Alþýðublaðið - 11.03.1987, Page 4
alþýðu-
MíjFu'JT'
Miðvikudagur 11. mars 1987
Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík
Sími: (91) 681866, 681976
Útgefandi: Blað hf
Ritstjórar: Árni Gunnarsson og Ingólfur Margeirsson
Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor-
valdsson og Jón Danielsson
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot Alprent hf., Ármúia 38
Prentun: Blaðaprent hf., Síðumúla 12
Askriftarsíminn
er 681866
Nýr starfsmaimastjóri
í Hvíta húsinu
— Howard Baker er úr leik sem forsetaframbjóðandi í kosningunum
1988. Það kemur hins vegar í hans hlut að vera stoð og stytta Reagans
þangað til. Sennilega verður hann mun valdameiri en forsetinn.
Þær ákvarðanir sem verða fram-
vegis teknar í Hvíta húsinu, verða
að vísu teknar í nafni forsetans, en
aðeins að fengnu samþykki
Howard Baker, að því er fréttaskýr-
endur í Washington segja. Baker
hefur síðasta orðið. Það er gjaldið
sem Reagan forseti verður að greiða
vegna vopnasöluhneykslisins.
Baker
Fyrrverandi þingmaðurinn,
Howard Baker frá Tennessee, var í
fjögur ár, 1980—1984, formaður
meirihluta repúblíkana í öldunga-
deild bandaríska þingsins. Hæfi-
leikaríkur maður að sögn, en að-
hyllist ekki þá hugmyndafræði sem
hefur einkennt Reaganstjórnina.
Bandarísk dagblöð segja að fyrir
hinn harða kjarna hægrirepúblík-
ana sé ráðning þessa manns „hið
versta kjaftshögg“. Hann er fulltrúi
alls þess sem þeir fyrirlíta; tilslak-
ana og samningsvilja, bæði gagn-
vart demókrötum og „óvininum í
austri“.
Það var engin eftirsóknarverð
staða að taka við starfi starfs-
mannastjóra Hvíta hússins einmitt
núna, enda munu þeir hafa verið
fleiri en einn og fleiri en tveir sem
höfnuðu því góða boði. En Baker
þykir hafa alla þá hæfileika til að
bera sem eru nauðsynlegir til að
rétta við þá erfiðu stöðu sem skap-
ast hefur.
í fyrsta lagi varðar það forsetann
sjálfan. Turn-nefndin svokallaða
var óvægin í dómum sínum um
hann, bæði beint og óbeint. Það
mátti lesa milli línanna margt fleira
en það sem sagt var berum orðum í
skýrslu nefndarinnar um íransmál-
ið. Forsetinn þykir hafa verið held-
ur ónákvæmur um málsatvik og
ekki þykir hann heldur hafa gaum-
gæft nægilega afleiðingar póli-
tískra ákvarðana.
Edmund Muskie, fyrrverandi ut-
anríkisráðherra, sem var einn
þriggja nefndarmanna í Turn-
nefndinni, lét hafa það eftir sér í
síðustu viku að hann væri alveg
dolfallinn yfir minnisleysi forsetans
varðandi vopnasölumálið. Hann
sagði ennfremur að Reagan væri
auðsjáanlega ekki fær um að gegna
starfi sínu.
Umkvartanir um slíkt hafa verið
algengar upp á síðkastið. í síðustu
viku meira að segja úr röðum hátt
settra repúblíkana. Einn af ráðgjöf-
um forsetans kvartaði yfir því að
hann hefði auðsjáanlega átt erfitt
með að halda sér vakandi á stuttum
fundi með varnarmálaráðherran-
um, Caspar Weinberger. Wein-
berger hefur síðan, reynslunni rík-
ari, notað litskyggnur og fleira
þessháttar til að halda athygli for-
setans á fundum þeirra, eftir því
sem sagt er.
Kreppuástand
Það er fátt eitt eftir af uppruna-
legu starfsliði Reagans. Aðal-ör-
yggismálaráðgjafi Reagans í írans-
málinu, John Poindexter fékk
reisupassann, ásamt nánasta sam-
starfsmanni sínum Oliver North of-
ursta. CIA-foringinn, William
Casey liggur á sjúkrahúsi með
heilablóðfall, Robert Gates, mað-
urinn sem Reagan tilnefndi sem eft-
irmann Casey vill nú draga sig til
baka, eftir að hafa fengið slæma út-
reið i þinginu. Forveri Poindexters,
Robert McFarlane er á batavegi eft-
ir sjálfsmorðstilraun, starfsmanna-
stjórinn, Donald Regan var látinn
hætta í því starfi og allmargir aðrir
starfsmenn Hvíta hússins hafa lagt
inn uppsagnarbréf. Shultz utanrík-
isráðherra og Weinberger varnar-
málaráðherra hafa fengið á sig ljót-
an stimpil eftir að Turn-nefndin
skilaði áliti.
Og skýrsla Hirn-nefndarinnar er
bara byrjunin. Tvær sérstakar þing-
nefndir starfa að áframhaldandi
rannsókn íransmálsins, auk margra
minni nefnda i báðum deildum
þingsins. Rannsóknin snýst aðal-
lega um það að hve miklu leyti
íransmálið hafi brotið í bága við
gildandi bandarísk lög, einkum
svokölluð hlutleysislög, lög um
vopnaútflutning og sérstök lög um
bann við vopnaaðstoð við Contra-
skæruliða í Nicaragua, fyrir tíma-
bilið frá 1984 og fram í október
1985.
Tímaritið Newsweek greindi frá
því í síðustu viku að einmitt á þess-
um tíma hefðu verið sendir 17
skipsfarmar með vopn og skotfæri
til Contra-skæruliðanna og þeim
aðgerðum hefði verið stjórnað frá
Hvíta húsinu.
Langsennilegast er að ekki séu öll
kurl komin til grafar í þessu máli.
Svo gæti farið að North og
Poindexter yrðu leiddir fyrir herrétt
og það er ólíklegt að forsetinn telj-
ist ekki að einhverju leyti ábyrgur
fyrir því sem gerst hefur og því sem
enn kann að vera óupplýst.
Þegar íransmálið verður komið í
höfn, þá verður líka valdatíma
Reagans forseta senn lokið. For-
setakosningar verða haldnar í
Bandaríkjunum 1988 og kosninga-
baráttan hefst væntanlega strax í
byrjun næsta árs. Howard Baker
hefur verið talinn líklegur forseta-
frambjóðandi af hálfu repúblíkana
og mun þegar hafa verið farinn að
hugsa sér til hreyfings þegar honum
bauðst staða starfsmannastjóra
Hvíta hússins. Þar með er hann úr
leik sem frambjóðandi í næstu
kosningum, en aftur á móti kemur
það í hans hlut að bjarga því sem
bjargað verður það sem eftir lifir af
stjórnartíð Ronalds Reagan for-
seta.