stöðum þ.e. Reykjavík, Egilsstöð-
um, Akranesi, Akureyri, ísafirði,
Vestmannaeyjum, Hafnarfirði og
Selfossi. Þátttökutilkynningar
þurfa að hafa borist hverjum for-
keppnisstað þremur dögum fyrir
kepjmi.
Urslitakvöldið verður haldið
föstudaginn 13. mars með miklum
glæsibrag í Tónabæ og þar verða
nýir íslandsmeistarar krýndir úr
hópi þeirra hópa og einstaklinga
sem komust áfram úr forkeppnum.
Unglingar sem hyggja á þátttöku
geta fengið æfingartíma sér að
kostnaðarlausu á viðkomandi stað
og er þeim bent á að panta tíma sem
allra fyrst þar sem búist er við mik-
illi aðsókn.
Að öllum líkindum mun verða
sjónvarpað frá úrslitakvöldi keppn-
innar.
Undirbúningi í sjávarplássunum
fyrir komu síldarinnar eru gerð skil,
markaðs- og sölumálin eru kynnt
og fylgst er með veiðum, söltun og
útskipun.
Inn í þessa frásögn er fléttað
sögulegum köflum, þar sem m.a. er
fjallað um ástandið í síldarsölu
málum á fyrstu áratugum aldarinn-
ar, skipulagningu atvinnugreinar-
innar og stofnun Síldarútvegs-
nefndar, mikilvægi síldarútvegsins
fyrir þjóðarbúið á kreppuárunum
1930—40, síldarleysissumrin eftir
heimsstyrjöldina síðari, nýjar veiði-
aðferðir, sem leiddu til síldaræv-
intýrisins á sjöunda áratugnum,
hrun norsk-íslenska síldarstofnsins
kringum 1968, og uppbyggingu
saltsíldariðnaðarins eftir síldveiði-
bannið 1972—74.
Handrit/klippmg/stjórn: Er-
lendur Sveinsson, Sig. Sverrir Páls-
son. Þulir: Guðjón Einarsson, Rób-
ert Arnfinnsson. Kvikmyndun: Sig.
Sverrir Pálsson, Þórarinn Guðna-'
son. Hljóð: Erlendur Sveinsson,
Sigfús Guðmundsson. Kort: Gunn-
ar Baldursson. Öflun heimilda- og
myndefnis: Erlendur Sveinsson.
Ráðgjöf: Margeir Jónsson, Hilmar
Bjarnason, Jakob Jakobsson,
Hreinn Ragnarsson o.fl. Fram-
leiðsla: Lifandi myndir h/f fyrir Fé-
lag síldarsaltenda á suður- og vest-
urlandi, Félag síldarsaltenda á
norður- og austurlandi með styrk
frá Síldarútvegsnefnd.
Fiskifélag íslanðs:
Utflutningur
sjávarafurða
Heildarútflutningur sjávarafurða
1986 nam 718.764 tonnum, að verð-
mæti 35.469.002 þúsund krónum.
Árið 1985 námu afurðirnar 698.014
tonnum, að verðmæti 25.939.591
þúsund krónum. Á milli áranna
hefur magnið aukist um 3% og
virði þeirra um 36.7%.
Heildarvöruútflutningur lands-
manna 1986, nam 44.967.8 milljón-
um króna. Samkvæmt því er hlut-
fall sjávarafurða 78.9%.
í dollurum talið var virði út-
fluttra sjávarafurða 861 milljón
1986, á móti 625.5 milljónum 1985.
Sé miðað við S.D.R., sem hefur
haldið betur verðgildi gagnvart
. krónunni, nam virði sjávarvörunn-
ar 735 milljónum en var 611.9 millj-
‘ónir 1985.
Árið 1981, sem skilaði hvað
mestu raunvirði, nam verðmæti út-
: fluttrar sjávarvöru 713.2 milljónum
idollara, eða rúmlega 608.5 milljón-
um S.D.R.
Þrátt fyrir rýrnandi verðgildi
|U.S. dollar, sem er aðal gjaldmiðill
fyrir seldar sjávarafurðir, hefur
aldrei í sögunni, fengist meira verð-
mæti fyrir sjávarfeng landsmanna,
en árið 1986.
