Tíminn - 26.07.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 26.07.1967, Blaðsíða 14
Trésmiðir óskast til að vlnna við mótauppslátt. Straumsvík — Sími 52485 ORGEL Lagfœri biluö; kaupi stundum notuð ORGEL ELÍAS BJARNASON SlMI 14155 ____S_____________ TIL SÖLIl íbúð í Háaleitishverfi. Fé- lagsmenn sem vilja nota forkaupsrétt að íbúðinni snúi sér til skrifstofunnar Hverfisgötu 39, fyrir 30. júlí. B.S.S.R. sími 23873. LÆKNAFUNDUR Framhald af bls. 2. viðihaldið menntun sinni sem skyldi og sinnt vísindastörfum og er það von stjórnar L.Í., að það starf, sem nú er hafinn undirbún- ingur að á þessum vettvangi, megi fljótlega verða heilbrigð ismálunum í landinu að miklu gagni. Aðalfundinn sækja kjörnir fulltrúar læknafélaganna í land- inu, og verða þeir tuttugu tals- is. Samhliða aðalfundi L.í. verður einnig haldið læknaþing, og er þangað boðið öllum læknum lands ins, er þvi mega við koma. Hafa I slík þing verið haldin annað hvert ór um fjölda ára, og eru þar rœdd ýmis félags- og hagsmuna mál lækna, en auk þess og ekki Ihvað sízt eru þau vettvangur, menntunar og gagnkvæmra kynna. Að þessu sinni verður fjall að um sjúkdóma í skjaldkirtli á jþinginu, og verður þar skýrt frá rannsóknum á starfssemi skjald- kirtiisins, sem gerðar hafa verið hérlendis í samvinnu ís- 'lenzkra og erlendra lækna. Er- lenidum fyrirlesurum verður boð- ið til þingsins, og eru þeir próf. l. Doniadh frá London Hiospital, dr. E.D. Williams frá' Iíamimer- smith sjúkrahúsinu' í London, dr. J. Orooks frá lyflæknisdeild kennslusjiúkrahússins í Aherdeen, og ennfremur er til þingsins boð ið Þorvaldi Veigari Guðmundssyni læfcni, sem vinnur að rannsóknum m. a. á skjaldkirtilsstarfseimi við Hammersmith sjúkralhúsið. Inn lendir fyrirlesarar verða próf. Ól- afur Bjarnason, próf. Davíð Davíðsson og Theodór Skúlason, yfirlæknir. í sambandi við þingið verður haldin sýning í Domus Medica á lyfjum og iækningatækjum, og verður hún opnuð miðvikudaginn 26. júlí kl. 17.30, og opin læknum og aðstoðarfólki þeirra til _ 30. júlí. Undanfarin ár hefur L.í. stað ið að árlegu vikunámskeiði fyrir héraðslækna og almenna heimilis lækna, og hafa þau verið haldin á haustin. Slíkt námskeið verður ekki haldið nú í haust, en hins vegar verður það í maí n.k. og munu slík námskeið framvegis verða haldin á þeim árstíma. í stjórn L.í. eru nú _ Ólafur Bjarnason, formaður, Ásmundur Brekkan ritari og Sigmundur Magnússon gjaldkeri. Fram- kvæmdastjóri læknafélaganna er' Sigfús Gunnlaugsson. SÍLDVEIÐAR Framhaid at bls 16. 2130, Gísli Árni 1944, Dagfari 1874, Ásgeir 1828, Jörundur II 1811, Jón Garðar 1771, Fylkir 1718, Kristján Valgeir 1651 og Arnar 1590 lestir. Aflaihæsta skipið á síldveiðun- um sunnanlands er Þórkatla II með 2005 lestir, þá Halkion með 1796, Kópur 1785, ísleifur IV 1732, Huginn II 1693, Geirfugl 1641, Gideon 1639, Viðey 1402, Keflvíkingur 1249, og Þorsteinn 1243 lestir. 