Alþýðublaðið - 22.04.1987, Blaðsíða 2
2
Miðvikudagur 22. apríl 1987
MPYÐIHmH)
Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík
Sími: 681866
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjórar: Árni Gunnarsson og Ingólfur Margeirsson
Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir,
Kristján Þorvaldsson og
Jón Daníelsson
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir
Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38
Prentun: Blaöaprent hf., Siðumúla 12
Áskriftarsíminn er 681866
Lifandi hreyfing
fólks
Kosningabaráttan er nú að ná hámarki. Auglýsinga-
flóð og óprúttnaraðferðirhafaeinkennt kosningabar-
áttuna í ár. En hún hefureinnig borið merki flokkaupp-
lausnar, ráðleysis og hugsjónalegrar deyfðar. Fram -
bjóðendasveit Alþýðuflokksins hefur borið af hvað
varðar hæfni einstaklinga og samleik. Listi Alþýðu-
flokksins í Fteykjavík er skipaður óvenjulega hæfu og
vel menntuðu fólki og sömu sögu er að segja um lista
Alþýðuflokksins um allt land. Frambjóðendur flokks-
ins hafa einnig sýnt hugrekki og baráttuviija sem er
einstakurí íslenskri pólitík. Þannig mánefnaformann
flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, sem er reiðubú-
inn að leggjaallt undir. Með því að styrkja liðsheildina
og fá viðurkenndan hæfileikamann í efsta sætið i
Reykjavík gaf hann kost á sér i þriðja sætið og sýndi
þarmeð einstakadirfsku sem enginn flokksformaður
áíslandi hefuráðursýnt. Jón Baldvin hefurennfremur
lýst því yfirað nái hann ekki kjöri í þessum kosningum
muni hann segja af sér flokksformennsku. Þar með
hefur hann lagt pólitfskt líf sitt að veði fyrir árangri
Alþýðuflokksins. Fyrirskömmu sagði Þorsteinn Páls-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Al-
þýöublaðið að hann vildi ekkert um það segja, hvort
hann segði af sérformennsku, ef Sjálfstæðisflokkur-
inn næði ekki 30% fylgi í komandi kosningum. Þor-
steinn þorði með öðrum orðum ekki að standa ábyrg-
ur fyrir hugsanlegu fylgismissi flokksins og taka af-
leiðingunum. Þar skilur á milli tveggja formanna.
Alþýðuflokkurinn hefur breyst úr smáflokki í sterkt
stjórnmálaafl undirforystu Jóns Baldvins Hannibals-
sonar. FráþviaðJón Baldvin tók við formennsku íárs-
lok 1984 hefur öflug uppbygging flokksins átt sér
stað; ekki síst hefur hæft fólk verið kallað til dáða og
nútlmaleg stefna byggð á hefðum jafnaðarstef nunnar
fundið farveg að hugum og hjörtum almennings í
landinu. Nýverið sagði formaður Alþýðuflokksins í
viðtali við Alþýðublaðið: „Það sem með öðrum orðum
tókst, var að hin rétta, sígilda sósíaldemókratíska
pólitík náði meirihluta. Stefnan var skilgreind og þar
með var flokkurinn skilgreindur. Ég sagði: Við erum
ekki gamaldags ríkisforsjárflokkur. Við erum róttæk-
ur umbótaflokkur." Á öðrum stað i sama viðtali segir
Jón Baldvin: „Ef Alþýðuflokkurinn fer af leið, þá er
honum þegar refsað. Eru gerðar meiri kröfur til hans?
Hann er með öðrum orðum ekki flokkskerfi og hann er
ekki trúarsöf nuður. Alþýðuf lokkurinn er hreyf ing, sem
getur náð árangri ef fólk treystir honum; ef hann er á
réttri leið. Annars er flokkurinn bara afskrifaður.“
Það er full ástæða til að hugleiða þessi orð. Alþýðu-
flokjKurinn er lifandi afl kjósenda. Lifandi hreyfing
fólks. Hann erekki staðnað miðstýringarveldi eðasér-
hagsmunavél. Alþýðuflokkurinn vill reisa við velferð-
arríkið og berjast fyrir nýsköpun efnahagslifsins.
Hvað þýða þessi orð? Þau þýða að Alþýðuflokkurinn
mun, komist hann til valda að afloknum kosningum,
beita sér fyrir sanngjarnari tekjuskiptingu, stytta
vinnutímann, styðja frjálst og framsækið atvinnulíf
og skapasamfélag um menningu og mannúð. Alþýðu-
flokkurinn hefur lagt fram heilsteyptaog málefnalega
stefnuskrásem stuðlarað betra, mannúðlegraog rétt-
látara þjóðfélagi. Það er okkar kjósendanna að velja
þessar jákvæðu breytingar á lífshögum okkar eða af-
skrifa þær.
