Alþýðublaðið - 17.03.1987, Page 1

Alþýðublaðið - 17.03.1987, Page 1
alþýóu Þriðjudagur 17. mars 1987 52. tbl. 68. árg. Hitaveitu- málin enn í salti „Ég og fjármálaráðherra höfum gefið grænt ljós um að borað verði eftir heitu vatni í Vestmannaeyjum. Það er mikil von um að hægt verði að komast niður á heitt vatn, sem geti orðið til þess að bæta hag Fjar- hitunar Vestmannaeyja til næstu 3—5 áraþ sagði Albert Guðmunds- son, iðnaðarráðherra, í samtali við Alþýðublaðið i gær. Albert sagði að ráðherrarnir hefðu enn ekki fjallað Albert Guðmundsson iðnaðarráö- herra: „Ég og fjármálaráðherra höfum gefið grœnt Ijós að borað verði eftir heitu vatni i Vestmanna- eyjum.“ um fjárhagsvanda veitnanna, en þau mál hafa verið til umfjöllunar í nefnd frá því í haust. Sérstök nefnd fjallaði um tæknilegu hlið mála og hefur hún skilað áliti sínu og tóku ráðherrarnir sínar ákvarðanir, varð- andi Fjarhitun Vestmannaeyja, á grundvelli niðurstöðu þeirrar nefndar. I haust setti iðnaðarráðherra á laggirnar nefnd undir forsæti Jón- asar Elíassonar, aðstoðarmanns ráðherra, og var henni falið að vinna tillögur til lausnar hitaveitna í landinu. Nefndin vinnur nú að gerð lokaskýrslu og sagðist Albert vonast til að fá hana í hendur á næstu dögum. Töluverður dráttur hefur orðið á að nefndin skilaði af sér, en í síðustu viku kvaðst ráð- herra mundu fá skýrsluna þá í lok vikunnar. Samkvæmt lánsfjárlögum hefur fjármálaráðherra heimild að fengnu samþykki fjárveitingar- nefndar, að leggja til fjármagn til að greiða úr fjárhagsvanda veitn- anna. Albert sagði að Alþingi hefði fjallað um málið þannig að ekki væri nauðsynlegt þess vegna að fjalla um það ferkar á þingi. Hann sagði að það væri ekkert að van- búnaði að kalla fjárveitingarnefnd saman ef til þarf. Kjarabœtur hjá ríkinu: Biðröð hjá Indriða eða Indriði í biðröð „ Menn eru allir af vilja gerðir, en það gengur e.t.v. ekki í samræmi við það“, sagði Kristján Thorlacius, for- maður Hins íslenska kennarafélags, í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Kennarar og samninganefnd fjár- málaráðuneytisins funduðu til klukkan sjö í gærmorg- un, en boðað verkfall kennara hófst á miðnætti þá um nóttina. Ákveðið var að viðræður héldu áfram eftir klukkan fimm í gær. Niðurstaða þeirrar lotu lá ekki fyr- ir áður en Alþýðublaðið fór í prentun í gærkvöldi. Kristján sagðist vera svona sæmilega bjartsýnn“, þegar blaðamaður náði tali af honum fyrir fundinn í gær. Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins, hefur í nógu að snúast þessa dagana. Um 40 launahópar bíða fyrir utan dyrn- ar hjá honum. í gær komust færri að hjá honum en vildu. — Ákveðin forgangsröð virðist gilda um það. Bentu viðmælendur blaðsins á í gær að auðvitað þyrfti Indriði að eta, drekka og sofa, eins og annað fólk. Dýralæknar áttu bókaðan fund með samninganefndinni í gær- morgun, en af þeim fundi gat ekki orðið. Hjúkrunarfræðingar áttu einnig von á fundi með Indriða og félögum í gærmorgun en af því gat heldur ekki orðið. Hjúkrunarfræð- ingar hjá BHM hafa boðað verkfall frá og með fimmtudegi. Eftir hádegi í gær átti fjármála- ráðherra hátt í tveggja tíma fund með Indriða og trúnaðarmönnum sínum. í gær hafði ráðherra ekki enn komið beint inn í viðræðurnar, en heimildarmenn Alþýðublaðsins töldu í gær líklegt að ráðherra biði eftir viðkvæmu augnabliki. Voru menn farnir að sja fyrir sér fyrir- sagnir Mogga og