Tíminn - 05.08.1967, Síða 9

Tíminn - 05.08.1967, Síða 9
9 LAUGARDAGUR 5. ágúst 19€7. TÍMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæoidastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulitrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- iýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Bddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- grejðslusími 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald br 105.00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Aburðarverksmið j an Morgunblaðið er nú farið að ræða um, að það sé stefna ríkisstjórnarinnar að raða verkefnum eftir mikil- vægi þeirra, því að ekki sé hægt að gera allt í einu. Al- þýðublaðið gengur enn lengra og segir, að ríkisstjórnin hafi raunar alltaf fylgt þeirri stefnu! Fyrir Framsóknar- menn er mjög ánægjulegt að sjá stjórnarblöðin boða stefnu, sem Framsóknarmenn héidu fram fyrir kosning- arnar og þau töldu þá ófæra og óverjandi. Svo segir Mbl., að Sjálfstæðisflokkurinn og ríkis- stjórnin hafi sérstakan áhuga fyrir stóriðju. Það gildi hins vegar ekki um Framsóknarmenn! Staðreyndin er þó sú, að það voru Framsóknarmenn, sem höfðu frumkvæði og forgöngu um fyrstu stóriðju- fyrirtækið á íslandi, Áburðarverksmiðjuna. Sú fram- kvæmd hefur orðið þjóðinni til mikilla hagsbóta, m.a. sparað mikinn erlendan gjaldeyri, skapað verulega aukna atvinnu og tryggt hag bændastéttarinnar. Það skal þó játað, að framleiðsla áburðarverksmiðjunnar hefur ekki heppnazt eins_ vel og skyldi og hafa þó einkum verið brögð að því tvö seinustu árin. Bændur hafa kvartað undan versnandi áburði, en litla áheyrn fengið. Þá hefur áburðarnotkun landbúnaðarins mjög aukizt síðan áburðarverksmiðjan tók til starfa, svo að hún framleiðir nú rétt aðeins helming þess áburðar, er bændur þarfnast. Af þessum ástæðum er það orðið mjög aðkallandi, að áburðarverksmiðjan verði enaurbyggð og aukin, svo að hún fullnægi þörfum lansbúnaðarins með bættri og aukinni áburðarframleiðslu. í framhaldi af þessu og áðurnemdum skrifum stjórnar- blaðanna er ekki úr vegi að spyrja: Hver er undirbúningur ríkisstjórnarinnar að því að bæta og auka áburðarverksmiðjuna? Hvar hefur henni verið valinn staður í þeirri röð framkvæmda, sem Mbl. er að boða? Hvenær má vænta þess að framkvæmdir hefjist við endurbætur og aukmngu áburðarverksmiðj- unnar? Ef nokkuð er að marka skrif Sjálfstæðisflokksins um áhuga hans fyrir stóriðju, ætti þetta að vera sú fram- kvæmd, er sízt væri látin bíða. Eða hefur Sjálfstæðisflókkurinn ekki áhuga fyrir stóriðju, ef hún er í eigu íslendinga sjálfra? Því fremur er um þetta spurt, að ríkisstjórnin hefur hagað sér gagnvart áburðarverksmiðjunni eins og hún ætti hana ein. Málgögnum hennar ætti því að vera auð- velt að svara framangreindum fynrspurnum. Mesta ferðahelgin Vert er að vekja athygli á ávórpum til vegfarenda frá samtökunum Varúð á vegum og Áfengisvarnarnefnd Reykjavíkur. í ávörpum þessum er bent á, að verzlunar- mannahelgin sé mesta ferðahelg) ársins og umferð á þjóðvegunum þvi miklu mpiri en venjulega Þess vegna beri að gæta sérstakrar varúðar ■ umferðinni. Báðir þessir aðilar vara svo emdregið við áfengisnotk- un, þvi að hún sé hættulegasti förunauturinn. Það eru vissuiega nrð í tíma töluð hjá Áfengisvarnar- nefnd Reykjavíkur að , skora á aila. sem hyggja til ferða- laga um verzlunarmannahelgina að svna þá umgengnis- menningu i umferð sem á dvalarstöðum, er frjálsbornu og siðuðu fólki sæmir.“ ERLENT YFIRLIT Brezki stáliönaöurinn hefur verið þjóðnýttur í annaö sinn Talið líklegt, að þjóðnýting hans verði varanleg Wilson RÉTT fyrir seinustu mánaða mót, kom þjóðnýtáng stáliðnað arins í Bretlandi til fram- kvæmda í annað sinn á tæpum 20 árum. Rfkisstjórn Attlees, sem fór með völd fyrst eftir síðari heimsstyrjöldina, þjóð- nýtti. stáliðnaðinn en stjóm Churöhills, sem kom til valda 1951, lét hann aftur í einka eign. Yfirleitt er því nú spáð, að þjóðnýting stáliðnaðarins brezka verði varanleg, þótt íhaldsflokkurinn hafi á orði að koma honum aftur í einka- eign. Það hefur verið furðulega hljótt um þjóðnýtingu stáliðn aðarins að þessu sinni. Önnur aðalástæðan er sú, að eigend um stálfyrirtækjanna eru eig- endaskiptin ekkert óljúf eins og á stendur. Stálfyrirtækin eru undantekningarlaust hluta félög og bréfin í þeim hafa verið að falla undanfarin miss eri. Það stafar ekki af því, að þjóðnýting