Tíminn - 26.07.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 26.07.1967, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 26. jólí 1967. Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvœmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstiórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gislason Ritstj.skrifstofur i Eddu- tiúsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af. greiðslusimi 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — t lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsraiðjan EDDA h. f. Gleðileg sinnaskipti 12. júlí 1966 skrifaði Morgunbiaðið um vegamálin á þessa leið í forystugrein orðrétt: „Það er hins vegar Ijóst, að meðan hinar miklu fram- kvæmdir við Búrfell og í Straumsvík standa yfir, verður erfitt af efnahagslegum ástæðum og einnig vinnuafls vegna, að hefja slíkar framkvæmdir (þ.e. varanlega vega- gerð) en sjálfsagt er að hefja nú þegar undirbúning að |>ví, að |>ær geti hafizt jafnskjótt og þessum stórfram- kvæmdum lýkur að þremur árum liðnum". Þessi yfirlýsing vakti athygli. Tíminn minnti á þetta s.l. sunnudag. Um það segir Mbl. i ritstjórnargrein í gær: /, • • • • s.l. sunnudag segir Tíminn, að Morgunblaðið hafi haldið því fram, að ekki væri unnt að hefja veru- legar vegaframkvæmdir fyrr en framkvæmdum við Búr- fell og Straumsvík lyki. Þetta hefur Morgunblaðið aldrei sagt, heldur hitt, að þá kynni að vera heppilegasti tími til slíkra stórframkvæmda og væntanlega yrði erfitt að ráðast öllu fyrr í þær vegna þess að undirbúningi yrði naumast lokið. En þegar Mbl. ræddi um þetta mál í fyrra, hagaði þannig til, að vinnuaflsskortur var, og þess vegna var talið heldur ólíklegt að heppilegt yrði að ráðast í stór- framkvæmdir við vegagerð samhliða Búrfellsvirkjuninni og byggingu áibræðslu. Nú er hinsvegar ekki um að ræða sömu spennu á vinnumarkaðnum og verið hefur undan- farin ár og þess vegna má segja að meiri ástæða sé *il að hraða framkvæmdum við þetta verkefni, en menn hugðu í fyrra, ef það reyndist bá unnt af tæknilegum ástæðum." Tíminn ætlar sér ekki að fara að standa í þrefi um það við Mbl., hvað það hafi ^agt eða hvernig beri að skilja hin tilvitnuðu ummæli þess frá því í júlí 1966, en Tíminn vill hins vegar lýsa ánægju sinni yfir þeim sinna- skiptum sem átt hafa sér stað * herbúðum stjórnarinnar varðandi afstöðu til vegamálanna. Barátta Framsóknarmanna. Félags ísl. bifreiðaeiganda og fleiri er að bera árangur i bessum málum. Það er vegna þess að málflutningur þeírra hefur fundið sterkan hljómgrunn og skapað sterkt almenningsálit. Morgunblaðið játar nú, að það hafi ekki mikla spádómshæfileika Það nafi verið vinnuaflsskortur í fyrra, sem hafi ráðið skrifum pess um að það yrði að bíða í þrjú ár með stórframkvæmdir í vegagerð Nú. nokkrum mánuð um seinna sé öldin önnur og bo var spáð heil þrjú ár fram í tímann. Allt e? þetta bin broslegasta vitleysa. Eins og marg oft hefur verið bem á hér 1 blaðinu eru nýtízku vegagerðartæk: orðin svp stórvirk að mjög lítinn mannafla þarf til vegaframkvæmda miðað við það. sem áður var. Eða vill Morgunblaðiö uppiýsa, hvað það voru margir menn. sem unnu við eerð Keflavíkprvegarins. þegar beir voru flestir' T’minn 'úli svo í framhaldi af þessari spurningu og meðan beðið er svars, upplýsa Morgunblaðið um það. að við ,,mdirbvggingu“ vegar með varanlegu slitlagi þarf ekki nema 20—20 menn á stórum vegagerðartækjum Og að beim framkvæmdum er unnið að mestu að sumarla?: af skiliarlegum ástæðum og .