Alþýðublaðið - 22.04.1987, Side 4

Alþýðublaðið - 22.04.1987, Side 4
4 Miðvikudagur 22. apríl 1987 Alþýðuflokkurinn vill aukið valfrelsi ( húsnæðismálum, m.a. með áætlun um byggingu kaupleigulbúða. fyrir misgengi lánskjara og launaþróunar á síðastliðnum ár- um verði létt. í framtíðinni verði tryggt að lánskjör verði þannig á hverjum tíma að grelðslubyrði aukist ekki umfram almennar launatekjur. Greitt verði fyrir skuldbreytingum skammtímalána vegna húsnæðiskaupa til a.m.k. 15 ára. Alþýðuflokkurinn vill beita sér fyrir því að hið opinbera stuðli markvisst að lækkun útborgunar í fasteignaviðskiptum og auknum stöðugleika í húsnæðismálum. Jafnrétti kynjanna Laga þarf þjóðfélagið betur að atvinnuþátttöku.kvenna og afnema launamisrétti. Þetta kallar á aðgerðir í jafnréttisátt á vinnumarkaði, í skatta- og lífeyrismálum og við mótun launastefnu. Alþýðuflokkurinn vill brjóta upp hinn kynskipta vinnu- markað, m.a. með því að leggja aukna áherslu á jafnréttis- uppeldi í skólum og starfsfræðslu, efla endurmenntun og fullorðinsfræðslu til að auðvelda konum leið inn í hefð- bundnar karlagreinar atvinnulífsins. Stefnt verði að því að lconur.skuli einskis missa í launa- eða stöðuhækkunum vegna barneigna. Unnið verði að endurmati á störfum kvenna, sem miði að því að leggja ábyrgð á lífi og limum að jöfnu við ábyrgð á fjármunum og tækjum. Konur verði hvattar til að gera sömu kröfur til launa og karlar og taka á sig ábyrgð til jafns við karla. Ný heilbrigðisstefna Ný heilbrigðisstefna miði að því, að nýta fjármuni, tæki og aðstöðu betur en nú er. Jafnframt verði forvarnir stórauknar. Sérstök áhersla verði lögð á heilbrigðisþjónusturannsóknir til að bæta skipulag og rekstur heilsugæslu og sjúkrahúsaþjón- ustu. í rannsóknastarfi verði einnig kannað orsakasamhengi milli sjúkdóma og þeirra íslensku þjóðfélagshátta, efnahags- legra og félagslegra, sem áhrif hafaá velferð og afkomu fólks. Auk ofangreindra meginmarkmiða verði lögð áhersla á að nýta skólakerfið betur til kennslu í heilsuverndarmálum og slysavörnum, og í vörnum gegn ávana- og fíkniefnaneyslu. Aðrir miðlar verði einnig nýttir til að efla forvarnarstarf. Sér- stök áhersla verði lögð á tannvernd og fyrirbyggjandi aðgerð- ir í tannlækningamálum. Aukin verði heilbrigðis- og félags- leg þjónusta utan stofnana, m.a. heimilisþjónusta og heima- hjúkrun fyrir aldraða og öryrkja. Þá er nauðsynlegt að sam- ræma betur þjónustu innan og utan sjúkrahúsa, m.a. til þess að draga úr innlögnum á sjúkrahús. Tryggt verði að ekki þurfi að vera umtalsverðir biðlistar á sjúkrahúsum, og aukinn verði stuðningur við félagasamtök sem vinna að viðurkenndu forvarnarstarfi í heilbrigðismál- um. Starf að vinnuvernd verði einnig stórlega aukið. Fyrirkomulagi og verðmyndun í lyfjasölu verði breytt til að draga úr útgjöldum og stemma stigu við of mikilli notkun lyfja. Fjármögnun heilbrigðisþjónustu í heild verði einnig endurskoðuð með það að markmiði að tengja betur saman ákvörðunarvald, stjórnun, fjárhagslega ábyrgð og aðhald. Framsœkin skólastefna og endurbœtur námslánakerfis Meginmarkmiðin í menntastefnu jafnaðarmanna eru að stuðla að þroska og sjálfstæði uppvaxandi kynslóðar og að þjóðfélaginu nýtist hæfileikar fólks til fulls í nýsköpun fyrir framtíðina. Öllum þjóðfélagsþegnum verði tryggð jöfn tæki- færi til mennta. Þetta felur meðal annars í sér það, að aðgang- ur að menntakerfinu sé ekki bundinn fjárráðum eða félags- legum aðstæðum og að rík áhersla sé lögð á þýðingu mennt- unar í þjóðlífinu. Sameiginlegt menntakerfi landsmanna og