Alþýðublaðið - 09.04.1987, Page 8
8
Fimmtudagur 9. aprll 1987
SAMÚÐARLOFTBÓLA EÐA
FRAMTÍÐARFLOKKUR?
Er Borgaraflokkur Al-
berts Guðmundssonar og
fylgismanna hans kominn
til að vera í íslenskum
stjórnmálum? Eða er þessi
flokkur ekki annað en
samúðarloftbóla sem
verður sprungin fyrir
kosningar? Eða verða
Sjálfstæðisflokkarnir
tveir sameinaðir fljótlega
að loknum kosningum? Ef
svo fer, fær þá hinn nýtví-
eini Sjálfstæðisflokkur
hreinan meirihluta á AI-
þingi íslendinga og nær
þar með því langþráða
marki að fá að stjórna
landinu einn — og þá
kannski að mestu í anda
frjálshyggjunnar?
Þessar og því líkar spumingar
brenna á vörum margra um þessar
mundir. Raunar er það síst að
ástæðulausu, því hið gífurlega fylgi
sem Borgaraflokkurinn fékk í
fyrstu skoðanakönnunum eftir að
framboðsfrestur rann út, benti
jafnvel til þess að tveir sameinaðir
Sjálfstæðisflokkar gætu sem best
haft hreinan meirihluta út úr kosn-
ingunum.
Af yfirlýsingum þeirra tveggja
manna sem mest settu svip sinn á
fréttir vikunnar áður en framboðs-
frestur rann út, Þorsteins Pálssonar
og Alberts Guðmundssonar mátti
ráða að alls ekki væri um málefna-
ágreining að ræða milli þessara
tveggja flokka. Þetta gæti e.t.v. bent
til þess að sameining, eða a.m.k.
mjög náin samvinna verði á dag-
skrá milli þessara flokka að kosn-
ingum loknum.
Það er á hinn bóginn líka ýmis-
legt sem bendir mjög ákveðið í hina
áttina og málið er miklu flóknara
og á sér dýpri rætur en svo að unnt
sé að afgreiða það án umhugsunar.
Þrátt fyrir sameiningu og halalúja-
kór á ytra borði hefur um allnokk-
urra ára skeið verið að finna djúp-
stæðan málefnalegan ágreining í
Sjálfstæðisflokknum. Klofningur-
inn sem nú er orðinn staðreynd,
snýst ekki nema að hluta um
persónu Alberts Guðmundssonar.
Að hluta á þessi klofningur sér ræt-
ur í málefnalegri andstöðu gegn
frjálshyggjunni innan flokksins.
Það þarf alls ekki að draga í efa að;
ýmsum Sjálfstæðismönnum af
gamla skólanum hefur sviðið það
sárt á síðustu árum að sjá frjáls-
hyggjuna festa æ dýpri rætur í
flokknum og fyrir utan beinharða
fylgjendur Alberts Guðmundsson-
ar, hafa ýmsir þessara manna
ákveðið að ganga til liðs við Borg-
araflokkinn.
Á hinn bóginn eru enn margir
andstæðingar frjálshyggjunnar eft-
ir í Sjálfstæðisflokknum og senni-
lega einkum af tveimur ástæðum.
Annars vegar lágu ekki fyrir neinar
tölur um hugsanlegt fylgi hins nýja
flokks þá daga sem verið var að
undirbúa stofnun hans og skipan
lista hans fyrir kosningarnar í vor.
Margir hafa ugglaust ekki þorað að
taka þátt i klofningnum, vegna þess
að þeir mátu stöðuna þannig að sér-
framboð Alberts væri fyrirfram
dauðadæmt, eða því sem næst. Ein-
hverjir þessara manna munu ugg-
Iaust eiga eftir að naga sig sárlega í
handarbökin, ef í ljós kemur að
Þorsteinn Pálsson var „vitlaus hest-
ur“.
Hin ástæðan fyrir því hversu
marga andstæðinga frjálshyggj-
unnar er enn að finna í gamla
flokknum er sú að afsögn Alberts
úr ráðherraembætti var knúin fram
vegna gruns um skattsvik og margir
hafa ugglaust ekki komið auga á
það í upphafi að málið gæti átt sér
fleiri hliðar.
Ef svo fer sem nú horfir og Borg-
araflokkurinn verður í hópi stærri
þingflokka eftir kosningar, gæti
svo farið að einhverjir þeirra manna
sem kosningu hljóta fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn, eigi eftir að sjá sig
um hönd og ganga í Borgaraflokk-
inn að kosningum loknum eða ein-
hvern tíma á næsta kjörtímabili.