á þeim tíma koma hundruð og þúsundir ungra manna á vinnumarkaðinn. Þessi vinnuafisskortur er þvi fyrirslátt- sr og tæKin eru til og bíðá ónotuð Það, sem vantar er fjármagn og það leggur umferðin nú sjálf til í vaxandi mæli. TÍMINN JOSEPH ALSOP: 9 1 Ætla Rússar að taka að sér yfirstjórn egypzka hersins? HIÐ opinbera vikublað Za Rubezhom, sem gefið er út í Moslkvu, hefur nú birt harðorða árás á herforingjastéttina i Egyptalandi. Sennilega táknar þetta, að Gamal Abdel Nasser verði nú að sætta sig við að af- henda Sovétmönnum því sem næst öll æðstu' yfirráð yfir egypzka hemum til endur- gjalds fyrir veitta aðstoð. Auðvelt er að gera sér í hug- arlund orsök þessarar árásar. Það er ekki nema mannlegt að láta sér gremjast, þegar búið er að leggja fram tvo milljarða dollara, en afraksturinn verð- ur ekki annar en smán og auð- mýking, auk þess óskemmti- lega fyrirbæris, að fokdýr tæki og búnaður er ýmist eyðilagt eða tekið hersikyldi. Því ber þó ekki að neita, að í greininni í Za Rubeahom er gengið til muna lengra en hin- ir vonsviknustu meðal yngri blaðamanna í Bandaríkjunum myndu nokkurn tíma ganga í skrifum sínum um her annars ríkis, sem væri í bandalagi við Bandaríkin. Þar eru drottin- svik egypzkra herforingja jafn vel gefin í skyn, en að vísu notað ofurlítið mildara orð, eða „frálhvarf" Enn fremur ber að geta þess, að höfundar greinarinnar eru Igor Belyaev, aðalfréttaritari Pravda um mál efni Asíu og Afríku, og Evg- enyi Primaikov, fréttaritari Pravda í Egyptalandi. VEG'NA þess, hverjir höfund ar greinarinnar eru, verður hún að teljast allt að því eins merkilegt gagn og hin fræga grein George F. Kennans um, hvernig hafa skuM hemil á Sovétmönnum. Sú grein var birt undir hinu yfirlætislausa dulnefni „Mister“, en þar var eigi að síður að finna þá stefnu sem fylgt hefur verið allt til þessa dags, hvort sem rétt hef- u r verið eða rangt. HHðstæðir kaflar í greininni í Za Rubezhom hefjast með því, að fleygt er nokkrum kex- molum í Nasser, svona á svip- aðan hátt og fleygt er brauð- molum í taminn sel. „Jákvæður árangur egypzku byltingarinnar er auigljós“, segja þeir Belyaev og Prima- kov. Þeir nefna iðnvæðingu, eridurbætur i landbúnaði, um ráð ríkisstjórnarinnar yfir „und irstöðuiþáttum framíeiðslunn- ar“ og „öra framþróun". (Hin „öra framþróun" af Nassers völdum í Egyptalandi er. ein- mitt hið sama og Sir Artihur Vandenberg nefndi hér áður „fjörleg viðbrögð" í saman- burði við hina „hægu“ þróun i ísrael). En fréttamenn Pravda halda síðan áfram: „En samfara þessum já- kvæðu framförum urðu einnig neikvæðar breytingar í sjálfum innsta hring hinnar egypzku byltingar Meðan friður ríkti, var sumura bessara breytinga ekki veitt sú athygH, sem vert hefði verið . . Nú er mest undir þvi komið, að draga rétt ar ályktanir af árás ísraels- NASSER — litill herkeisari manna. Hver er hin raunveru- lega orsök þess, að hið ara- biska sambandslýðveldið bregzt svo gersamlega, þegar óvinir gora árás? VIÐ HÖFUM spurt egypzka vini okkar, bvað valdi þessu. Svör þeirra má taka saman í eitt orð: Fráihvarf . . . Og þeir . . . nefndu hina og þessa hersihöfðingja og mikils meg- andi herforingja. Ekki er unnt að gera sér í hugarlund, að meirihluti hershöfðingjanna og herforingjanna hafi látið óvin- ina kaupa sig. Og engu slíku var í raun og veru til að dreifa. Ejgi að síður yfirgaf egypzki herinn hverja vígMnuna af ann- arri á Sínaíslkaga. Árás óvin- anna var að vísu svo skyndi- leg, að það getur margt skýrt, en hvergi nærri allt . . . Flugherinn er 1 mestum