47 skip hafa fengið einhvern afla sunnanlands, og þar _____TÍMINN af 44 skip 100 lestir og þar yfir. í skýrslu Fiskifélagsins segir, að afli hafi verið mun tregari síð ustu daga en verið hefur til þessa, og í vikunni var landað 3131 lest, en heiidaraflinn er nú orðinn 33.695 lestir, og var á sama tíma í fyrra 21.749 lestir. Löndunarstað ir eru þessir: Vestmannaeyjar 9.518 lestir, Grindavík 4.939 1., Keflavík 5.165 1., Reykjavík 3.730 lestir, Þorláks höfn 3.350 lestir, Sandgerði 2.234 1., Hafnarfjörður 1.375 1., Akra- nes 3.385 lestir. STÓÐHSETUR Framhald aá bls. 16. um, en gjöf íslendinga við brúðkaup prinsessunnar mun 'hafa orðið til að auka áhug- ann á þeim efnutm. Stendur sala Styggs til Danunerkur í samhandi við þau múl öll. FRIÐRIK ÓLAFSSON Framihalda af bÞ. 1. hafði örlagaþýðingu — og gaf skákina eftir 66 leiki. Þetta getur svo sem alltaf komið fyrir, þegar maður er í lítilli æfingu — og það er þó vissulega sárabót, þótt enda lokin yrðu slæm, að ég hafði algerlega yfirspilað Larsen í skákinni, og var kannski full öru’ggur um úrslitin. Og þetta kostaði þig efsta sætið? Já, það gerði það. Gligoric gerði jafntefli við O’Kelly og varð því efstur með 614 vinn- ing, en við Larsen erum í_ 2.— 3. sæti með 5* *4 vinning. ÚrsMt í öðrum skákum í dag urðu þau, að Wade vann Pritöhett, en Davie og Kottnauer gerðu jafntefli, þannig að lokastaðan er þannig: 1. Gligoric 61/2- 2.—3. Frið- rik og Larsen 5*4 v. 4.—5. O’ Kelly og Penrose 5 v. 6. Kott- nauer 3 v. 7.—8. Davie og Wade 2 v. og 9. Pritdhett 144- Ertu ánægður með frammi- stöðuna? Já, eftir atvikum er ég það. Ég bjó mig ekkert undir þetta skakmót vegna prófa í háskól- anum í vor — og hafði ekkert teflt frá Ólympíuskákmótinu á Kúibu. Taflmennska mín var nokkuð sæmileg — og má miklu frekar segja, að ég hafi fengið of lítið af vinningum út úr mótinu heldur en hitt. Þess má geta að lokum, að þetta er í fyrsta skipti, sem sigur vinnst á hvítt, þegar þeir Larsen og Friðrik tefla sam- an síðan í einvíginu fræga hér í Reykjavík um Norðurlanda- meistaratitiliniv Yfirleitt hafa allar skákirnar unnið á svart — þó með örfáum undantekn- ingum, þegar jafntefli hefur orðið. NEW YORK f’ramha.tli ai t/ls 1 maður skaut á og drap 25 ára gamlan Puerto Rico-mann s.I. laugardagskvöld. ★ Rochester í New York ríki; Þar létu tveir blökkumenn lífið, og um 20 særðust í óeirðum, sem staðið hafa í tvo sólarhringa. ir Pontiac * Michigan: Tveir blökkumenn urðu fyrir byssukúl- um og létu lífið, en einn lögreglu maðui særðist. Þessi borg er að- eins «.m 40 kílómetra fyrir norðan Detroit. ★ Cambridge í Maryland: Þar hófu um 1000 blökkumenn óeirðir eftir að einn af leiðtogum þeirra hafði verið skotinn, þó ekki lífs- hættulega. Hafði hann verið að halda ræðu á fundi, sem haldinn var ‘ borginni. Þjóðvarðlið var sent til borgarinnar til að bæla uppþotið niður. Auk þess særðist einn lögreglumaður í átökunum þar. ★ Grand Rapids 1 Michigan: Þar kom til allverulegra óeirða, og a. m.k. 13 manns særðust í þcim átökum. ★ Toledo 1 Michigan: Lögreglan í borginni, sem er um 80 km. frá Detroit, átti í hörðum átökum við blökkumenn í þessari borg. — Kveiktu þeir í fjölmörgum húsum í borginni og rændu vcrzlanir. Þá kom einnig til nokkurra á- taka ■ borgunum Flint i Michigan, Englewood í New Jersey, Tucson í Artzona og Portsmouth í Virg- iníu. GÓÐIR MÖGULEIKAR Fræmihald af bls. 16. atíhuganir á efnavinnslu úr sjó á sem breiðustum grundvelli og væri raunin sú að sérfræðingur- inn hefði bent á möguleika í þessum efnum sem íslenzkir vís indamenn hefðu lítt hugsað um til þessa. En hafa yrði í huga að hér