Alþýðublaðið - 21.03.1987, Side 4
4
Laugardagur 21. mars 1987
Kjarvalsstofa í París
Kjarvalsstofa I París er (búö og vinnustofa, sem ætluð
er til dvalar fyrir Islenzka listamenn. Reykjavlkurborg,
Menntamálaráðuneytiö og Seölabanki Islands lögðu
framfétil þessaökomauppsllkri starfsaðstööu I Parls-
arborg með samningi við stofnun, sem nefndist Cité
Internationale des Arts og var samningurinn gerður á
árinu 1986. Kjarvalsstofa er I miðborg Parlsar, skammt
frá Notre Dame dómkirkjunni.
Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvalsstofu
og gerir hún tillögu um úthlutun dvalartlma þar til
stjórnar Cité Internationale des Arts, er tekur endan-
lega ákvörðun um málið. Dvalartlmi er skemmstur 2
mánuðiren lengst er heimilt að veita listamanni afnot
Kjarvalsstofu 11 ár.
Þótt að öðru jöfnu sé miðað við dvöl i Kjarvalsstofu,
geturstjórn Kjarvalsstofu I samráði við stjórn stofnun-
arinnar útvegað listamönnum, er þarfnast sérstakrar
aðstöðu, aðra vinnustofu I sömu byggingum, en Kjar-
valsstofu er þá ráðstafað á meöan til annarra rétthafa.
Þeir, sem dvelja I Kjarvalsstofu greiða dvalargjöld, er
ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og
miðast við kostnað af rekstri hennarog þess búnaöar,
sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn
leiga I Parlsarborg. Dvalargestirskuldbindasig til þess
að hllta reglum Cité Internationale des Arts varöandi af-
not af húsnæði og vinnuaöstöðu og jafnframt skuld-
binda þeir sig til þess að dvöl lokinni að senda stjórn
Kjarvalsstofu stutta greinargerð um störf sln.
Hérmeð er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvals-
stofu, en stjórnin mun á fundi slnum I aprll fjalla um af-
not listamannan af stofunni tlmabilið 15. júni 1987—31.
mal 1988, ef nægar umsóknir berast. Skal stíla umsókn-
ir til stjórnarnefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti um-
sóknum til stjórnarnefndarinnar I skjalasafni borgar-
skrifstofanna að Austurstræti 16, en þar liggja einnig
frammi umsóknareyðublöð og afrit af þeim reglum,
sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu.
Umsóknum skal skila I síðasta lagi 21. apríl n.k.
Reykjavík 18. marz 1987
Stjómamefnd Kjarvalsstofu
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
— Forstööumaður viö
___ íbúðir aldraðra í
Norðurbrún 1
Laus er staða forstöðumanns við fbúðir aldraðra
[ Norðurbrún 1.
Æskilegt erað forstöðumaður hafi reynslu og/eða
menntun á sviði félagsmála.
Aðeins umgengnisgott og reglusamt fólk kemur
til greina. Góð íbúð fylgir starfinu.
Umsóknareyðublöð fást hjá Starfsmannahaldi
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9.
Umsóknarfrestur er til 30. mars n.k.
Upplýsingargefur BirgirOttósson, húsnæðisfull-
trúi, sími: 2 55 00, Vonarstræti 4.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
®Fulltrúi
__ húsnæðisdeild
Framlengdur er umsóknarfrestur um stöðu full-
trúa I húsnæðisdeild.
Starfið felur m.a. I sér þátttöku I rekstri leiguhús-
næðis Reykjavikurborgar.
Starfið reynir á hæfni I almennum skrifstofustörf-
um og mannlegum samskiptum, jafnframt þekk-
ingu og reynslu I sambandi við viðhald húsnæðis.
Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannahaldi
Reykjavikurborgar, Pósthússtræti 9.
Umsóknarfrestur er til 30. mars n.k.
Nánari upplýsingar gefur Birgir Ottósson, hús-
næðisfulltrúi, I slma: 2 55 00, Vonarstræti 4.
mtmPmVimméSt
wm
ggmgarj
Efsvoer: FÉKKSTU ÞAÐ FYRIR 1. SEPTEMBER 1983?
Efsvoer: GREIDDIRÐU LÁNIÐ UPP EÐA SELDIRÐU
EIGNINA Á TÍMABILINU FRÁ 1. SEPTEMBER
1983 TIL 1. FEBRÚAR 1987?
Efsvoer: Ú PEi UÁ
Fráogmeð 1. febrúar 1987 voru grunnvísitölur þessara
lána hækkaðar með staðlinum 1,0288, þannig að
eftirstöðvar lánanna með verðbótum lækka um 28%.