námslánakerfið er og verður sá hornsteinn sem byggt verður á til að fullnægja markmiðinu um jöfnun tækifæra til mennta án tiljits til stétt- ar, kyns, aldurs eða búsetu. Einnig verði tryggt að íslendingar geti sótt í nám til bestu menntastofnana í nágrannalöndunum til að landsmenn njóti fullkomnustu þekkingar í hverri grein. Stefnt verði að eflingu námsgagnagerðar, að skólar verði ein- setnir og skóladagur samfelldur í grunnskólum. Við ákvörðun námslána verði miðað við fjölskylduað- stæður námsmanns, tekjur hans og almenna tekjuþróun í þjóðfélaginu. Námslánakerfi dragi ekki úr vinnu í námsleyf- um. Námslán verði með lægstu vöxtum og endurgreiðsla taki mið af tekjum Iántakanda á hverjum tíma. Til viðbótar við námslánakerfið verði komið á námsstyrkj- um til afreksmanna og styrkjum sem taki mið af atvinnu- stefnu stjórnvalda á hverjum tíma. Ef menntakerfi á að ná uppeldis- og framfaramarkmiðum sínum er illt að það verði vettvangur átaka og óánægju. Kjaramál kennarastéttarinnar hafa á undanförnum árum þróast á þann veg að í óefni stefnir. Nauðsynlegt er að bæta úr þessu áður en menntakerfi þjóðarinnar býður óbætanleg- an hnekki. Nauðsynlegur þáttur í menntastefnu er rík áhersla á rann- sóknastarf, bæði fræðilegt og hagnýtt. Efla þarf Vísinda- sjóð, rannsóknastofnanir atvinnuveganna og einkaaðila, og tryggja þarf bætt tengsl íslands við nágrannalöndin á þessu sviði. Fjölskyldustefna Alþýðuflokkurinn vill hlúa að heimilum landsmanna með stefnu sinni um eflingu og endurnýjun velferðarríkisins. Sam- hliða því verði hrint í framkvæmd markvissri fjölskyldu- stefnu, sem geri ungu fólki auðveldara og eftirsóknarverðara að stofna heimili og eignast börn. Hið opinbera stuðli að dag- vistun barna, fæðingarorlof verði a.m.k. sex mánuðir og greitt verði fyrir því að foreldrar geti fengið launalaust leyfi í tengslum við fæðingarorlof. Skóladagur barna verði sam- felldur. Fjölskyldustefnan verði betur löguð að þeirri stað- reynd, að báðir foreldrar vinna í auknum mæli fullan vinnu- dag utan heimilis. Fjölskyldum verði gert léttara að njóta orlofs í heilnæmu umhverfi með stuðningi við orlofsheimili stéttarfélaga, með skipulagningu útivistarsvæða og með stuðningi við frjáls fé- lagasamtök á sviði íþrótta- og útivistarmála. Hluta af landar- eignum ríkissjóðs verði ráðstafað til skipulagðrar orlofsh.úsa- byggðar, útivistarsvæða og skipt upp í ræktunarreiti, sem íbúar þéttbýlisins geta leigt til skógræktar og annarrar land- græðslu. Alþýðuflokkurinn vill stuðla að því, að aldraðir geti dvalið á heimilum sínum svo lengi sem þeir kjósa og hann vill með stefnu sinni í húsnæðismálum stuðla að því, að aldnir og ung- ir innan fjölskyldunnar geti búið saman. Alþýðuflokkurinn vill tryggja jafnrétti fatlaðra á öllum sviðum þjóðlífsins. Þess vegna er það eitt af forgangsverkefn- um Alþýðuflokksins að standa vörð um Framkvæmdasjóð fatlaðra. Tryggja þarf að samanlagðar lífeyrisgreiðslur elli- og örorkulífeyrisþega (Almannatrygginga og lífeyrissjóða- greiðslur) verði aldrei undir lágmarkslaunum. II. Nýsköpun í efnahagslífinú Kerfisbreytingar: Ný skilgreining á hlutverki ríkisins Jafnaðarmenn eru andstæðingar ríkisforsjár og miðstýr- ingar í efnahagslífinu. Á undanförnum áratugum hefur ríkis- valdið leiðst út í umfangsmikil afskipti af atvinnu- og efna- hagslífi, m.a. með pólitískri stýringu fjármagns gegnum banka- og sjóðakerfi, afskiptum af verðmyndun, beinum Alþýöuflokkurinn vill auövelda ungu fólki aö stofna heimili og eignast börn.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.