Alþýðublaðið - 22.04.1987, Side 5

Alþýðublaðið - 22.04.1987, Side 5
Miðvikudagur 22. apríl 1987 5 Alþýðuflokkurinn vill sameiginlegan llfeyrissjóð fyrir alla landsmenn. rekstri framleiðslu- og þjónustufyrirtækja, og jafnvel vernd og ábyrgð á taprekstri einstakra fyrirtækja og atvinnugreina. Slíkir stjórnarhættir hafa leitt til óhagkvæmrar ráðstöfun- ar á fjármunum og dæmalausra fjárfestingarmistaka, og til verðmyndunar sem dregur úr eðlilegu aðhaldi í viðskiptalíf- inu. Þjóðnýting á tapi í einstökum fyrirtækjum eða atvinnu- greinum virðist vera orðin sjálfsagður hluti af starfi hins op- inbera. Þetta fyrirkomulag hefur í för með sér óeðlilega pólitíska fyrirgreiðslu, opinber skömmtunarkerfi, þjónkun við sér- hagsmuni og einokun sem dregur úr allri framþróun. Þetta fyrirkomulag tilheyrir löngu liðnu timabili í sögu Vesturlanda og ber því að afnema hið fyrsta. Alþýðuflokkurinn vill fylgja fordæmi þeirra þjóða á Vest- urlöndum, sem fremstar eru í efnahagsþróun, og innleiða þá nútímalegu stjórnarhætti sem hafa reynst vel. Þetta feiur í sér, að hlutverk ríkisins verði takmarkað við að bæta markaðs- umhverfi fyrirtækja, en horfið verði af þeirri braut ríkisaf- skipta og forsjár einstakra rekstraraðila, sem dregur úr nauð- synlegu aðhaldi. Ríkið á að skapa aðstæður fyrir samkeppni og tækniþróun í atvinnulífinu en ekki að skipta sér beint af rekstri. í staðinn á rikið að beita sér af meiri krafti að þvi að efla velferð heimilanna og menningu landsmanna. Þessi stefna mun færa ísland inn á nýja braut framfara, í stað þess að festa þjóðarbúið í stöðnuðu fyrirgreiðslukerfi spilltra og letjandi stjórnarhátta. Við afgreiðslu fjárlaga á Alþingi hafa þingmenn Alþýðu- flokksins lagt fram margar breytingartillögur, sem byggðu á nýrri stefnu flokksins í ríkisfjármálum. Þær fólu í sér, að dregið yrði úr hallarekstri í ríkisbúskap og óhóflegri skulda- söfnun hins opinbera, einföldun tollakerfis, endurbyggingu skattakerfis og breyttrar forgangsröðunar ríkisútgjalda. Þessi stefna leiðir til nýrra vinnubragða við gerð fjárlaga og Iánsfjárlaga og umfangsmikilla kerfisbreytinga í ríkisbúskap. Auka þarf aðhald í ríkisrekstrinum og miða mannahald og launakjör við það sem tíðkast í einkageira. Opinberar þjónustustofnanir, sem starfa fyrir atvinnuveg- ina, verði fluttar til atvinnuveganna sjálfra, til dæmis Fiskifé- lag íslands, Búnaðarfélag fslands og Ríkismat sjávarafurða. Ríkisstofnunum verði fækkað og aukin áhersla lögð á, að rannsóknar- og sérfræðistofnanir afli sér tekna með sölu þjónustu og sérfræðiþekkingar á kostnaðarverði. Þá vill Al- þýðuflokkurinn beita sér fyrir sölu ríkisfyrirtækja, sem ástæðulaust er að séu reknar af hinu opinbera. í samræmi við ofangreindar hugmyndir vill Alþýðuflokk- urinn kerfisbreytingu á bankamálum og opinberum sjóðum. Bönkum verði fækkað og dregið úr pólitískum afskiptum af þeim, þannig að 3—4 alhliða og öflugir viðskiptabankar keppi sín á milli á jafnréttisgrunni um að þjóna einstakling- um og fyrirtækjum sem best. Sjóðakerfi hins opinbera verði leyst undan þeirri sérhagsmunaskiptingu atvinnugreina sem enn er við lýði. í staðinn komi almennur fjárfestingarlána- sjóður, deildskiptur eftir landshlutum, þar sem allar atvinnu- greinar standa jafnfætis. Á þennan hátt verður dregið úr sérhagsmunavörslu hins opinbera velferðarkerfis fyrirtækjanna, aðhaldssamir mark- aðshættir efldir og hlutverki ríkisins beint að því að efla vel- ferð heimilanna. Jafnvœgisstefna: Stöðugleiki og festa í efnahagsálum. Ríkið á að beita framsækinni hagstjórn, þannig að fjárlög- um, lánsfjáráætlun, peninga- og gengismálum sé markvisst beint að því að draga úr sveiflum og treysta jafnvægi. Vaxta- stefna og stjórn peningamála miðist við jákvæða en hóflega raunvexti, og lánastofnanir njóti frjálsræðis innan ramma strangs aðhalds frá ríki og Seðlabanka. Ríkisvaldið stuðli að lækkun vaxta meðal annars með því að stöðva skuldasöfnun innanlands, svo takmarkað fjármagn verði síður dregið frá atvinnulífi og einstaklingum. Skattlagning ríkisins til sameig- inlegra þarfa hafi ekki áhrif á lánskjaravísitölu. Gengisákvarðanir miðist við að tryggja hagsmuni undir- stöðugreina og jafnvægi í utanríkisviðskiptum, en jafnframt að veita eðlilegt aðhald að verðlagsþróun innanlands. Nauðsynlegt verður að