Alþýðublaðið - 03.03.1987, Side 2
2
Þriöjudagur 3. mars 1987
alþýðu-
Alþýðublaðiö, Ármúla 38, 108 Reykjavík
Sími: (91) 681866, 681976
Útgefandi: Blað hf.
Kitstjórar: Árni Gunnarssnn og Ingólfur Margeirsson
Blaðamcnn: Örn Bjarnason, Asa Björnsdóttir, Kristján Þor-
valdsson og Jón Danielsson
I ramkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot Alprcnt hf„ Ármúla 38
Prentun: Blaöaprcnt hf„ Síðumúla 12
Áskriftarsíminn
er 681866
RITSTJÓRNARGREIN —. —.
Við upphaf kosningabaráttu
Línumar eru farnar aö skýrast í íslenskum
stjórnmálum. Framboðslistar fyrir næstu al-
þingiskosningar eru komnir fram og fyrsti
kosningaskjálftinn gefur glöggt til kynna að
bæöi Sjálfstæðisflokkur og Alþýöubandalag
líta á Alþýðuflokkinn sem sinn skæðasta
keppinaut um hylli kjósenda.
Það er ennfremur Ijóst af yfirlýsingum for-
ystumanna núverandi stjórnarflokka, að þeir
munu stefna að áframhaldandi stjórnarsam-
starfi, haldi þeir þingstyrk sínum í kosningun-
um í vor. Það þýðir einfaldlega að ísland verði
áfram í viðjum úreltrar atvinnustefnu og svefn-
genglar í velferðarmálum halda áhrifum sínum
í landsstjórninni. Eina vonin til breytinga er
mikið fylgi Alþýðuflokksins í komandi kosn-
ingum. Þetta er staðreynd sem menn verða að
gera sér grein fyrir.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar kalla þær hag-
stæðu breytingar sem urðu á heildarstærðum
þjóðarbúsins á síðasta ári, árangur stjórnar-
stefnunnar. Réttnefni er hins vegar happdrætt-
isvinningur. Góðærisvinningurinn er skamm-
góður vermir ef ekki verður gerð bylting á
grundvelli efnahagslífsins. Þar hefur Alþýðu-
flokkurinn mest til málanna að leggja. Þar er
sérstaða hans skýrust. Og þar er málefnastaða
ríkisstjórnarinnar lökust ef litið er til langtíma-
hagsmuna þjóðarinnar.
Jón Sigurðsson, efsti maður á lista Alþýðu-
flokksins í Reykjavík flutti athyglisverða ræðu
á fundi Alþýðuflokksfélaganna á Akureyri s.l.
sunnudag. Jón nefndi nokkur dæmi þess að
núverandi ríkisstjórn hafi hvorki sinnt fram-
faramálum né verið nægilega vakandi við jafn-
vægisstjórn í efnahagsmálum frá ári til árs, og
lagði fram stefnu Alþýðuflokksins til úrræða.
Helstu dæmi Jóns voru eftirfarandi:
• Eftir fjögurra ára stjórnarsetu er skattakerfið
í rúst. Alþýðuflokkurinn vill gera heildarend-
urskoðun skattakerfisins að forgangsverk-
efni nýrrar ríkisstjórnar. Markmiðið er einfalt,
réttlátt og heilsteypt skattakerfi.
• Lífeyrissjóðamálið er i einum hnút í höndum
núverandi ríkisstjórnar. Alþýðuflokkurinn vill
þjóóaratkvæði um málið og leggur til að
komið verði á einum Iífeyrissjóði fyrir alla
landsmenn.
• Offramleiðslustefna stjórnarflokkanna í
landbúnaðarmálum erendanlega gengin sér
til húðar. Alþýðuflokkurinn vill verja fé til
vöruþróunarog sölu áframleiðslunni, stöðva
flótta úr sveitum og miða að hagkvæmum
sjálfsbjargarbúskap.
• Alþýðuflokkurinn styður frjálst fiskverð og
fiskmarkaði hér á landi og vill sveigjanlegra
veiðileyfakerfi í samráði við aðila innan sjáv-
arútvegsins.
• Ríkisstjórnin hefur skilað auðu í endurnýjun
bankakerfisins. Alþýðuflokkurinn vill upp-
stokkun bankakerfisins, og að alhliða bankar
keppi á jafnræðisgrundvelli sín á milli.
• Húsnæðislánakerfið er hrunið. Alþýðuflokk-
urinn vill treysta fjárhagsgrundvöll húsnæð-
islánakerfisins með auknum beinum fram-
lögum úr ríkissjóði og stuðla að því að ungir
jafnt sem aldnir eigi kost á kaupleigu- eða
búseturéttaríbúðum.
I upphafi kosningabaráttunnar skulu kjósend-
ur þess minnugir að ríkisstjórnin stærir sig af
því að hafa náð árangri í efnahagsmálum á
sama tíma og augljóst er, að hún hefur látið
reka á reiðanum í mikilvægum málum sem
varða undirstöðuna sjálfa. Þessu þarf að
breyta. Það þarf meiri framsýni, hugrekki og
myndarskap. Um þetta snúast komandi kosn-
ingar.
Þýðingarverðlaun
American Scandinavian Foundation 1987
American-Scandinavian Foundation í New York hefur
auglýst árleg þýðingarverðlaun sín, sem veitt verða i
haust. Verðlaun þessi eru fyrir þýðingar á ensku af Ijóð-
um, lausamáli eða leiktexta eftir norrænan höfund,
fæddan eftir 1880. Verðlaunin nema 1000 dölum, brons-
medalíu og loks verðurþýðingin í heild eðaað hluta birt
í tímaritinu Scandinavian Review. Verðlaunin verða af-
hent við hátíðlega athöfn í New York.
