Alþýðublaðið - 21.03.1987, Síða 6
6
Laugardagur 21. mars 1987
Nýbreytni í starfi kirkjunnar:
Leikmannastefna
um helgina
Biskup kallar til hinnar fyrstu
leikmannastefnu hérlendis nú um
helgina 21—22. mars. Verður hún
haldin í Kirkjuhúsinu Suðurgötu 22
í Reykjavík.
Samkvæmt starfsmannafrum-
varpi kirkjunnar sem nú liggur fyrir
Alþingi skal halda leikmannastefnu
árlega. Skal hvert prófastsdæmi
velja sinn fulltrúa úr hópi leik-
manna, nema tveir koma frá
Reykjavíkurprófastsdæmi. Auk
þess munu leikmenn í Kirkjuráði
sækja stefnuna. Prófastafundurinn
sem haldinn var á Akureyri 1986,
hvatti mjög til þess að biskup beitti
sér fyrir því að koma leikmanna-
stefnu á laggir sem fyrst. Kemur
það og glögglega fram í Hirðisbréfi
biskups að hann vill hlut leikmanna
sem mestan í kirkjunni.
Leikmannastefnan verður sett kl.
10.00 laugardaginn 21. mars með
ávarpi biskups en síðan flytur Guð-
rún Ásmundsdóttir leikari inn-
gangserindi um efnið: Kirkjan min.
Eftir hádegisverð í boði kirkju-
málaráðherra mun dr. Ármann
Snævarr fjalla um lög og reglur, um
leikmannastörf og safnaðarþjón-
ustu. Síðar um daginn kynna for-
stöðumenn deilda og stofnana
þjóðkirkjunnar starf þeirra.
Á sunnudag verður Hallgríms-
kirkja heimsótt og síðan verið þar
við messu kl. 11.00. Síðdegis verður
fjallað um hlutverk leikmanna-
stefnu en stefnunni verður síðan
slitið í Biskupsgarði.
Leitin að týndu
kynslóðinni
Ákveðið hefur verið að gera
breytingar á rekstri veitingahússins
Hollywood. Höfuðbreytingin er í
því fólgin, að dagar hússins sem
diskóteks eru taldir — það verður
framvegis rekið sem einskonar mið-
stöð fyrir lifandi tónlist. Húsið
verður opnað 20.—21. mars. Þá er
reiknað með að meðalaldur gesta
hækki nokkuð, því einkum verður
LAUSAR STODUR HJA
REYKJAVÍKURBORG
Starfsfólk vantar 1 hlutastörf 1 eldhús Seljahllðar. Upp-
lýsingar gefurforstöðumaðurmötuneytis 1 slma 73633.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja-
vlkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð fyrir 30. mars n.k.
á sérstökum eyðubiöðum sem þar fást.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
— HALLÓ ÞÚ —
Langar þig til að vinna með unglingum?
Viö ( Útideild erum að leita að starfsfólki til að vinna
með og fyrir unglinga í Reykjavik. Vinnutiminn er á dag-
inn og kvöldin virka daga.
Umsækjendur þurfa að hafa menntun á uppeldis- og fé-
lagssviði og/eða starfsreynslu meö unglingum. Við
gefum nánari upplýsingar i slma 20365 milli kl. 13.00-
16.00.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
vlkurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð, fyrir mánudaginn
6. apríl n.k. ásérstökum umsóknareyðublöðum sem þar
fást.
LAUSAR STOÐUR HJA
REYKJAVÍKURBORG
Heilsuverndarstöð Reykjavlkur óskar að ráða eftirtalið
starfsfólk:
Sjúkraþjálfara ný starfsemi. Vinnutlmi eftir samkomu-
lagi.
Deildarmeinatækni.
í sumarafleysingar:
Hjúkrunarfræðinga á barnadeild, húð- og kynsjúk-
dómadeild, heimahjúkrun, dag- og kvöldvaktir.
Ljósmæður á mæðradeild.
Upplýsingar um ofangreind störf gefur hjúkrunarfor-
stjóri I síma 22400.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
vlkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð, fyrir kl. 16.00
mánudaginn 30. mars n.k. á sérstökum umsóknareyðu-
blöðum sem þar fást.
Utboð
Innkaupastofnun Reykjavlkurborgarf.h. Hitaveitu
Reykjavíkur óskar eftir tilboöum i eftirfarandi:
1) Stálpipur — Útboð nr. 87015/HVR
Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 28. apríl
1987, kl. 11.00
2) Skrúfaður svartur fittings — Útboð nr.
87016/HVR
Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 28. apríl
1987, kl. 14.00
Útboðsgögn afhent eru á skrifstofu vorri,
Frfkirkjuvegi 3, Reykjavlk, og verða opnuð þar á
ofangreindum tíma.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik
höfðað til þess fólks, sem upplifði
tónlist áranna 1965—1975 af eigin
raun.
