Alþýðublaðið - 22.04.1987, Page 8

Alþýðublaðið - 22.04.1987, Page 8
MÞYSUBMDIB Miövikudagur 22. apríl 1987 Gróft ofbeldi í dönskum skólum 40 prósent nemenda í efstu bekkjum grunnskólans hafa sætt líkamlegum refsingum. 40 prósent nemenda hafa oröiö vitni að árásum nemenda á kennara. Nemcndasamband Danmerkur hefur gengist fyrir skoðanakönnun, sem hefur leitt í Ijós að líkamlegt of beldi er til staðar i dönskum skól- um í meira mæli en nokkurn gat grunað. Að sögn formanns samtak- anna hafa til dæmis um 4% nem- enda í 7r10. bekk sætt svo hörðum refsingum að hægt væri að höfða mál á hendur viðkomandi kennur- um. Kennarar hafa orðið fyrir bein- um líkamlegum árásum frá nem- endum sínum, sem hafa m.a. ógnað þeim með hníf. Yaldbeiting á báða bóga Enn liggja ekki fyrir lokaniður- stöður könnunarinnar, en svör nemenda úr 800 skólum liggja þeg- ar fyrir og gefa allgóða mynd af ástandinu, að sögn Jacobs Johan- sen, formanns nemendasambands- ins. Sem dæmi um grófa valdbeit- ingu nefnir hann spörk og högg með barefli. Samkvæmt könnun- inni gerist það einnig alltaf annað slagið að nemendum er hrint í gólf- ið eða hent í þá lausum hlutum. Komið hefur fyrir að kennari kast- aði hefli í einn af nemendum sínum. Samkvæmt könnuninni eru löðr- ungar algengasta tegund líkamlegr- ar refsingar gegn nemendum, en einnig högg með bók eða bendi- priki eða að snúið er upp á eyrun. Það kemur einnig mjög á óvart, að samkvæmt könnuninni er vald- beiting nemenda gegn kennurum ekkert einsdæmi. Um 40% að- spurðra kváðust hafa orðið vitni að því að kennarar hafi fengið högg, spörk eða jafnvel verið ógnað með hníf. Jacob Johansen segir að nið- urstöðurnar bendi ótvírætt til þess að það sé eitthvað meira en lítið at- hugavert við skólastarfið í heild sinni. Sú staðreynd að kennarar til- kynna sjaldan um erfiðleika og jafnvel árásir í starfi sínu, bendir til þess að þeir telji vænlegra til árang- urs að leysa vandamál einstakra nemenda í kyrrþey, en að hleypa öllu í bál og brand. Það getur heppnast í mörgum tilvikum, en nemendur hafa ekki sömu mögu- leika til að blanda sér í einkalíf kennara sem beitir ofbeldi og þar að auki eru það aðeins grófustu brot sem tekið er á. Nemendum leiðist í könnuninni kemur það fram að valdbeiting er mest í vissum hverf- um Kaupmannahafnar og að í sum- um skólum Iandsins á sér ekkert slíkt stað. Ennfremur virðist það koma fram af könnuninni að í þeim skólum þar sem nemendur hafa mest frelsi og sjálfsákvörðunarrétt, séu agavandamál minnst og náms- leiði lítið áberandi. Námsleiði er annars útbreitt vandamál, sem að sögn Johansens er ekki að undra, þar eð skipulag skólastarfsins sé í meginatriðum byggt á fyrstu skólalögunum, frá 1814. Skólastarfið miðast við að kenna nemendum undir próf, en hugmyndaflug, sköpunargleði og ýmis félagsleg verðmæti sem svo fagurlega eru orðuð í námsskrá, þeim er ekki framfylgt í reynd. Hins vegar hefur verið framfylgt skipunum hins opinbera um að „bæta agann í skólunum". Árang- urinn af því starfi er aðeins sá að fleiri nemendum er fleygt út úr kennslustundum og harðari refs- ingum er beitt fyrir agabrot. Orsak- anna er ekki leitað, en refsað fyrir afleiðingar, segir formaður nem- endasamtakanna. Löðrungar eru algengasta tegund líkamlegra refsinga ískólanum. Dugiþað ekki er hœgt að snúa upp á eyrun... Jóhanna Sigurðardóttir EFTIR KOSNINGAR þurfum við ríkisstjórn með HJARTAÐ Á RÉTTUM STAÐ. Hún þarf að tryggja afkomuöryggi og aðbúnað ÖRYRKJA OG ALDR- AÐRA. UNGA FÓLKIÐ vonast eftir nýju og manneskjulegu húsnæðiskerfi. Þær vonir verða að veruleika ef JÓHANNA SIGURÐARDOTTIR situr við stóra borðið í stjórnarráðinu. Henni er best treystandi til að framkvæma tillögur okkar jafnaðarmanna um KAUPLEIGUÍBÚÐIR. Atkvæði greitt A-LISTANUM getur því látið VONIR RÆTAST - EFTIR KOSNINGAR. g.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.