Nánari upplýsingar um reglur og fyrirkomulag má fá í
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík
(sími: (91)—25000).
Menntamálaráðuneytið,
25. febrúar 1987.
Sjúkraliðar og
aðstoðarfólk
Óskast til starfa nú þegar og til afleysinga í sumar,
sveigjanlegur vinnutími — lifandi starf.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 91—29133
frá kl. 8—16.
Vinnu og dvalarheimili Sjálfsbjargar
!S! .
||) Utboð
Innkaupastofnun Reykjavikurborgar fyrir hönd Hita-
veitu Reykjavlkur er að fara af stað með lokaútboð á
smfði og uppsetningu ávinnubúðum að Nesjavöllum.
Þeir bjóðendur sem áhuga hafa á að taka þátt í útboði
þessu skulu leggja inn nafn og slmanúmer á skrifstofu
vora fyrir 7. mars n.k., ennfremur liggja frammi til sýnis
á skrifstofu vorri útboðs- og verklýsing ásamt teikning-
um á verkinu til og með sama tlma.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Poslholf 878 — 101 Reykjavik
Flokksstj órnarfundur
Flokksstjórn Alþýðuflokksins
kom saman til fundar á Akureyri sl.
laugardag. Á fundinum voru af-
greiddir allir framboðslistar flokks-
ins vegna alþingiskosninganna.
Á fundinum fóru fram miklar
umræður um byggðamál og flutti
Árni Gunnarsson framsögu. Aðrir
málaflokkar voru ræddir s.s. lífeyr-
issjóðsmál og skattamál.
Að loknum flokksstjórnarfund-
inum bauð fulltrúaráð Alþýðu-
á Akureyri
flokksfélaganna á Akureyri flokks-
stjórnarmönnum í skoðunarferð og
að þeirri ferð lokinni var boðið upp
á veitingar í skrifstofu flokksins.
Árshátíð Alþýðuflokksfélag-
anna var siðan haldin í Alþýðuhús-
inu um kvöldið.
Neytendasamtökin og
Neytendafélag Rvíkur og nágr.:
Ríkisstjórnin hefur
fengið nægan frest
„Vegna þeirra upplýsinga sem
fram hafa komið í fjölmiðlum og í
umræðum innan stjórnkerfis
Reykjavíkurborgar að undanförnu,
telja Neytendasamtökin og neyt-
endafélag Reykjavíkur og nágrenn-
is, mjög brýnt að nú þegar verði
settar ítarlega reglur um fram-
leiðslu og eftirlit með steinsteypu.
Sérstaklega er mikilvægt að sett
verði skýr ákvæði um eftirlit,
hvernig það skuli framkvæmt og á
hvers ábyrgð. Það er sjálfsögð og
Dúndurstuð
í Stapa
Um 6—700 manns komu á
Reykjaneshátíð A-listans í Stapa á
laugardagskvöld, þegar listinn í
kjördæminu var kynntur.
„Þetta var sannkölluð stórhátíð“,
sagði Karl Steinar Guðnason í sam-
tali við Alþýðublaðið í gær. „Það
var þvílíkt dúndurstuð að menn
muna ekki eftir öðru eins“
Á hátíðinni voru sem áður sagði
frambjóðendur kynntir og flutti
Guðmundur Oddsson, fjórði mað-
ur á listanum, ávarp. Að því loknu
hófst spaug og glens þar sem fram
komu nokkrir helstu listamenn og
skemmtikraftar landsins. Síðan var
dansað fram eftir nóttu.
eðlileg krafa að neytendur fái ætíð
þá vöru og þjónustu sem lofað er
samkvæmt vörulýsingu, eða eins og
við á um steinsteypu, að varan sé í
samræmi við ákvæði byggingar-
reglugerðar“, segir í frétt frá Neyt-
endasamtökunum og Neytendafé-
lagi Reykjavíkur og nágrennis.
Ennfremur segir: „í ljósi þess að
algengasta fjárfesting almennings
er bygging íbúðarhúsnæðis, er sér-
staklega mikilvægt að húsbyggj-
endum sé tryggt að það byggingar-
efni sem þeir eiga kost á, sé ósvikin
vara sem stenst tímans tönn.
Neytendasamtökin og Neytenda-
félag Reykjavíkur og nágrennis
munu leita allra mögulegra leiða til
þess að tryggja rétt þeirra húsbyggj-
enda sem hugsanlega hafa keypt lé-
lega eða ónýta steinsteypu á síðustu
misserum.
Neytendasamtökin og Neytenda-
félag Reykjavíkur og nágrennis
minna á það, að Alþingi fól ríkis-
stjórninni fyrir tveimur árum að,
semja frumvarp til laga um sölu
varanlegrar vöru. Neytendasamtök-
in og Neytendafélag Reykjavíkur og
nágrennis telja að ríkisstjórnin hafi
þegar fengið nægan frest til þess að
semja slíkt frumvarp og hvetja hana
til dáða í þessum efnum.
t
Móöir okkar og tengdamóöir
Guðmunda Vilhjálmsdóttir
Hofsvallagötu 22
lést að heimili sínu 2. mars
Börn og barnabörn
t
Bjarni Vilhjálmsson
Fyrrverandi þjóöskjalavöröur er látinn
Kristin Eiríksdóttir og fjölskylda