Alþýðublaðið - 21.03.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 21. mars 1987
5
í lögum um jafna
stöðu og jafnan rétt
kvenna og karla
segir m.a. svo í 3.
gr. „Hvers kyns
mismunun eftir
kynferði er óheimil.
Þó teljast sérstakar
tímabundnar að-
gerðir, sem ætlaðar
eru til að bæta
stöðu kvenna til að
koma á jafnrétti og
jafnri stöðu kynj-
anna ekki ganga
gegn lögum þess-
um.“
Þetta ákvæði var
langþráð í íslenska
löggjöf ef marka
má þá umræðu
sem átti sér stað
um jafnréttismál
síðasta áratuginn.
Þó hefur lítið heyrst
hvernig konur
hyggjast nota sér
þessi nýfengnu
réttindi. Hér á eftir
set ég fram nokkra
punkta — hugleið-
ingu um það hvern-
ig nýta má þetta
ákvæði. Úttektin er
ekki vísindaleg,
heldur eins konar
hugarflug. Umræð-
an verður síðan að
koma í kjölfarið og
stefnan að markast
af henni.
Hvernig hyggjast
konur nýta sér
nýfengin réttindi?
Menntun
í þeim framhaldsskólum þar sem
konur eru mjög fáar, og í þeim
greinum sem erfitt hefur verið að fá
þær í, þ.e. tæknigreinar má leggja
áherslu á að fá konur sem kennara.
Hugsanlegt væri að setja kvóta á
slíkt. Einnig má reyna að tryggja
konum ákveðna hlutdeild við inn-
töku í slíka skóla og slíkt nám, ef
unnt er. Skv.uppl. frá 1983 eru kon-
ur undir 20% nemenda í iðnskól-
um, vélskólum og stýrimannaskól-
um, undir 30% nemenda í hótel og
veitingaskóla Islands og bænda-
skólum. í námi á háskólastigi eru
konur 10,6% nemenda í Tækni-
skóla íslands. Ýmsar iðngreinar
geta verið heppilegar konum, en
þær hafa ekki sótt í t.d. bakaraiðn,
feldskeraiðn, glerslípun, gullsmíði,
húsamálun, húsa-, húsgagnasmíði
og bólstrun, leirkerasmíði, Ijós-
myndun, málaraiðn, netagerð, off-
setljósmyndun, offset-prentun,
prentmyndaljósmyndun, prent-
myndasmíði, prentun, rafeinda-
virkjun, rafvélavirkjun, rafvirkjun,
skósmíði, skrifvélavirkjun, úr-
smíði, útvarps- og sjónvarpsvirkj-
un.
Hugsanlegt er að hvetja konur
inn á slíkar brautir með styrkjum,
auknum lánveitingum, sérstökum
verðlaunum eða fyrirgreiðslu við að
setja af stað sjálfstæðan atvinnu-
rekstur í lok náms.
Atvinnuþátttaka
Mjög hátt hlutfall kvenna tekur
þátt í atvinnulífi. Takmarkað
starfsgreinaval er vandamál. Konur
velja sér störf í 20—30 starfsgrein-
um á vinnumarkaði, á meðan karl-
ar stunda vinnu í 200—300 starfs-
greinum. Þessu mætti breyta með
vísan til 3. gr. jafnr.laga með því að
fá konur inn í hinar óhefðbundnu
karlagreinar með ákvæðum um
sveigjanlegan vinnutíma, aðlögun-
artíma, styrkveitingum, lánafyrir-
greiðslum bæði til atvinnurekenda
og þeirra einstaklinga sem í hlut
eiga, verðlaunum til þeirra atvinnu-
rekenda sem ráða konur í óhefð-
bundin kvennastörf, áróðri, auglýs-
ingum, umfjöllun um þau tilvik
sem reynd eru og reynast vel. Fyrir-
myndir eru mikilvægastar. Konur,
bílstjórar, konur öskukallar, konur
smiðir, konur skólastjórar, konur
kokkar.
Laun
Launamunur karla og kvenna er
töluverður í dag, mismunandi þó
eftir stéttum og starfsgreinum. Erf-
itt hefur reynst að sýna fram á
launamisrétti, en allt virðist benda
til að hluti launamunar verði ekki
rakinn til annars en misréttis.