væri aðeins um frumrannsókn ir að ræða og enganveginn hægt að segja á þessu stigi mólsins hvort við höfum fjárhagslegt bol magn til að hefja efnavinnslu úr sjó í náinni framtíð og margt yrði að athuga áður en farið yrði að hefjast handa um framkvæmd ir. Það sem einkum vekur athygli í sambandi við tillögur sérfræð ingsins er að hann hefur bent á að nota jöklana sem orkugjafa við efnavinnsluna, ekki siður en jarðhita og vatnsorku. Segir hann að íslendingar eigi nær ótak- markaða orku i jöklunum og vel gæti komið að því að þeir verði nýttir til þeirra hluta er tímar líða. í sam'bandi við efnavinnslu úr sjó er einkar hagkvæmt að virkja jökul'kuldann því að við vinnslu sumra efna úr sjó er ein- faldast að frysta sjóinn og ná efn- unum úr honum í því ástandi, en í öðrum tilfellum er sjórinn hitað- ur. Einkum kemur Eyjafjallajökull til greina til virkjunar, og virð ast allar að.^æður þar fyrir hendi. Skriðjökullinn gengur allt niður á láglendi. Við rætur jökuls ins er hverasvæði og mætti fá hitaorku þaðan og tiltölulega auð velt er að ná til raforku á því svæði. Gallinn er sá að þarna er erfitt um hafnargerð við strönd ina og yrði það kostnaðarsöm framkvæmd ef til kæmi. Fleiri staðir koma einnig til greina fyr ir sjávarefnaverksmiðju eins og til dæmis við rætur Sólheima- jökuLs. Baldur Líndal er sá íslenzkur vísindamaður sem einkum hefur rannsakað möguleika á vinnslu sjávarefna og hefur hann skilað gireinargierðum til Rannsóknar- ráðs um athuganir sínar Oig til- lögur um vinnslu. Hefur hann einkum athugað hverasvæðið á Reykjanestá en þar eru saltir hverir og borað hefur verið þar í tilraunaskyni. Saltið í borhol- unni er um 70% meira en í sjón um við ströndina og er nálega 100 gráðu heitt. Þarna yrði hægt að framleiða allt að 150 þúsund tonn af salti á ári og auk þess nokkur önnur efni úr sjó. Sam- kvæmt rannsóknum er möguleiki að vinna þarna 40 tegundir efna úr sjónum en ekki kemur til greina að vinna nema 25 þeirra svo að vinnslan geti borgað sig, en af þeim eru tæpast nema 7 efnategundir, sem telja má álit- legar til vinnslu og yrði þá venju legt salt aðaluppistaðan í vinnsl unni, en af því er árleg notkun íslendinga um 50 þúsund tonn. Sérfræðingar SÞ gerir aftur á móti ráð fyrir að hér verði aðal lega unnið natrium sulfat úr sjó, auk annarra efna. en það efni er tífallt verðmætara en venjulegt salt/ og mikið notað til iðnaðar. En eins og fyrr er sagt eru athug anir þessar allar á frumstigi og líklega langt i land að ákveðið verði hvort íslendingar reisi sjó- efnaverksmiðjur eða ckki. MIÐVIKUDAGUR 26. júM 1967. DETROIT Framhalda af bls. 1. mannanna sagði í dag, að til- tölulega rólegt væri nú í borg- inni. Ástandið væri samt mjög hættulegt. Gæti soðið upp úr aftur hvenær sem væri. Eyðileggingin í Detroit er svo viðtæk, að þúsundir manna hafa misst heimili sín, og margar fjöl- skyldur hafa ekkert annað húsa- skjól en bifreiðir sínar. Gagnstætt því, sem verið hefur undanfarnar nætur, þegar stórir hópar blökkumanna fóru um göt- urnar og höguðu sér eins og þeir vildu, voru götur Detroit sífist- liðna nótt mannlausar. Leyni- ,vtt ur höfðu aftur á móti aukið mjög starfsemi sina. Allt, sem hreyfð- ist utandyra, fékk kúludemibuna á móti sér. Fallhlífarliermennimir fengu fyrirskipun um að beita öllum ráðum til að bæla niður allar óeirðir og andspyrnu í borginni. Einn fallhlífarhermannanna sagði, að ieyniskytturnar hræddu þá ekki: — „Flestir okkar hafa verið í Vietnam, og ef þessir náungar hér fara að skjóta á okkur úr laun sátri, þá munu þeir fá að kenna á því‘, sagði hann. í dag urðu hermenn og lögreglu þjónar að beita skriðdrekum og brynvörðum bifreiðum til þess að „írelsa“ lögreglustöð, sem leyni skyttur höfðu umkringt. Virðist svo «em leyniskyttumar reyni fyrst og fremst að skjóta á lög- reglumenn og slökkviliðsmenn. Jonnson forseti hélt 1 gærkvöldi útvarpsræðu ,og sagðist hafa fyrir skipað varnarmálaráðuneytinu að koma á lögum og reglu í Detroit og neyta til þess allra ráða. Sagði forsetinn að ríkisstj órnin myndi ekki þola lögleysu og óeirðir. í dag nlkynnti George Ro-mney, rík- isstjóri, að útgöngubann yrði £ Detroit frá kl. 21 að kvöldi til kl. 5,30 að morgni fyrst um sinn. Margir talsmenn yfirvalda í borginni hafa látið í ljósi þá sboðun, að óeirðirnar í Detroit ættu minna skylt við kynjþátta- óeirðir en löngun í litsjónvarps- tæki og aðrar eignir af því tagi. Fyrir utan leyniskytturnar, sýndu þeir fjölmörgu blökkumenn sem handteknir voru fyrir þjófn- að, ekkert hatur á hvítum mönn- um. Hvítir menn tóku stundum einnig þátt í þjófnaðinum. Var öllu handbæru stolið — fná pels- um niður í dyramottur. DE GAULLE Framihalda af bls. 1. iegt, að Lester Pearson muni benda forsetanum á, að ummæU hans hafi ekki verið hæfandi og að vilji frönskumælandi minnihlut ans f Kanada sé ekki vilji þjóðar- innai. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, John Diefenbaker, sagði í dag, að ummæli de Gaulle væru ófyrir- gefanleg íhlutun í innanríkismál Ranada, og hafa fleiri tekið í sama streng. Hefur forsæitsráðherrann fengið fjölmörg skeyti og upp- 'hringingar út af þessu máli. Er sagt, að forsetinn geti glaðst yfir því, að franska þingið sé nú i sumarleyfi. Aftur á móti megi búast við miklum átökum í þing- inu begar það kemur saman í nausf Frönsk blöð hafa tekið ummælum íorsetans mjög illa. og er sagt að ef sú óánægja '0110! breiðast út meðal landsmanna, kunni svo að fara að vantrausts- t.illaga verði samþvkkt á stjórn de Gaulle . haust. — Og ef það gerisí verða nýjar þingkosninzar haldnar Segir Harold King. að nvernig svo sem slíkar kosninaar kunni að fara. megi búast við að ' ið slikar aðstæður muni de Gaulle segja af sér. Útför sonar míns, Sigurðar Pálssonar frá HjálmsstöSum veröur gerð frá Miödal f Laugardal laugardaginn 29. júlí n. k. og hefst kl. 14. KveSjuathöfn verður í 'Fossvogskirkju kl. 15 flmmtudaglnn 27, júlf. Rósa Eyjólfsdóttir og vandamenn. aMf.u/im—a———Bnri' Eiginmaður minn Hermann Vilhiálmsson frá Seyðisfirði andaðlst í Landsspítalanum 20. þ. m. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju þann 27. júlí kl. 10,30. Jarðarförinni verður útvarpað. Þeim sem viidu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Guðný Vigfúsdóttir, dætur, tengda- synir, barnabörn og aðrir vanda- menn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns og fósturföður Jósefs J. Jósefssonar MásstSSum Guð blessi ykkur öli. Ingibjörg Jóhannsdóttir, Anna Bfarnadóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.