met um af öllum deildum í her arabiska sambandslýðveldisins. Samkvæmt gamalli venju . . . fá ekki aðrir aðgöngu að flug- hernum en synir hinna auðug- ustu manna . . . Svipað var raunar uppi á teningnum með aðrar deildir hersins í Egypta- landi. Hugtakið „miðstétt hers ins“ er álkaflega algengt í munni manna þar í landi. Þrátt fyrir allt verður hern- um einum ekki kennt um allar ófarirnar. Unnt væri að skipta um alla hershöfðingjana, en þar með væri vandinn ekki leystur til fulls ... Margir tala um endurskipan stjórn- kerfisins alls . . Almenning- ur er sannfærður um, að sigur- sælM byltingu þjóðfrelsisins verði ekki fram komið nema með því að leysa upp gamla stjórnkerfið . . Stjórnmálin innanlands eru þær vígstöðvar, þar sem aðalátökin munu verða í framtíðinni“ EF TIL þess kæmi, að sjálf- birgingslegasta og mesta stjórn arandstöðublaðið í Bandarikj- unum birti sambærilega grein um ríkisstiórn erlends ríkis. sem væri í bandalagi við Banda ríkin, kæmist hver einasti þegn þess ríkis, allt frá skó- burstara og upp í forsætisráð- herra, í algert uppnám út af „afslkiptum“ Bandaríkjamanna af innanlandsmálum þess. Þess er þó skylt að geta hér, að í þessu tilfelM verður að hafa hliðsjón af því, að Za Rubez- hom virðist þarna mæla fyrir munn hálf-stalirGta meðal rúss neskra kommí / ta. Ekkert fer þó á milli mála um meginiboðskapinn, (sem efa laust er frá her Sovétrilkjanna runninn), og frekari staðfest- ingu hans má einnig fá í því, sem er að gerast í Egyptalandi sjálfu. Allt til þessa hafa egypzkir herforingjar farið til þjálfunar í Sovétríkjunum. Nú er verið að koma á fót umfangs miklum aðstoðarstöðvum Sovét hersins í Egyptalandi sjálfu, — og ef til vill má á þetta Mta sem þögula viðurkenningu á réttmætj bandaríiskra aðferða. Nasser hlýtur að hafa orðið að samþýkkja tiikomu þessarr- ar hjálparsveitar frá Soivétríkj unum til endurgjalds fyrir hin- ar miklu hergagnasendingar, sem hann hefur veitt viðtöku að undanförnu. Sovézkir ráð- gjafar eru þegar teknir til starfa meðal leyfanna af egypzka hernum, alveg ofan frá og niður úr. Og hinn göf- ugi Nasser hefur þegar látið handtaka eða kyrrsetja yfir 600 egypzka herforingja og hyggst þann veg bjarga sjálf- urn sér með því að ráðast á samstarfsmenn sína. EN hvað sem þessu öllu Mð- ur getur enginn fuMyrt, hvað við sé átt með „aðalátökunum", sem verða muni „í framtíðinni“ í „stjórnmálunum innanlands“ Hjá stjórn Nassers í rústunum eru að svo stöddu valdamestir hagsýnir hentistefnumenn eins og Zakarish Mohieddine, en AIi Sabry, aðal haldreipi Sovét manna, hefur verið ýtt til hlið- air. Á ef til vill að láta hagsýnu hentistefnumennina hverfa? Á ef til vill að hefja Ali Sabry til vegs á ný? Á Nasser sjálfur yfirleitt að hafa nokkurt ákvörðunar- og athafnafrelsi? Það svar liggur auðvitað í augum uppi, að Nasser kemur til með að njóta miklu minna fírelsis en Fidel Castro á Kúbu, ef farið verður að öllu leyti eftir kenningunum, sem fram eru settar í greininni I Za Rub- ezhom, (nema því aðeins að Kínverjar láti Nasser kjarn- orkuvopn í té). Veðsetji Nass- er þeim Kremlarfurstum fram- tíð sína, fær hann ef til vill að halda stöðu sinni sem eins kon ar drekahöfuð á skipi, en ekki raunverulegur leiðtogi. En sennilega er hin raunverulega spurning ekki, hvort Nasser sé fáanlegur til veðsetningarinn- ar, heldur hitt, hvort þeir Kremlarmenn séu reiðubúnir að inna af fiöndum það óhemju mikla endurgjald, sem af veð- setningunnf leiddi. J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.