Könnun sem forsætisráðuneytið
tók að sér að framkvæma fyrir
þremur árum síðan hefur enn ekki
séð dagsins ljós, en þar á að leiða
fram launamisrétti. Könnunin er
væntanleg á næstu dögum. Þegar
launamisrétti liggur fyrir í tölu-
formi opnast möguleiki á að nota 3.
greinina þar. Má hugsa sér að
ákveðnir hópar fari sömu leið og
bankamenn I Svíþjóð, þ.e. að gera
kröfu til viðbótarprósentuhækkun-
ar launa kvenna umfram karla.
Krafa kvenna verði 2% umfram
karlanna eða eitthvað því um líkt.
Einnig má hugsa sér leiðir í gegnum
skattakerfið til að ná þessari niður-
stöðu. Slíkt myndi þó að öllum lík-
indum festa enn frekar í sessi launa-
misréttið en nú er, og flytja vand-
ann af launagreiðendum yfir á rík-
ið. Launin sjálf þarf að hækka og
samræma. Starfsmat hefur lengi
verið lausnarorð, og hefur mjög
verið einblínt á komandi fastlauna
samninga, þar sem raða á starfs-
heitum í launaflokka upp á nýtt.
Launamisréttið er tvíþætt, annars
vegar lág laun í kvennagreinum,
hins vegar lægri laun til kvenna í
sömu greinum og karlar. Starfsmat-
ið á ágætlega við í fyrri flokknum.
í síðari flokknum mætti hugsa sér
frekar kvóta, þvingun, styrki eða
eitthvað því um líkt. Áróður getur
einnig haft sitt að segja, auglýsing-
ar eins og: „Hjá okkar fyrirtæki
hafa konurnar sömu laun og karl-
arnir, enda standa þær sig með
sóma“
í starfsmatsleiðinni má hugsa sér
að beita tímabundnum aðgerðum
við röðun í flokka. „Vegna kynferð-
is fást 5 punktar."
Mun auðveldar er að koma við
starfsmati hjá hinu opinbera, ríki
og sveitarfélögum, heldur en á
frjálsum vinnumarkaði, þar sem
frelsið og samkeppnin ráða miklu
um starfsval og ráðningar í störf.
Þannig er nauðsynlegt fyrir konur
að vera meðvitaðar um stöðu sína,
gera sömu kröfur til launa og karl-
arnir, bera virðingu fyrir störfunum
sem þær gegna og vera tilbúnar að
taka á sig ábyrgð til jafns við karla,
þ.e. gera sig að æskilegu vinnuafli,
sem kostar það sama og karlarnir,
þ.e. gera sig að æskilegu vinnuafli.
Það viðhorf er allt of algengt hjá
konum að gera minni kröfur til
sjálfra sín, einmitt vegna þess hve
kaupið er lágt. Þannig skapast oft
vítahringur.
Forysta
Hægt er að beita 3. gr. jafnréttis-
laga til að innleiða þá reglu, að við
tilnefningar í nefndir og ráð skuli
tilnefnd kona og karl, og síðan val-
ið á milli. Einnig má hugsa sér stíf-
an kvóta, sem er mun róttækara
skref. Rétt er að byrja smærra og
fikra sig áfram, til að forðast það að
konum sé þröngvað í stöður, nefnd-
ir og ráð sem þær kæra sig ekki um,
en telja sér skylt að gegna vegna ein-
hvers konar kvóta. Hægt er að
hugsa sér að viðkomandi stjórnvald
setji reglur um tilnefningar hjá sér
e.t.v. með auglýsingu frá viðk. ráðu-
neyti.
Stjórnmálaflokkarnir ræða nú
mjög kvóta, og er hann kominn á í
Alþýðubandalagi í nefndir og
stjórnir flokksins.
Hér að framan hafa verið nefnd
nokkur dæmi um leiðir. Þær má í
meginatriðum greina í tvennt, ann-
ars vegar kvótaleiðina, hins vegar
styrkjaleiðina. Kvótaleiðin hefur
verið reynd í Noregi um nokkurn
tíma og hefur að flestra mati tekist
mjög vel. Konum hefur fjölgað
verulega í opinberu lífi, og má í dag
segja að norska ríkisstjórnin sé
kvennaríkisstjórn. Aldrei áður hafa
svo margar konur átt sæti í ríkis-
stjórn eða verið svo hátt hlutfall
ríkisstjórnar í heiminum.
Styrkjaleiðin er sú leið sem farin
hefur verið í Bretlandi ög víðar.
Hún er ekki eins þvingandi, og
árangur hennar er ekki eins augljós.
Hér stöndum við í raun frammi fyr
ir því hvort tilgangurinn helgi
meðalið.
Lára V. Júlíusdóttir.