Alþýðublaðið - 25.03.1987, Síða 1
Dr. Jón Bragi Bjarnason, líffræðingur, um hug-
myndina um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd:
„Lausn er til“
Norðurlönd leggi fram sinn skerf til friðarmála
sameiginlega.
„Á Reykjavíkurfundi Reagans og
Gorbachevs s.l. haust, þá munaði
litlu að mjög merkur áfangi og ár-
angur næðist í afvopnunarmálum.
Það strandaði hins vegar á þvi að
Bandaríkjamenn héldu fast við
geimvarnaáætlunina, en Sovét-
menn voru óbifanlegir i sinni skil-
yrtu pakkalausn, sem þýddi það að
þeir vildu ekkert semja nema geim-
varnaráætlun Bandaríkjamanna
færi út.
Síðan hefur það gerst og raunar
eftir friðarþingið í Moskvu, þar
sem Sakarov gagnrýndi þessa ein-
strengingslegu afstöðu stórveld-
anna og færði mjög sterk rök fyrir
því hvað þaú séu gagnslaus og
háskaleg, að Sovétmenn hafa lýst
sig fúsa til að taka þátt í samningum
um meðaldrægar eldflaugar, án
þess að nokkuð sé fjallað um geim-
varnaráætlunina samtímis.
Um svipað leyti gerist það að
Sam Nunn, formaður hermála-
„Nú er lag til að sœtta sjónarmið og
standa með hinum Norðurlöndun-
um,“ segir Jón Bragi Bjarnason.
deildar Bandaríkjaþings og öld-
ungadeildarþingmaður frá Georg-
íufylki, gefur afdráttarlausa og
skýra yfirlýsingu um það, að hin
víða skilgreining á gagnflauga-
samningnum, ABM-áætluninni frá
1972, sé röng, það er sú skilgreining
sem Reagan forseti og Weinberger
varnarmálaráðherra settu fram.
Þetta hvort tveggja vekur vonir
núna um árangur í afvopnunarmál-
um, ásamt með hinni jákvæðu þró-
un í mannréttindamálum í Sovét-
ríkjunum á undanförnum misser-
um.
Ég tel því að nú sé lag fyrir okkur
íslendinga og aðra Norðurlanda-
búa til þess að leggja fram okkar
skerf í afvopnunar- og friðarmál-
um, í víðu samhengi afvopnunar í
Mið-Evrópu, mannréttinda í Sovét-
ríkjunum og öryggis í heiminum .
Þess vegna eigum við nú að
ganga til samninga við stórveldin
um kjarnorkuvopnalaus Norður-
lönd ásamt hinum Norðurlöndun-
um. Þetta verðum við að gera af
mikilli vandvirkni og með tilliti til
mismunandi öryggissjónarmiða
Norðurlandanna allra og banda-
lagsþjóða þeirrra í huga.
Við verðum að athuga það að
þrjár af þessum fimm Norður-
landaþjóðum eru í NATO og ís-
lenska þjóðin vill vera áfram í því
bandalagi, en hún vill einnig kjarn-
orkuvopnalaus Norðurlönd. Og
þessi sjónarmið verðum' við að
sætta. Raddir allra Norðurland-
anna verða að vera samhljóma og
framlag okkar verður að vera fram-
lag til friðar, til öryggis og til mann-
réttinda“ sagði Jón Bragi Bjarna-
son, líffræðingur.
Kjaraþrœtur kennara og ríkisins:
vegg“
„Það stóð allt fast. Um leið og
við fórum að tala um kaup þá
stoppaði allt,“ sagði Kristján Thorl-
acius, formaður HÍK, í samtali við
Alþýðublaðið í gær. Á mánudag
slitnaði upp úr viðræðum samn-
inganefnda HÍK og ríkisins.
Kristján sagði að í viðræðunum
hefði náðst samkomulag um
ákveðnar bókanir, m.a. um að á
fyrirhuguðu samningstímabili skuli
taka launakerfið allt til endurskoð-
unar. „Laga launakerfið betur að
kennarastarfinu og taka það út úr
skrifstofumannakerfinu"
„Við rákumst á
— sagði Kristján Thorlacius, formaður HÍK. — Deilu-
aðilar ræðast ekki við.
Er fjármálaráðuneytið þá ekki til
viðræðna um kauphækkanir?
„Við rákumst á vegg þegar ræða
átti kaupið á samningstímanum. —
Það má e.t.v. kalla þetta kauphækk-
anir, en tilboð þeirra ganga út frá
því að þeir sem eru með lengri
starfsaldur borgi kostnaðinn við
byrjendurna . Það er ekki hægt að
fá fólk í verkfalli til að samþykkja
slíkar niðurstöður."
Þegar gengið var til atkvæða-
greiðslu hjá HÍK vegna verkfallsað-
gerða voru um 65% þeirra sem tóku ‘
afstöðu samþykkir. Því hefur verið
haldið fram að stjórn HÍK hafi ekki
nægilegan stuðning félagsmanna til
svo harðra aðgerða sem nú er kom-
ið?
„Þegar menn fara í verkfall er
ekki alltaf mikill meirihluti fyrir
því. Það má líka benda á að við-
semjendur okkar hafa ennþá minni
meirihluta á bak við sig, — ef við
lítum á þetta í prósentum. Ríkis-
stjórnin getur gert það sem henni
sýnist þótt hún hafi ekki nema 51%
meirihlutaþ sagði Kristján.
„Það má e.t.v. kalla þetta kaup-
haekkanir, en tilboð þeirra ganga út
frá því að þeir sem eru með lengri
starfsaldur borgi kostnaðinn við
byrjendurna. — Það er ekki hœgt
að fá fólk i verkfalli til að sam-
þykkja slíka niðurstöðu,“ sagði
Kristján Thorlacius, formaður
HÍK.