hafi vofað yfir, held ur hinu, að offramleiðsla hef ur verið á stáli og líkur þykja benda til, að hún haldist alltaf fram yfir 1970. Verðið á stál inu hefur því hækkað minna en tilkostnaðurinn og fyrirtæk- in því barizt í bökkum ða verið hallarekin. Horfur hafa verið taldar þær, að hlutabréf- in í stálfyrirtækjunum myndu halda áfram að falla, að óbreyttum ástæðum. Þjóðnýt ingin gerist með þeim hætti, að ríkið yfirtekur hlutabréfin á því verði, sem þau eru skráð, og borgar þau með ríkisskulda bréfum. Talið er, að ríkið borgi hlutabréfaeigendum 10 milljarða norskra króna eða 900 millj. kr. meira, en raun- veurlega verðmæti þeirra sé nú. Hlutabréfaeigendur skað- ast því ekki. En ríkið skað ast ekki heldur, því að eignir hinna þjóðnýttu fyrirtækja eru metnar á 38 milljarða króna. HIN AÐALÁSTÆÐAN, sem veldur því, hve hljótt hefur verið um þjóðnýtinguna er sú, að stjóm Wilsons hefur fram kvæmt hana mjög hyggilega. Sú skoðun er að verða almenn- ari en áður, að eignayfirráðin hafi ekki höfuðáhrif á rekstur inn, þegar um hin sterku stór- fyrirtæki sé að ræða, því að dreifðir hlutabréfaeigendur ráði litlu meira um stjórn hlutafélaga en kjósendur, þeg ar um ríkisrekstur sé að ræða. Mest velti á hvernig forstjór ar séu valdir og reynist. Stjórn Wilsons hefur farið þá leið að veija menn í yfirstjórn hins þjóðnýtta stáliðnaðar, National Steei Board, alveg án tillits til pólitísks litarháttar, en hið gagnstæða hefur oft reynzt ríkisrekstrinnm fjötur um fót. Formaður þess er Melchett lá- varður, þekktur og viðurkennd ur fjármálamaður. en aðrir i stjórninnj eru reyndir fram- kvæmdastjórar eða sérfræðing- ar úr stáliðnaðinum. Aðeins ----------------------- - - einn maður í yfirstjórninni get ur talizt pólitískur fulltrúi Verkamannaflokksins, en nán- ast er þó litið á hann sem full- trúa verkalýðssamtakanna. Skipun yfirstjórnarinnar hefur þannig á sér þann blæ, að ein- göngu sé stefnt að því að reka stáliðnaðjnn sem arðvænlegan atvinnuveg. Launakjör forstöðu manna bera þess merki, því að þau verða svjpuð og .,jó kapitaliskum fyrirtækjum. Þannig verða árslaun Meldhett lávarðar sem formanns yfir- stjórnarinnar 3 mjllj. ísl. króna. Þessi launakjör eiga að vera trygging þess, að hæfustu menn fáist til forustu. í þessu sambandj má til fróðleiks geta þess, að enska Samvinnuheild- salan réði sér nýlega forstjóra, sem hefur í árslaun nærri tvær milljónir íslenzkra króna, „keypti“ hann frá einkafyrir- tæki, ef svo maetti að orði kom ast. Það er talið hafa háð sam- vinnuhreyfingunni brezku sein ustu áratugina, að hún hafi ekki launað forystumönnum í hreyfingunni nógu vel og því misst beztu starfskraftana i einkareksturinn. Richard Nazsh olíumálaráðherra, en þjóðnýt ing stáliðnaðarins hefur heyrt undir ráðuneyti hans. AUK þess, sem að framan greinir, hefur það dregið úr andspyrnu gegn þjóðnýtingu stáliðnaðarins, . að margir áhrifamenn innan hans hafa viðurkennt suma kosti hennar. T. d. þurfi að endurskipuleggja hann, auka sum fyrirtækin og leggja önnur niður eða draga úr þeim, en slíkt sé ekki hægt, nema yfirstjórnin sé á einni hendi. Þá þurfi mjög mikið fjármagn til að koma honum í nýtízkuhorf, þótt mikil fjár- festing hafi verið í honum síð- ustu árin, og það eigi að vera aukin trygging fyrir því, að þetta fjármagn fáist, þegar ríkið sé orðið eigandi hans. Þá er talið, að þjóðnýtingin geri það auðveldara að dreifa stáliðnaðinum meira um land- ið og auka þannig efnahagslegt jafnvægi milli landshluta. Þjóðnýtingin nær til 90% alls stáliðnaðarins og allra stærstu stálfyrirtækjanna. Nokkur minni stálfyrirtæki hafa ekKi verið þjóðnýtt og stapfa áfram sem einkafyrir- tæki. Hið sameinaða stálfyrirtæki brezka ríkisins, British Steel Corporation, verður eitt af 15 stærstu fyrirtækjunum í heim inum. Við það munu vinna um 280 þús. manns. Fyrstu árin er gert ráð fyrir að ,það verði rekið með tapi, m. a. vegna mikillar fjárfestingar og óhag- stæðrar verðlagsþróunar. Hins vegar gera forgöngumenn þess sér vonÍT um, að það muni brátt gera Breta að forystu- mönnum í hagsýnni og arð- bærri stálframleiðslu, eins og þeir voru um eitt skeið. Talið er, að stjórn Wilsons hyggi ekki á meiri þjóðnýtingu á þessu kjörtímabili. Hins veg- ar mun hún fara fram á, að þingið heimili henni að láta ríkið gerast meðeigandi í fyr- irtækjum, þar sem þess bvki þörf. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.