DV: „Þorsteinn leysti hnútinn", eða „Ráðherra ruddi brautina til samkomulags". Alþýðublaðið spurði Kristján Thorlacius í gær hvort hann ætti von á því að verið væri að smíða kosningatromp handa Þorsteini. „Ég vil nú ekkert um það segja. Það væri reyndar ánægjulegt ef einhver gæti leyst hnútinn" I gær lá kennsla að mestu leyti niðri í framháldsskólunum eftir að rúmlega 1100 kennarar yfirgáfu vinnustaði sína. Biður Þorsteinn eftir nýju kosn- ingatrompi. — Það verður ekki ó- nýtt fyrir hann að komast inn í við- ræður á viðkvœmu augnabliki og leysa hnútinn. I gœr voru menn strax farnir að móta fyrirsagnir: „Þorsteinn leysti hnútinn“, „Ráð- herrann ruddi brautina til sam- komulags. ..“ Menn benda á að Indriði H. Þor- láksson þurfi að eta, drekka og sofa, eins og annað fólk. — Um 40 launahópar bíða spenntir fyrir utan dyrnar hjá honum. Eða er Indriði e.t.v. líka í biðröð . . . „Það er allt í einu orðið svo rúmt að maður fær hálfgert víðáttubrjál- æði“, sagði Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, í samtali við Alþýðublaðið í gær. Guðni var að vonum dapur en sagð- ist þó enn Iifa í voninni. Hann var bjartsýnn á að deilan leystist strax á fundinum sem hófst klukkan fimm. Kennarar við MR höfðu, að sögn Guðna, undirbúið nemendur varð- andi lesefni fram í tímann. „Þau eiga því að vita nokkurn veginn hvað þau eiga að Iesa“ Guðni sagði að þetta væri þriðja verkfallið sem nemendur í 5. og 6. bekk skólans lentu í. „Það er í raun og veru skelfilegt að þetta skuli lenda á sömu árgöngunum ár eftir ár. Þetta hlýtur að koma niður á krökkun- um“ Blaðamaður spurði Guðna hvort nokkur þyrfti að efast um það. Kennararnir hlytu að vera til einhvers gagns! „Jú það er náttúr- lega eitt í þessu“, sagði Guðni og hló af sinni alkunnu snilld. Lára V Júlíusdóttir: Yfirvinnu þyrfti að útrýma með öllu „Við konur viljum meina að það hafi sýnt sig að almenn yfirvinna í landinu hafi að jafnaði vérið um það bil tveir tímar til viðbótar dag- vinnu, en aftur á móti megi hæg- lega ná sömu afköstum með átta tíma dagvinnu einni saman, þó að þessir hefðbundnu tveir eftirvinnu- tímar komi ekki til. Við viljum sem sagt meina að afköstin þurfi ekki að minnka þótt þessir yfirvinnutímar verði klipnir af,“ segir Lára V. Júlí- usdóttir lögfræðingur ASÍ við Al- þýðublaðið. „Sem dæmi um þetta er til dæmis yfirvinnubann iðnaðarmanna á átt- unda áratugnum, eins og menn ef til vill muna. Þá var hægt að sýna fram á að afköstin minnkuðu ekki þrátt fyrir skemmri vinnutíma. Einnig má geta þess, að í allri al- mennri þjónustu er ekki gert ráð fyrir lengri vinnutíma en átta stundum á dag og það gefur upp hugmyndina um það, hvort ekki væri einnig hægt í öðrum greinum atvinnulífsins að „þjappa" vinn- unni saman, þannig að afköstin minnkuðu ekki, þrátt fyrir að þessir tveir umtöluðu tímar yrðu teknir af. Ég held einnig að allir geti verið sammála um að eftir átta stunda vinnudag eru menn í raun búnir að fá nokkuð nóg, — fólk er orðið þreytt og alls ekki eins afkastamikið eftir strangan átta tíma vinnudag. Það er því mikil spurning hvað at- vinnurekandinn fær i rauninni út úr viðbótartímunum, sem hann að auki þarf að kaupa hærra verði en dagvinnuna. Þannig fer þetta í hálf vandræðalegan hring: Atvinnurek- andinn fer að borga vinnu hærra verði sem hann i raun fær minna út úr. Ég held að allir sjái óhagræðið í þessu. Þarna virðist vera einhver