setja strangar takmarkanir við er- lendar lántökur hins opinbera. Ný atvinnustefna Markmið hinnar nýju atvinnustefnu er að búa atvinnulíf- inu betri vaxtarskilyrði. Þetta felur í sér að stöðugleiki sé tryggður með opinberri hagstjórn, gengi sé haldið sem stöð- ugustu, eðlilegur aðgangur að lánsfé sé tryggður, rannsóknir og þróun í þágu nýrra atvinnuvega séu efldar, markaðsátak og sölumennska erlendis séu studd af hinu opinbera, og að greitt sé fyrir nýjum, vænlegum framleiðslukostum sem síðan standi að fullu undir sér í frjálsri samkeppni. Áhersla verði Iögð á nýju greinarnar, líftækni og rafeinda- tækni, og hið opinbera stuðli að því að íslendingar verði full- gildir þátttakendur í fjarskipta- og upplýsingabyltingunni. Sú bylting tengir saman allan heiminn og gerir hann að einum markaði. Þetta skapar ný tækifæri fyrir smáfyrirtæki, sem kunna að hagnýta sér hugvit og markaðsþekkingu. Lítil fyrir- tæki hér á landi, til dæmis í iðnaði, geta hagnýtt sér þessa nýju tækni og þá möguleika, sem hún hefur upp á að bjóða. Sjálfvirkni og tölvustýring leysir mannshöndina af hólmi. Það er þekkingin og framtakssemin við að nýta þessa tækni, ekki mannmergðin, sem skiptir máli. Þetta skapar smáþjóð eins og okkur íslendingum ný tækifæri til nýsköpunar og markaðssóknar. Líftæknin er í örri þróun. Hún getur skapað okkur nýjar framleiðsluvörur og valdið byltingu í úrvinnslu fiskafla. Þessa þróun á að styðja og styrkja fyrirtækin til að tileinka sér hana. Fiskmarkaðir þróast ört. Því ber að leggja áherslu á fjöl- breytni fiskafurða og fiskréttaframleiðslu samhliða öflugu markaðsstarfi. Með því að hagnýta tækifæri nýrrar tækni munum við uppskera framsækið atvinnulif. Sjávarútvegur verður áfram helsta undirstaða útflutnings- tekna, þó aðrar greinar verði efldar til að leggja meira til út- flutnings. í sjávarútvegi þarf að koma á stjórnkerfi, sem lagar sig að frjálsum fiskverðsákvörðunum. Stefnt verði að sveigj- anlegri beitingu veiðileyfa með veiðiréttindum, sem komi í hlut útgerðar en ekki á hvert skip, þannig að aflamönnum sé gert kleift að njóta sín og að byggðarlögum sé tryggð öflun hráefnis betur en nú er gert. Sveigjanlegt veiðileyfakerfi af þessu tagi skapar svigrúm fyrir eðlilega endurnýjun fiski- skipaflotans. Fjölgað verði staðbundnum fiskmöricuðum eða byggðum á fjarskiptum, og efla þarf úrvinnslu fiskafurða fyrir nýja markaði. Alþýðuflokkurinn vill gerbreyta landbúnaðarstefnunni. Markmið hennar verði að skapa viðunandi starfsskilyrði stétt bjargálna sjálfseignarbænda, tryggja þjóðinni nægilegt framboð matvæla með sem minnstum tilkostnaði, stöðva gróðureyðingu og græða örfoka land. Stuðningur verði veitt- ur til vöruþróunar og sölu á framleiðslunni, en ekki til að auka hana. Bændur fái stuðning til þess að hverfa frá hefð- bundnum búskap að öðrum störfum án þess að flytja af jörð- um sínum. Jarðakaupasjóður verði efldur. Jafnaðarmenn eru andvígir ríkjandi kvótakerfi í landbún- aði og munu afnema það við fyrsta tækifæri. í stað fram- leiðsluskerðingar með beinum tilskipunum til hvers bónda, beiti ríkisvaldið þeim stjórntækjum sem það hefur á valdi sínu til að koma á svæðaskipulagi um landbúnaðarfram- leiðsluna. Innan þess heildarramma verði bændum í sjálfs- vald sett hvernig þeir reka sín bú. Dregið verði í áföngum úr verðbótum og niðurgreiðslum. Ríkið láti af afskiptum af búvöruverði, að loknum aðlögun- artíma. í staðinn komi frjálsir samningar bænda og vinnslu- stöðva. Þannig verði ofstjórnarstefnan af hólmi leyst. Alþýðu flokkurinn leggur áherslu á lögfestingu víðtækra aðgerða í landgræðslu, sem jafnframt falla að framangreind- um stefnumiðum. Gerð verði sérstök landgræðsluáætlun, sem m.a. byggist á víðtækri friðun afréttarlanda. Áætlunin verði gerð í samhengi við alhliða landnýtingaráætlun. Ferðaþjónusta, fiskeldi og loðdýrarækt eru framtíðarat- vinnugreinar sem áfram þarf að búa vænleg vaxtarskilyrði, en leita verður nýrra slíkra greina sem greiði fyrir atvinnuþró- un í byggðum landsins. Greitt verði fyrir takmarkaðri eignaraðild erlendra fyrir- tækja í atvinnurekstri í stað erlendrar skuldasöfnunar. Meiri- hlutaeign íslendinga verði tryggð á þýðingarmiklum sviðum atvinnulífsins. Frjálsræði í fjármagnshreyfingum milli landa

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.