Stórfundur um
námslánin
Námsmannahreyfingarnar Iðn-
nemasamband íslands, Stúdenta-
ráð Háskóla íslands, Bandalag ís-
; lenskra sérskólanema og Samband
íslenskra námsmanna erlendis hafa
ákveðið að halda stórfund um lána-
málin í Háskólabíói miðvikudaginn
25. febrúar 1987 kl. 14.00.
Til fundarins eru boðaðir for-
ystumenn þeirra stjórnmálaflokka
sem eiga fulltrúa á Alþingi.
Með þessum fundi vilja náms-
menn krefja forystumenn stjórn-
málaflokkanna svara um hver
stefna flokkanna sé í málefnum
Lánasjóðs ísl. námsmanna, þar sem
kosningar fara nú í hönd.
Fulltrúar flokkanna verða: Friðr-
ik Sophusson Sjálfstæðisflokki,
Svavar Gestsson Alþýðubandalagi,
Jón Sigurðsson, Alþýðuflokki,
Finnur Ingólfsson Framsóknar-
flokki og Kristín Halldórsdóttir
Kvennalista.
Form fundarins verður með þeim
hætti að fulltrúar fiokkanna og
einn fulltrúi námsmanna fiytja
stuttar ræður. Þar á eftir verða pall-
borðsumræður þar sem stjórn-
málamennirnir verða krafðir svara.
Lúðrasveit
Hafnarfjarðar:
Hraustlega blásið
laugardagimt 28.
Laugardaginn 28. febrúar n.k.
heldur Lúðrasveit Hafnarfjarðar
sína árlegu tónleika.
Tónleikarnir verða í íþróttahús-
inu v/Strandgötu og hefjast kl.
14:30.
Stjórnandi Lúðræ>veitar Hafnar-
fjarðar er Hans ^wder, en hann
hefur verið stjórnarfrfi sveitarinnar í
rúm tuttugu ár.
Kynnir á hljómleikunum verður
Markús Á. Einarsson veðurfræð-
ingur.
Gröfumaður
Haf narf jarðarbær óskar að ráða gröf umann á JCB
vél, viðkomandi þarf að hafa tilskiiin vinnuvéla-
réttindi. Allar upplýsingar gefur yfirverkstjóri f
áhaldahúsi.
Bæjarverkfræðingur
Útboð
Innkaupastofnun ReykjavíkurbOFgar óskar eftir
tilboðum í gatnagerðirog lagnirásamt lögn hita-
veitu fyrirGatnamálastjórann í Reykjavík og Hita-
veitu Reykjavíkur.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavik gegn kr. 20.000,- skilatrygg-
ingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn
10. mars n.k. kl. 11.
INNKAUPASTO^NUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Postholt 878 101 Reykjavik
Ritari
Laust er til umsóknar starf skólaritara við Flens-
borgarskóla. Umsóknir er greini aldur og fyrri
störf skulu berast Bæjarskrifstofunum f Hafnar-
firði eigi sfðar en 27. feb. n.k.
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði
Frá
menntamálaráðuneytinu:
Umsóknarfrestur um áður auglýsta stöðu(
fræðslustjóra ( Norðurlandsumdæmi eystra
framlengist til 1. apríl n.k.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rfkisins.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um
menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðu-
neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavfk.
Menntamálaráðuneytið
Auglýsing
til mjólkurframleiðenda er ætla að taka
tilboði Framleiðnisjóðs um söiu eða
leigu fullvirðisréttar næsta haust.
Rfkissjóðurmun fráog með23. febrúar1987 til og
með 31. ágúst 1987 gefa þeim mjólkurframleið-
endum er ætla að taka tilboði Framleiðnisjóðs
næsta haust kost á þvf að hætta framleiðslu nú
þegar. Fyrir hvern Itr. af ónotuðum fullvirðisrétti
þessa verðlagsárs mun ríkissjóður greiða 15 kr.
Tilboð þetta er háð samþykki viðkomandi búnað-
arsambands.
Eigi verður leigt minna magn hjá hverjum fram-
leiðanda, nema sérstakar ástæður liggi fyrir, en
sem svarar til 20% af úthlutuöum fullvirðisrétti
hans verðlagsárið 1986/87.
Greiðsla leiguupphæðar fer fram eigi sfðar en
þremur vikum frá undirskrift samnings.
Skrifleg umsókn sendist til landbúnaðarráðu-
neytisins Arnarhvoli, 150 Reykjavík, en það veitir
jafnframt allar nánari upplýsingar.
Landbúnaðarráðuneytið, 19. febrúar 1987
Danskeppiti 1987