Margir þeirra stjórnmálaleiðtoga
sem spurðir hafa verið álits á ástæð-
um þessa mikla fylgis Borgara-
flokksins í fyrstu skoðanakönnun-
um eftir stofnun hans, hafa lýst því
yfir að ástæðurnar séu fyrst og
fremst tilfinnanlegs eðlis. Það er
tæpast nokkrum vafa undirorpið
að þessi skýring er rétt. Almenning-
ur gerir sér auðvitað grein fyrir
þeirri augljósu staðreynd að ef ekki
hefði gætt þeirrar sterku andstöðu
við Albert innan Sjálfstæðisflokks-
ins sem raun ber vitni, hefðu skatta-
mál hans aldrei verið gerð opinber,
heldur málið þaggað niður á venju-
legan hátt.
Þetta gerir það auðvi tað að verk-
um að hinn almenni kjósandi fyllist
samúð með Albert og þá vill gleym-
ast að málið snerist líka um undan-
drátt frá skatti og jafnvel fleiri mis-
fellur í fjármálum. Að öllu þessu at-
huguðu, þarf varla að teljast bein-
línis skrýtið þótt Albert Guð-
mundsson njóti umtalsverðrar sam-
úðar. En það liggur líka í augum
uppi að samúðin endist ekki enda-
laust og þegar kemur að kosninga-
deginum eftir tvær vikur verður
stór hluti hennar farinn veg allrar
veraldar.
Svo virðist sem kosningaskipu-
leggjendur Borgaraflokksins geri
sér þetta fyllilega ljóst og hafi jafn-
framt nokkuð haldgóðan skilning á
því hvar raunverulegir atkvæða-
möguleikar þeirra liggja, — nefni-
lega hjá þeim kjósendum Sjálf-
stæðisflokksins sem eru andsnúnir
hinni kaldranalegu frjálshyggju,
sem byggir á því að fólkið sé til fyrir
Fréttaskýring:
Jón Daníelsson
hagkerfi peninganna en ekki öfugt.
Af því sem hingað til hefur heyrst
um stefnumál Borgaraflokksins,
má glögglega ráða að á þessi mið
hyggjast Borgaraflokksmenn sækja
atkvæði.
Þetta hefur reyndar í för með sér
að spjótum Borgaraflokksins er
fyrst og fremst beint gegn Sjálf-
stæðisflokknum, sem aftur þýðir
að þegar talið verður upp ður kjör-
kössunum munu fylgi Borgara-
flokksins og fylgistap Sjálfstæðis-
flokksins haldast í hendur að veru-
legu leyti.
Það væri auðvitað ekki raunhæft
að halda því fram að Borgaraflokk-
urinn muni eingöngu sækja fylgi
sitt til kjósenda annarra flokka, en
á hinn bóginn virðast allar líkur
benda til að það muni að lang-
stærstum hluta koma úr þeim her-
búðum. Til viðbótar munu
óánægðir kjósendur annarra
flokka, einkum Framsóknarflokks
og jafnvel Alþýðubandalags, taka á
sig rögg og greiða Borgaraflokkn-
um atkvæði. Það má líka færa rök
að því að einhver atkvæði
óánægðra sjálfstæðismanna, sem
annars hefðu farið á aðra flokka,
muni fara á Borgaraflokkinn.
Enn er þó langt til kosninga á
pólitískan mælikvarða og margt
getur enn gerst og orðið til þess að
skipta sköpum um úrslit kosning-
anna. En á hinn bóginn má ganga
nokkurn veginn að því vísu að úrslit
þessara kosninga muni ráða úrslit-
um um svör við þeim spurningum
sem hér voru bornar fram í upp-
hafi:
Fái Borgaraflokkurinn tiltölu-
lega fáa þingmenn upp úr kjörköss-
t unum þann 25. apríl, — kannski 4
til 7 — þá á flokkurinn einkum þá
tvo kosti að velja að sameinast
móðurflokknum aftur eða veslast
upp og deyja á einu til tveim kjör-
tímabilum að hætti annarra smá-
flokka hérlendis.
Fái flokkurinn hins vegar meira
fylgi, eru hverfandi líkur á því að af
nokkurri sameiningu verði við
Sjálfstæðisflokkinn og jafn vel
eicki líklegt að um stjórnarsamstarf
verði að ræða milli þessara tveggja
flokka að kosningum loknum. Tak-
ist Borgaraflokknum svo til viðbót-
ar að skapa sér málefnalega sér-
stöðu gagnvart móðurflokknum,
eru verulegar líkur á því að flokkur-
inn sé kominn til að vera í íslenskum
stjórnmálum.
Gerist þetta, er líka allt í einu
komin upp ný staða í íslenskri póli-
tík þar sem hægri vængur stjórn-
málanna er klofinn, líkt því sem
gerist í öðrum löndum. Slíkt
flokkakerfi gæti gefið íslenskum
jafnaðarmönnum byr undir báða
vængi og kannski er þess ekki svo
langt að bíða að hérlendis renni upp
blómaskeið hinna rauðu rósa.