Alþýðublaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. apríl 1987 3 Karvel Pálmason: Enn fellur lagaprófessorinn á prófinu „Á að líða þingmanni, tala nú ekki um prófessor til viðbótar, ómerkilegheit, eins og fram koma íþessu máli af hans hálfu?“ spyr Karvel Pálmason og vitnar til greinar eftir Gunnar S. Schram sem birtist í Morgunblaðinu þ. 26. mars. I Morgunblaðinu fimmtudaginn 26. mars s.I. er mikið lagt undir. Heilsíðu uppsláttargrein er þar rit- uð af lagaprófessornum Gunnari G. Schram, hinni fallandi stjörnu íhaldsins í Reykjaneskjördæmi. í greininni gerir Gunnar að um- ræðuefni frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fisk- veiða, 86. mál, flutt í neðri deild Al- þingis af undirrituðum ásamt þrem öðrum þingmönnum. Þessari grein svaraði ég og sendi Morgunblaðinu auk þess sem ég sendi öðrum dagblöðum afrit af grein minni. Morgunblaðið hefur nú endursent mér greinina með þeim orðum að blaðið sjái sér ekki fært að birta greinina þar sem önn- ur blöð hafi fengið afrit af grein- inni. Ekki hefur DV — „hið frjálsa og óháða“ — heldur séð sér fært að birta greinina ennþá. En víkjum að grein Gunnars í Morgunblaðinu. Ómerkilegur áróður Grein þessi er einhver sú ómerki- legasta sem ég hef séð og um leið lýsandi dæmi um bæði málefnafá- tækt viðkomandi einstaklings í hinu pólitíska hrapi sínu og trúgirni á það að almenningur láti enn blekkjast, og trúi nú svipað og Karvel Pálmason. skattalækkunarloforðunum sem Gunnar flaut á síðast inn á þing. Hefur prófessorinn ekki lesið frumvarpið? í greininni fullyrðir Gunnar að ef 2. gr. frv. hefði verið framkvæmd hefði hún þýtt að útgerð legðist víða niður, og birtir ímyndaða töflu yfir samdrátt á ýmsum stöðum. Fyrir þá sem vilja hafa það sem sannara reynist er frumvarpið sem heild birt hér, og getur þá hver sem er séð hvers konar blekkingarþörf hefur ráðið ferðinni hjá prófessorn- “1986.—1056 ár stofnun Alþingis. 109. löggjafarþing. -86. mál. Nd. 86. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 97/1985, um stjórn fiskveiða 1986—1987. Flm: Karvel Pálmason, Ólafur Þ. Þórðarson, Jón Baldvin Hanni- balsson, Hjörleifur Guttormsson. 1. gr. A eftir fyrri mgr. 1. gr. laganna kemur ný mgr. svo hljóðandi: Ákvæði 1. mgr. taka ekki til veiða með línu og handfærum. 2. gr. Við 2. gr. laganna bætist ný mgr. svo hljóðandi: Við úthlutun á aflamarki og sóknarmarki til einstakra skipa ber ráðherra að taka sérstakt tillit til þess ef skip er gert út í byggðarlag- inu þar sem a.m.k. 35% vinnuafls starfar við fiskveiðar og fiskvinnslu og skal aflamark og sóknarmark þeirra skipa, veröi eftir því leitað, aukið um a.m.k. 25% frá því sem það hefði ella orðið eftir almennri úthlutunarreglu. 3. gr. Fyrri tölul. 1. mgr. 9. gr. laganna falli brott. 4. gr. Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1987. Greinargerð Engum, sem til þekkir, þarf að koma á óvart hve þungum búsifjum kvótinn svokallaði hefur valdið í velflestum sjávarplássum þar sem flestir íbúar byggja afkomu sína á fiskveiðum og fiskvinnslu. Ótal dæmi eru þess að bátar geta ein- vörðungu stundað veiðar 3—4 mánuði úr árinu. Þetta frv. er flutt með það í huga að lina á þeirri miðstýringu sem rík- ir við stjórn fiskveiða. Breyting í þá átt, sem hér er lagt til, hefði í för með sér að þau sjávarpláss, sem nær einvörðungu byggja afkomu sína á fiskveiðum og fiskvinnslu, nytu einhvers forgangs við kvóta- skiptingu umfram aðra og að veiðar með línu og handfærum yrðu utan Útflutningsráð íslands efnir til hugmyndasamkeppni um merki og vígorð sem nota á fyrir sameigin- legar markaðs- og kynningarað- gerðir íslenskra aðila erlendis. Er þetta liður í því markmiði sem sett var við stofnun ráðsins að sameina krafta hinna ýmsu aðila sem þurfa á kynningarátaki erlendis að halda og vinna skipulega að undirbúningi og framkvæmd slíkrar kynningar. Samkeppni þessi er í tveimur lið- um. Annars vegar er merki Útflutn- kvótaskiptingar sem stjórnað er frá skrifborði í Reykjavík. Efnislega Iíkar tillögur voru fluttar af flm. þessa frv. og fleirum við meðferð kvótamálsins á Alþingi haustið 1984. Þessar tillögur voru þá felldar. Vonandi hefur síðan fjarað undan þeim kvótamönnum enda ljóst að heljarfjötrar kvóta- stefnunnar hafa lamað atvinnulíf víða á landsbyggðinni og heft sjálfsbjargarviðleitni manna. Frv. Þetta er flutt í von um að ingsráðs íslands sem verður í senn tákn ráðsins og allsherjarmerki fyr- ir sameiginlegar markaðs- og kynn- ingaraðgerðir erlendis. Merki þetta verður notað á bréfhaus ráðsins, á bæklinga og kynningarefni og í sameiginlegum aðgerðum fyrir- tækja. Það verður notað sem sam- einingartákn fyrirtækja á sýning- um. Einnig verða gefnir út límmið- ar með merkinu. Hinn liðurinn er vígorðið sem á að vera setning á íslensku og ensku sem aðilar í útflutningi á vöru, þjónustu og ferðamálum geta sam- einast um. Vígorði þessu er ætlað að lýsa þeirri sameiginlegu ímynd sem íslendingar vilja koma á fram- færi við erlenda viðskiptaaðila, neytendur og ferðafólk. Æskilegt er að bæði merki og vígorð beri íslensk sérkenni. Sam- keppnin er haldin samkvæmt regl- um Félags íslenskra auglýsinga- teiknara og er öllum opin. Veitt verða verðlaun fyrir þær tillögur sem dómnefndir ákveða, fyrir merki kr. 250.000 og fyrir vígorð kr. 150.000. Verðlaunaupphæðir eru ekki hluti af þóknun höfunda. Skilafrestur í hugmyndasam- keppni Útflutningsráðsins er til 1. júní næstkomandi og eru allar nán- ari upplýsingar veittar á skrifstofu þess. Útflutningsráð áskilur sér rétt til að nota þær tillögur sem dóm- nefndir velja og jafnframt rétt til að kaupa hvaða tillögu sem er. Nánari deili á fyrirkomulagi hugmynda- samkeppninnar verða auglýst í fjöl- miðlum fljótlega. augu fleiri þingdeildarmanna hafi opnast og að þeir sjái nú betur hví- líkur vágestur kvótinn er í íslensku atvinnulífi.“ Hvergi minnst á minnkun. Eins og sjá má af 2. gr. frv. er hvergi gert ráð fyrir því, að kvóti verði minnkaður frá því sem er. Það eina, sem gert er ráð fyrir, er að í byggðarlögum þar sem a.m.k. 35% vinnuafls starfar við fiskveiðar og fiskvinnslu, ber ráðherra að taka sérstakt tillit til þess og verði eftir því leitað, auka kvóta þeirra skipa um 25% og taki menn nú eftir. Frá því, sem hann hefði ella orðiö eftir allmennri útlutunarreglu. Það er: fyrst er almenna úthlut- unarreglan