Alþýðublaðið - 25.03.1987, Síða 2

Alþýðublaðið - 25.03.1987, Síða 2
2 Miðvikudagur 25. mars 1987 -RIT5TJQRNABGREIN- Matthías á að skrifa undir FundurutanrfkisráðherraNorðurlandahefst ( dag. Þessi fundur getur orðið sögulegur, þvf fyrirfundinum liggur tillaga um að setja ástofn samnorræna embættismannanefnd til að vinna að undirbúningi og útfærslu á kjarnorku- vopnalausu svæði á Norðurlöndum. Álit utan- ríkisráðherra Norðurlanda liggur Ijós fyrir. Þeir Sten Anderson, Uffe Elleman-Jensen, Paavo Váyrynen og Thoralv Stoltenberg leggja áherslu á stofnun sllkrar embættismanna- nefndar. Afstaða utanrlkisráðherra íslands, Matthíasar Á. Mathiesen varðandi stofnun sllkrar nefndar er hins vegar enn óljós, en I meginatriöum heldur hann fast við þá utanrlk- isstefnu að einhliða yfirlýsing um kjarnorku- laus Norðurlönd gæti skaðað samstarfið við Atlantshafsbandalagið og stefnt öryggi ís- lands í voða. Þessi afstaða hefur hlotið undir- tektir forystumanna Alþýðuflokks. Nýverið gerði Félagsvfsindastofnun Háskóla íslands skoðanakönnun um hug landsmanna til aðildar íslands að norrænu samstarfi um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd. Niðurstaða könnunarinnar var að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er hlynntur sllkri aðild. Þessi ein- dregna afstaða almennings var algjörlega óháð flokkspólitískum skoðunum aðspurðra. Ýmsir hafaorðið til þess að túlka þessar niður- stöður sem eindreginn stuðning allra lands- manna við einhliða yfirlýsingu um kjarnorku- vopnalaus Norðurlönd. Sú túlkun er einfald- lega ekki rétt. Öll viljum við kjarnorkuvopnin feig. Öll viljum við kjarnorkuvopnalaus Norður- lönd — en það er ekki þar með sagt að við vilj- um öll varnir landsins feigar. Við skulum vera þess minnug að meirihluti þjóðarinnar vill áframhaldandi varnarsamstarf við Atlantshafs- bandalagið. Þess vegna verður að skoða kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum I Ijósi skuldbindinga við NATO og með tilliti til örygg- is og varna landsins. Jón Baldvin Hannibals- son, formaður Alþýðuflokksins lýsti yfir undrun sinni I dagblaði I fyrradag, að skoðun Félagsvlsindastofnunar hafi ekki skilað 100% fylgi aðspurðra um kjarnorkuvopnalaus Norð- urlönd. Spurning Félagsvlsindastofnunar „Ertu hlynnt(ur) þvl eða mótfallin(n) að ísland gerist aðili að norrænu samstarfi um að lýsa Norðurlöndin kjarnorkuvoþnalaust svæði?“ varparaðeinsljósi áviljafólkstil þessatiltekna málsen skilgreinirekki skilyrði þau sem lands- menn kynnu að vilja setja slfku samstarfi. Nið- urstöður könnunar Félagsvísindastofnunar hafa þvl verið afar frjálslega túlkaðar I fjölmiðl- um, svo ekki sé meira sagt. Um helginavarhaldinn fjölmennurfundurum kjarnorkuvoþnalaus Norðurlönd sem samtök friðarhreyfinga stóðu fyrir. Annar fulltrúi Al- þýðuflokksins, Dr. Jón Bragi Bjarnason llf- fræðingur, flutti þar athyglisvert erindi um kjarnavopn og mannréttindi. Hann lagði mikla áherslu á mikilvægi lýðræðislegrar þróunar I Sovétrlkjunum og nýrra slökunarhugmynda um geimvarnarkerfi Bandarlkjanna. Sú þíða sem hugsanlega er nú að skapast milli stór- veldanna gæti auðveldað íslandi og hinum Norðurlöndunum að leggja fram sitt framlag I afvopnunar- og friðarmálum I vlðu samhengi. í framhaldi af þessu sagði Dr. Jón Bragi orðrétt: „Þess vegna eigum við nú að ganga til samn- inga við stórveldin um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd með hinum Norðurlöndunum. Þetta verðum við auðvitað að gera af mikilli vandvirkni og með tillitssemi við hin mismun- andi öryggissjónarmið Norðurlandanna allra og bandalagsþjóðasumraþeirra. Raddirokkar verða að vera samhljóma og framlag okkar verðurað veraframlagtil friðar, til öryggisog til mannréttinda.“ Þessi orð ítrekar Dr. Jón Bragi I fréttaviðtali við Alþýðubiaðið I dag. Islendingareigaekki að styðjaeinhliðayfirlýs- ingu um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd sem tefla vörnum og öryggi landsins I tvlsýnu. En við eigum heldur ekki að gefa okkur fyrirfram niðurstöður norræns samstarfs um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum i formi embættisnefndar. Þvert á móti býðst okkur nú tækifæri að leggja okkar lóð á vogarskálina til þess að Norðurlönd semji sameiginlega af- vopnunar- og friðarstefnu og gangi með hana til samninga við bæði stórveldin. Það liggur í augum uppi að sjónarmið aðildarrlkjanna þriggja að Atlantshafsbandaiaginu, Danmerk- ur, Noregs og íslands, myndu vega þungt f sllkri nefnd og að um einhliða yfirlýsingu yrði ekki að ræða. Þess vegna á Matthlas Á. Mathie- sen að undirrita tillögu