hugsanaskekkja, bæði hjá vinnu- veitandanum og launafólkinu, sem náð hefur að festa rætur á löngum tíma. Fólk er einhvern veginn farið að trúa því að það sé nauðsynlegt að vinna þessa yfirvinnu. Aftur á móti, ef fólk næði því að vinna skipulegar yfir daginn, þá er senni- legt að það myndi skiia sömu af- köstum þótt yfirvinnan kæmi ekki til. En það þarf að gera fleira en að hækka dagvinnukaupið og halda svo öllu öðru óbreyttu. Fólk myndi þá mjög sennilega hugsa eitthvað á þá leið, að það væri að vísu búið að fá þessa kauphækkun, en að það yrði samt með einhverjum hætti að drýgja tekjur sínar. Bjóðist þá yfir- vinnan eftir sem áður, — þá fer fólk einfaldlega að vinna hana aftur. Þrennt er það þó sem bent hefur verið á til þess að reyna að koma í veg fyrir þetta: í fyrsta lagi eru uppi hugmyndir um að gera yfirvinnuna þgið dýra, að atvinnurekendur forð- ist áð kaupa slíka vinnu, nema í undantekningartilfellum. í því sambandi er verið að tala t.d. um 150% álag á yfirvinnutaxta, svona sem hugmynd, þannig að þar yrði svo stórfelldur munur að yfirvinna yrði aðeins unnin í neyðartilvikum. Og þá yrði slíkt í höndum atvinnu- rekenda, hvenær þeir meta að slíkt yrði nauðsynlegt. í öðru lagi mætti hugsa sér það að yfirvinnuálagið yrði gersamlega fellt niður og jafnvel að öll vinna til viðbótar við átta tímana yrði ódýr- ari heldur en dagvinnan. Ef til vill erum við þarna komin nokkuð út í öfgafulla hluti, en hugmyndin á bak við þetta er vitaskuld sú, að launafólkið sjái sér hreinlega engan hag í yfirvinnu og afþakki hana fyr- ir bragðið. Ef okkur tækist að fá fólk til að fallast á þessa leið, þá er ekki að vita nema að hún yrði einna áhrifaríkust þrátt fyrir allt. Sem sagt: launafólk vinni þá sína átta tíma og búið. En þarna vaknar strax spurning: Hvað á þá að gera við því hroðalega peningaleysi sem fólk býr við? Rek- ur það menn ekki hreinlega til að gera samt eitthvað til viðbótar? Þá er til í dæminu, þótt það verði trú- lega erfiður róður, að auka vægi dagvinnunnar það verulega, að þetta hroðalega peningaleysi sem menn búa við, þjaki fólkið ekki eins og það gerir í dag. Hitt er svo annað mál, að við verðum líka að átta okk- ur á hvernig þetta peningaleysi al- mennings er til komið. Er það ekki t.d. vegna þess að hér er fólki boðið upp á það, að borga niður þakið yf- ir höfuðið á sér að miklu leyti á tiu árum í staðinn fyrir fjörutíu árum, svo einhver tala sé nefnd. í því dæmi er brýn nauðsyn að dreifa kostnaði við húsnæðisöflun yfir miklu lengri tímabil en gert er í dag. Fleira mætti að sjálfsögðu nefna í þessu sambandi. Það sem við erum í raun að gera, er að reyna að hugsa út nýtt og betra þjóðfélag, þar sem tekjunum sem til skipta eru er virkilega jafnað út, þannig að menn geti virkilega lifað lífinu án þess að fyrirfara sér með vinnuþrælkun. Þriðja leiðin sem sett hefur verið fram sem hugmynd, er eins konar stjórnvaldsleið eða valdboð, þar sem kæmi hreinlega fyrirskipun „að ofan“ sem hreinlega bannaði öllum aðilum, vinnuveitendum og launafólki, að vinna lengri vinnu- viku en þessar lögbundnu 40 stund- ir á viku. Ég reyndar sé þessa leið alls ekki fyrir mér sem þá réttu. Mín skoðun er að þetta verði að koma frá fólkinu sjálfu, þ.e.a.s. atvinnu- rekstrinum og launafólkinu. En þetta krefst samvinnu aðila. Svo mikið er vístþ segir Lára V. Júlíus- dóttir.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.