Tíminn - 16.08.1967, Qupperneq 14
14
MH>VTKTIDAGUR 16. ágúst 1967
Síldveiðarnar
TÍMINN
V —- ‘I - ' T:
r -7- •-:' ’" * . . . '■.-.- J'..."-;
Sfldveiðarnar sunnan lands og
suðvestan viknna 6. til 12.
ágúst 1967.
Aflabrögð voru iþau beztu
síðan um miðjan júlí, og var
landað í vikunni 5,933 lestum
frá 50 veiðiskipum. Veiddist
síldin aðallega í Faxaflóa og
við Reykjanes, austur í Selvog.
Hefur nú verið landað 46,544
lestum samanlagt, en á sama
tíma í fyrra var afilínn 34,
910 lestir. Löndunarstaðir eru
þessir:
Vestmannaeyjar 10.716 lestir,
Grindavík 7.210, Keflavík 8.160,
Reykjavik 5.903, Ólafsvák 370, Þor
lákshöfn 3.369, Sandgerði 3.338,
Hafnarfjörður 2.263, Akranes 5.215
lestir.
Síðasta sólarihring var veiði-
veður sæmilegt á miðunum og
tilkynmtu sex skip um afla, sam
tals 1700 lestir.
MANNLAUS FISKISKIP
Framihald af bls. a.
að heildarsjiávarafli Sovétmanna
hefði aukizt úr 1.75 milljónum
tonna árið 1950 í 5.6 milljónir
árdð 1965. í ársbyrjun 1965 hafði
hafði fiskiskipafjöldd þeirra
margfaldiazt með 3.4 og hestafla-
fjöldi flotans með 10.7 firá því
sem var árið 1940. Fisfciðnaðiur-
inn sjálfur samanstendur af ríkis
fyrirtækjum, sem annast um fcvo
þriðju hluta af fiskveiðum Sovét-
ríkjanna, og samvinnufyrirtækj
um sjómanna, sem reka fiskveið-
ar jafnt á útlhöfunum sem á inn-
höfum á borð við Svartalhafið og
Kaspíalhafið.
• .T'r-
■/jír&>//r ■
Li.
Maðurinn minn og faSir okkar
Gestur Árnason,
prentari
andaðist aS Hrafnistu 15. þ. m. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni,
föstudaginn 18. ágúst kl. 1.30.
RagnheiSur Egilsdóttir,
Egill Gestsson,
Árni Gestsson.
MóSir okkar,
Áslaug Benediktsson
andaSist aS heimili sínu, Fjólugötu 1, hinn 15. ágúst.
Ingileif Bryndfs Haiigrímsdóttir,
Björyi Hailgrímsson,
Geir Hallgrímsson. .
Þökkum ýnnilega auSsýnda samúS og vinarhug viS fráfall og
jarSarför,
Guðmars Tómassonar,
skipstjóra frá Vestmannaeyjum.
Sérstaklega þökkum viS stjórn og félögum í Skipstjóra- og stýri-
mannafélaginu VerSanda fyrir þá miklu virSingu, er þeir sýndu
viS jarSarför hans.
SigríSur Lárusdóttir og börn.
Liney GuSmundsdóttir, Tómas Sveinsson,
Bergþóra ÞórSardóttir, Lárus Ársælsson,
Anna Tómasdóttir, Símon Kristjánsson,
Óiöf Waage, SveBnn Tómasson.
EiginmaSur minn, faSir okkar, tengdafaSir og afi,
Gísli H. Sigurðsson,
Hringbraut 97,
verSur jarSsunginn frá Fossvogskirkju, miSvikudaginn 16. ágúst
klukkan 10.30 fyrir hádegi. — Athöfininni verSur útvarpaS.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afbeSið, en þeir, sem vildu
minnast hans, eru beSnir aS láta Kristniboðssambandið eða Slysa-
varnarfélag íslands njéta þess.
Karólína Ólöf GuSbrandsdóttir,
Sigurður Gíslason, SigríSur Lárusdóttir
Steingrímur Gíslason, Ingibjörg Helgadóttir
og barnabörtp.
MóSir okkar og tengdamóSir,
Ása Jóna Eiríksdóttir,
Öldugötu 28,
er lézt 9. þ. m. verSur jarSsungin frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn
17. ágúst, Id. 10.30 f. h. Blóm vinsamlegast afbeðin, en þeim,
sem vHdu minnast htnnar látnu er bent á liknarstofnanir.
Sigurásta GuSnadóttir,
SigurSur Benediktssoin,
Eirikur GuSnason,
Bryndis Tómasdóttir,
Ólafur GuSnason,
Helga M. Einarsdóttir.
Innllega þökkum við auSsýnda samúS við andlát og jarðarför
móSur okkar, fósturmóður og ömmu,
Maríu Beck,
Sómastöðum, ReySarfirSi.
Börnin, fósturbörn og vandamenn.
VATNSBÓLASVÆÐI
Framíhald al bls. iö.
um um friðun vatnsbóla 1 janúar
í vetur, og voru tillögurnar síðan
ræddar á nokkrum fundum skipu
lagsnefndarinnar, og síðan sam-
þykktar i því formi. sém þær
hafa nú verið lagðar fram I júní
sfðastliðnum. Nær friðunin yfir
rúmlega 13 þúsund hektara svæði.