Willy Brandt hefur sagt af sér for-
mennsku v-þýska Jafnaðarflokks-
ins.
V-Þýskaland:
Brandt segir
af sér
Willy Brandt hefur sagt af sér
formennsku vestur-þýska Jafnaö-
armannaflokksins (SPD). Afsögn
hans var tilkynnt í fyrradag af Jo-
hannes Rau, kanslaraefni flokksins
í síðustu kosningum. Eftirmaður
Brandts verður kjörinn á þingi
flokksins í sumar. Traustar heimild-
ir í V-Þýskalandi segja að eftirmaö-
ur Brandts hafi þegar verið ákveð-
inn; Hans Jochen Vogel, formaður
þingflokksins.
Afsögn Brandts kom í kjölfar
mikillar gagnrýni flokksmanna á
formanninn fyrir að setja hina
grískættuðu Margaritu Mathio-
poulos til embættis blaðafulltrúa
flokksins. Margarita er bæði
reynslulaus í stjórnmálum og ekki
skráður flokksmaður. Hún hefur
nú lýst yfir að hún sækist ekki eftir
starfinu.
Valgeir Guðjónsson og Halla Margrét Árnadóttir
fara til Brussel með lag Valgeirs, „Hægt og hljótt“, sem
hlaut flest atkvæði íslensku laganna í beinni útsend-
ingu í Sjónvarpi í fyrrakvöld.
Hægt og hljótt
Albertsmálið:
ÞINGFLOKKURINN BRA
SÉR í BÖÐULSLÍKI
„Þetta er ákveðið“, sagði Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks-
ins í gær áður en fundurinn hófst, þar sem hin endanlega aftaka skyldi
fara fram ef Albert segði ekki af sér sjálfur.
„Ég lít svo á, að þetta múl sé
ekkert á borði stjórnar fulltrúa-
ráðsins. Maðurinn er ráðherra og
kosinn af þingflokknum. Stjórnin
kemur því ekkert inn í þetta mál
fyrr en önnur staða kemur upp i
málinu,“ sagði Sveinn H. Skúla-
son, formaður stjórnar fulltrúa-
ráðs Sjálfstæðisfélaganna i
Reykjavík, í samtali við Alþýðu-
blaðið í gær. Þá var ekki vitaö
hvaða afstöðu Albert tæki varð-
andi afsögn ráðherraembættis, né
vitað um stöðu hans sem efsta
manns á lista flokksins sam-
kvæmt prófkjöri.
Gífurleg spenna ríkti í gær um
hvaða stefnu mál Alberts Guð-
mundssonar tækju. Boltinn var
hjá Albert og þingflokkurinn,
formaðurinn og fulltrúaráðið
biðu þess að geta spilað út sinum
trompum, sem öll miðuðust við
að losa sig við Albert Guðmunds-
son sigurvegara úr prófkjöri
flokkSins í Reykjavík.
Morgunblaðið hélt því fram í
gær að Þorsteinn hefði boðið Al-
bert þá málamiðlun að hann viki
úr ráðherrastól en héldi sínu sæti
á listanum. Málið virtist einnig
snúast um þann punkt i gær og
héldu stuðningsmenn Alberts að
sér höndum í sérframboðsmálum.
í gærmorgun sagði reyndar Ás-
geir Hannes Eiríksson, huldu-
hersmaður, að trúlega yrði sótt
um listabókstað þá síðar um dag-
inn.
Áður en Alþýðublaðið fór i
prentun í gær var því ekki talið
líklegt að mál Alberts fengju
lausn þá um daginn. Sveinn H.
Skúlason vildi engu spá um af-
stöðu stjórnar fulltrúaráðsins ef
Þorsteinn og þingflokkurinn viki
Albert. Sveinn sagði að stjórnina
skipuðu 25 menn og væri ekki vit-
að hvaða afstöðu hver og einn
þeirra hefði í þessu máli. Stjórnin
getur kallað saman fulltrúaráðs-
fund og borið upp að Albert verði
látinn víkja af listanum. Heimild-
armenn Alþýðublaðsins töldu að
sú staða gæti komið upp. Bentu
þeir m.a. á að Sjálfstæðisflokkur-
inn í Reykjavík gæti engan veginn
flaggað Alberti sem efsta manni á
lista, ef honum væri ekki treyst-
andi til að gegna ráðherraem-
bætti.
%
Um fjögur leytið í gær rétt áður
en þingflokksfundur hófst, sagði
Ólafur G. Einarsson að þegar
hefði verið tekin ákvörðun um
mál Alberts. Svo virtist því sem
fundurinn sjálfur væri aðeins
formsatriði. Blaðamaður spurði
Ólaf hvort Albert ætti enga vini í
þingflokknum: „Þetta eru allt
vinir hans, en þetta er ákveðið“ —
Þingflokkurinn er sem sagt búinn
að bregða sér í böðulslíkið?
„Þú mátt kalla það þetta ef þú
vilt“ sagði Ólafur G. Einarsson.
Síðustu fréttir
Rétt áðuræn blaðið fór í prent-
un bárust þær fréttir af þing-
flokksfundinum, að Albert Guð-
mundsson hefði sagt af sér.
Ákveðið var að Þorsteinn Pálsson
tæki við iðnaðarráðuneytinu og
sinnti því jafnhliða fjármálaráðu-
neytinu. Albert taldi stöðu sina
óbreytta á lista flokksins i Reykja-
vík, en þau mál komu ekki til um-
fjöllunar þingflokksins.
Bl