Tíminn - 16.08.1967, Qupperneq 13

Tíminn - 16.08.1967, Qupperneq 13
MIÐVKUÐAGUR 16. ágúst 1967. TÍMINN ■■rciTffnndl 13 [yjamenn sneru tafíinu við eftir „óskabyrjun" Víkinga $ fijijHÍíl rf111 Guðbjörn Jónsson • GÚHoj r m - og tókst að jaf na 2:2 undir lokin. Atí-Reykjavík. — Spennandi úrslitaleik Víkings og Vestmanna- eyja í b-riðli 2. deildar lauk með jafntefli, 2:2, á Melavellinum í gærkvöldi. Aldrei hafa Víkingar verið eins nálægt 1. deildinni og í gærkvöldi, >vi; þegar 15 mín. voru tU leiksloka höfðu þeir yfir, 2:0, en með sigri hefðu þeir mætt Þrótti í úrsiitaleik um sæti í 1. deild. En Eyjamenn höfðu ekki sagt sitt síðasta orð. Hið fræga keppnts I skap þeirra brást ekki í gær- I kvöldi. Á 30. mínútu skoraði ! Sævar Tryggvason — áberandi bezti maður liðsins — 2:1, með skalla. Og á 39. minútu var dæmd réttilega vátaspyrna á Víking, þeg ar brotið var á Geir SigurMssyni. Viktor fyrirliði jafnaði úr hanni 2:2. Víkingar fengu óskabyrjun í þessum leik. Þannig voru iþeir bún ir að skora 2:0 eftir 13 mínútur. Ólafur Þorsteinsson skoraði 1:0 íslandsmót- ið í golfi hefst í dag PJ-Keflavík. — íslandsmótið í golfi hefst í dag, en keppninni lýkur á laugaidaginn. Aðallduti mótsins fer fram samtímis á 2 gotfvöllum, Grafarholtsvellinum og Hólmsveili í Leiru. Rvenna- mejstaramótið fer hins vegar fram á Hvaieyrarholti við Hafnar fjörð. Þátttaka er mjög mikil í mót- km, en þátttatoendur eru um 100 tateins. Meðal keppenda eru flestir af beztu kylfingum lands- íðs, að Magnúsi Guðmundssyni, núverandi íslandsmeistara, und- anskildum, og verður eflaust um mjög spennandi keppni að ræða. Leiknar verða 18 holur á dag í karlaflokki, samtals 72 holur, en í unglingalfLotoki og kvennaflokki, verða leiknar 12 holur á dag, eða samtals 36 holur. Föltoi stoal bent á, að öllurn er heimtlt að fylgjast mieð keppn- inni, en hún hetfst tol. 10 f.h. alla dagana. Prógramið lítur þann ig út: Mtff>VEKjUDA&U!R. Hóhnsvöllur: Meis t araflokkuT og 2. flokkur. Graf arholts völlur: 1. flokkur og unglingaflokkur. Hvaleyrarvöllur: Kvennaflokkur. PIMMTUDAGU'R Hóimsvöllur: Meistaraflokkur og 2. flokkur. Gratfarliolts völlur: 1. flokkur og unglingaflokkur. Hvaleyrarvöllur: Kvennaflokkur. FÖSTUDAGUR. Hólmsvöllur: 1. flokkur og unglingaflokkur Grafarholts völlur: Meistaraflokkur og 2. flokkur. Hvaleyraj-völlur: Kvennaflokkur. LAUGARDAGUR Hólmsvöllur: 1. flbkk ur. Graf arholtsvöllur: Meistaraflokkur og 2. flokkur. Mótinu verður slitið með hófi að Hótel Borg á laugardagstovöld og fara þá fram verðlaunaafhend- inigar. Gullaldarliðiö keppir við unglingalið Rvíkur Á fimmtudagskvöld leika á Laugardalsvellinum úrvalslið Akranes „anno 1955“ og úrvals- lið Reykjavíkur „anno 1970 (?).“ Leikurinn hefst kl. 20.00. í vor stóð til að fram færi bæjarkeppni niilli Reykjavíkur og Akraness, en vegna þess hve seint voraði og mikil þrengsli sköpuð- ust á völlunum í Reykjavík, féli hún niðúr. Nú hefur orðið að ráði, að fram fari á fimmtudags- kvöld bæjarkeppni millj þessara aðila með nýju sniði. Knatt- spyrnuráð Akraness teflir fram Akranesliðinu, sem gerði jarðinn frægan milii 1950 og 1960, en Knattspyrnuráð Reykjavíkur tefl- ir fram úrvalsliði undir 20 ára aildri, en það er svo til sama liðið og lék í Norðurlandamótinu í Noregi 1966. Lið Reykjavíkur verður þann- ig: Magnús Guðmundsson (KR) Halldór