Svarir þú öllum þremur sþurningunum hér að ofan
játandi, þá skaltu senda sölusamning eða greiðsluseðil,
sem sýnir að lánið hafi verið greítt uþp, til Veðdeildar
t.
^ Húsnæðisstofnun ríkisins
LAUGAVEGI 77 101 REYKJAVÍK
Molar
. . . bílasala
lögreglunnar . . .?
47. mál sem tekið var fyrir á
fundi borgarráðs 10. mars sl.
hljóðaði á þessa leið: „Lagt fram
bréf lögreglustjóra frá 25. f.m.
varðandi leyfi til að reka bílasölu
og bílaleigu við Borgartún 25.
Vísað til umsagnar umferðar-
nefndar“
Moli velti því fyrir sér vegna
þessa bréfs lögreglustjóra hvort
lögreglan í Reykjavík hygðist nú
taka upp það nýmæli að reka
„bissnes“ í þessum dúr til þess að
reyna að auka sannanlega tekjur
sínar sem samkvæmt mati Mola
eru undir hungurmörkum, en
lausleg fyrirspurn leiddi í ljós að
svo var reyndar ekki, — þótt
merkileg sé.
William Thomas Moller, aðal-
fulltrúi lögreglustjórans í Reykja-
vík, fullyrti í símtali við Mola að
hér væri lögreglustjóri ekki að
hugsa um sjálfan sig, heldur væri
hann í þessu tilfelli að leggja fram
beiðni fyrir einhvern aðila út í bæ,
sem væntanlega hygðist vilja
opna og reka bílasölu og bílaleigu
að Borgartúni 25. Málið yrði hins
vegar að fara þessa leið. Viðkom-
andi þyrfti leyfi lögreglustjóra
sem svo aftur yrði að leita um-
sagnar og samþykkis borgar-
stjórnar.
En Moli fer ekki ofan af því að
upprunalega hugmynd hans er
prýðileg. Lögreglunni veitti
örugglega ekki af að fá að reka
bílasölu, bílaleigu, verðbréfasölu
og fasteignaviðskipti, svo eitthvað
sé nefnt. Moli hvetur því lögreglu-
stjóra til þess að leggja fram aðra
beiðni og í það skiptið í eigin
nafni, eða nafni laganna. Bílasala
lögreglunnar er traustvekjandi
heiti og fengi mikil viðskipti.
Reyklaus dagur
27. mars
Ákveðið hefur verið að einn dag-
urí marsmánuði, fösíudagurinn 27.
mars 1987 verði „reyklaus dagur“
hér á landi. Ráðgert er að fram-
kvæmd hans verði með svipuðum
hætti og gert var á reyklausum degi
í febrúar 1982. Sá dagur þótti takast
vel. Fjölmargir reykingamenn tóku
að fullu þátt í deginum, eins og til
stóð og vitað er að margir þeirra
notuðu tækifærið til að hætta að
reykja fyrir fullt og allt.
Löggjöf um tóbaksvarnir hefur
verið i gildi um tveggja ára skeið og
haft ómetanlega þýðingu fyrir það
starf sem unnið hefur verið. Því er
nú lagt til að nýta meðbyrinn og
hefja öfluga sókn að markmiðinu
um Reyklaust ísland árið 2000. Það
er von Tóbaksvarnarnefndar og
RÍS 2000 að sem allra flestir reyk-
ingarmenn gangi í „Reyklausa lið-
ið“ þó ekki væri nema þennan eina
dag.
Herferð gegn reykingum er nú-
orðið farin um mest allan heim.
Flestar þjóðir hafa á undanförnum
árum lagt æ ríkari áherslu á tóbaks-
varnir og tekið upp öflugar baráttu-
aðferðir í því skyni.
Markmiðið með reyklausum degi er
fyrst og fremst:
1. Að fásem flestatilaðreykjaekki
þann 27. mars.
2. Að fram komi fjölbreyttar upp-
lýsingar og fróðleikur um af-
leiðingar tóbaksreykinga og að
umræða skapist um óbeinar
reykingar og skaðsemi þeirra og
um reyklausa staði.
3. Að sem flestir hætti að reykja
þennan dag og að skipulögðum
leiðbeiningum verði dreift til
þeirra sem þess óska.
4. Að styrkja þann vilja sem fyrir
er hjá reykingamönnum að
hætta reykingum. kannanir
hafa leitt í ljós að mikill meiri-
hluti þeirra hafa hug á að hætta,
en vantar tilefnið.
Eins og áður segir verður reyk-
laus dagur þann 27. mars og óska
Tóbaksvararnefnd og RÍS 2000 eft-
ir því að sem flestir láti þetta mikil-
væga málefni til sín taka. Liðsinni
allra þarf til að unnt sé að uppskera
ríkulega.