eins og hún er, en síðan til viðbótar 25% á þá staði sem frumvarpið gerir ráð fyrir. Það eru þau byggðarlög, sem svo til einvörð- ungu byggja afkomu sína á sjávar- fangi. Hvergi er minnst á að minnka hjá neinum annars staðar en í heilabúi Gunnars G. Schram og hans fylgi- fiska. Á að líða þingmanni, tala nú ekki um prófessor til viðbótar, ómerki- legheit eins og fram koma í þessu Aðalfundur Iðnaðarbanka ís- lands hf. var haldinn á Hótel Sögu þ. 4. apríl 1987. Hagnaður af rekstri Iðnaöarbankans árið 1986 nam rúmlega 50.2 millj.kr., en árið 1985 varð tæplega 19 milljón kr. hagnað- ur af rekstrinum. Heildartekjur námu 1.169 millj.kr. og minnkuðu um tæplega 2.8% frá fyrra ári. Heildargjöldin námu 1.119 millj.kr. og lækkuðu um 5.5% frá fyrra ári. Astæður þessara lækkana má rekja til hjöðnunar verðbólgunnar, en hækkun lánskjaravísitölunnar nam 14.7% frá upphafi ársins 1986 til loka þess en um 35.6% frá upphafi ársins 1985 til loka þess. Innlán í árslok 1986 námu 4.004 millj.kr. og var aukningin 41.1% á máli af hans hálfu? Nei, slíkum mönnum á að hegna. Nema þá því aðeins að Gunnar hafi ekki gefið sér tíma til að lesa frum- varpið, sem undirrituðum finnst ólíklegt því það er svo stutt og auð- lesið. Lætur Byggðastofnun blekkja sig? En skítt með Gunnar, úr þeim herbúðum eru menn ýmsu vanir. Hitt er enn alvarlegra ef fulltrúar Byggðastofnunar, hafa líka tekið þátt í þessum blekkingarleik, sem undirrituðum sýnist að hafi átt sér stað. Láta þeir óprúttna stjórnmála- menn plata sig til að gefa villandi upplýsingar. Var beðið um þessar villandi upplýsingar? Og þá hver? Eða er þetta uppfundið af fulltrú- um Byggðastofnunar sjálfum. Trúlega hafa þeir þó gefið sér tíma til að lesa frumvarpið, eða hvað? Það er með eindæmum að full- trúar ríkisstofnunar láti hafa sig til þeirra hluta sem Gunnar G. Schram fullyrðir í greininni, ef rétt er. Það hlýtur að vakna sú spurning: Hvað á ríkið að gera við slíka fulltrúa? árinu. Hlutdeild Iðnaðarbankans í heildarinnlánum viðskiptabank- anna jókst úr 9.0% í 9.4%. Raun- aukning innlána, þegar tillit er tek- ið til verðbólgu nam um 22.7% en árið áður nam raunaukning innlána 16%. Lætur nærri að innlán hafi aukist að raungildi um 100% á sl. 3 árum. Útlán námu 3.505 millj.kr. um áramótin og jukust um 46% á ár- inu. Útlán Veðdejldar Iðnaðar- bankans námu 1169 millj.kr. og jukust um 67.7% á árinu. Skipting útlánanna hefur lítið breyst, en til atvinnulífsins fóru 76.0% útlána og þar af er hlutur iðnaðar og bygg- ingaverktaka mestur, eða 40.0%. um. K3RARIK HL. ^ RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Símavörður Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til um- sóknar starf símavarðar á aðalskrifstofu í Reykja- vík. Um er að ræða Vi dags starf. Laun eru samkvæmt kjarasamningum B.S.R.B. og ríkisins. Umsóknirertilgreini menntun, aldurog fyrri störf sendist starfsmannastjóra fyrir 24. apríl n.k. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 118 105 Reykjavík Útflutningsráð íslands: Hugmyndasamkeppni Aðalfundur Iðnaðarbankans: Hagnaður síðasta árs 50.2 milljónir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.