Tillögurnar hafa verið samþykkt
ar af sveitarfélögum, sem land
eiga á hinum friðuðu svæðum, og
verða þær innan skamms sendar
skipulagsstjórn og félagsmála-
ráðuneytinu til formlegrar stað
festingar, sem hlufci af aðalskipu-
lagi höfuðborgarsvæðisins.
í friðunarfcillögunum er vatns
bólasvæðinu skipt niður í fjóra
flokka. í fyrsta flokki eru
Gvendarbrunnar og nógrenni,
Kaldárbotnar og nágrenni, vatns-
ból Garðaihrepps við Vífilsstaða-
vatn og framtíðarvatnsból suð-
austan við Elliðavatn við upptök
Myllulækjanna. Er lagt til að
þessi svæði verði algjörlega frið-
uð, afgirt með mannheldum girð-
ingon og að innan þeirra verði
eigi leyfðar aðrar framkvæmdir
en þær, sem nauðsynlegar eru
vegna þartfia vatnsveitnanna.
I öðrum flokki eru Heiðmerk-
ursvæðið, Bullaugnasvæðið og op-
in jarðsprungusvæði, en lagt er
til að afgirfc verði 20 metra breitt
belti til hvorrar handar. Á
þessu svæði er ætlunin að leyfa
ekki meiri háttar upplag af olíu,
benzíni eða skyldum efnum, eigi
heldur vegsalti eða neinu því, er
skaða getur valdið á grunnvatni,
ekki heldur eiturefni til útrýming
ar á skordýrum eða á gróðri,
né áburð nokkurs konar. Olíugeym
ar við hús, sem þegar eru á frið-
unarsvæðinu eiga að vera undir
ströngu eftirliti, og ekki verða
leytfðar nýjar byggingar sumar-
búsfcaða eða þess háttar. Frá-
rennsli frá húsum þeim, sem fyr-
ir eru verður háð ströngu eftir-
liti og vegalagning og öll starf-
semi innan svæðisins sömuleiðis.
í þriðja flokki er norð-vestur-
svæðið svokallaða, þ.e. Hólmslheið
in, Mosfellsheiði, Lækjarbotnar o.
fl., og suðvestursvæðið þ.e. allt
fná VífilsstaðahKð og suður fyrir
Stórlhöfða. Á þessum svæðum skal
gæta fyllstu varúðar í meðíferð
sömu eína og á 2. flok.ks svæð-
unum, þar sem vifcað er um
sprungur eða misgengi, oig meiri-
háttar geymslur fyrir slík efni
verða ekki leyfð. Eftirlit verður
með svæðinu öllu.
í fjórða flokki er síðan fró
Eggjum norðan Rauðavatns að
Heiðmerkurgirðingu norðan Vif-
ilsstaðavatns, og verður allt þetta
svæði háð eftirliti.
Á síðasta hausti var gerður
samningur milli Reykjavílkur-
borgar og Fjáreigendafélags
Reykjavíkur um það, að fjáreig-
endur skyldu flytja fé sdtt úr
Fj'ártoorginni í Blesugróf og var
þeim veitt land á Hólmsheiði. í
dag reyndum við að afla okkur
upplýsinga um það, hvort úr því
yrði, að Fjárborgin yrði flutt
á Hólmsheiðina, en fengum ekki
aðrar uipplýsingar en þær, að
heilbrigðdsnefnd borgarinnar
hefði málið til afchugunar. Þór-
oddur Sigurðsson vatnsveitustjóri
fullyrti þó, á þlaðamannafundi,
að eftir því sem hann vissi bezt
væru fjáreigendur ekki enn fam-
ir að reisa girðingar á Hólmsheið
inni. í frétt um þetta efni fyrir
skömmu hér í blaðinu, lét tfón
Jónsson jarðlfræðingur, sem þekk-
ir manna bezt til þessara mála
eftir margra ára rannsóknir hafa
>að eiftir sér, að hann teldi Fjár-
borg á Hólmstoeiði mjög óæski-
lega, svo ekiki vœri meira sagt,
vegna mengumairlhættunniar.
VOGIR
og varahlutir í vogir, ávallt
tyrirliggjandi.
Rit- og reiknivélar.
Sími 82380.
Mallorca
ferð SUF
Samband ungra Framsókn
armanna efnir til 16 daga
utanlandsferðar til Mallorca
í haust. Farið verður frá
Reykjavík 12. október og
flogið til Mallorca, þar sem
dvalizt verður á fyrsta
flokks hóteli í 15 daga. Á
heimleiðinni verður höfð
eins dags viðdvöl í London.
Fargjaldið í þessari 16 daga
ferð er frá 9800 kr. á mann,
og er þá innifalin farar-
stjórn, allar ferðir til og frá,
gisting og fullt fæði í Mall-
orca og gisting og morgnn-
verður I London. öllum er
heimil þátttaka í ferðinni,
en upplýsingar er hægt að
fá á skrifstofu Framsóknar-
flokksins, Tjarnargötu 26.
sími 1-60-66 og 2-44-8Ö.
Barngóð kona
óskast að kennaraheimili í Árnessýslu í vetur, á
meðan húsmóðurin kennir. Frekari upplýsingar
i síma 17598.