Dagskrá næstu mánaða í hinu
nýja Hollywood verður undir yfir-
skriftinni „Leitin að týndu kyn-
slóðinni" og mun hún byggjast upp
á því að hljómsveitir og söngvarar,
sem réðu ríkjum í íslensku dægur-
tónlistarlífi á þessum árum koma
fram á föstudags- og laugardags-
kvöldum, 3—4 hljómsveitir og/eða
söngvarar á hverju kvöldi. Þetta
tímabil var tvímælalaust það
gróskumesta í íslenskri dægurtón-
list. Sem dæmi um það má minna á,
að í dag er hending ef fleiri en tvær
danshljómsveitir eru að leika á
reykvískum veitingahúsum á venju-
legu sunnudagskvöldi en fyrir rétt-
um 20 árum, 1967, voru þær að
minnsta kosti sjö. Það voru hljóm-
sveitir á borð við Hljóma, Náttúru,
Flowers, Dúmbó, Pónik, Bendix,
Ævintýri, Tilveru, Óðmenn, Pops,
Pelican, Mána, Roof Tops, Tatara,
Júdas, Faxa, Hauka, Tempó, Tóna,
Mods, Dáta, Toxic, Ingimars Eydal,
Blúes Company og fleiri og fleiri.
Þessar hljómsveitir og margar
fleiri munu væntanlega koma fram
í Hollywood á næstunni, ásamt er-
lendum stórstjörnum, þegar leitað
verður að týndu kynslóðinni sem
vel er falin út um allt í þjóðfélaginu.
Lúðrasveit
Verkalýðsins:
Ybrtón
leikar
Laugardaginn 21. mars næst-
komandi heldur Lúðrasveit Verka-
lýðsins sína árlegu vortónleika.
Verða þeir að þessu sinni haldnir i
Langholtskirkju og hefjast þeir kl.
17.00 (fimm síðdegis).
Efnisskrá er að vanda fjölbreytt
og viljum við þar sérstaklega nefna
„FINLANDIÁ“ eftir Sibelius og
„CONSERT RONDO” eftir Moz-
art en það verk er fyrir hljómsveit
og einleikshorn. Einleikari með
Lúðrasveit Verkalýðsins verður
Emil Friðfinnsson, en hann er um
þessar mundir að ljúka einleikara-
prófi frá Tónlistarskólanum í
Reykjavík. Auk þessara verka verða
svo á efnisskránni ýmis þekkt og
minna þekkt lúðrasveitaverk. Stór-
sveit L.V. mun á tónleikum þessum
flytja nokkrar þekktar sveiflu-
melódíur.
Stjórnandi Lúðrasveitar Verka-
lýðsins, eins og undanfarin ár, er
Ellert Karlsson. Formaður er Torfi
Karl Antonsson.
Aðgangur að tónleikunum er
ókeypis að venju og allir velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
Jafndægurtónleikar
Tónlistarskólans
Tónfræðadeild Tónlistarskólans í
Reykjavík heldur árlega tónleika
sína að Kjarvalsstöðum mánudag-
inn 23. mars n.k. kl. 21:00.
Þar verða flutt frumsamin verk
nemenda einleiksverk, kammer-
verk og raftónlist.
öll verkin eru flutt af nemendum
Tónlistarskólans.
Tónleikarnir eru öllum opnir.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h. Gatnamála-
stjórans I Reykjavík, óskar eftir tilboðum I viögerðir á
hellulögðum gangstéttum viðsvegar I ReykjavIk.Áætl'.-
að heildarflatarmál u.þ.b. 6000 m2.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi
3, Reykjavlk, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 8.
aprll n.k., kl. 11.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
Utboð
Forval
Sæti í áhorfendasali í Borgarleikhúsi
Innkaupastofnun Reykjavikurborgar óskar eftir
upplýsingum um þá aðila sem gætu smíðað
og/eða selt vönduð áhorfendasæti í sali
Borgarleikhúss.
Um er að ræða allt að 550 sæti í aðalsal og 170 til
270 sæti í minni sal.
Afhending og uppsetning sætannaskal lokiðeigi
aíðar en 1. júni 1989.
Viðkomandi aðilarskili inn nöfnum sínum ásamt
upplýsingum um vöru sína til Innkaupastofnunar
Reykjavikurborgar fyrir kl. 12.00 föstudaginn 3.
apríl n.k.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Póstholf 878 — 101 Reykjavik
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar f.h.
Hitaveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboö-
um í endurnýjun hitaveitulagna sam-
kvæmt eftirfarandi:
1) í Norðurmýri
Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 31.
mars 1987, kl. 14.00
2) í Skólavörðustíg
Tilboðin verðaopnuð fimmtudaginn 2.
apríl 1987, kl. 11.00
3) í Garðhús í Hraunbæ 1—99
Tilboðin verða opnuð þriðjudaginn 7.
apríl 1987, kl. 14.00
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Fríkirkjuvegi 3, gegn kr.lö.OOOskilatrygg-
ingu, fyrir hvort verk fyrir sig og verða
opnuð á sama stað á ofangreindum tíma.
JNN KAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavikurborgar f.h. Gatna-
málastjórans í Reykjavlk, óskar eftir tilboðum i
viðgerðirá malbiki innan borgarmarka Reykjavik-
ur, samkvæmt eftirfarandi:
1. Samkvæmt A-hluta, opnun tilboða verður 7.
april. n.k., kl. 11.00
2. Samkvæmt B-hluta, opnun tilboða verður 9.
april n.k., kl. 11.00
Útboðagögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkir-
kjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 5.000 skilatryggingu
fyrir hvort verk fyrir sig.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik