Tíminn - 05.08.1967, Page 1
EN FJÖLSKYLDA” í
KÓPAVOGI!
Þessa mynd tók Ijósmyndari
Tímans G. E. af hjónunum
Gunnvöru Braga Sigurðardótt
ur og Ðirni Einarssyni ásamt
10 fulltrúum á hinu norræna
æskulýðsmóti, sem haldið er
þessa dagana. Þau Björn og
Gunnvör hafa sýnt þá rausn að
hýsa þessi 10 ungmenni með-
an á mótinu stendur, og er
þetta þegar orðin hin bezta
fjölskylda — norræn fjöl-
skylda. Tíminn heimsótti hóp-
inn í dag, og fleiri myndir og
viðtöl við unga fólkið er á bls.
2. Lét hópurinn í Ijósi rnikla
ánægju að fá að dveljast svona
mörg saman á einkaheimili, og
fá þannig tækifæri til að kynn
ast vel innbyrðis og njóta ís-
lenzkrar gestrisni.
í fyrradag fóru þátttakend-
urnir i hinu norræna æskulýðs
móti til Þingvalla, þar sem
staðurmn var skoðaður.
Hlýddu þeir á fyrirlestur Sig-
Framhald á bis 15.
FUNDUR ÆÐSTU MANNA ARABA-
RÍKJA HALDINN Á NÆSTUNNI?
NTB-Khartoum, föstudag.
Súdan stefnir að því að lialda
fund æðstu manna Arabaríkjanna
í Khartoum, höfuðborg landsins,
fyrir 25. ágúst næstkomandi, svo
að hægit sé að ræða afleiðingar
styrjaldarinnar í löndunum fyrir
botni Miðjarðarliafs fyrr í sumar.
Var frá þessu skýrt á blaðamanna
fusrdi í Khartoum, en þar sitja
utanríkisráðlierrar Arabaríkjanna
13 á fundi.
Góðar heimildir segja, að ráð-
herramir séu í stórum dráttum
sammála um að halda fund æðstu
manna Arabaríkjanna, en að deitu
mál, eins og styrjöid in í Jemen
og áframhatd olíubannsins á
Bretland, Bandaríkin og Vestur-
Þýzkalands, geti enn komið í veg
fyrir slíkan toppfund.
Súdanskir embættismenn telja
að Saudi-Araíbía muni fallast á
egypzka tillögu þess efnis, að
skipuð verði þriggja manna
nefnd, sem fái það verkefni að
sjá um að Jedda-samningurinn frá
1965 milli Egyptajands og Saudi-
Arabíu um frið í Jemen kæmist
í framkvæmd. Eins og kunnugt er
styðja þessi ríki sitt hvom aðil-
ann í borgarastyrjöldinni í Jemen
en árið 1965 sömdu þeir Nasser
Egyptalandsforseti og Feisal
Saudi-Arabíukonungur um stöðv
un styrjaldarinnar í landinu. Bar-
dögum hefur þó verið haldið
áfram.
Fjármálaráðherra Súdans, S.
Elhindi, vísaði í dag á bug frétt
,'ramhald a ols 15
Gott veður!
GÞE-Reykjavik, föstudag. _
Ferðalangar geta yfirleitt bú
izt við góðu veðri um lielgina,
eftir því jem okkur var tjáð á
Veðurstofunni í kvöld. Hvergi
er gert ráð fyrir mikilli úr-
komu né hvassviðri, og á morg-
un verður veðrið líklega svipað
eg pað var í dag um allt land,
sólskin og hægviðri víðast hvar.
Á sunnudag er hins vegar
búizt við, að það þykkni dálítið
uipp við suðurströndina og á
Austunlandi, en þó ekki svo
mikið að rigningu geri. Vindur
á þeim slóðum verðuir að aust-
an eða norðaustan og gert er
náð fyrir svipuðu hitastigi og
verið hefur. Á Vesturlandi og
í innsveitum norðanlands verð
ur væntanlega sólskin og blíð
viðri alla helgina og Jónas
Jakobsson veðurfræðingur
sagði við Tímann, að ferðalang-
ar gætu1 lagt af stað álhyggju-
lausir í dag, hvert á land sem
þeir ætluðu.
Mynd þessi er fra fundi utanríkisráðherra Arabaríkjanna í Khartoum, höfúðborg Afríkuríkisins Súdan.
Fundurinn hófst á miðvik^rlag.
ÓPÍUM-
STRiÐ!
NTB-Bang'kok, föstudag.
Herskár ættbálbnr í norður-
hluta Thailands hefur drepið á
fjórða hundrað fyrrverandi her
menn kínverskra þjóðernis-
sinna þar um slóðir. Er hér um
að ræða baráttu um yfirráð
yfir opíum-flutningum á þess-
um slóðum yfir til annarra
rikja.
Þessar upplýsingar koma frá
innanrí'kisráðherra Thailands,
Oharusathien hershöfðragja.
Sagði hann, að bardagamir
Framhald á bls. 15
————BBaaagMigaiai——aw—wbmmihmmm