Kaffisamsæti eldri borgara og Evrópuhátíöin;
Um 1300 manns komu
Mikið fjölmenni var samankom-
ið á tveimur kosningahátíöum Al-
þýðuflokksins á skírdag. Um 500
manns mættu í kaffisamsæti eldri
borgara í veitingahúsinu Ártúni að
Vagnhöfða 11 og um 800 manns
komu á hátíð unga fólksins í Veit-
ingahúsinu Evrópu við Borgartún.
í Ártúni þáðu eldri borgarar
kaffi og meðlæti, stigu dans og
hlustuðu á ávarp Jóhönnu Sigurð-
ardóttur. í Evrópu flutti Jón Bald-
vin Hannibalsson ávarp kvöldsins
og nokkrir landskunnir skemmti-
kraftar sáu um söng og gleði fram
að miðnætti.
Rósir á hvert heimili:
Vantar
sjálfboðaliða!
Á sumardaginn fyrsta ganga Al-
þýðuflokksmenn í hús og bjóða
landsmönnum rósir.
Rósadreifingin hefst klukkan 13.00
og er mikilvægt að það takist að
bera sem flestar rósir í hús fyrir
kvöldið. Stuðningsmenn Alþýðu-
flokksins sem taka vilja þátt í
skemmtilegu starfi eru vinsamlega
beðnir um að hafa samband við
Kosningamiðstöðina að Síðumúla
12 í Reykjavík, síminn er 68 93 70.
Alþýðuflokkurinn:
Ný skrifstofa
á Patró
Alþýðuflokkurinn hefur opnað
kosningaskrifstofu að Urðargötu
17 á Patreksfirði. Síminn er (94)-
1550. Kosningastjóri er Ásthildur
Ágústsdóttir.
Á sumardaginn fyrsta ganga Al-
þýðuflokksmenn í hús og bjóða
landsmönnum rósir. Rósadreifing-
in hefst klukkan þrjú og eru allir
þeir sem vilja taka þátt í dreifing-
unni beðnir um að hafa samband
við Kosningamiðstöðina að Síðu-
múla 12. Síminn er 68 93 70.
Tilkynning
Frá landbúnaðarráöuneytinu
Ráðuneytið verður lokað eftir hádegið miðviku-
daginn 22. apríl og föstudaginn 24. apríl vegna
flutnings úr Arnarhvoli.
Opnað verður mánudaginn 27. apríl að Rauðarár-
stíg 25, 4. hæð.
Símanúmer ráðuneytisins er óbreytt, 62-2000,
Póstfang er Rauðarárstígur 25, 150 Reykjavík.
21. apríl 1987
Landbúnaðarráðuneytið
Kjörstaðir
í Reykjavík
við kosningar til Alþingis laugardaginn 25. apríl
1987 verða þessir:
Álftamýrarskóli, Árbæjarskóli, Austurbæjarskóli,
Breiðagerðisskóli, Breiðholtsskóli, Fellaskóli,
Foldaskóli, Langholtsskóli, Laugarnesskóli,
Melaskóli, Miðbæjarskóli, Sjómannaskóli, Öldu-
selsskóli.
Auk þess verða kjördeildir í Elliheimilinu „Grund“,
Hrafnistu og Sjálfsbjargarhúsinu, Hátúni 12.
Kjörfundur hefst kl. 9.00 árdegis, og lýkur kl.
23.00.
Athygli ervakin á, að kjörstjórn geturóskað þess,
að kjósandi sanni hver hann er með því að fram-
vísa nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt.
Yfirstjórn mun á kjördegi hafa aðsetur í Austur-
bæjarskólanum og þar hefst talning atkvæða að
loknum kjörfundi.
Yfirkjörstjórn Reykjavíkur
Jón G. Tómasson
Skúli Pálmason Sigurður Baldursson
Hrafn Bragason Hjörtur Torfason
Aðalfundur
Samvinnubankans
Aðalfundur Samvinnubanka íslands hf. verður
haldinn fimmtudaginn 30. apríl 1987 að Hótel
Loftleiðum, Kristalssal og hefst kl. 14.30.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður lögð
fram tillaga um heimild bankaráðs til útgáfu jöfn-
unarhlutabréfa og tillögur til breytinga á
samþykktum bankans, ef fram koma.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins
verða afhentir í aðalbanka, Bankastræti 7, dagana
27. - 29. apríl svo og á fundarstað.
Ðankaráð Samvinnubanka íslands hf