Björnsson (KR) Magnús Þorvaldsson (Víking) Sigurbergur Sigsteinss. (Fram) Sigurður Pétursson (Þróttur) Samúel Erlingsson (Valur) Björgvin Björgvinsson (Frami Aiexander Jóhannesson (Valur) Smári Jónsson , Valur) Ásgeir Elíasson (Fram) Ólafur Þorsteinsson (Víking) Varamenn; Hörður Helgason (Fram), Arnar Guðlaugsson (Fram), Jón Karlsson (Víking), Sigmundur Sigurð'sson (KR), Ólaf ur Viðar Thorsteinsson (Þróttur). úr vítaspyrnu á 10. mínútu og Hafliði Pétursson skoraði laglega 2:0 á 13. mínútu. Mest allan fyrri hálfleikinn voru Víkingar betri aðilinn, en í síðari hálfleik sneru Vestmannaeyingar taflinu við og sóttu mun meira. Með þessum úrslitum eru liðin jöfn að stigum, bæði með 8 stig, og verða að leika nýjan úrslita- leito á hlutlausum velli. Róbert Jónsson dæmdi leikinn yfirleitt vel, þótt hann hafi verið e. t. v. fullrólegur í tíðinni. Við höldum áfram með spurningarnar: 1) Það er sótt að marki. Sóknarmaður er að missa af knettin- um og slær hann viljandi með hendi. Þetta leikbrot skeði rétt fyrir utan vítateig og dæmdi dómarinn umsvifalaust aubaspyrnu. Sá varnarlcikmaður, er framkvsftndi spyrnuna, ætlaði að spyrna til markvarðar, en svo illa tekst til, að knötturinn fer heint í mark, án þess, að markvörðurinn snerti knöttinn. Þetta var sorgleg spyrna — að spyrna í mark hjá sjálfum sér fyrir hendi, er mótherjinn gerði. Það kemur víst ekki oft fyrir. Getur dómarinn dæmt markið af? 2) Getið þið fundið nokkur dæmi um óbeinar aukaspyrnur? (Svör birtast á morgun). Skemmtilegt míluhiaup, en metið stóð óhaggað Yfir 30 þúsund ábortfendur mættu á White City í Lundún- um á laugardaginn til að vera vitni að „míluhlaupi aidarinnar“, en þar kepptu heimsmethafinn m.a. Jim Ryan, Bandaríkjuni.m, Kipo'hnge Keino frá Keníu, Tum- mel, þýzki Bvrópumeistarinn í lSOOm. og Alan Simpson, enski methafinn. Hlaupið var spennandi en áhorfendur urðu fyrir mákl- um vonbrigðum, þegar tímarnir voru gefin upp. Ryan sigraði, en hljóp „aðeins" á 3:56.0 min. — eða um fimm sekúndwm 1-akari árangur en heimsmet hans. Keino varð annar, og Simpson þriðji. . Sem sagt, þetta hlaup var ekki keppni við klukkuna — heldur innbyrðiskeppni frábærra hlaup- ara — þar sem Ryan sigraði á skemmtilegan og taktiskan hátt, og skiidi Keino etftir á enda- sprettinum að venju. Myndin sýn ir Riyan og Keino í Maupinu. H.B. SIGRAÐI HAUKA 4:3 Færeyska liðið HB lék sinn 3ja og síðasta leik í keppnisförinni hingað gegn Haukum í Hafnar- f.irði. Lauk leiknum nieð sigri Fær eyinganna, 4:3- Áður hafði HB leikið á Akureyri tvo leiki og tapað þeim báðum heldur illa. Handknattleiksmenn Hauka til Póllands? 1. deildar iið Hauka í hand- knattleik fer að öllum líkind- um í keppnisför tU PóUands um miðjan næsta mánuð. Standa Haukar í samningum við Pólverja þessa dagana. Ekki er enn þá ákveðið hvaða pólsk lið verða mótherjar Hauka í keppnisförinni, en vera má, að þeir takl þátt í hraðkeppnismóti, e.tjv. sama motinu og Fram var boðið þátt \ taka í, en Fram treystir sér ekki til PóUands í haust, eins og fyrirhugað var, vegna vænt aniegrar þátttöku í Evrópu- bikarkeppninni. Heyrzt hefur, að hitt Hafnar fjarðarfélagið, FH, ætli einnig í keppnisför erlendis í haust. Ættu þessar ferðir að geta orðið góður undirbúningur undir fslandsmótið í vetur. — alf.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.