utanrlkisráðherra Norð- urlanda um að skiþuð verði nefnd embættis- manna til að undirbúa og útfæra kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum. Ertu langþreyttur á þjónustu tollstjóraembœttisins? Nú átt þú möguleika á að koma á framfœri ábendingum á sérstöku eyðublaði frá embœttinu. Tollstjóraem bættið: Tollafgreiðsla bætt Leo Smith á íslandi Framundan eru ýmsar breytingar er varða tollafgreiðslu. Þær munu á ýmsan hátt snerta viðskiptamenn tollembætta eftir því sem þær kom- ast í framkvæmd. Að baki breyting- unum búa þessar ástæður helstar. Ný tollalög. Ný tollanafnaskrá (Harmoniz- ed System). Niðurfelling áritunar banka vegna tollafgreiðslu. Tölvuvæðing tollafgreiðslu í Reykjavík. Ný aðflutningsskýrsla. Tilfærsla á verkefnum frá ríkis- endurskoðun til tollstjórans í Reykjavík. Skipulagsbreytingar hjá toll- stjóranum í Reykjavík. Vegna ofangreindra breytinga svo og hinna nýju verkefna sem toll- stjóranum í Reykjavík eru falin hef- ur verið ákveðið að endurskipu- leggja starfshætti og skipulag emb- ættisins. Fjárlaga- og hagsýslu- stofnun ríkisins hefur verið falið að veita aðstoð við þessar skipulags- breytingar. Einn liður í undirbúningi nefndra breytinga er könnun meðal viðskiptamanna tollstjóraembætt- isins í Reykjavík á þjónustu emb- ættisins auk þess sem leitað er eftir ábendingum eða tillögum sem að gagni gætu komið við endurskipu- lagningu þá sem hér um ræðir. Af þessum sökum liggur nú frammi á afgreiðslustöðum tollstjóraemb- ættisins í Reykjavík sérstakt spurn- ingaeyðublað, þar sem viðskipta- mönnum embættisins gefst tæki- færi til að koma á framfæri ábend- ingum varðandi starfsemi þess og skipulag. Bandaríski trompetleikarinn Leo Smith og hljómsveit hans, N’Da, hafa verið á tónleikaferð um Evr- ópu að undanförnu og lýkur þeirri ferð með þrennum tónleikum hér á landi. Hljómsveitin hefur haldið tónleika í Hollandi, Þýskalandi, Austurríki, Ungverjalandi og Júgó- slavíu. Leo Smith er ættaður frá Missi- sippi og hóf feril sinn með því að leika með blúshljómsveitum á þeim slóðum. Hann hefur síðan öðlast sess sem einn af brautryðjendum nútímajazztónlistar, var t.d. kjör- inn besti trompetleikari af ungu kynslóðinni hjá jazztímaritinu Down Beat árið 1980. Smith er nú í fararbroddi þeirrar stefnu sem veitt hefur nýjum straumum úr funk- og reggaetónlist inn í iazzmúsíkina. Hann hefur heimsóttlsland þríveg- is og haldið hér tónleika og nám- skeið. Hljómsveitina N’Da skipa auk Smiths: Wes Brown bassagítarleikari. Hann hefur leikið með Leo Smith um árabil auk fjölda annarra þekktra jazzleikara. Kamal Sabir trommuleikari er af yngri kynslóð jazzleikara í Banda- ríkjunum og hefur m.a. leikið með Leroy Jenkins og Ornette Coleman. Þorsteinn Magnússon (Stanya) - gítarleikari. Hann hefur leikið með fjölda þekktra íslenskra hljóm- sveita og spilað inn á yfir 50 íslensk- ar hljómplötur. Hann hefur verið helsti samstarfsmaður Leo Smith hér á landi og leikur stórt hlutverk á nýjustu plötu hans, „Human Rights“, sem hljómplötuútgáfan Gramm gaf út á síðasta ári. Hljómleikarnir hér á landi verða 31. mars á Akureyri, 1. apríl á Hótel Akranesi og 2. apríl á Hótel Borg í Reykjavík og lýkur þar Evrópuför Leo Smith & N’Da að þessu sinni. Flugleiðir hafa veitt myndarleg- an ferðastyrk vegna þessa hljóm- leikaferðalags. Alþýðuflokksfélag Garðabæjar Kosningafundur í Kirkjuhvoli Garðabæ fimmtu- daginn 26. mars kl. 20.30. Framsögumenn: Jón Sigurðsson Reykjavfk, Kjartan Jóhannsson, Hafnarfirði, Rannveig Guðmundsdóttir Kópavogi, Bjarni Sæmundsson Garðabæ. Fyrirspurnum svarað. Allir velkomnir. Alþýðuflokksfélag Garðabæjar og Bessastaða- hrepps Auglýsing frá yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis Framboðslistá í Reykjaneskjördæmi til alþingiskosn- inga, sem fram eiga að fara þann 25. apríl nk., ber að afhenda formanni yfirkjörstjórnar, Guðjóni Stein- grímssyni hæstaréttarlögmanni, sem tekur á móti framboðslistum að Linnetsstíg 1, Hafnarfirði, föstu- daginn 26. marz kl. 15.00 til 17.00, og að Ölduslóð 44, Hafnarfirði, sama dag frá kl. 22.00 til kl. 24.00. Framboðslistum fylgi yfirlýsing þeirra, sem á listunum eru, að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listana, enn- fremur listi stuðningsmanna listanna. Fundur yfirkjörstjórnar með umboðsmönnufn fram- boðslista verður haldinn í veitingahúsinu Gaflinum í Hafnarfirði laugardaginn 27. marz kl. 10.00. Yfirkjörstjórn Reykjaneskjördæmis. Guðjón Steingrímsson Björn Ingvarsson Hjörleifur Gunnarsson Vilhjálmur Þórhallsson Tómas Tómasson

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.